Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Side 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986. 7 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Yfirtaka heimamenn Þörungavinnsluna? - eiga nú í samningum við fjámiálaráðuneytið „Það hefði ekki þurft að koma til gjaldþrots, það hefur tekið alltof lang- an tíma að leysa vandamál Þörunga- vinnslurmar. En ég held að fyrirtækið verði ekki lagt niður, það er auðvitað eðlilegast að verksmiðjan verði leigð heimamönnum, eins og Alþingi sam- þykkti í fyrra,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar stjómar Þömnga- vinnslunnar að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. „Það er auðvitað besta leiðin að heimamönnum verði leigð verksmiðj- an. En því boði hefur bara ekki verið sinnt fram áð þessu,“ sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra. „Það er búið að reka þetta fyrirtæki í strand. Sverrir Hermannsson leyfði þeim að reka fyrirtækið með tapi. En það er ekki hægt að ganga endalaust á ríkissjóð. Framkvæmdastjórinn heldur því fram að hægt sé að verða ríkur á að reka verksmiðjuna. En ég spyr þá, hvað hefur hann verið að gera fram að þessu? Ég efast um að hægt sé að reka þetta fyrirtæki með hagnaði, en best er að heimamenn komist að því sjálfir með því að taka verksmiðjuna á leigu. Við erum ekki að berjast gegn þessu fólki, við erum áð berjast fyrir fólkið. Þess vegna skil ég ekki í þessum skeyt- um á okkur fiá framkvæmdastjóran- um. Kannski hann sé að vinna sig í áliti heima fyrir,“ sagði Albert. „Nú erum við heimamenn að semja um leigu á verksmiðjunni við íjár- málaráðuneytið," sagði Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Þör- ungavinnslunnar. „Albert valdi gjald- þrotsleiðina og úr því sem komið er er það gott. Við heimamenn munum nú byrja á rekstrinum upp á nýtt, það var ekki hægt að halda rekstrinum áfram með alla skuldasúpuna. Skuld- imar nema alls 120 milljónum. Með þvi að gera breytingar á rekstrinum er ég viss um að við getum rekið verk- smiðjuna með hagnaði. En til þess þurftum við að losna við skuldimar," sagði Kristján. - En hvers vegna vomð þið ekki búnir að taka reksturinn á leigu fyrr, eins og ykkur stóð til boða? „Það hefði í raun engu breytt, það var ekki hægt að reka fyrirtækið með allar þessar skuldir," sagði Kristján. -KB Þörungavinnslan: rekin áfiram af heimamönnum? Orðsending frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna Þessi auglýsing er birt til þess að kynna sjóðfélögum Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna áhrif nýsamþykktra laga um Húsnæðisstofnun rikisins á lánsrétt þeirra hjá sjóðnum og Húsnæðisstofnun. Stjórn sjóðsins hefur tekið þá ákvörðun að verja 55% af ráðstöfunarfé sjóðsins til kaupa á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar frá 1. janúar 1987. Þessi ráðstöfun mun tryggja sjóðs- félögum hæsta mögulega lánsrétt hjá Húsnæðisstofnun frá og með næstu áramótum. Vakin er athygli á að ekki er unnt að tryggja jafnháan lánsrétt á tímabilinu 1. september 1986 til 31. desember 1986, eins og frá 1. janúar 1987, en frá þeim tíma er fullur lánsrétt- ur tryggður. Því bendir stjórn sjóðsins væntanlegum lántakendum, sem hyggjast fá hámarkslán, á að fresta lántöku fram yfir nk. áramót. Til þess að tryggja sjóðsfélögum há- markslánsrétt hjá Húsnæðisstofnun var ekki hjá því komist að endurskoða lánareglur sjóðsins. Eftirfarandi lánareglur munu því gilda frá og með 1. maí 1986: 1. Lánsupphæð kr. 150.000. 2. Lánstími 3-5 ár að vali lántakanda. 3. Tveir gjalddagar pr. ár. Lántökuskilyröi: 4. Þriggja ára greiðslur til lífeyrissjóðs. 5. Fimm ár liðin frá síðustu lántöku. 6. Ekki um lánsrétt aö ræöa hjá Húsnæðisstofnun. Þeir aðilar sem lagt hafa inn lánbeiðni hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna fyrir 1. maí 1986 fá hana afgreidda samkvæmt eldri lánareglum óski þeir þess. Upplýsingar og aðstoð við þá sjóðfélaga sem hyggja á lántöku hjá Hús- næðisstofnun verða veittar á skrifstofu sjóðsins á 4. hæð í Húsi verzlunar- innar. Alþýðuflokkurinn. iri 1 Jimönj Alþýðuflokkurinn efnir til sumarferðar á ítölsku Rívíer- una — Pietra Liqure — dagana 7. til 28. júlí. Flogið verður í beinu leiguflugi til Genova. Skoðunarferðir að vild til Monaco og Monte Carlo, Nice og Cannes, Pisa, Genova, Portefino og ítalskt útileikhús skoðað. Ácetluð er heimsókn í stöðvar ítalska brceðraflokksins í Genova. Verð frá kr. 23-900.- Fararstjóri: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Allar frekari upplýsingar á flokksskrifstofunni, hjá far- arstjóra og Ferðaskrifstofunni Terru, Laugavegi 28. Fararstjóri: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. örstutt á heimasíóðir Verdis. Craxi: Formaður italska Al- þýðuflokksins og forsætisráð- hcrra ítaliu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.