Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Síða 2
46
DV. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986.
Apar
máttu erfa
Þegar hin 84 ára Marie Lefevre
fann dauðann færast nær, samdi hún
erfðaskrá yfir ríkidæmi sitt, samtals
400.000 pund (um það bil 22 milljónir
kr.) og ánafnaði öpunum í Paigntons
dýragarðinum í Devon á suðvestur-
horni Englands.
Gamla frúin hafði heimsótt þessa
apa daglega í tuttugu ár og gefið
þeim gott. Nú hefur verið ákveðið
að peningamir verði notaðir til að
gera öpunum, sem eru eitt hundrað
og tuttugu talsins, nýjan bústað -
eða því hefur dýragarðsstjórinn lof-
að. Ekkert hefur verið sagt um
sumarbústað.
djöfulsins
Miðaldra djöflatrúarmaður í Eng-
landi hefur verið dæmdur í sjö ára
fangelsi fyrir svik.
Hann sveik samtals tíu milljónir
króna af fólki - gegn loforði um að
hann myndi losa mannskapinn úr
klóm Satans. En til slíkrar iðju taldi
hann sig hafa næg og góð sambönd.
Það var fingralangur og snjall
sóknarprestur sem safnaði pening-
unum saman fyrir þennan umboðs-
mann skrattans.
Dauðinn
er óþarfi
Flestir ölaungar deyja óþarflega
snemma úr einhverjum sjúkdómi og
ekki vegna þess að þeir séu saddir
lífdaga eða hafi lifað þá daga sem
skaparinn skammtaði.
Það er sovéskur vísindamaður sem
heldur þessum fróðleik fram og jafn-
framt því, að eðlilegt ætti að vera
að meðalaldur mannfólksins væri
170 til 200 ár.
Breiðsíðunefndinni líst vel á þessa
rússnesku niðurstöðu. Og leggur til
að aldurstakmark verði hækkað í
eðlilegu hlutfalli, svo og kosninga-
aldur. Þannig fengi enginn að kaupa
sér pela af áfengi fyrr en um fimm-
tugt - og þá fyrst fengju menn
kosningarétt og kjörgengi. Og
námslán fengju menn fram yfir sjö-
tugt og dónalegar bíómyndir fengi
enginn undir fertugu að berja aug-
um.
Fallhlífastökk
af húsþökum
Tvær manneskjur hafa stokkið af
þaki hinnar 381 metra háu Empire
State byggingar i New York.
Önnur þessara hoppandi mann-
eskja lenti kát á götunni, vöðlaði
saman fallhlífinni sinni og hvarf á
braut í leigubíl.
Hin manneskjan festi fallhlífina á
umferðarljósi og lögga, sem átti leið
hjá, tók hana höndum.
Á B LAÐSÖLU.STÖCUWI
Hæverska
engin dyggð í þessu fagi
Viðtal við Sigríði Ellu
úsdóttur óperusöngkonu
k Einu sinni þekkt andlit
■k - Hvað gera þau nú
Hnfontaði annan smell
HHRabbað við stráka
& í Mezzoforte
Gulur, rauður,
grænn og blár
Sundbola
tískan í ár
Ljómalind
íslensk smásaga
Nú er þessi, sem festist á götuvitan-
um, kærð fyrir gáleysislega hegðun
og fyrir að hafa „verið í fallhlífar-
stökki innan marka ríkisins“ - en
það er brot á lögreglusamþykkt New
York ríkis.
Hafríarfjarðar-
saga
Svíar segja stöðugt neyðarlegar
sögur um Norðmenn. Og Danir segja
sams konar sögur um Svía. Og Ung-
verjar segja neyðarlegar sögur um
Tékka. Og vegna þess að ísland á
engin landamæri að öðru landi og
þar með enga granna sem hægt væri
að segja furðusögur af, þá segjum við
Hafnfirðingasögur eða Hafnarfjarð-
arbrandara. Hér kemur einn slíkur
um Svía:
- Veistu hvers vegna Svíar fara
aldrei í feluleik?
- Nei, það veit ég ekki.
- Hver heldurðu eiginlega að
nennti að leita að einhverjum
heimskum Svía?
I framhaldi af þessum: Veit nokkur
hvers vegna Hafhfirðingar geyma
reiðhjólin sín í kirkjugarðinum?
Tryggast
að vera
í föstu starfi
Tónlistarmaður æfir sig um leið og
hann kvelst af hungri - já, eins og
listamenn eiga að gera: listin dafnar
þegar hungrið og vosbúðin sverfur
að. Þetta vita allir - og þó ekki alveg
allir.
Mstislav Rostropovitj veit þetta
ekki. Hann er aðalstjómandi Nat-
ional Symphony Orchestra í Was-
hington, flóttarússi og heimsfrægur.
Á árinu 1984-1985 þénaði hann 21
milljón króna að því er fram-
kvæmdastjóri hljómsveitarinnar,
Stephen King, hefur upplýst.
Að auki skreppur maðurinn stund-
um í aukavinnu. Þá spilar hann á
sellóið sitt og tekur inn um það bil
75 milljón kall fyrir á ári.
Hann heldur um það bil 70 hljóm-
leika á ári og tekur að jafnaði milljón
kall fyrir stykkið.
Hann segist trúlega myndu geta
látið „endana ná samarí* ef hann
einbeitti sér að sellóinu. „En það er
viss öryggistilfinning samfara því að
vera í fostu starfi," segir Rostropo-
vitj og á við hljómsveitarstjórastarf-
ið.