Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 23
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986. 23 Tippað á tólf______Tippað á tólf______Tippað á tólf Merseyúrslit Eins og svo oft áður hafiia flest verð- laun í ensku knattspyrnunni í borg- inni Liverpool. Liverpool og Everton, liðin írá Liverpool, haf'a oft verið nefhd Mersey-liðin vegna árinnar Mersey sem liðast um borgina. Nú er það draumaúrslitaleikur fyrir aðdáendur liðanna en næstkomandi laugardag keppa liðin um F.A. bikarinn. Það er ekki ofsögum sagt að allir íbúar Liverpool halda uppá annað liðið. Annaðhvort er innrétting húsanna blá eða rauð. Enginn leyfir sér að vera hlutlaus. Leikurinn á laugardaginn verður sýndur beint í íslenska sjónvarpinu og hefst útsending klukkan 13.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 14.00. í báðum liðunum er valinn maður í hveiju rúmi og flestir eru leikmenn- imir landsliðsmenn hinna ýmsu landa. Þetta verður spennandi ieikur og gam- an að sjá hvort Liverpool tekst að ná að sigra tvöfalt. Ég get engu spáð urn þennan leik. Úrslitin ráðast á laugar- daginn. Jan Mölby, danski landsliðsmaðurinn, hefur staðið sig mjög vel í vetur. Ef Liv- erpool fær vítaspyrnu þá stígur hann fram og tekur hana. Höfúm við gengið til góðs? Þetta er síðasti þátturinn Tippað á tólf. Fyrsti þátturinn birtist 16. októb- er síðastliðinn og hefur honum verið haldið úti reglulega síðan. Margt frétt- næmt hefur gerst á tipptímabilinu og mun það helsta tínt til hér á eftir. Getraunaárið 1985/86 er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Miklar og oftast góðar breytingar hafa orðið. Sala jókst mjög og vinningar voru því hærri. Hlutur íþróttafélaga jókst einn- ig. Tekinn var upp nýr kerfisseðill, 64 raða seðillinn og mæltist það vel fyrir. Sá seðill reyndist leynivopn margra tipparanna. Tölvutippseðlar voru teknir í gagnið í febrúar og þó að sala á þeim hafi verið frekar dræm, þá hef- ur sala á þeim aukist jafnt og þétt. Með auknum kerfum í tölvum mun tölvutipp stóraukast. Heildarsala fyrir tippárið 85/86 var 25.275.358 raðir. Þó má geta þess að þessi tala er ekki pottþétt því margir getraunasalar eiga eftir að skila af sér uppgjöri. Talan á sennilega eftir að hækka. Salan árið 1984/85 var 17.345. 902 raðir þarrnig að aukningin var 7. 929.456 raðir, eða tæpar átta milljónir raða. Alls seldust raðir fyrir 94.782.592 krónur. Helmingurinn af þeirri upp- hæð fer í pottinn. Það voru því 47.391. 296 krónur í pottinum í vetur. íþrótta- félög fengu í sinn hlut 23.695.563 krónur til styrktar sinni starfsemi. Af íþróttafélögunum varð knattspyrnu- deild Fylkis söluhæst með rúmlega 2 milljónir raða seldar. Knattspyrnu- deild Fram var í öðru sæti og knatt- spymudeild KR í þriðja sæti. Iþróttafélögin tóku sig saman fyrir helgina 23.11. síðastliðinn og lögðu áherslu á að selja meira en vant er. Þá var slegið met er 1.470.824 raðir seldust. Það gaf í pottinn 2.757.795 krónur. Stærstu vinningar voru eftir- taldir. Stærsti vinningur var 1.172.382 krónur og er þá eingöngu átt við 1. vinning. Sá vinningur kom 16. nóv- ember. 22. febrúar fékk heppinn tippari 987.211 krónur í 1. vinning. Metsölu- vikuna 23. nóvember fengu tveir tipparar 965.225 krónur hvor. 23. mars fékk tippari 839.345 krónur fyrir 1. vinning. Aðrir vinningar vom lægri en þó góðir margir. Nú verður hlé hjá íslenskum get- raunum hf. fram á haustið. Eftir bestu heimildum er verið að kanna með ýmsar leiðir til batnaðar hvað varðar sölu á getraunaseðlum og hefur verið skipuð nefhd til að kanna þau mál. Einnig hafa tölvutippsgrúskarar verið að hanna ný kerfi fyrir tölvur þannig að auðvelt ætti að vera að tippa næsta getraunaár. Sprenging í tóKudeildinni Mikil sprenging varð hjá tippurum um síðustu helgi. Úrslit voru ekki mjög óvænt og því komu fram 92 raðir með 12 rétta. Hver tólfa getúr þvf 11725 krónur. 1408 ellefúr komu fram og fær hver röð 328 krónur. Þó eru þetta lágmarkstölur því nokkrir söluaðilar getraunaseðla eiga eftir að gera fullnaðarskil. Potú urinn mun því sennilega hækka. Potturinn var að þessu sinni krónur 1.540.524. Breskir tipparar duttu í lukkupott- inn um síðustu helgi. Ekki allir, en nokkrir þeirra. Einungis níu marka jafntefli komu fram þannið að tölu- verða heppni þarf til að ná 24 punktum. Markajafntefli eru númer 6, 10, 14, 16, 29, 41, 49, 50 og 54. Markalaus jafntefli em fjögur. Þau eru númer 22, 25, 36 og 52. Næstu vikumar verða leikir frá Ástralíu á bresku getraunaseðlunum. IBR _____________________ KRR REYKJAVIKURMÓT MEISTARAFLOKKUR 1. sætið KR - FRAM Fimmtudag kl. 20.30. Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL Félög eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Skemmtifundur í Sigtúni fimmtudaginn 8. mai kl. 20.00. Hljómsveitin Danssporið og Kristbjörg Löve leika og syngja frá kl. 20.00. Samleikur á munnhörpu og gít- ar. Aðalheiður og Árni. Vísnamót, Andrés Valberg. Dansað til kl. 1 2. Eldri lögin hafa forgang. Sala að- göngumiða hefst kl. 19.30 í Sigtúni og er húsið opnað á sama tíma. Við eigum stefnumót í Sigtúni annað kvöld. Velkomin a syningu i Sundaborg 11 (Sundahafnarmegin) Við sýnum tjaldvagna, kerrur og sólstofur. 1986 Camplet á 13" dekkjum. ... 3 gerðir af ódýrum fallegum kerrum. Sólstofur og fleira. Gísli Jónsson og Co. hf.r Sundaborg 11, sími 68-66-44.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.