Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Side 12
12
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986.
Komur erlendra ferða-
manna til íslands hafa
stóraukist á undanförn-
um árum. Árið 1985
komu tæplega 100.000 ferðamenn
til landsins, aukning milli ára var
14,4%. Til gamans má geta þess
að fjöldi erlendra ferðamanna sem
komu til landsins árið 1960 var
tæplega 13.000. Áætlaðar tekjur
af ferðaútvegi árið 1985 nema 28%
af heildarsjávarafurðaútflutningi.
En það dugir ekki að halda uppi
skefjalausum innflutningi er-
lendra ferðamanna. Samhliða því
verður að vinná að markvissri
uppbyggingu ferðaþjónustu inn-
anlands.
Islensk náttúra er sameiginleg
auðlind sem okkur ber að standa
vörð um, því hennar þoli hljóta,
eins og öllu öðru, að vera takmörk
sett. Ferðamálaráð íslands var
stofnað með lögum árið 1964. Hlut-
verk þess skyldi fyrst og fremst
vera alhliða uppbygging ferða-
þjónustu innanlands og landkynn-
ingarstarfsemi á erlendri grund.
Mörgum þykir þó sem lítið hafí
orðið úr framkvæmdum á upp-
byggingu bér innanlands en þeim
mun meiri áhersla lögð á öfíuga
landkynningu erlendis. Eins hafa
menn gagnrýnt að ekki sé til neitt
samræmt heildarskipulag eða
stefnumörkun fyrir ferðaþjón-
ustuna. Nú sé svo komið að skeíja-
laus landkynning og óheftur
innflutningur erlendra ferða-
manna ógni íslenskri náttúru og
hvorki land né þjóð séu í stakk
búin til að taka við þessum aukna
ferðamannafjölda. Við verðum því
að gera það upp við okkur hvað
gjaldeyrir erlendu ferðamannanna
má kosta. Er ekki kominn tími til
að taka upp viturlegri búskapar-
hætti og nýta en ekki eyða þeim
möguleikum sem íslensk náttúra
býður upp á fyrir ferðaþjónustuna?
Sumarið 1984 var Kjartan Lárus-
son, forstjóri Ferðaskrifstofu
ríkisins, skipaður formaður Ferða-
málaráðs. Það er óneitanlega
dálítið sérstæð staða að sitja báð-
um megin við sama borðið. En
hvað um það, Kjartan Lárusson
er mikill atorkumaður, sífellt önn-
um kafinn og lítt gefinn fyrir
hangs. Enda stundum í gamni kall-
aður fellibylurinn Kjartan. Per-
sónulega er ég þeirrar skoðunar
að ef veðurfræðingamir þarna
niðri við Mexíkóflóa þekktu eitt-
hvað til Kjartans þá hlytu allir
þessir fellibyljir, sem af og til rústa
austurstönd Bandaríkjanna og
ljúka svo ævinni sem lægð hér yfir
Islandi, að heita Kjartan I, Kjartan
II, o.s.fr. Það var því ekkert
áhlaupaverk að fastákveða tíma
fyrir viðtal við Kjartan en ætlunin
var að ræða við hann um stöðu
ferðaþjónustu á íslandi í dag og
viðhorf hans til þeirra mála. Einn-
ig var ætlunin að koma aðeins inn
á störf Ferðamáláráðs og þá gagn-
rýni sem það hefur sætt innan
ferðaþjónustunnar undanfarið.
Eftir miklar tilfæringar og ótal
símtöl tókst þó að ákveða tíma
fyrir viðtal og ég var rétt nýbúin
að koma mér huggulega fyrir á
kaffistofu Ferðaskrifstofu ríkisins
þegar fellibylurinn Kjartan geyst-
ist inn úr dyrunum: „Jæja, drífum
í þessu, ertu ekkí með segul-
band?“ Ég sá því þann kost
vænstan að neita mér um kaffið
og vera eins stuttorð og mögulegt
var.
- Er ferðaþjónustan olnbogabarn
stjórnvalda?
„Ég lít engan veginn svo á að
ferðaþjónustan sé olnbogabarn að
einu eða öðru leyti. En ef við tökum
Ferðamálaráð sem fulltrúa fyrir
ferðaþjónustuna í heild, þá væri því
e.t.v. best lýst sem nokkurs konar
munaðarleysingja - þó ekki í orðsins
íyllstu merkingu því foreldramir eru
Kjartan Lárusson - og Hófí.
Ferða þjónusta
munaðarleysingi
stjómvalda
Ferðaþjónusta er ung og ört vaxandi atvinnugrein á íslandi. í
kjölfar þeirrar umræðu sem farið hefur fram undanfarið um
nýsköpun í atvinnulífmu hafa augu manna beinst í auknum
mæli að ferðaþjónustunni. í þessari atvinnugrein eru margir óvirkj-
aðir möguleikar.
Viðtal: Unnur Úlfarsdottir
á lífi; þeir vilja bara ekki kannast
við krógann."
- Nú eru fulltrúar í Ferðamálaráði
skipaðir af ríkinu. Ef þeir skapa ekki
þrýsting á stjórnvöld er þá ekki sjálf-
gefið að stjórnmálamennirnir sýni
lítinn áhuga?
„Nú vil ég hvorki mæla Ferða-
málaráði bót, né vil ég heldur mæla
neitt á móti því. En það er nú einu
sinni svo, að Ferðamálaráð er skipað
samkvæmt lögum, sem á sínum tíma
voru keyrð í gegn á þingi án þess að
nokkuð væri hlustað á ábendingar
eða ráðleggingar aðila innan ferða-
þjónustunnar. Þess vegna má með
sanni segja að Ferðamálaráð, sem
afsprengi þessara laga, sé fyrst og
fremst getnaður þingmanna en svo
vilja þeir ekki kannaát við krógann.
Ef litið er á samsetningu Ferðamála-
ráðs þá eru þar góðir og mætir menn
og konur með langa og mikla reynslu
af ferðaþjónustu. Þetta fólk, fyrir
utan allt það fólk sem starfar við
ferðaþjónustu, hefur byggt upp þessa
atvinnugrein sem fram til þessa hefur
gengið meira sjálfala en flestar aðrar
atvinnugreinar þjóðfélagsins. Hún
kvartar ekki til jafns við aðrar at-
vinnugreinar og þess vegna hafa
stjórnmálamennirnir e.t.v. vanrækt
þennan bráðþroska ungling, sem
íerðaþjónustan er, og talið að hann
gæti gengið sjálfala alla tíð og þyrfti
því aldrei á hjálp foreldranna að
halda. Það má segja að það sé út af
fyrir sig ágætt en það er þá heldur
ekki foreldranna að láta þennan
ungling sjá fyrir sér í ellinni. Ef króg-
inn fær ekkert frá foreldrunum þá
skilar hann heldur engu til þeirra."
- En nú skilar króginn ansi miklu!
„Það er einmitt þar sem hnífurinn
stendur í kúnni. Nú eru kröfur for-
eldranna orðnar svo miklar að
króginn stendur tæpast undir þeim.
Gott dæmi um þetta er brottfarar-
skatturinn mikli. Hann einn skilar
ríkissjóði u.þ.b. 100 milljónum króna
umfram það sem hann skilaði á síð-
asta ári, að ógleymdum smáatriðum
eins og söluskatti, tekjuskatti af fyr-
irtækjunum, launaskatti af fólkinu
sem vinnur i greininni, innílutnings-
gjöldum af tækjum og búnaði,
ýmsum sérsköttum eins og þunga-
skatti og bensínskatti sem er einn
stærsti skatturinn í ferðaþjón-
ustunni. Á sama tíma fær blessaður
munaðarleysinginn litlar 20 milljón-
ir til síns framfæris sem er fimmtung-
ur þess sem brottfararskatturinn
skilar ríkissjóði fyrir utan alla hina
skattana."
- En ferðamólasjóður, er ekkert þar
að hafa?
„Jú, en ferðamálasjóður er engin
gjöf frá hendi hins opinbera. Ríkið
hefur af því verulegar tekjur að lána
þeim aðilum, sem eru að byggja upp
fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar,
fé með vöxtum sem sumir kalla allt
að því okurvexti. Við skulum segja
að það séu hæstu leyfilegir vextir.
Þeir eru margir sem eru í mjög
slæmri íjárhagsstöðu vegna þess gíf-
urlega íjármagnskostnaðar sem
stafar af þessum lánum og það er
ríkið sem beint eða óbeint hagnast
þar af.“
Hvert er hlutverk Ferðamála-
ráðs?
„Hlutverk Ferðamálaráðs er svo
margþætt að það er ástæðulaust að
telja það upp hér, ég vísa bara í þessa
ágætu lagasmíð. Áðalatriðið er þó
almenn lahdkynning erlendis, auk
þess að hafa yfirumsjón með því sem
betur má fara í almennri þjónustu
við ferðamanninn. Þar vil ég sérstak-
lega nefna hreinlætisaðstöðu og aðra
nauðsynlega þjónustu."
- Áttu þá ekki við almenna upp-
byggingu hér innanlands?