Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Side 6
6 DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986. Peningamarkaðurinn Utlönd Utlönd Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert, innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar ery bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. I5á ársfjórðunga, sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársQórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. I’eir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: l'rompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur oröinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15.5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir cinu sinni á ári og ársávöxtun e. því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávoxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.^ Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæöislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, néma á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna fjöískylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin veröur því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í apríl 1986 er 1425 stig en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og janúar 1364 stig. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 21 -30.04. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM í 1 i P í. SJA sérlista ll li II li Íí Íí ÍI ii nn innlAn óverðtryggð SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundln innslæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 10.0 10.25 10,0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán.uppsogn 12.5 12.9 12.5 9.5 10.5 10.0 10.0 12.0 10.0 12mán. uppsogn 14.0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0 SPARNAÐUR - LANSRÉTTURSparað 3-5 mán. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp.Bmán.ogm. 13.0 13,0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán. uppsögn 3.5 3.0 2.5 3.0 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 7.5 6.5 7.0 6.5 7.5 7,0 7.0 6.5 Sterlingspund 11.5 11.5 10.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 10.5 Vestur-þýsk mörk 4.5 4.0 3.5 4.0 3.5 4.0 3.5 3.5 3.5 Danskar krónur 8.0 9.5 7.0 8.0 7.0 7.5 7.0 7.0 7.0 útlAn óverdtryggð ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 15.25 15.25 15.25 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25 VI0SKIPTAVIXLAR3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABREF 2) 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULÐABRÉF3) kge 20,0 kge 20.0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 útlAn verðtryggð SKULDABRÉF Aó 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLANT1LFRAMLEIÐSLU SjANEÐANMALSt) l)Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,25%, í sterlingspundum 11,5%, í vestur- þýskum mörkum 6%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskipta- skuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Austurríkisstjóm leggst gegn Waldheim Ríkisstjóm jafnaðarmanna í Austur- ríki skoraði í gær á kjósendur í landinu að hafna fyrrum aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Kurt Waldheim, öðrum frambjóðandanum í forseta- kosningunum í Austurríki á morgun. Fred Sinowatz, kanslari Austurríkis, og ríkisstjóm hans sögðu í tilkynn- ingu, er opinbemð var í gær, að orðstír Austurríkis væri í húfi og sannir föð- urlandsvinir yrðu að velja sér forseta er sameinaði en sundraði ekki og væri landi sínu og þjóð til sóma. Jafhaðarmannaflokkur Sinowats hefur stutt Kurt Steyrer, mótfram- bjóðanda Waldheims í kosningabar- áttunni, á meðan hægrisinnuð stjómarandstaðan hefur fylkt sér um Waldheim og vísað á bug öllum ásök- unum um meinta aðild skjólstæðings síns að níðingsverkum nasista í síðari heimsstyrjöld. Þrátt fyrir rúmlega tveggja mánaða hatramma kosningabaráttu í Austur- ríki, þar sem meint aðild Waldheims að grimmdarverkum nasista hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna, sýna nýjustu skoðanakannanir að Wald- heim nýtur enn trausts meirihluta kjósenda, þótt bilið milli hans og Steyrers hafi töluvert minnkað að undanförnu. í kosningunum á sunnudag er rúm- lega fimm og hálf milljón Austurríkis- manna á kjörskrá og búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan 18 á sunnudag. Ekki eru allir jafnhrifnir af Waldheim í kosningunum á morgun. „Nasisti“ málað á kosningaspjald forsetafram- bjóðandans í Vínarborg. Kurt Waldheim á kosningafundi í smábænum Eisenstadt við landamæri Ung- veijalands fyrir skömmu. Þrátt fyrir ásakanir um aðild að níðmgsverkum nasista í síðari heimsstyijöld spá skoðanakannanir Waldheim sigri á morgun. Brundtland tekur við í Noregi Ólafur Noregskonungur fól í gær Gro Harlem Brundtland, formanni norska Verkamannaflokksins, að mynda minnihlutastjóm Verkamannaflokks- ins í Noregi eftir að ríkisstjóm Hægriflokksins undir forsæti Káre Willoch sagði af sér í vikunni. Bmndtland átti fund með Ólafi Nor- egskonungi snemma í gærmorgun og fór þess þá á leit við konung að hann fæli hægri flokkunum stjómarmyndun vegna þingmeirihluta þeirra á norska Stórþinginu. Hægri flokkamir höfðu áður alfarið hafnað slíkri stjómar- myndun. „Myndun minnihlutastjómar er frá mínum sjónarhóli séð skammtíma- lausn, en við munum gera það sem í okkar valdi stendur til að standa við ábyrgð okkar gagnvart norsku þjóð- inni,“ sagði Brundtland á fundi með blaðamönnum í gær. Brundtland hefúr áður gegnt forsæt- isráðherraembætti í Noregi í átta mánuði áður en ríkisstjóm Hægri- flokksins tók við völdum árið 1981. Brundtland sagðist myndu velja ríkis- stjóm sína á næstu dögum en búist er við að minnihlutastjómin taki formlega við völdum undir lok næstu viku. Æsífréttamennska í kjölfar Chernobyl slyssins Ketilbjöm Tryggvason, fréttaritari DV í Vestur-Berlín: Vegna kjamorkuslyssins í Chemo- byl í Sovétríkjunum hefur gripið um sig mikill óhugur meðal almennirgs hér í Vestur-Þýskalandi eins og víðast hvar í Evrópu. Þó svo að geislavirkni er borist hef- ur með vindum frá slysstað mælist mörghundruðfalt undir hættumörkum hafa viðbrögð fólks verið stórbrotin og nálgast stundum fáránleika. Sérfi-æðingar á sviði geislunar- og heilbrigðismála hafa í þessu sambandi fordæmt fréttaflutning fjölmiðla og segja hann oft á tíðum óforsvaranleg- an ef afleiðingar hans em hafðar í huga. Máli þessu til stuðnings er bent á þá staðreynd að eftir að eitt víðlesn- asta dagblað Vestur-Þýskalands benti á joðtöflur sem eina af bestu vömun gegn geislun hafi birgðir af þessu lyfi selst upp hjá velflestum lyfsölum landsins. Töflur þessar væru í flestum tilfell- um skaðlegar almennu heilbrigði neytandans og væri því fáránlegt að mæla með þessu lyfi. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa hér í þýskalandi hafa einnig gagnrýnt fjöl- miðla og segja að útrúlegur fjöldi viðskiptavina hafi aflýst ferðum, ekki bara á staði nálægt Chemobyl heldur almennt til Sovétríkjanna og landa er liggja nærri Sovétríkjunum. Væri þetta oft hálfgrátlegt því marg- ir þessara staða lægju töluvert fjær slysstaðnum heldur en Vestur-Þýska- land. Swissair lætur koma fýrir rakáhöldum Swissair vill ekki eyðni um borð í vélum sínum. Því hafa ráðamenn fyr- irtækisins ákveðið að taka allar rafinagnsrakvélar úr umferð, en slíkar rakvélar er að finna á öllum lang- og millivegalengdum flugfélagsins. í stað rafinagnsrakvélanna koma einnota rakvélahausar og með þeim fylgir smá-rakkremskúla. Talsmaður Swissair, Walter Bom, segir: „Við hefjum þessar framkvæmd- ir af heilbrigðisástæðum. Við vitum að eyðni berst með blóðsmitun og því þarf ekki mikið til þess að smit berist á milli ef t.a.m. eyðnisjúklingur eða smitberi sker sig við rakstur um borð og næsti farþegi fær á sig blóð.“ Á almenningssalemum hér í Sviss er hægt að fá lánaðar rafmagnsrakvél- ar og vegna þeirra upplýsinga sem bárust frá Swissair var rætt við einn þeirra sem hafa umsjón með tækjum þessum á almenningssalemunum. Hann upplýsti að öll tæki væm geril- sneydd með ultrageislum eftir hvem viðskiptavin og væm þau þess vegna allt að því 100% ömgg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.