Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Síða 26
‘26 DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986. Síðasta umferðin tekur á taugarnar Er síðasta umferðin rennur upp er ekki spurt að skákstigum eða fornri frægð. Þá er það taugastyrkleiki og k keppnisharka sem gildir og enginn er öruggur með sitt. Að líkindum mætti skrifa heila bók um óvænt úrslit síðustu umferðarinnar. Einn kafli þeirrar bókar varð til á stór- mótinu í Brussel á dögunum þar sem Karpov bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur. Hins vegar var þeim mun harðari barátta um 2. og 3. sætið og margir um hituna. Timman, Miles og Torre voru jafn- ir í 2.-4. sæti fyrir síðustu umferðina en Kortsnoj og Romanishin höfðu hálfiim vinningi minna í 5.-6. sæti. Flestir veðjuðu á að Torre myndi hreppa 2. sætið því að hann átti í höggi við neðsta mann mótsins,' Belgann Jadoul. Timman átti hins vegar svart gegn Ljubojevie, sem oft * hefur reynst honum þungur í skauti, og Miles átti að tefla við Karpov sem var þegar búinn að tryggja sér sigur- inn og af þeim sökum var óvíst hvort hann yrði í baráttuskapi. Að síðustu áttu Kortsnoj og Romanishin að leiða saman hesta sína. Engum datt í hug að sigurvegari þeirrar skákar yrði einn í 2. sæti er yfir lyki. Svo óvænt urðu úrslit umferðarinnar. En stórmeistaramir hrundu niður hver á fætur öðrum eins og dauðar flugur. Torre var fyrstur til þess að - 1 lýsa yfir ósigri. Taflmennska hans gegn Jadoul var ótrúlega slök og mér er til efe að hann hafi í annan tíma teflt jafhilla, a.m.k. síðan hann sleit bamsskónum. Fyrst lék hann af sér peði og stöðunni og skömmu síðar féll maður fyrir borð - skákin varð ekki nema 26 leikir. Miles var næstur í röðinni. Honum varð á hrikaleg y firsjón gegn Karpov eins og við sáum í skákþættinum fyrir hálfum mánuði. Hann þraukaði þó í 40 leiki áður en hann gafst upp en svo lengi var sýnt hvert stefndi Torre, Timman og Miles - töpuðu allir síðustu skákinni í Brassel og hleyptu Kortsnoj (t.h.) fram fyrir sig. að Timman hefur verið farinn að sjá 2. sætið í hillingum. Skák hans við Ljubojevic var æsispennandi en á endanum fór fyrir Timman eins og félögum hans, Torre og Miles. Skyndilega voru því Kortsnoj og Romanishin komnir í gott skotfæri við 2. sætið. Þeir voru ekki á þeim buxunum að semja um jafhtefli held- ur tefldu ramma baráttuskák. Svo fór að Kortsnoj reyndist sterkari og þannig tókst honum að sigla fram úr keppinautum sínum - öllum nema Karpov. Lítum á hve Kortsnoj tefldi síðustu skákina af miklum krafti. Hvítt: Kortsnoj Svart: Romanishin Kóngsindversk vöm. 1. c4 RfB 2. Rf3 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 0-0 6. Be2 e5 7.04 Rbd7 8. Dc2 Víkur frá algengustu leiðinni, sem er 8. Hel ásamt Be2 - fl með hróks- valdi á e-peðinu. 8. - c6 9. Hdl De7 10. d5 Skák JÓN L. ÁRNASON Eftir 10. Hbl He8 er 11. d5 enn sterkara en áður því að eftir að svarti hrókurinn hefur vikið sér af f-línunni styður hann ekki við bakið á framrás f-peðsins. En betra er 10. - exd4 og því lokar Kortsnoj mið- borðinu strax. 10. - c5 11. g3 Kh8 12. Bg5 a6 13. Rh4 De8 14. Hel Hrókurinn hefur vitaskuld lokið ætlunarverki sínu á d-línunni og fer í skotlínu drottningarinnar. 14. - Rg8 15. Bd2 De7 16. Rg2 Í5 17. exf5 gxf5 18. f4 e4 19. g4! Ræðst strax að svörtu miðborðs- stöðunni. Kortsnoj hefur náð frumkvæðinu með markvissri tafl- mennsku. Nú væri 19. - Rdffi hyggilegast en Romanishin reynir að skapa sér gagnfæri með því að tæla hvítreitabiskupinn af leið - misráðið eins og berlega kemur í ljós. 19. - b5?! 20. cxb5 axb5 21. Bxb5 Bd4+ 22. Be3 Rh6 23. g5 Rg4. Hugmyndin var að fá þennan reit fyrir riddarann en hann er ekki eins ógnandi og ætla mætti í fyrstu. 24. Bxd4! cxd4 25. Re2! Það þarf kjarkmann til þess að tefla svona - gefa svörtum tvo sam- stæða frelsingja á miðborðinu og auk þess færi á gaffli. í ljós kemur að gafflinum 25. - d3 bjargar hvítur með 26. Dc3 (með skák) og riddari svarts á g4 er valtur í sessi. Hvítur þarf aðeins að snerta h-peðið og þá kemst riddarinn aðeins til e3 sem hefur í för með sér að annar frels- ingjanna fellur í valinn. 25. - Dg7 26. h3 d3 27. Dc3 dxe2 28. Dxg7 + Kxg7 29. hxg4 Rc5 Hvítur hefur vinningsstöðu. Engu breytir 29. - fxg4 30. Hxe2 Rc5 31. b4 Ra4 32. Bc6 Ha7 33. Hxe4 o.s.frv. 30. gxf5 Bxf5 31. Bxe2 Ra4 32. b3 Rc3 33. Bc4 Rxa2 34. Re3 Bd7 35. Kh2! Þórannn og Þoriákur íslands- meistarar í tvímenningskeppni Eins og kunnugt er af fréttum sigr- uðu Þorlákur Jónsson og Þórarinn Sigþórsson frá Bridgefélagi Reykja- víkur glæsilega á Islandsmótinu í tvímenningskeppni, sem haldið var um síðustu helgi á Hótel Loftleiðum. Sigurinn var nokkuð sannfærandi, enda voru þeir tveimur „toppum“ ofar en næsta par sem var einnig frá Bridgefélaginu, Guðlaugur R. Jó- hannsson og Öm Amþórsson. Landsliðsfélagar Þorláks og Þórar- ins, Jón Baldursson og Sigurður <SKerrisson, náðu „aðeins" sjöunda sæti sem hljóta að hafa verið von- brigði. Sigurður gerði þó sitt besta í spilinu í dag og fékk að launum mjög góða skor. Austur gefúr/allir á hættu. Norðuh * 10876 V KDG975 09 * A6 VtSTIK AUSTUII *5 * AKDG 8 V 1062 O K1085 0 G743 -y * KD98742 SUDUR +105 ♦ 9432 A43 O AD62 *G3 Þar sem Sigurður og Jón sátu n-s gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður pass pass pass 1H 1S 2S 3L 3H pass pass pass Tveir spaðar hjá Jóni var sterk áskorun í geim og þegar Sigurður hafhaði því var spilið passað út í þrem- ur hjörtum. Austur byijaði á því að taka fjóra slagi á spaða og spilaði síðan laufatíu. Það voru mikil mistök og Sigurður var fljótur að hagnýta sér þau. Hann drap á ásinn heima og tók trompin í botn. Vestur hélt dauðahaldi í kóng- inn annan í tígli og vonaði að makker hefði átt laufasexið með tíunni. Sig- urður spilaði á laufasexinu og spilið var unnið. Það er ef til vill erfitt fyrir austur að átta sig á því að hann má ekki spila laufatíu og tígli má hann ekki spila ef sagnhafi skyldi eiga tígulkóng. Allavega hefði hann verið hetja spilsins ef hann hefði spilað laufa- fimminu í stað tíunnar. Heiðar með 246 stig Eftir tvær umferðir af fjórum í firma/einmenningskeppni félagsins er staða efetu firma/spilara þessi: stig 1. Þórsberg, spilari Heiðar Jóhannsson 246 2. Ríkisskip, spilari Guðlaug Friðriksd. 242 3. Ragnar Jónsson verktaki, spilari Ólafur Magnússon 242 4. Fiskverkun Ólafs Þórðarsonar, spilari Ævar Jónasson 242 5. Bjarnabúð, spilari Jón H. Gíslason 238 6. Vélsm. Tálknafjarðar, spilari Kristín Ársælsdóttir 234 Fjölmenn tvímenningskeppni 34 pör mættu til leiks í eins kvölds tvímenningskeppni sl. þriðjudag. Spilað var að venju eftir Mitchell- fyrirkomulagi. Úrslit urðu þessi (efetu pör): N/S: stig Esther Jakobsdóttir- Valgerður Kristjónsdóttir 396 Guðrún Hinriksdóttir- Haukur Hannesson 354 Guðmundur Aronsson- Jóhann Jóelsson 351 Björn Hermannsson- Lárus Hermannsson 346 Andrés Þórarinsson- Halldór Þórólfsson 342 A/V: Júlíus Sigurjónsson- Matthías Þorvaldsson 379 Eyjólfur Bergþórsson- Jakob Ragnarsson 375 Steingrímur Steingrimsson- Örn Scheving 351 Högni Torfason- Stigur Herlufsen 336 Ari Konráðsson- Kjartan Ingvarsson 330 Næstu tvo þriðjudaga verður á dagskrá eins kvölds tvímennings- keppni þar sem öllu spilaáhugafólki er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir. Þriðjudaginn 20. maí hefst svo sumarbridge í Borgartúni 18 (húsi Sparisjóðsins) en spilað verður tvisv- ar í viku þar, á þriðjudögum í umsjón þeirra Hermanns Lárussonar og Ól- afs Lárussonar og sumarbridge á fimmtudögum á vegum Reykjavíkur- sambandsins. Það hefst í sömu viku, 22. maí. Bikarkeppnin framundan Bikarkeppni Bridgesambands Is- lands 1986 hefet í næsta mánuði. Spilatími hverrar umferðar verður sem hér segir: 1. umferð skal vera lokið fyrir 18. júní 1986 (undankeppninni). 2. umferð (32 sveita úrslit) skal vera lokið fyrir 16. júlí 1986. 3. umferð (16 sveita úrslit) skal vera lokið fyrir 13. ágúst 1986. 4. umferð (8 sveita úrslit) skal vera lokið fyrir 31. ágúst 1986. 5. umferð (undanúrslit 4 sveita) verð- ur spiluð laugardaginn 6. september og úrslitaleikurinn verður daginn eftir, 7. september 1986. Spila- mennska hefet báða dagana kí. 10 árdegis en í undanúrslitum eru spil- uð 48 spil milli sveita og 64 spil í úrslitaleiknum. I öllum öðrum umferðum eru spiluð 40 spil milli sveita. Þátttökugjald á sveit verður kr. 4.000 sem greiðist til Bridgesambands íslands í upphafi keppni. Greiðslu skulu fylgja nöfn spilara, nafnnúmer og heimilisfang. Spilað er um gullstig i hverri um- ferð. Áríðandi er að fyrirliðar til- greini þann spilafjölda sem hver einstakur spilari spilar í hverri um- ferð (séu fleiri en 4 spilarar í sveit- inni). Bregðist þetta má búast við að stig fyrir þann leik verði ekki skráð. I bikarkeppni er dregið í hverri umferð. Þeirri sveit, sem fær heima- leik, ber skylda til að aðstoða gesti hvað varðar uppihald og viðurgjörn- ing meðan á leik stendur, enda myndu gestgjafar njóta þess hið sama yrðu þeir á útivelli. Fyrirliðar skulu koma sér saman um leiktíma. Að öllu óbreyttu gildir auglýstur spilatími Bridgesambandsins í hverri umferð. Skráning sveita til Bridgesam- bands Islands er hér með hafin. Henni lýkur miðvikudaginn 21. maí nk., kl. 16. Strax á eftir verður svo dregið í 1. umferð keppninnar. Skráningum skal komið til Ólafs Lárussonar eingöngu, hjá BSÍ og heima: 91-16533. Sigurvegarar öðlast rétt til þátttöku í Evrópubikarkeppni eða sambærilegri keppni á þeim kjör- um sem Evrópusambandið (móts- haldarar ytra) býður. Nánar síðar. Stofnaður Guðmundarsjóður Bridgesambandið minnir félög á síðari hluta árgjalda sem falla í gjalddaga 15. júlí 1986. Nú þegar, í lok keppnistfrnabilsins, eru greiðslur síðari hluta farnar að berast skrif- stofu BSÍ. Gjaldið hækkaði í 20 kr. á spilara fyrir hvert spilakvöld eftir áramót '85-86. Bridgesambandið býður velkomið í sambandið nýtt bridgefélag. Það eru Norðfirðingar sem gengið hafa í landssamtök bridgefélaga. Alls eru þá félög innan vébanda BSÍ orðin 47 og hafa aldrei áður verið fleiri. Tals- / maður þeirra austanmanna er ína Gísladóttir. Send hafa verið til allra félaga utan Reykjavíkur gjafabréf sem prentuð hafa verið í tilefni stofhunar Guð- mundarsjóðs, húsakaupasjóðs Bridgesambands Islands. Einnig hef- ur verið opnaður reikningur í Útvegsbanka Islands, hlaupareikn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.