Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Blaðsíða 40
40
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986.
Messur
Guðsþjónustur í
Reykjavíkurprófastsdæmi sunnu-
daginn 4. maí 1986.
Bænadagurinn.
Árbæjarprestakall: Messa í safnað-
' arheimili Árbæjarsóknar kl. 11. Ath.
breyttan messutíma. Organisti Jón
Mýrdal. Sr. Guðmundur Örn Ragn-
arsson.
Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Börn úr barnastarfi Grensáskirkju
koma í heimsókn. Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtsprestakall: Messa í Breið-
holtsskóla kl. 14. Séra Helga Soffía
Konráðsdóttir messar. Sr. Lárus
Halldórsson.
Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14.
Lesari Dagmar Gunnlaugsdóttir.
Organisti Guðni Þ. Guðmundsson.
Sr. Ólafur Skúlason.
Digranesprestakall: Guðsþjónusta í
‘3* Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
Dómkirkjan: Messa kl. 11. Bænadag-
ur. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir
prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
sr. Þóri Stephensen.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta
kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Les-
arar: Gunnar Petersen framkvæmda-
stjóri og Þórður Eydal Magnússon
prófessor. Organisti Guðný Margrét
Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartar-
scn.
Grensáskirkja: Sunnudagur: Börnin
fara í heimsókn til Áskirkju. Lagt
af stað frá Grensáskirkju kl. 10.40.
Messa, kl. 14. Aðalfundur Grensás-
sóknar eftir messu. Biblíulestur
þriðjudag kk 20.30. Séra Halldór S.
Gröndal.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl.
^ 10. Sr. Árelíus Níelsson.
Hallgrímskirkja: Laugardagur: Fé-
lagsvist í safnaðarsal kl. 15. Sunnu-
dagur: Messa kl. 11. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson. Aðalfundur List-
vinafélags Hallgrímskirkju kl. 15.30.
Messa kl. 17 þar sem kynntir verða
nýir sálmar og sálmalög. Sr. Karl
Sigurbjörnsson. Þriðjudagur: Fyrir-
bænaguðsþjónusta kl. 10.30.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl
Sigurbjörnsson.
Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Tóm-
as Sveinsson. Kaffisala kvenfélags-
ins verður í Domus Medica kl. 3.
Kársnesprestakall: Guðsþjónusta í
, Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr.
Árni Pálsson.
Langholtskirkja: Guðsþjónusta kl.
14. Prestur sr. Pjetur Maack. Organ-
leikari Jón Stefánsson. F'járöflunar-
kaffi til eflingar minningarsjóði frú
Ingibjargar Þórðardóttur verður í
safnaðarheimilinu kl. 15. Sóknar-
nefndin.
Laugarneskirkja: Messa kl. 14.
Mánudagur: Fundifr í kvenfélagi
Laugarnessóknar kl. 20. Þriðjudag-
ur: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Altar-
isganga. Fimmtudagur: Uppstign-
ingardagur, messa kl. 14. dagur
aldraðra. Friðgeir Grímsson verk-
fræðingur prédikar. Halldór Vil-
helmsson syngur einsöng. Öldruðum
boðið í kafff eftir messu. Sóknar-
prestur.
Neskirkja: Guösþjónusta kl. 11 árd.
Ath. breyttan tíma. Einsöngvari
- Magnús Jónsson. Orgel og kórstjórn
~ Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson. Þriðjudagur: Opið
hús fyrir aldraða kl. 13 17. Miðviku-
dagur: Fvrirbænamessa kl. 18.20. Sr.
Guðmundur Oskar Ólafsson.
Fimmtudagur uppstigningaidagur:
Guðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan
tíma.) Sr. Frank M. Halldórsson.
Fríkirkjan í Reykjavík: Guðsþjón-
usta, skírn og altarisgánga kl. 14.
Ræðuefni: Þar sem kærleikurinn á
heima. Fríkirkjukórinn syngur.
Söngstjóri og organleikari Pavel
Smid. Aðalfundur * safnaðarins að
loknu embætti. Sr. Gunnar Björns-
son.
Fríkirkjan í Hafnarfírði: Barnasam-
koma kl. 10.30. Rætt um væntanlegt
vorferðalag. Guðsþjónusta kl. 14 á
degi aldraðra í söfnuðinum. Að lok-
inni guðsþjónustu býður kvenfélagið
^>»eldra safnaðarfólki til kaffisamsætis
í Góðtemplarahúsinu. Sr. Einar Ey-
jólfsson.
Kirkja Óháða safnaðarins: Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Heiðmar
Jónsson. Séra Þórsteinn Ragnars-
son.
Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 13.
Ferming. Sóknarprestur.
Keflavikurkirkja
Guðsþjónusta kl. 14.00. Sverrir Guð-
mundsson syngur einsöng. Systrafé-
lagið annast kaffisölu í Kirkjulundi
eftir messu. Allur ágóði rennur í
líknarsjóð kirkjunnar.
Sóknarprestur.
Tapað - Fundið
Varstu í Kreml miðvikudags-
kvöldið 30. apríl?
Tókstu kannski svarta gúmmítösku
í misgripum? 1 töskunni var t.d.
blautur sundbolur, handklæði og
snyrt.itaska. Vertu svo vinsamlegur
að koma töskunni í Kreml eða á
1 DagblaðiðV ísi.
80 ára afmæli
Næstkomandi mánudag, 5. maí,
verður áttræður Karl Sveinsson,
leigubílsstjóri á Hreyfli, Njörvasundi
9, Reykjavík. Hann og kona hans,
Anna Bjarnadóttir, taka á móti gest-
um í samkomusal Hreyfils að Fells-
múla 26 sunnudaginn 4. maí kl.
15.00-18.00.
Ferðalög
Ferðafélag ísiands
Myndakvöld. Síðasta myndakvöld
vetrarins verður i Risinu, Hverfis-
götu 105 þriðjudaginn 6. maí kl. 20.30
stundvíslega. Fimm ferðir verða
kynntar í máli og myndum. 1) Vest-
firðir-hringferð (ferð nr. 9): Salbjörg
Óskarsdóttir. 2) Snæfell Lónsöræfi
Hoffellsdalur (ferð nr. 11): Sæ-
mundur Aðalsteinsson. 3) Hval-
vatnsfjörður - Þorgeirsfiörður (ferð
nr. 22): Tryggvi Halldórsson. 4) Eyja-
fjarðardalir (ferð nr. 21): Baldur
Sveinsson. 5) Sprengisandur -
Skagafjörður Kjölur (1.-4. ág.):
Ólafur Sigurgeirsson. Þetta er kjörið
tækifæri til þess að sjá og heyra
hvernig tilhögun ferða Ferðafélags-
ins er í göngu- og ökuferðum. Allir
velkomnir félagar og aðrir. Aðgang-
ur kr. 50.00.
Ferðir um hvitasunnu (16.-19. maí)
1) Öræfajökull. Gist í Skaftafelli, í
tjöldum. 2) Skaftafell - þjóðgarður.
Gist í tjöldum. 3) Þórsmörk. Gist í
Skagfjörðsskála. 4) Snæfellsnes -
Snæfellsjökull. Gist á Arnarstapa.
5) Landmannalaugar. Gistí sæluhúsi
F.í. 6) Skagafjörður - Drangey -
Málmey. Gist í húsi. Ferðir um hvíta-
sunnu eru fjögurra daga. Pantið
tímanlega.
Reykjavík 200 ára - Réttarholts-
skóli 30 ára
f tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur
og 30 ára afmælis Réttarholtsskóla
efna starfsfólk og nemendur til sýn-
ingar í skólanum í dag, 3. maí, þar
sem fjallað verður um ýmsa þætti er
snerta daglegt hf í Réttarholtsskóla
og Reykjavík.
Skólinn verður opnaður klukkan
13 en klukkan 13.30 verður sýningin
formlega opnuð og lýkur henni
klukkan 18.00. Allan tímann munu
núverandi og fyrrverandi nemendur
sjá um fjölbreytta dagskrá skemmti-
atriða, m.a. verður boðið upp á:
hópreið nemenda frá Fáksheimili að
Ymislegt
Snæfellingafélagið í Reykjavík
Mörg undanfarin ár hefur skemmti-
nefnd Félags Snæfellinga og Hnapp-
dæla gengist fyrir því að bjóða eldri
héraðsbúum til sameiginlegrar kaffi-
drykkju. Hafa þessar samkomur
verið mjög vel sóttar. Að þessu sinni
verður kaffiveislan haldin í hinu
nýja félagsheimili Sóknar að Skip-
holti 50a sunnudaginn 4. maí nk. kl.
15. Til skemmtunar verður m.a. að
kór félagsins syngur nokkur lög und
ir stjórn Friðriks Kristinssonar.
Kórinn mun í vor fara i söngferð á
Snæfellsnes og halda tónleika 10.
maí á Hellissandi og í Breiðabliki.
Starfsdagur í Stjórnarráðinu
færður fram
Ákveðið hefur verið að færa starfs-
dag í Stjórnarráðinu fram um
klukkutíma yfir sumarmánuðina.
Verða því skrifstofur Stjórnarráðs
Islands opnar kl. 8.00 til kl. 16.00
mánudaga til föstudaga frá 1. maí til
30. september 1986.
Vorhátíð Hagaskóla
Vorhátið Hagaskóla verður haldin
sunnudaginn 4. maí og hefst kl. 14.
00. Sýnd verða kennnslugögn og sýn-
ishorn af vinnu nemenda i ýmsum
greinum. Hátíðardagskrá verður í
samkomusal, en þar verða flutt leik-
ritin Konur og þrír karlar og Grænar
baunir, skáldin Þórarinn Eldjárn og
Pétur Gunnarsson verða kynnt og
fimleikasýning verður í lokin.
HALLDÖRA TIIORODDSEN
OG BÁRA GUÐMUNDSDÓnrnR
íGdkrfBotg
24. apríl-5. maí
Vefjarlistasýning í Gallerí Borg
Nú stendur yfir í Gallerí Borg við
Austurvöll vefjarlistasýning Báru
Guðmundsdóttur og Halldóru Thor-
oddsen. Á sýningunni eru ellefu'
vefnaðarverk. Þetta er síðasta sýn-
ingarhelgin, en hún stendur til 5.
maí. Sýningin er opin virka daga frá
kl. 10.00-18.00 og um helgar frá kl.
14.00-18.00.
Akranes - Ný umferðarljós
Þann 26. apríl sl. var kveikt á um-
ferðarljósum á gatnamótum Kirkju-
brautar/Kalmansbrautar og Still-
holts. Ljós þessi eru tveggja fasa og
umferðarstýrð að hluta til, þannig
að málmskynjarar eru í Stillholti,
rétt við gangbraut þar yfir. Bílar sem
koma eftir Stillholti geta ,,kallað“ á
grænt ljós með því að aka inn á
skynjarana. Eins geta fótgangendur
,,kallað“ á grænt ljós yfir Kirkju-
braut og Kalmansbraut með því að
ýta á hnapp sem er á umferðarljósa-
staurum. Sé engin umferð á Stillholti
og enginn fótgangandi, sem ýtt hefur
á hnapp fyrir leið sína þar yfir, logar
stanslaust grænt ljós móti ökumönn-
um sem aka eftir Kirkjubraut eða
Kalmansbraut.
Réttarholtsskóla, hljóðfæraleik og
söng, sýningu á búningum íþróttafé-
laganna í Reykjavík og klæðnaði
Reykvíkinga síðastliðin 200 ár, leik-
rit, danssýningu, ratleik, íþrótta-
keppni o.m.fl. Ennfremur gefst
kostur á að skoða vinnu nemenda,
svo sem handavinnu, keramik, teikn-
ingar, vinnubækur og ritgerðir.
Veitingar verða á boðstólum.
Starfrækt verður hverfisútvarp í
skólanum á meðan á sýningu stend-
ur.
Starfsfólk og nemendur Réttar-
holtsskóla hvetja hverfisbúa, gamla
nemendur og aðra velunnara skólans
til að fjölmenna.
Málfreyjusamtökin
Kappræðufundur verður haldinn
sunnudaginn 4. maí kl. 13.30 á Hótel
Esju milli málfreyjudeildarinnar
Bjarkarinnar Reykjavík og mál-
freyjudeildarinnar Emblu Stykkis-
hólmi. Umræðuefni: „Heimilið er
hornsteinn þjóðfélagsins". Allir vel-
komnir.
Ljóðabók eftir Sjón
Nýlega kom út ljóðabók eftir skáldið
Sjón. Nefnist hún „Leikfangakastal-
ar, sagði hún, það er ekkert til sem
heitir leikfangakastalar“. Þetta er
áttunda bók höfundar en áður hafa
komið út „Reiðhjól blinda manns-
ins“ (1982), „Sjónhverfingabókin"
(1983) og „0H!“ (1985) svo dæmi séu
nefnd. Skáldið er einnig þekkt fyrir
myndlist og brúðugerð. I þessari nýju
bók eru ellefu ljóð sem ort voru á
síðasta ári í þremur borgum, London,
París og Reykjavík. Viðfangsefnin
eru því mótuð af því. Bókin er gefin
út í takmörkuðu upplagi. Útgefandi
er „Einhver djöfullinn - Medúsa" og
er bókin til sölu í Bókabúð Máls og
menningar, Gramminu og Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar.
Atvinnumálaráðstefna á Suður-
nesjum
Atvinnumálaráðstefna verður haldin
í Stapa, Ytri-Njarðvík, laugardaginn
3. maí og hefst hún kl. 13.00. Á ráð-
stefnunni verður meðal annars fjall-
að um nýtingu sjávarafla,
rannsóknir um líftækni í fiskiðnaði,
atvinnumál og bæjarfélög á Suður-
nesjum, þjónustu og markaðsmál,
þjónustu Iðntæknistofnunar, Hita-
veitu Suðurnesja og tengsl hennar
við atvinnulífið og skipulagsmál
Suðurnesja í framtíðinni. Þingmenn
kjördæmisins eru sérstaklega boðað-
ir.
Vorfagnaður Átthagasamtaka
Héraðsmanna
verður í Golfskálanum 3. maí og hefst
kl. 22. Tríó Bjarna Helgasonar
skemmtir ásamt íleiri góðum gestum.
Fundir
Rangæingafélagið í Reykjavík
Rangæingafélagið í Reykjavík held-
ur aðalfund sinn miðvikudaginn 7.
maí að Hallveigarstöðum kl. 8.30.
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja-
vík
Aðalfundur safnaðarins verður hald-
inn í Fríkirkjunni í Reykjavík
sunnudaginn 4. maí kl. 15.00, strax
að lokinni messu. Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Aðalfundur Landssambands ís-
lenskra vélsleðamanna
Aðalfundur Landssambands ís-
lenskra vélsleðamanna (LÍV) var
haldinn í Kerlingarfjöllum þann 12.
apríl sl. Um 200 vélsleðamenn voru
þar mætt.ir hvaðanæva af landinu.
Þetta er i fyrsta sinn sem fundur
þessi er haldinn í Kerlingarfjöllum
og er mjög mikil ánægja með þann
stað. Húsin eru hin vistlegustu, að-
staða öll mjög góð óg móttökur
„Kerlingarfjallamanna" alveg frá-
bærar. Stjórn LÍV vill hér með nota
tækifærið og færa þeim bestu þakkir
fyrir. Það er einlæg ósk LIV að við
fáum oftar að njóta aðstöðu þeirra í
Kerlingarfjöllum. Þessa fundarhelgi
var hið besta veður og skartaði „Vet-
ur konungur" sínu fegursta. Stjórn-
arskipti urðu á fundinum og lét
athafnasöm stjórn norðanmanna,
undir forystu Vilhelms Ágústssonar,
af störfum eftir tveggja ára farsælt
starf. Ný stjórn var kosin og skipa
hana sunnanmenn sem sitja þá við
stjórnartaunia næstu tvö árin. Nýju
stjórniná skipa: Sigurjón Pétursson
formaður, Gylfi Þ. Sigurjónsson
gjaldkeri, Kristinn Pálsson ritari,
Sigurjón Þór Hannesson og Eggert
Sveinbjörnsson meðstjórnendur. I
Kerlingarfjöllum voru einnig sýndar
ýmsar nýjungar á sviði öryggis- og
tæknimála sem henta vélsleðamönn-
um mjög vel. Flestir fóru í ferðir um
fjöllin og nágrenni, skoðuðu
Hveradalina og frábært útsýni af
Snækolli og Hofsjökli. Að morgni
sunnudagsins 13. apríl fóru menn að
halda heim á leið en um mjög mis-
langan veg var að fara.
Kvenfélag Laugarness
Fundur verður mánudaginn 5. maí
kl. 20 í safnaðarheimili Laugarnes-
kirkju. Dagskrá: Heimsókn til
Kvenfélags Breiðholts 13. mai og
væntanleg ferð í Islensku óperuna
16. maí.
Kvenfélag Kópavogs
heldur fund fimmtudaginn 8. mai kl.
20.30 (uppstigningardag) í félags-
heimili Kópavogs. Gestir á fundinum
verða konur úr Kvenfélagi Laugdæla
og kvenfélagi í Grímsnesi, Árnes-
sýslu.
Félagsfundur Skýrslutæknifé-
lags Islands
Skýrslutæknifélag íslands boðar til
félagsfundar í Norræna húsinu
þriðjudaginn 6. mai nk. kl. 14.30.
Efni: Sjálfvirkni og upplýsingakerfi á
skrifstofum. Miklar breytingar
munu eiga sér stað í upplýsinga-
vinnslu á næstkomandi árum. Aukin
tækni við úrvinnslu gagna mun
breyta starfsháttum á skrifstofum.
Lýst verður þróun þeirri er átt hefur
sér stað í notkun upplýsinga og fiall-
að um þau skrifstofukerfi, sem
fáanleg eru. Nemendur í tölvunar-
fræði H.I., sem hafa verið á nám-
skeiði um sjálfvirkni og upplýsinga-
kerfi á skrifstofum, undir leiðsögn
dr. Jóhanns P. Malmquist, sjá um
efni fundarins óg halda fyrirlestra.
Umræður og fyrirspurnir í lok fyrir-
lestra. Kaffiveitingar í fundarhléi.
Kaffisala
Kvenfélag Hátéigssóknar
verður með sitt árlega veislukaffi
sunnudaginn 4. maí kl. 15. Allur
ágóði rennur til altaristöflukaupa.
Síðasti fundur vetrarins verður
þriðjudaginn 6. maí kl. 20.30 í Sjó-
mannaskólanum. Kynntar verða
snyrtivörur og sumarferðalagið rætt.
Fjáröflunarkaffi
Fjáröflunarkaffi til eflingar Minn-
ingarsjóði frú Ingibjargar Þórðar-
dóttur verður í Safnaðarheimili
Langholtskirkju sunnudaginn 4. maí
kl. 15.00.
Basarar
Basar Kattavinafélagsins
verður haldinn að Hallveigarstöðum
sunnudaginn 4. maí kl. 14. Allur
ágóði rennur í húsbyggingu félags-
ins.
Tónlist
Tónleikar í Norræna húsinu
Dóra Reyndal sópransöngkona og
Vilhelmína Ólafsdóttir píanóleikari
halda tónleika í Norræna húsinu
næstkomandi mánudagskvöld, þann
5. maí kl. 20.30. Á efnisskránni verða:
Liederkreis opus 39 eftir Robert
Schuman, La Courte Paille eftir
Francise Poulenc og Quatre Chan-
sons de Jeunesse eftir Claude
Debussy."Ðóra hóf nám við Tónlist-
arskólann í Reykjavík og var um
þriggja ára skeið við söngnám er-
lendis. Hún lauk kennaraprófi við
Söngskólann í Reykjavík 1980 og
hefur starfað sem söngkennari við
Söngskólann og Kennaraháskóla ís-
lands. Dóra hefur tekið þátt í
mörgum óperu- og ljóðanámskeiðum,
aðallega í Vín, og síðastliðin þrjú
sumur hjá Lore Fisher í Weimar.
Hún hefur komið fram á mörgum
tónleikum hérlendis og erlendis. Vil-
helmina Ólafsdóttir lauk einleikara-
og píanókennaraprófi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík árið 1975. Að
loknu námi hefur Vilhelmína sótt
einkatíma við Tónlistarháskólann í
Hamborg og hjá Árna Kristjánssyni
auk þess að sækja hin ýmsu nám-
skeið í einleik og undirleik. Vil-
helmína starfar nú sem píanókennari
og undirleikari við Nýja tónlistar-
skólann.
RÉTTARHOLTSSKÓLI