Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1986, Qupperneq 19
DV. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986.
63
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Aftur til fortíðar
móðurinnar en segir sjálfur sögu
hennar í fáum orðum. Hann hefur
greinilega haft óhuga á að fá skýr-
ari drætti í þessa sögu fyrir sjálfan
sig, en í kvikmyndum Bergmans
hefur mynd föðurins jafnan verið í
fyrirrúmi. Það er eins og leikstjór-
inn vilji segja: Fylgist með ef þið
viljið, en þetta er fyrst og fremst
mynd sem ég hef gert fyrir sjálfan
mig. í þessu liggur bæði styrkur
myndarinnar og veikleiki: aðdá-
endur leikstjórans eru yfir sig
hrifnir en hinir geta spurt sig hvort
þeim komi þetta nokkurn skapaðan
hlut við.
Fleiri fjölskyldumyndum var
brugðið upp á kvikmyndahátíðinni
í Clermont-Ferrand. Þannig voru
gulnaðar myndir af föðumum uppi-
’ staðan í verðlaunamynd Banda-
ríkjamannsins John Bonanno,
Sacred Hearts. Hann blandar sam-
an gömlum ljósmyndum og við-
tölum við móður sína og reynir
þannig að skapa það samband við
föðurinn sem hann náði aldrei
meðan báðir lifðu. Myndin lýsir
bæði góðum tímum og slæmum hjá
ítalskri innflytjendafjölskyldu eftir
að hún tók sér bólfestu í guðs eigin
landi.
Harmur og hlátur
Tvær myndir frá Englandi voru
á svipuðum nótum. Suri Kris-
hnamma gerði kvikmyndina
Departure á kvikmyndaskólanum
í Bournemouth og segir fró því er
faðir er á leið úr fangelsi út í frel-
sið á ný og fær son sinn í heimsókn.
Á hljóðlátan en næman hátt lýsir
þessi stutta mynd því hvernig son-
urinn er í rauninni á leið út í lífið
en faðirinn kemst hvergi þó nútíma
farartæki muni ef til vill bera hann
til Ástralíu.
Claire Bratwell segir í mynd sinni
Fotographic memories frá harm-
rænu ástarsambandi þjónustu-
stúlku og skrifstofumanns senmma
á öldinni og byggir frásögnina á
nokkrum gömlum myndum sem
hún rakst á ó útimarkaði.
Á kvikmyndahátíðinni í Cler-
mont-Ferrand gengu persónulegar
endurminningar eins og rauður
þráður í gegnum hverja kvikmynd-
ina á fætur annarri og augljóst
virðist að þrá eftir fortíðinni er að
leysa pólitíkina af sem megin við-
fangsefni stuttmynda. Þetta hljóm-
ar ef til vill dálítið dapurlega en í
kvikmyndinni Story Board frá
Spáni er hláturtaugin þó kitluð svo
um munar. Julian Pavon stjómaði
gerð hennar og segir frá ungum
manni sem reynir að festa eigið líf
á filmu og klippa saman á ný og
gefa því þannig nýjan tilgang.
Hann eltir laglega stúlku, kvik-
myndar hana og semur síðan
kvikmynd sem lýsir ástarsambandi
hans og stúlkunnar.
Júgóslavneskir meistarar
Áhugamenn um heimildarmyndir
fengu sitthvað við sitt hæfi á hátíð-
inni í Clermont-Ferrand. Frakkinn
Pierra-Oscar Levy dró fram filmu-
búta úr safni Joris Iven, þar sem
Iven lýsir á unglingsaldri aðferð
við að reisa indíjánatjald. Iven
varð síðar frægur fyrir pólitískar
heimildarkvikmyndir sínar. I stutt-
mynd eftir Nagisa Oshima gefur
leikstjórinn uppskrift að japön-
skum rétti og þykir ýmsum eins og
nærmyndir hans af hráefninu
minni óneitanlega ó óhuga hans á
konum fyrir neðan þind sem glögg-
lega hefur verið undirstrikaður í
seinni verkum Oshima. Og á meðal
heimildarmyndanna voru einnig
myndir eins og eftir Vertov nokk-
urn sem filmaði eiginkonu sína þar
sem hún baðar bam þeirra hjóna á
fyrstu dögum rússnesku byltingar-
innar.
Ef til vill myndu Júgóslavar
vinna heimsmeistaratitilinn í
stuttmyndagerð og fró þeim kom
til Clermont-Ferrand myndin Úti-
Móðir
Ingmars
Bergmans
ogfleirafólk
voru aóal-
persónurnar
í myndunum
á stuttfilmu-
hátíðinni
í Clermont-
Ferrand
þar sem
afturhvarf
til fortíðar
gekk eins og
rauður þráð-
ur í gegnum
fjölda verka
Ingmar Bergman fullyrti að
Fanny og Alexander væri algerlega
sjálfsævisöguleg mynd, hver per-
sóna myndarinnar speglaði ein-
hvern þátt í fari hans sjólfs.
Jafnframt var vitað að stjúpfaðir-
inn strangi var eftirmynd föður
leikstjórans og að konan sem þráir
að fórna sér fyrir aðra var honum
einnig nákomin. Bergman fullyrðir
nú enn einu sinni að hann sé stein-
hættur kvikmyndagerð en langi þó
að gera nokkrar örstuttar myndir,
t.d. um Sauðey þar sem hann býr
nú lengst af. Fjórtán mínútna mynd
um móður hans hefur þegar komið
fyrir sjónir almennings og ber naf-
nið Andlit Karinar (Karins ansikt).
Þessi mynd var aðalnúmerið ó
stuttmyndahátíðinni í Clermont-
Ferrand í Frakklandi, en þar voru
sýndar fimmtíu og tvær stutt-
myndir, hvaðanæva að úr heimin-
um, auk þess sem hátíðin er mikil
sýning franskra kvikmynda í fullri
lengd.
Myndir úr fjölskyldualbúminu
Kvikmynd Bergmans um móður
sína kemur frá innstu hjartans rót-
um og hann notar myndir úr fjöl-
skyldualbúminu til að sýna ásjónu
Unga stúlkan sem fer með aðalhlutverk i Story Board.
Tómlegir árbakkarnir upp með Signu eru svið ástarsögunnar eftir Cla-
ire Bratwell.
Júgóslavneski verkamaðurinn á leið heim í lestinni i Útivinnandi hjón.
Joris Iven hóf feril sinn í heimildamyndunum með stuttmynd um listina
að reisa indíánatjald.
Karin, móðir Ingmars Bergmans.
vinnandi hjón. Þar lýsir Miroslav
Mandic í hnotskurn fjölskyldulífi
margs ungs fólks í dag. Hann er ó
leið heim úr vinnunni og fer úr
lestinni á sömu stöð og hún stígur
upp í hana til að fara í sína vinnu.
Hann flýtir sér heim til bamsins
en hún er að fara i skúringarnar.
Vaktavinna heima og heiman og
allt of stuttur tími til að njóta lífs-
ins hvort með öðru. Nákvæmlega
úrfærður og tilfinningaríkur sós-
íalrealismi sem sýnir að til eru
leikstjórar sem kunna að nýta sér
stuttmyndina sem tjáningarmiðil á
meðan aðrir nota kílómetra af
filmu með engum árangri.
-SKJ
Þýtt og endursagt úr Levende
billeder.