Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986. 37, Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Marilyn sextug Myndin sem hneykslaði Hollywood Frá Gizuri f. Helgasyni, fréttaritara DV í Ziirich: Andlitið sem milljónir manna dáð- ust að er markað djúpum sporum. Hálsinn og axlimar eru hmkkótt og beinaber. Þetta er niðurstaða manns, sem er að gera því skóna, hvernig Marilyn Monroe hefði litið út, ef hún hefði lifað það að komast á eftirlaunaald- urinn. Alan Reingold tók sig til og bjó til málverk'af gyðjunni sextugri, hvað hann hefði betur látið ógert því það hefur heldur betur gustað um hann síðan. Meðan hún var og hét. Hollywood kærir sig ekki um að menn geri lítið úr goðsögnum og því hefur Reingold fengið hauga af skammarbréfum og símhringingun- um rignir yfir hann þar sem menn mótmæla „óviðeigandi móðgun" við minningu Marilyn. Reingold telur myndina aftur á móti afar trúverðuga. Hann var að- eins 6 ára gamall þegar Marilyn lést, vegna of stórs skammt af svefnlyfj- um, 1962. „Ég málaði hana eins og hún var þegar hún dó en gerði hana síðan ellilegri með því að bæta inn á hrukkum og fellingum sem hljóta að koma með tímanum," sagði hann. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Marilyn. Ég hef séð allar kvikmynd- irnar hennar og síðan rannsakaði ég nákvæmlega allar þær ljósmyndir af henni sem ég gat nálgast, áður en ég byrjaði að mála hana.“ Marilyn er ekki sú eina sem hefur hlotið slíka útreið hjá Reingold. John F. kennedy, Farrah Fawcet og Jackie Onassis hafa líka verið fest á léreftið. Þrátt fyrir öll mótmælin hefur hann fengið hátt kauptilboð í „Mari- lyn ömmu“ - hann vill hins vegar ekki segja hversu hátt. Draugur eða draumadís: Á bak við hrukkurnar má enn þekkja svip hinnar frægu Marilyn Monroe. Diana prinsessa kraup fyrir spönsku konungs- hjónunum Frá Gizuri f. Helgasyni, fréttaritara DV í Zurich: Meira að segja prinsessan sjálf kraup. Við komu spánska konungsins, Juan Carlos I., og eiginkonu hans heilsaði Diana hinni spönsku drottn- ingu, Sofiu, með djúpri hnébeygju. Spönsku konungshjónin voru í fjögurra daga opinberri heimsókn í Bretlandi. Þetta er fyrsta heimsókn spánsks konungs til Breta í 81 ár. Carlos flutti ræðu í báðum deildum breska þingsins og er fyrstur þjóð- höfðingja til að öðlast slíkan heiður. Diana og Charles bjóða konungshjónin velkomin. Gaf líkama sinn í þágu vísindanna Samanta Fox, ein frægasta fyrirsæta Breta, hefur eftirlátið vísindunum líkama sinn til rannsókna. Þetta er ekki fyrirheit um að hinir lærðu menn fái líkamann að henni látinni - öðru nær. Samanta hefur þegar staðið við sinn hlut og er þó enn í fullu fjöri. Svo er mál með vexti að breska sjónvarpið lét gera fræðslumynd um ýmsa þá hluti sem fólk hræðist öðru fremur. í myndinni eru viðbrögð manna við hryllingnum skoðuð og skilgreind vísindalega. Þannig er ástatt fyrir Samöntu að henni stendur nær óbærileg ógn af loðnum kóngulóm. Samanta varð góðfúslega við beiðni sérfræðing- anna um að mæla viðbrögð hennar í návígi við loðnar kóngulær. Tilraunin hófst á því að kónguló af tegundinni tarantula var sett inn í sama herbergi og fyrirsætan. Kóngulóin var geymd í öruggu búri og Samanta fullvissuð um að hún þyrfti ekkert að óttast. Þrátt fyrir allt öryggið rauk púlsinn hjá ung- frúnni upp í 140 og adrenalínið jókst stórum í blóðinu. Hvort tveggja rekja vísindamennimir til ósjálfráðs und- irbúnings bardaga. En af hverju þola sumir að gæla við loðnar kóngulær meðan aðrir verða æfir við að sjá þær? Það er alveg sama hvernig niðurstöðurnar eru lagðar sundur og dregnar saman. Við því er ekkert svar. Samanta Fox - þolir ekki loðnar kóngulær. Ólyginn sagði ... Julian Lennon getur hins vegar búist við góðum partíum á næstunni eins og aðrir hrútar þetta vor- ið. En það gildir víst sama og oft áður um slíka atburði að mikilvægt er að ganga hægt um gleðinnar dyr ef ekki á illa að fara aö lokum. Marie Osmond hefur látið huggast eftir skiln- jaðinn við eiginmann sinn, ÍSteve Craig. Síðustu mánuði hefur hún búfð með syni sín- um, Steve, og fyrir skömmu fann hún enn einn af Steve- gerðinni - Steve Yong sem er amerísk fótboltahetja af klassísku gerðinni. Ekki spillir að hann er mormóni eins og Osmondarnir og fullyrðir að framhjáhald verði alls ekki á dagskránni a< sinni hálfu and- stætt viö Steve Craig sem féll fyrir kvenmannsbúkum í hverju skrefi. Michael Jackson er að sögn hinna fróðu til- búinn i ástarævintýri. Meyjan Jackson finnur einhverja ómótstæðilega elsku þetta vorið og byrjar nýtt lif. Þetta >ýðir að annaðhvort nælir hann f Liz sina aftur frá þeim heilsugóða Hamilton eða finn- ur aðra brúklega og þá jafnvel eitthvað yngri að árum. Mick Jagger neitar ennþá að giftast bams- móður sinni, Jerry Hall, þrátt fyrir mikinn þrýsting úr öllum áttum. „Þetta er gott i núver- andi formi,“ segir sá gamli og bætir viö: „Það virðast all- ir hafa mun meiri áhuga á giftingu okkar en við sjálf. Er- uð þið ekkert að þreytast á sömu úreltu spurningunni ámm saman?“ Svo mörg voru þau orö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.