Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Side 8
52
Roger Vadim.
DV. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986.
Bardot, Deneuve og
Roger Vadim segir frá leikkonunum þremur sem i
Ýmsir myndu láta i ljósi andúð
sína á því hvemig Roger Vadim fer
stundum að. „Maður segir ekki frá
þeim konum sem maður hefur verið
með,“ hefur hins vegar aldrei verið
regla hjá Vadim. Hann er þekkt-
asti kvennamaður í Frakklandi og
betur þekktur fyrjr konurnar sem
hann hefur verið kvæntur og skilið
við heldur en kvikmyndimar sem
hann hefur gert. Þá er hann einn
af fáum karlmönnum sem telja rétt
að birta æviminningar þar sem sagt
er frá ástarævintýrum viðkomandi.
Vadim hefur nefnilega afar gaman
af því að segja frá því sem á daga
hans hefur drifið, þar á meðal
hjónaböndum sínum og Brigitte
Bardot, Catherine Deneuve og
Jane Fonda. Hann kryddar frásögn
sína með skemmtilegum sögum,
minnist á marga og brosir að því
þegar einhverjum tekst að lesa eitt-
hvað á milli línanna.
Nýjasta bókin
Nýjasta bók Vadim er Bardot,
Deneuve og Fonda. Hann fullyrðir
að þær hafi allar lesið handritið
og segir það hafa verið varúðarráð-
stöfun til að koma í veg fyrir
málaferli. Það fer hins vegar ekki
hjá því að þeir sem bókina lesa
velti því fyrir sér hvort þessum
frægu leikkonum og fyrrverandi
eiginkonum hans hafi fallið við það
sem hann segir. Vadim virðist hins
vegar vera þeirrar skoðunar að
hvorki Fonda né Bardot hafi nokk-
uð á móti því hvemig hann lýsir
ástarleikjum siniim með þeim.
Hann virðist ekki taka nærri sér
að lýsa þeim og finnst því ekki
ástæða fyrir þær til að gera það
heldur.
Viðtal í Hotel du Pont-Royal
Viðtalið, sem þessi frásögn er
byggð á, fór fram í bamum á Hotel
du Pont-Royal í París en þar koma
frægir rithöfundar og útgefendur
verka þeirra oft til að ræða það sem
fyrir dyrum er. Skáldkonan Franc-
oise Sagan, sem var ein þeirra sem
töldust vera í Saint-Germain-des-
-Préshópi Vadim, var vön að eiga
fund með útgefendum sínum þarna
þegar hana skorti fé. Vadim kann
vel við andrúmsloftið þarna. Vegg-
imir em viðarklæddir, dökkrautt
leður á stólunum og það er sama
hvenær komið er þarna inn - and-
rúmsloftið er alltaf eins og um
kvöld.
Gerðu mér erfitt fyrir
„Mér varð ekki eins mikið ágengt
sem kvikmyndaleikstjóri og annars
hefði orðið af því að konumar, sem
ég studdi á leiklistarbrautinni,
urðu svo frægar,“ segir hann,
dreypir á vodkanu og setur upp
hálfgerðan sorgarsvip, rétt eins og
skapari sem hefur orðið að lúta i
lægra haldi fyrir sköpunarverkum
sínum. „Allt umtalið, sem samvistir
mínar og þeirra vöktu, beindu aug-
um fólks meira að mér en verkum
mínum.“ Svo bætir hann við: „Þær
voru ungar og óþekktar þegar ég
kvæntist þeim en svo urðu þær
stjömur og breyttust og ég gat
ekki ráðið við þennan nýja per-
sónuleika þeirra. Það er sagt að
þær hafi farið frá mér en það em
til leiðir til að fá konur til að fara
frá manni.“ (Það má skjóta því hér
inn að Annette Stroyberg, önnur
kona hans, fór frá honum áður en
nokkur varð var við að hann vildi
losna við hana).
Að verða sextugur
Roger Vadim vantar nú tvö ár í
sextugt en hann er ótrúlega mynd-
Brigitte Bardot.
arlegur. Hann er hár og grannur
og andlitið lýsir sterkum persónu-
leika en ekki sextugsaldri. Og
þykkt hárið er ekki grátt heldur
grásprengt. Hann er mjög vel
klæddur og mun betur en ætla hefði
mátt þegar haft er í huga að hann
var um tíma fréttaritari hjá Paris-
Match. Sjálfsöryggi hans er mikið
og viðmælendur hans hafa það á
tilfinningunni að hann njóti þess
að segja þeim frá því sem á daga
hans hefur drifið, þar á meðal ásta-
málunum.
Hvað er að Brigitte og Jane?
„Gallinn við Brigitte er sá,“ segir
hann, „að hún fæst ekki til að við-
urkenna hve gömul hún er orðin.
Hún lifir þessu ömurlega lífi - býr
ein og yfirgefin með dýmnum sín-
um.“ Hann þagnar. „Gallinn við
Fonda var sá að hún var alltaf að
berjast fyrir einhverju," en það er
greinilegt að Vadim er minna gef-
inn fyrir að gagnrýna hana en
sumar aðrar konur sem hann hefur
kynnst. Reyndar eru þau nú ná-
grannar í Santa Monica í Kalifor-
níu og þar hafa þau tekið höndum
saman um að koma sautján ára
dóttur þeirra, Vanessu, til mennta.
Gallinn við Stroyberg var svo auð-
vitað sá að hún yfirgaf Vadim.
Fórnaði Annette frægðinni?
„Ég var ekki búinn að gera það
fyrir Annette sem ég hafði i huga
og þess vegna hlaut hún ekki eins
mikla frægð í kvikmyndum og hin-
ar. Svo yfirgaf hún mig fyrir Sacha
Distel og það kom mér á óvart."
Vadim lítur nefnilega á Distel sem
einhvers konar lélega eftirmynd af
sjálfum sér.
Hann vill hins vegar ekki segja
mikið um fjórðu konuna sína,
Catherine Schneider, sem var ekki
leikkona og sóttist ekki eftir frægð.
Og það er ljóst að það er ekki gott
á milli hans og Catherine Deneuve
en meira um það seinna.
Einkennilegt viðtal
Það er eitthvað einkennilegt við
þetta viðtal við Vadim. Hann ræðir
um ástir sínar og fallegustu kvenna
í heimi eins og ekkert væri sjálf-
sagðara. Það gerir nærveru hans
sérstaka. Þetta er maðurinn sem
hefur sofið hjá Bardot og Deneuve
og það er ekki hægt að gleyma
því. Hvernig skyldi hann vera í
rúminu? Þetta er eins og velta því
fyrir sér hvemig það væri að fara
allra sinna ferða í silfurgráum
Rolls Royce með einkabílstjóra.
Vadim gerir sér sennilega grein
fyrir því hvaða áhrif hann hefur á
konur og hagnýtir sér það. Hann
er sjaldgæfur maður - lífsreyndur
Don Juan og kemur í rauninni til
dyranna eins og hann er klæddur.
Þá ber hann það með sér hve marg-
ar konur hafa þráð hann. Þannig
horfir hann aldrei spyrjandi á við-
mælandann því hann virðist ganga
út frá því sem gefnu að töfrar hans
séu óbrigðulir.
Le Vadim
Hvemig hann varð Le Vadim er
spuming sem oft hefur verið spurt
en aldrei svarað á fullnægjandi
hátt. Hann er sonur rússnesks að-
alsmanns sem settist að í Frakk-
andi (og sjálfur segist hann vera
afkomandi Genghis Khan) og gekk
í frönsku utanríkisþjónustuna og
náði að verða ræðismaður. Fullt
nafn er Roger Vadim Plemiannikov
og hann fæddist ellefu árum fyrir
síðari heimsstyrjöldina. Hann
kynntist því hersetu Þjóðverja á
uppvaxtarámnum. Hann segir það