Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Page 40
Frjálst,óháö dagblað Simi: 52866 Þegar liggja fjölmörg kaupskip við landfestar vegna verkfallsins. Öll skip Skipaútgerðar ríkisins hafa þegar stöðvast. Vöruskorts er farið að gæta úti á landsbyggðinni og slæmar horfur með áburðarflutn- inga til bænda. DV-mynd GVA 68^78 58 Hafir þú ábendingu eða vitn- eskju um frétt - hxingdu þá í sima 687858. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan w^larhringj’nn, Veðrið á morgun: Slydduei á Norður- og Austuiiandi Á morgun er spáð norðaustanátt um allt land, víðast 4-6 vindstigum, þ.e kalda eða stinningskalda. Á Norður- og Austurlandi verða slydduél og smáskúrir við suður- ströndina. Á Suðvestur- og Vesturlandi verð- ur þurrt og víða léttskýjað. Hiti verður nálægt frostmarki á Norður- og Austurlandi en 3-7 stig á Suður- og Vesturlandi. -S.Konn. LOKI Skyldu geislarnir vera rauðir? Vöruskorts fariðað gætaúti á landi Siglingar til og frá landinu munu að mestu stöðvast i næstu viku ef verkfall undirmanna á kaupskipunum heldur áfram, að sögn Harðar Sigur- gestssonar, forstjóra Eimskips. Öll þrú skip Skipaútgerðar ríkisins hafa þegar stöðvast. Að sögn Guð- mundar Einarssonar hjá Skipaútgerð- inni er þegar farið að bera á vöruskorti úti á landi vegna stöðvunarinnar. Þá eru horfurnar ekki góðar hvað varðar áburðarflutninga út á land. í vikulokin er búist við að 8 af 17 skipum Eimskips hafi stöðvast. Fjögur skip skipadeildar Sambandsins stöðv- uðust þegar í byrjun verkfallsins og • eitt skip bætist i þann hóp í næstu viku. Skipadeildin er nú með 9 skip á sínum snærum, þar af eru 3 leiguskip. Að sögn Ómars Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóri skipadeildar Sambands- ins, er nú veruleg. hætta á að dótturfyrirtæki Sambandsins, Iceland Seafood, fari að vanta íreðfisk á Bandaríkjamarkað. Það gæti skaðað viðskiptasamböndin þar vestra. Deiluaðilar eru ekki bjartsýnir á að lausn sé í sjónmáli og er fyrirsjáanlegt að verkfallið geti staðið yfir í nokkrar vikur. Enginn fundur hefur verið boð- aður í deilum farmannEinna. Tíma- bundnu verkfalli skipstjóra lýkur á morgun en verkfall undirmanna held- ur áfram þar til deilan leysist. -APH t i i i i i i i t t t Sælkerar kaupa Fógetann Veitingastaðurinn Fógetinn í Aðal- stræti hefur verið seldur. Kaupendur eru þau Peggy Friðriksdóttir og Einar Óskarsson, sem að undanfómu hafa rekið Sælkerann í Austurstræti. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV voru innréttingar og rekstrar- lejdi Fógetans selt á 15,5 milljónir. -EIR i Flotinn að stöðvast: Ferjubakkamálið: Enn óljóst um dánarorsokina Rannsóknarlögregla ríkisins lagði fram í morgun kröfú um að 37 ára Reykvíkingur yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. maí næstkom- andi vegna rannsóknar á andláti 29 ára eiginkonu mannsins, Gunnhild- ar Gunnarsdóttur, að Feijubakka 10 í gærmorgun. Dómari tók sér frest þar til síðdegis í dag til að kveða upp úrskurð. Þau vom á skemmtistað á mánu- dagskvöldið og á eftir buðu þau þremur mönnum heim með sér. í gærmorgun kl. 6.30 hringdi eigin- maðurinn og bað um sjúkrabifreið að Ferjubakka 10 og var konan flutt á slysadeild Borgarspítalans. Hún var látin þegar þangað var komið. Eiginmaðurinn og gestir voru teknir í varðhald og yfirheyrslui- fóru fram yfir þeim hjá rannsóknar- lögreglu ríkisins. Gestunum þremur var sleppt lausum í nótt eftir yfrr- heyrslu. Krafan um gæsluvarðhald yfir eig- inmanninum er til komin vegna þess að dánarorsök er enn óljós. Við krufhingu á líki konunnar kom ekk- ert fram sem bendir til skýrra dánarorsaka, Nánari rannsókn mun fara fram á líkinu. Rannsóknarlögreglan vinnur nú að því að finna sönnun á dánaror- sökum og leiða þannig í ljós með hvaða hætti konan lést. Ákoma á hálsi konunnar vekur ýmsar grun- semdir. -SOS - sjá nánar bls. 2 Kona í Irfshættu: Var áður send heim afslysa- deildinni - maður í gæsluvarðhald Þrítugur Reykvíkingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. maí grunaður um að hafa veitt 31 árs sambýliskonu sinni hættulega höfuðá- verka. Konan liggur meðvitundarlaus og í lífshættu á sjúkrahúsi í Reykja- vík. Ekki er vitað með hvaða hætti hún hlaut áverka, en ljóst að til átaka kom á milli þeirra. Konan fór að eigin frumkvæði á slysadeild Borgarspítalans á sunnu- ( dagsmorgun. Þar kom ekkert óeðlilegt fram við rannsókn og hélt hún því heim. Þegar sambýlismaður konunnar hugðist vekja hana síðdegis á sunnu- daginn var hún meðvitundarlaus. Við rannsókn kom þá í ljós að mikið hafi blætt inn á heila hennar. Konan gekkst undir aðgerð á höfði. Maðurinn var handtekinn á mánu- daginn vegna málsins og í gær var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. -sos DV kemur ekki út á morgun, uppstigningardag. Næsta blað kemur út föstudaginn 9. maí. Smáauglýsingadeild DV, Þver- holt 11, verður opin í dag, mið- vikudag, til kl. 22 en lokuð á morgun, fimmtudag. Smáauglýs- ingasiminn er 27022. Geriö verösamanburö og pantiö úr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.