Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986. , 13 „Jú, en þó innan gæsalappa. Það, að ætla að reka landkynningarstarf- semi úti í hinum stóra heimi, þar sem allir eru að slóst um sama kúnnann, og að byggja upp þessa óburðugu hreinlætisaðstöðu og aðra þjónustu á hálendinu og í byggð fyrir litlar 20 milljónir króna, er náttúrlega broslegt. Gagnrýni á Ferðamálaráð er sjálfsögð en á meðan Ferðamála- ráð býr við slíkt fjársvelti eru litlir möguleikar til úrbóta. Stjómvöld verða að gera sér grein fyrir því að það verður enginn digur kartöflu- bóndi á því að éta útsæðið en planta skrælingnum." - Hefur Ferðamálaráð einhverja fasta tekjustofna? „Ferðamálaráði eru lögum sam- kvæmt ætluð 10% af söluhagnaði fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Síðastliðin 9-10 ár hefur Ferðamála- ráð ýmist alls ekki fengið þessa fjármuni í sinn hlut eða að litlu leyti." - Nú skilar ferðaþjónustan ríkis- sjóði umtalsverðum gjaldeyristekj- um. Hefur þú einhvern samanburð við aðra atvinnuvegi? „Ég hef það nú reyndar ekki. Ég vil heldur ekki byggja upp varnir fyrir ferðaþjónustuna á kostnað ann- arra atvinnuvega. Þú spyrð hvort við séum olnbogabarn - ég harðneita því. Við viljum ekki vera neinir aul- ar eða upp á aðra komnir. En við viljum að réttlætis sé gætt. Víst hef- ur barlómur grundvallaratvinnuveg- anna skilað þeim töluvert á veg. Við viljum helst vera lausir við að skæla utan i staur, enda enga pilsfalda að finna í okkar fjölskyldu. Við erum ekki tilbúin að bera einhliða byrðar í framtíðinni og viljum að okkar framlag til þjóðarbúsins sé virt að verðleikum." - En fer ekki bróðurparturinn af þessum 20 milljónum til landkynn- ingar erlendis? „Jú, það er rétt.“ - Þetta er nú eflaust matsatriði, en er ekki vel heppnuð ferð og ánægður viðskiptavinur besta landkynningin? „Það er alltaf spurning hvar á að byrja. Persónulega er ég sannfærður um að sú stefna Ferðamálaráðs að nýta bróðurpartinn af þessum litla parti til landkynningar sé rétt og verði eins og er að hafa forgang. Það er alveg rétt sem þú segir, en þótt ánægður viðskiptavinur sé e.t.v. besta landkynningin þó verður að tryggja að það komi einhver í ferð- ina, að fararstjórinn verði ekki einn í ferðinni. Til þess þarf sölu- og kynn- ingarstarfsemi. Af þessum 20 milljón- um fara u.þ.b. 10 milljónir til landkynningar, hitt fer að mestu í fastan kostnað. En ef við lítum á þetta dæmi í heild, þá finnst mér það vera spurn- ing hvort raunhæft sé að reyna að viðhalda því skriði sem verið hefur á uppbyggingu hinna ýmsu þjón- ustuþátta hér heima. Ef þessi uppsveifla í fjölda erlendra ferða- manna til landsins er bara loftbóla sem sprungið getur þá og þegar, eins og gerðist á árunum 1970-80, þá er varla viturlegt að byggja upp mikla þjónustu sem nýtist svo ekki i fram- tíðinni." - Þarna komstu inn á atriði sem ég ætlaði einmitt að spyrja þig um. Ferðaþjónustan hefur verið vaxandi atvinnugrein og skilar umtalsverð- um gjaldeyristekjum, en er hún ekki sveiflukenndur og e.t.v. óstöðugur atvinnuvegur? „Við vitum öll hverjir undirstöðu- atvinnuvegir þjóðarinnar eru. Ef sjávarútvegur er ekki sveiflukennd- ur þá er sveiflukennd atvinnugrein ekki til. Nú, það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu landbún- aðarins í dag og á undanförnum árum. Sé ferðaþjónustan réttilega uppbyggð ætti hún að vera alveg jafnstöðugur atvinnuvegur og hver annar. Þó við vitum lítið um fjölda fiskanna í sjónum eða framtíð Móru og Búkollu þá vitum við að neyslan í samfélaginu er alltaf að aukast. Ferðaþjónusta, þar sem boðið er upp á eitthvað athyglisvert og sérstætt eins og islenska náttúru, á tvímæla- laust framtið fyrir sér ef rétt er haldið á spöðunum.“ - En ertu fylgjandi markvissri upp- byggingu innanlands þótt Ferða- málaráð hafi tekið þann kost að veita þessum fjármunum til landkynning- ar? „Að sjálfsögðu, ég vil bara benda á að það er oft erfitt að velja á milli tveggja kosta. I þessu tilfelli varð landkynning ofan á. Okkur fannst mikilvægara að tapa ekki þeirri stöðu sem við höfum skapað okkur á mörkuðum erlendis á undanförnum árum vegna tímabundinna þreng- inga hér heima. Við vitum að við getum gripið til hins þáttarins seinna, því þar erum við á heima- velli." - Þá erum við komin að máli sem verið hefur i brennidepli undanfarið: takmörkun á fjölda erlendra ferða- manna. Eru ekki einhver takmörk fyrir þvi hversu mikinn átroðning landið þolir? „Það eru takmörk fyrir öllu. En ég held að þeir sem standa að ákvarð- anatöku innan ferðaþjónustunnar séu einmitt mjög meðvitaðir um þetta atriði. Hins vegar finnst mér beinlínis dapurlegt þegar maður heyrir talað um kvótaskiptingu milli þjóða. Að það eigi að setja ákveðinn kvóta á það hversu margir ferða- menn megi koma hingað frá hverju landi. Eða þegar verið er að draga fólk í dilka og leggja á það meginá- herslu að laða hingað ríkt fólk og byggja upp ákveðinn lúxus í kringum það. Ég vil benda á að Islendingar ferð- ast nú í miklum mæli til annarra landa og við viljum geta farið frjáls ferða okkar. Við tilheyrum frjálsu markaðssvæði og getum því ekki sett öðrum hömlur sem við viljum ekki lúta sjálf. Við verðum hins vegar að gera okkur ljóst að við höfum veika punkta eins og viðkvæma náttúru og auðvitað eigum við að gæta okkar fjöreggs." - Nú er það staðreynd, að þegar er farið að stórsjá á ýmsum perlum há- lendisins, eins og t.d. Landmanna- laugum, og þessi svæði þola hreinlega ekki meiri átroðning. Hyggur Ferða- málaráð á einhverjar aðgerðir til að koma í veg fyrir varanlegan skaða af völdum átroðnings? „Ég get verið sammála þér í því að í þessu máli er margt ógert. Þó hefur mikið starf verið unnið, einkum hvað varðar skipulag á þessum svæðum og ökuleiðir. Reynt er að beina um- ferðarþunganum inn á ákveðnar brautir. Ég vil líka geta þess að ís- lendingar eru famir að ferðast í auknum mæli um sitt eigið land og vonandi á það eftir að aukast. En ef það er rétt að íslenskri náttúm sé ógnað af of þungum ferðamanna- straumi þá verð ég að fá að benda á annan og að mínu mati stærri söku- dólg en það er íslenska sauðkindin." - Er til eitthvert heildarskipulag eða áætlun um uppbyggingu ferða- þjónustu hér innanlands? „Ja, það er nú það. Það hafa verið unnar áætlanir og sett fram ýmiss konar skipulag. T.d. vann ég að skipulagi með tæknideild SÞ ásamt erlendum sérfræðingum á sviði ferðamála árið 1972. Afraksturinn var stór og mikil skýrsla. Ríkisvaldið stakk henni undir stól, hún var t.d. aldrei kynnt blaðamönnum. Árið 1983 var líka unnin önnur skýrsla. Hún var kynnt á ferðamálaráðstefnu í Borgarnesi en fékk engar undir- tektir hjá stjórnvöldum. Það sama er að segja i dag. Það er til mikið af skýrslum, tillögum og hugmynd- um, sem lagðar hafa verið fram, m.a. hvað varðar átroðning ferðamanna á viðkvæmum stöðum. En það er ekki til neitt viðurkennt, opinbert heildarskipulag um ferðaþjónustu. Við, sem vinnum að ferðamálum, erum þó nokkuð sammála um hvern- ig standa beri að þessum málum og höfum unnið í samræmi við það í áratugi. - öryggismál og umhverfisvernd- armál, hvað segirðu mér um þau? „Já, það er nú þannig með öryggis- málin að mönnum ber ekki alveg saman um hver eigi að vera þar við stjórnvölinn." - En hefur Ferðamálaráð gert ein- hveijar ráðstafanir eða úrbætur í öryggismálum? „Árið 1984 var sett á stofn umsvifa- mikil nefnd undir forystu Ferða- málaráðs, sem í áttu sæti fulltrúar frá lögreglustjóraembættinu, Slysa- varnafélaginu, Útlendingaeftirlitinu o.fl. Frá þeirri nefnd hefur komið margt gott. Þessi nefnd er enn í full- um gangi. Það er líka starfandi sérstök öryggisnefnd á vegum Ferða- málaráðs. Það er samdóma álit Ferðamálaráðs að því sé ekkert það óviðkomandi sem snýr að hagsmun- um og farsæld hins almenna ferða- manns.“ - Er samstarf milli Ferðamálaráðs og Náttúruverndarráðs? „Já, í þeirri mynd að Náttúru- verndarráð á fulltrúa í Ferðamála- ráði. En lítum aðeins á öll þessi ráð. Við getum nefnt Flugráð, Bygging- aráð, Náttúruverndarráð, Ferða- málaráð og svo mætti lengi telja. Það er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt við það að þessi ráð séu til en er þetta skynsamlegasta formið? Það er ég alls ekki viss um. Ekki síst vegna þess að lög og reglugerðir varðandi þessi ráð eru unnar fyrst og fremst á Alþingi og í ráðuneytunum af aðil- um sem eru tiltölulega fjartengdir þessum málaflokkum. Síðan eru kallaðir til alls kyns fulltrúar úr við- komandi stéttum, sbr. Ferðamálaráð. Þeim er sent huggulegt bréf og til- kynnt að þeir séu hér með skipaðir í eitthvert ráð. Síðan eru þeir settir yfir gífurlega stórt verksvið með margþættum reglugerðum og ýmsum tilskipunum. Síðan virðast allir lenda meira og minna í sama farveg- inum, þ.e.a.s. bardaganum við það að fá þá aðila, sem sömdu lögin, til að viðurkenna að það beri - Nú er, eins og þú segir, allt fullt af alls kyns nefndum, tillögum o.s. frv. En hvað með framkvæmdina, er engin framkvæmd? Kjartan hiær við og segir: „Sem betur fer eru þetta þín orð en ekki mín. En það er því miður staðreynd að framkvæmd er í algeru lágmarki miðað við verkefnafjöldann sem fyr- irskipaður er samkvæmt lögum. Talandi dæmi er, að það skuli vera erlendir umhverfisverndarmenn sem koma hingað og leggja göngustíga o.s.frv. í þjóðgörðum og á hvera- svæðum, þótt auðvitað sé gott að fá þá.“ - Ferðamálaráð hefur verið gagn- rýnt fyrir slælega frammistöðu í menntunarmálum innan ferðaþjón- ustunnar. Er til nóg af fólki sem hefur menntun og reynslu til að vinna þessi störf? „Sjálfsagt hefði Ferðamálaráð get- að gert betur í menntunarmálum. Hins vegar er ég verulega efins um hvernig eigi að taka á þessum mál- um. Við höfum verið að reyna að koma ferðaþjónustunni inn í skóla- kerfið í þeirri mynd að nemendur fái einhvern tíma á námsferlinum að kynnast því hvað ferðaþjónusta er og í beinu framhaldi af því sérmennt- un. Þetta gengur því miður mjög hægt. Á meðan er þetta millibils- ástand brúað með námskeiðahaldi, eins og t.d. leiðsögumannanámskeið, nú svo má benda á Hótel- og veit- ingaskólann. Menntun og reynsla koma með tímanum. Ferðaþjónustan er ung atvinnugrein. Hún er mann- aflafrek og því einkar heppileg til að taka við einhverju af því unga fólki sem streymir inn á atvinnu- markaðinn á næstu árum og grund- vallaratvinnuvegirnir geta ekki tekið við. Auk þess er hún árstíða- bundin og skapar sumarstörf, bæði fyrir kennara og nemendur, og skól- arnir nýtast til hótelhalds. í stuttu máli má segja að hún sé mjög vel sniðin að íslenskum búskaparháttum í dag. Auk þess held ég að við hugs- um of smátt, við verðum að horfa fram á við. Ég er t.d. þeirrar skoðun- ar, að það eigi ekki alltaf að einblína á að byggja eitt og eitt vatnssalerni hér og þar á hálendinu. Ég held að við eigum að miða að því að byggja hótel og þjónustumiðstöðvar." - Vel á minnst, hótel. Nú spretta þau upp eins og gorkúlur hér á suð- vesturhorninu. Hvað á að gera við öll þessi hótel 8-9 mánuði ársins? „E.t.v. erum við sjálf orðin sveiflu- kennd eins og sjávarútvegurinn. Þetta er þessi dæmigerði íslenski hugsunarháttur. Það eru allir að gera það gott i þessu, hvi ekki ég. Nú þarf helst að vera refabú á hverj- um bæ og fiskeldi í hverju plássi. Ég vil ekki leggja neinn dóm á alla þessa hótelsmíði, en að mínu mati er það mesti misskilningur að það þurfi öll þessi hótel hér á suðvesturhorninu. Þeim hefði mátt dreifa víðar um landið." - Lenging ferðatímans, vetrarferð- ir, veiði- og skotferðir, ferðaþjónusta bænda o.s.frv.; maður hefur á tilfinn- ingunni að menn séu að bauka hver í sínu horni? „Vetrarferðir eru ekki nýtt mál. Nú eru menn hins vegar að átta sig á þvi að þetta er hægt. Ferðaskrif- stofa Víkings hefur t.d. um árabil skipulagt ferðir inn á hálendið á vetrum, m.a. í Landmannalaugar, þótt það sé ekki í miklum mæli. Að sjálfsögðu er slæmt þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri ger- ir, en ferðaþjónusta bænda er tiltölu- lega nýtilkomin og á vonandi eftir að þróast og samræmast. - Að lokum, Kjartan, á ferðaþjón- ustan bjarta framtíð þrátt fyrir allt? „Já, svo sannarlega. Ferðaþjónust- an á bjarta daga framundan og verkefnin eru næg. Þetta er framtíð- arbúgrein sem á eftir að verða til hgsældar fvrir þjóðina." _uÚ UTSALA í Garðshorni V orlaukar 30 ^/o Nýjar húsgagnasendingar afsláttur Kerti 30% afsláttur Þurrkuð blóm1 30% afsláttur GARÐSHORN SUÐURHLIÐ, FOSSVOGI, sími 40500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.