Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986.
63
Fonda
hann hefur verið kvæntur
Catherine Deneuve.
Jane Fonda.
því ekki undarlegt að þegar hann
hafi verið orðinn sautján ára hafi
hann kunnað best við áhyggjulaust
lífið í Saint-Germain-des Prés og
helst viljað dansa næturlangt í Le
Tabou, eltast við stelpurnar sem
sóttu Café de Flore, vinna auka-
störf í kvikmyndaverum, selja
handrit fyrir smápeninga og
skemmta sér stundum næturlangt
með Juliette Greco, Boris Van og
Edith Piaf í La Rose Rouge.
Loks var hann þó talinn fullnuma
aðstoðarmaður kvikmyndaleik-
stjóra en svo sá hann dag einn
mynd af mjög fallegri stúlku í Elle.
Hann komst að þeirri niðurstöðu
að hún vær einmitt stúlkan til að
fara með aðalhlutverk í myndinni
sem hann var nýbúinn að skrifa
handrit að og því fór hann heim til
bennar. Hún hét Brigitte Bardot.
Foreldrarnir fullir efasemda
„Foreldrar hennar voru lítið
hrifnir af venjum minum,“ segir
Vadim, „og það var ekki fyrr en
1951 að ég fékk að kvænast henni.
Þá hafði það verið sett að skilyrði
að ég fengi mér fasta vinnu.“ Vad-
im þekkti aðalritstjóra Paris-
Match, Hervé Mille, og tókst að fá
hann til að ráða sig fyrir jafnvirði
átta þúsund króna á mánuði en
starfinu fylgdi sá kostur að frétta-
mennimir máttu láta skrifa allan
kostnað við það hjá tímaritinu.
Ævintýraríkt starf
Vadim hefði ekki getað kosið
betra starf. Ritstjóri Washington
Post, Arnaud de Borchgrave, sagði
eitt sinn að blaðamennska væri
eina starfið sem veitti mönnum
tækifæri til þess að haga sér eins
og vandræðaunglingar alla ævi.
Fá tímarit buðu fréttamönnum sín-
um jafn ævintýraríkt starf og
Match á sjötta og sjöunda áratugn-
um er sjónvarp var ekki búið að
ná þeim vinsældum sem það nýtur
í dag. „Við fórum um allt,“ segir
Vadim. ,Hittum konunga og prins-
essur, fallhlífarhermenn frá Indók-
ína, leiguliða, kvikmyndastjörnur
og stjórnmálamenn. Og öll vildu
þau tala við okkur." Á þessum dög-
um tóku fréttamenn Match á leigu
þyrlur, mútuðu starfsfólki gisti-
húsa, gripu far með bílum yfir-
manna herja til þess að komast sem
fyrst i fremstu víglínu, eyddu mikl-
um peningum á veitingahúsum
með vinkonum sínum, áttu ljúfar
nætur með þeim áður en þeir fóru
í hættulegar ferðir, óku hatt,
drukku of mikið og lifðu í flestu
ævintýrlegu lífi. Og Vadim fannst
það afar skemmtilegt.
Og Guð skapaði konuna
Hann hafði eignast Brigitte
Bardot fyrir konu og brátt gerði
hann hana að stjörnu. Óreglulegir
lifnaðarhættir hans reyndust henni
hins vegar um megn eins og öðrum
konum hans síðar. „Ég vildi ekki
vera bundinn við einn stað,“ segir
hann. „Hringdu vinir mínir til mín
um miðnætti til að bjóða mér heim
til sín þá fór ég.“ Og hann breytti
ekki um lifnaðarhætti þótt hann
hætti að starfa fyrir Match.
1954 varð hann svo frægur fyrir
fyrstu kvikmyndina sína, Og Guð
skapaði konuna. Með aðalhlut-
verkin fóru Brigitte, Curt Jíirgens
og ungur leikari sem átti síðar eft-
ir að taka Brigitte frá honum,
Jean-Louis Tritignant. Þá var
Brigitte Bardot farin að fara sínar
eigin leiðir og var búin að fá nóg
sjálfsöryggi til að geta svarað vel
fyrir sig. Þannig spurði blaðamað-
ur hana eitt sinn að því hver hefði
verið besti dagur ævi hennar. „Það
var nótt,“ svaraði hún. Og þegar
hún var spurð að því að hverjum
hún dáðist mest sagði hún: „Sir
Isaac Newton. Hann uppgötvaði
aðdráttaraflið."
Stroyberg og Deneuve
Eftir að hjónabandið með Brig-
itte endaði kvæntist hann Annette
Stroyberg en það hjónaband stóð
heldur ekki lengi og þá kvæntist
hann Catherine Deneuve. „Cat-
herine treysti mér aldrei,“ segir
hann. „Það var það orð sem af mér
fór sem olli því. Hún bjóst við að
kynnast yfirborðskenndum, hæðn-
um og sennilega vel gefnum manni
en komst svo að því að ég var frek-
ar ljúfur og hlustaði með athygli á
það sem hún hafði að segja.“ Svo
gerðist hún ráðrík og það féll Vad-
im ekki. Nú talast þau við með
aðstoð lögfræðinga en aðallega
stendur deilan um son þeirra,
Christian, sem er nú tuttugu og
eins árs. Um hríð las hann lög en
hætti því svo til þess að leika í
kvikmyndinni Surprise Party sem
faðir hans gerði.
Vadim með fyrrverandi konu sinni
(Stroyberg) í rúminu. Þá segir frá
því er hann var með Bardot ungri
á heimili foreldra hennar sem
grunaði ekkert. En það segir líka
frá alvarlegum hlutum eins og deil-
unum um bömin sem hann hefur
átt með konum sínum. Og svo má
ekki gleyma ævintýrum hans með
smástirnum.
Vadim er fjórkvæntur. Fjórða
kona hans var, eins og fyrr segir,
Catherine Schneider, en það hjóna-
band stóð heldur ekki lengi. Hún
er frænka Giscards D’Estaing, fyrr-
verandi forseta. Vadim og D’Esta-
ing kynntust og stundum kom
frændi konunnar í heimsókn til
þess að fá lánaðan Ferrarisportbíl
kvikmyndaleikstjórans.
Paris og Santa Monica
Þessa dagana er Vadim ýmist í
París eða Santa Monica í Kalifor-
níu þar sem hann gerir sjónvarps-
myndir fyrir HBO-stöðina
bandarísku. Hann hefur eignast
nýja vinkonu sem hann hefur verið
með í þrjú ár og það þykir allgott
þegar Vadim á í hlut. Hún heitir
Ann Bidermann, er þrítug og skrif-
ar kvikmyndahandrit. Hann segir
hana bæði fallega og vel gefna.
„Svo er hún ekki leikkona,“ segir
hann. „Þá er hún heldur ekki Ijós-
hærð. Hún er menntakona og ólík
konunum mínum. Það getur því
verið að við finnum hamingjuna
saman.“
Þýð. ÁSG
Segir sögur af Catherine
Vadim kann ýmsar sögur af
Catherine Deneuve. „I hvert skipti
sem Christian kom að heimsækja
mig á meðan hann var í skóla,“
segir hann, „þá vélritað hún lista
yfir öll fötin sem hann kom með
og vantaði eitthvað þegar hann
kom heim aftur þá varð hún bál-
reið. Á endanum vorum við famir
að skilja ferðatöskuna eftir frammi
í anddyri þegar hann kom en ég fór
út og keypti ný föt.“
Hræöist hann afleiðingar bók-
arinnar?
Þegar hann er spurður að því
hvort hann hræðist afleiðingar
bókarinnar segir Vadim: „Ég strik-
aði eitt og annað út að fengnum
ráðleggingum lögfræðingsins
míns.“ Svo víkur hann aftur talinu
að Deneuve og segir: „Fari hún
hins vegar að ergja mig þá segi ég
bara rneira."
Og það er eins og honum finnist
afar eðlilegt að tala um þetta allt
saman þessum manni sem aldurinn
virðist ekki vinna á. Það er engu
líkara en honum finnist að allir
sem hafi áhuga á lystisemdum
heimsins geti notið þeirra og á
meðal þeirra séu konur, ferðalög
með þotum heimshornanna á milli
og alls konar ævintýri.
Kennir margra grasa
í bókinni (alveg eins og í Dynasty
eða Dallas) kemur til rifrildis þegar
ástkonan (Deneuve) kemur að