Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Side 37
DV LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986.
37
Sími 27022 Þverholti 11
Smáauglýsingar
Háþrýstíþvottur —
sandblástur á húsum, skipum o.fl.
mannvirkjum. Vinnuþrýstingur allt
eftir þörfum frá 170 bar, rafdrifin tæki,
eða 400 bar, traktorsdrifin. Erum einn-
ig með útleigu á háþrýstidælum. Fyrir-
tæki sem lætur verkin tala. Stáltak hf.,
Borgartúni 25, Reykjavík, sími 28933
og 39197 eftir skrifstofutíma.
Verktak sfsfmi 79746.
Háþrýstiþvottur og sandblástur,
vinnuþrýstingur að 400 bar, sflanhúð-
un meö lágþrýstidælu (sala á efni).
Viðgeröir á steypuskemmdum og
sprungum, múrviðgerðir, viðgerðir á ♦
steyptum þakrennum. Látið faglærða
vinna verkið, það tryggir gæðin. Þor-
grímur Olafsson húsasmíöameistari.
Steinvernd sf., sími 76394.
Háþrýstiþvottur, með eða án sands,
við allt að 400 kg þrýsting. Sflanúöun
með sérstakri lágþrýstidælu sem þýðir
sem næst hámarksnýting á efni.
Sprungu- og múrviðgerðir, rennuviö-
gerðir og fleira.
Reykjavík 200 ára:
Fögur eign er allra yndi. Tökum að
okkur alla málningarvinnu, sprungu-
viðgerðir, háþrýstiþvott og silanbööun.
Látið fagmenn vinna verkið.
Málningarþjónusta AB, sími 46927—
39748.
Ath.: Litla dvergsmiðjan.
Setjum upp blikkkanta og rennur,
múrum og málum. Sprunguviðgerðir,
þéttum og skiptum um þök. 011 inni- og
útivinna, sflanúðun. Hreinsum glugga
og háþrýstihreinsum hús. Gerum föst
tilboð samdægurs. Ábyrgð. S. 45909 eft-
ir kl. 12. Oldsmobile Cutlass ’73 óskast
tilniðurrifs.
Skemmtanir
Samkomuhaldarar, athugið:
Leigjum út félagsheimili til hvers kon-
ar samkomuhalds, t.d. ættarmóta,
gistinga, fundarhalda, dansleikja, árs-
hátíða o.fl. Gott hús í fögru umhverfi.
Tjaldstæði. Pantið tímanlega. Loga-
land, Borgarfirði, sími 93-5135 og 93-
5139.
Þjónusta
Maður með margra ára reynslu
í sjálfstæöum bréfaskriftum (og samn-
ingagerð) á ensku og þýsku, toll-
skýrslugerð, verðútreikningum og al-
hliða skrifstofustörfum óskar eftir
verkefnum. Meðmæli. Uppl. í síma
35634.
Skiltagerð.
Geri alls konar auglýsingaskilti: hand-
máluð, álimd, sprautuð, á tré, jám og
plast. Demy-götuskilti og ljósabox á
lager. Uppl. í síma 628132.
Borðbúnaður til loigulll
Er veisla framundan hjá þér: gifting-
arveisla, afmælisveisla, skímarveisla,
stúdentsveisla eða annar mannfagnað-
ur og þig vantar tilfinnanlega borðbún-
að og fleira? Þá leysum við vandann
fyrir þig. Leigjum út borðbúnað, s.s.
diska, hnífapör, glös, bolla, veislu-
bakka o.fl. AUt nýtt. Hafðu samband.
Borðbúnaðarleigan, sími 43477.
Húseigendur, takið eftir:
Vinnum alla málningarvinnu og
sprunguviðgeröir, úti sem inni. Vin-
samlega hringið í síma 616231 og
621907.
Sársmíði.
Tökum að okkur ýmiss konar smiði úr
tré og jámi, s.s. innréttingar, húsgögn,
plastlimingar, spónlagningar, alls kon-
ar grindur o.fl. úr prófiljámi. Tökum
einnig að okkur sprautulökkun, bæði
glær og lituö lökk. Nýsmíði, Lynghálsi
3, Árbæjarhverfi, simar 687660 og 002-
2312. Heimasími 672417.
Máiningarvinna.
Tökum að okkur alla málningarvinnu,
úti og inni, einnig sprunguviðgerðir,
háþrýstiþvott, sflanúðun o.fl., aðeins
fagmenn. Uppl. í síma 84924 eftir kl. 18
og allar helgar.
Húsasmiðameistari.
Tökum að okkur viðgerðir á gömlum
húsum og alla nýsmíöi. Tilboö — tíma-
vinna — greiðslukjör. Uppl. í simum
16235 og 82981.
Ymislegt
Kafarar.
Höfum til sölu þurrbúninga og annan
kafarabúnað fyrir atvinnukafara og
sportkafara, einnig þurrbúninga fyrir
siglingamenn og til björgunarstarfa,
varahlutaþjónusta. Gullborg hf., sími
46266.
Líkamsrækt
Breiðholtsbúar:
Sólbaðsstofan Holtasól, Dúfnahólum 4,
sími 72226, býður ykkur innilega vel-
komin í ljós. Ath.: Það er hálftími i
bekk meö árangursrikum perum. Selj-
um einnig snyrtivörur í tiskulitum.
Sjáumst hress og kút.
S6I, sána, líkamsnudd.
Sólbaðs- og nuddstofan Sólver, fyrsta
flokks aðstaða miösvæðis i bænum,
glænýjar perur, líkamsnudd, svæða-
nudd. Sánan og nuddpotturinn opin
alla daga. Baðvörur, krem o.fl.
Sólbaðs- og nuddstofan Sólver,
Brautarholti 4, sími 22224.
Minnkið ummálið!
Kwik slim vafningar og Clarins megr-
unamudd, 3ja vikna kúr. Uppl. í síma
46633. Snyrtistofan Gott útlit, Nýbýla-
vegi 14, Kóp.
Hreingerningar
Teppa- og húsgagnahreinsun.
Vortilboð á teppahreinsun. Teppi undir
40 fm á 1.000 kr., umfram það 35 kr.
fm. Fullkomnar djúphreinsivélar með
miklum sogkrafti sem skila teppunum
nær þurrum, sjúga upp vatn ef flæðir.
Ath., er með sérstakt efni á húsgögn.
Margra ára reynsla, örugg þjónusta.
Sími 74929 og 74602.
Þrif, hreingemingar,
teppahreinsun. Tökum að okkur hrein-
gemingar á íbúðum, stigagöngum og
stofnunum, einnig teppahreinsun með
nýrri djúphreinsunarvél sem hreinsar
með góðum árangri. Vanir og vand-
virkir menn. Uppl. í símum 33049 og
667086. Haukuróg Guðmundur Vignir.
Hólmbræður —
hreingemingastöðin, stofnsett 1952.
Hreingemingar og teppahreinsun í
íbúðum, stigagöngum, skrifstofum
o.fl. Sogaö vatn úr teppum sem hafa
blotnaö. Kreditkortaþjónusta. Simi
19017 og 641043. Olafur Hóhn.
Pvottabjörn — nýtt.
Tökum að okkur hreingerningar, svo
og hreinsun á teppum, húsgögnum og
bílasætum. Gluggaþvottur. Sjúgum
upp vatn. Háþrýstiþvottur utanhúss
o.fl. Föst tilboð eöa tímavinna. Orugg
þjónusta. Símar 40402 og 54043.
Ymislegt
Torfærukeppni á Akureyri
18. maí, hvítasunnudag, keppt í tveim
flokkum. Keppendur skrái sig í síma
96-24646 og 96-26767 á kvöldin. Háberg
— Bílaklúbbur Akureyrar.
Vörubílar
Volvo F 85, árg. '78,
ekinn 112 þús., 2 t. krani, veltisturtur.
vel með farinn. Uppl. í síma 83800 frá
9—17 alla daga vikunnar.
Vagnar
Bílartil sölu
Til sölu
Verslun
Gazslla vorfrakkar og jakkar
í úrvali, eitthvað við allra hæfi.
Kápusalan, Borgartúni 22, simi (91)
23509. Kápusalan, Hafnarstræti 88,
Akureyri, sími (96) 25250.
mm
Sumarlaikföngin i úrvali,
dönsku þrihjólin nýkomin. Bátar, 1—
2—3—4 manna, árar og pumpur.
Sundlaugar, 6 gerðir, badminton- og
tennissett, indíánatjöld, hústjöld,
sandgröfurtilaösitjaá, Tonkagröfur,
hjólbörur, skautabretti og hjólaskaut-
ar, brúðuvagnar, brúðukerrur. Póst-
sendum. Leikfangahúsið, Skólavöröu-
stíg 10, sími 14806.
■n
Lotto barnagallar
í góðu úrvali. Fallegir litir, bómullar-
og glansefni. Sendum í póstkröfu. H-
búöin, sími 651550, miðbæ Garöabæjar.
Mitsubishi Lancer árg. 77
til sölu, lítið ekinn. Uppl. í síma 82715 —
46352. Hilti hf., Skeifunni 3F.
Mercedes Benz 280 SE
árg. ’79, innfluttur ’83, til sölu, skipti
athugandi og skuldabréf. Uppl. á bfla-
sölu Garðars, símar 18085 og 19615.
Höfum fengið nýja
sendingu af spanspennum (invertor-
um) sem breyta 12 V DC í 220 V AC.
Venjuleg 220 V verkfæri og tæki geta
þannig gengið á 12 voltum. Góð
reynsla. Pantanir óskast sóttar. Digi-
talvörur hf., Skipholti 9, símar 24255 og
622455.
Getum afgreitt
með stuttum fyrirvara hinar vinsælu
baðinnréttingar, beyki, eik eöa hvítar,
einnig sturtuklefa og hreinlætistæki.
Timburiðjan hf., Garðabæ, sími 44163.
Nissan Silvia árg. '85,
16 ventla, 150 hestöfl. Bfllinn var kos-
inn sportbfli ársins í Bretlandi 1984. Til
sýnis og sölu á Bflasölu Matthíasar,
Miklatorgi, simar 24540 og 19079.
Við erum flutt
í nýtt húsnæði á Skólavörðustíg 19, inn-
gangur frá Klapparstig, og opnuðum
föstudaginn 2. maí. Nýtt, glæsilegt úr-
val af dömufrökkum, sumarkápum,
jökkum, drögtum, blússum og jogging-
fatnaði. Alltaf sama hagstæða veröið.
Verksmiðjusalan, sími 622244. Opið
laugardaga kl. 10—14. Póstsendum.
Country Franklin
kaminuofnar, neistagrindur, arinsett
o.fl., einnig norsk reyrhúsgögn í háum
gæðaflokki frá Slettvolls Manilamöbl-
er i stofuna, borðstofuna og sumarhús-
ið. Sumarhús hf., Háteigsvegi 20,
Reykjavík, simi 12811.
Ledy of Paris.
Viö sérhæfum okkur í glæsilegum nátt-
og undirfatnaði. Sendum myndalista
um allt land. Hringdu eða ski ifaðu til
Lady of Paris, pósthólf 11154, 131
Reykjavík, simi 75661 eftir hádegi.
Sérvarslun mað maxy
undirfatnað, náttkjóla o.fl. — hjálpar-
tæki ástarlífsins í yfir 1000 útgáfum —
djarfan leöurfatnaö — grínvörur í
miklu úrvali. Opið frá kl. 10—18. Send-
um í ómerktri póstkröfu. Pantanasími
15145 og 14448. Pan — póstverslun sf.
Brautarholti 4, box 7088,127 Rvk.
Smiðum allar gbrðir stiga.
Stigamaöurinn Sandgerði, sími 92-7631
eöa (91) 42076.
Hjólhýsaleigan
á Akureyri, sími 96-26990. Nú er tæki-
færið til að gista ódýrt á Akureyri í
sumar. Hjólhýsin eru á frábærum staö
við sundlaug Akureyrar. Takið með
ykkur rúmföt eða svefnpoka. Pantið
tímanlega í síma 96-26990.