Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Síða 11
DV. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986. 55 kjalómar taka lagið á góðri stundu. Milli laga létu menn svo brandarana Qúka og varð ekki annað séð en all- ir skemmtu sér konunglega. Eiginkonur hrekkjalómanna voru í fyrsta skipti með á samkomu hrek- kjalóma þetta kvöld. Þœr voru spurðar hvemig væri að vera gift hrekkjalómi. „Það er ágætt,“ sögðu þær. „Allt í lagi á meðan þeir hrekkja okkur ekki. Þeir þora það nefnilega ekki, því að þá yrði þeim hent út.“ Reynd- ar virtist stutt í prakkaraskapinn hjá þeim sjálfum, þar sem þær sátu og ræddu um hvernig þær gætu hrekkt eiginmennina í næsta fagnaði. Tilhneiging til hrekkja Að sögn hrekkjalóma er mikið sóst eftir því að komast í félagið. Slikt er þó alls ekki fyrir hvern sem er. Ákveðnir eiginleikar, sem ekki eru öllum gefnir, eru nauðsynlegir fyrir hrekkjalóm. Skilyrði fyrir inngöngu í félagið er að menn hafi annað hvort hrekkt eða sýnt af sér tilhneigingu til hrekkja. Dæmi var nefnt af einum sem fékk inngöngu í félagið eftir að hafa hrekkt bílaviðgerðamanninn sinn, sem reyndar er hrekkjalómur sjálfur. Bíleigandinn borgaði viðgerðina, sem hljóðaði upp á nokkur þúsund krónur, í krónupeningum - kom og sótti bílinn og rétti viðgerðamannin- um stóran plastpoka fullan af krónum. Með þessum hrekk ávann bíleigandinn sér aðild að Hrek- kjalómafélaginu. Viðgerðamaðurinn borgaði hins vegar fyrir sig. Hann fór með pening- ana í sparisjóðinn og lét telja þá þar. í ljós kom að það vantaði eina krónu. Bíleigandinn var látinn sam- þykkja víxil fyrir krónunni - og víxillinn síðan felldur á hann. Að heilsa að sjómannasið Eins og fram hefur komið er Árni Johnsen alþingismaður hrekkjalóm- ur. Hann var gerður að félaga eftir að hann heilsaði manni að sjó- mannasið á sýningu í Stýrimanna- skólanum, eins og frægt er orðið. Árni var spurður að því hvernig þingmennska og prakkaraskapur færu saman. „Það fer ágætlega saman,“ sagði hann og bætti við „ég hrekki sam- þingmenn mína ef ég mögulega get, en yfirleitt góðlátlega. Starfsbróðir minn Garðar Sigurðsson hefur reyndar sagt að stærsti hrekkur Hrekkjalómafélagsins hafi verið að senda mig á þing.“ Árni sagði að prakkaraskapur væri einhvern veginn hluti af mannlífinu í Eyjum. „Það er grunnt á galsanum í Eyjabúum. En við vöndum til prakkaraskaparins og viljum reynd- ar kalla þetta hæfilegt kæruleysi." -VAJ „Þetta eru teygjanlegar upphæðir." Sigurður Guðmundsson veislustjóri og Magnús Kjartansson gjaldkeri með gúmmítékka á Gleðibankann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.