Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Blaðsíða 15
59 DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986. F alskar löggur komust yfir millj ónir Þrír karlmenn, klæddir í samfestinga eins og um- ferðarlögreglan í Svíþjóð notar, stöðvuðu og rændu í síðustu viku flutningabíl í suðurhluta Stokkhólms en flutningabíllinn flutti verðmætan varning frá nokkrum fyrirtækjum og stefndi með varninginn í trygga geymslu. Talið er að ræningjarnir hafi komist yfír marga milljónatugi íslenskra króna. Bíllinn sem um ræðir, gulur sendiferðabíll frá öryggisgæslufyrirtæki, hafði safnað saman nokkrum sekkjum og kössum sem geymdu dýra gripi og peninga þegar svartur eða dökkgrár Sa- ab Turbo ók fram fyrir sendiferðabílinn. Einn farþeganna í Saabinum stakk út hendi og veifaði stöðvunarskilti. Okumað- ur „löggubílsins“ kom svo út og sagði við bílstjóra sendiferðabílsins að hann hefði ekið of hratt. Um leið fleygði hann táragas- sprengju inn í bílinn. Verðirnir tveir voru neyddir til að opna bíl sinn og síðan voru þeir handjárnaðir fastir við hann. Ræningjarnir færðu sekki og kassa yfir í sinn eigin bíl og hurfu svo á ofsaferð suður úr borg- inni. Þegar löggan kom á staðinn þurfti að fara með annan varðanna á sjúkra- hús. - Við vitum enn ekki hvaðan táragasið er en það virðist svipað því sem við notum, sagði lögre- gluforinginn sem hefur með málið að gera. Sá er sagður ekta og með öllu ófalskur. Sendiferðabíllinn frá ör- y ggisþj ónustufyrirtækinu var útbúinn neyðarsendi og lögreglan var komin að sendiferðabílnmum fimm mínútum eftir að ræningjarnir hurfu. Ræningjarnir voru ekki með grímur. Þeir voru óvopnaðir, ef táragas- sprengjan er undanskilin. Hálftíma eftir að þeir hurfu til suðurs fannst brennandi Saab Turbo, svartur, suður í Álta. Ekki er með vissu vitað hve mikill fengur ræn- ingjanna var en þar eð þetta gerðist á föstudegi fyrir hvítasunnu þykii það vitað að milljónatug- irnir hafi verið nokkrir. Ræktunarsambönd & verktakar Útvegum flestar gerðir af notuðum/uppgerðum vinnuvélum. Sérpöntum varahluti í eftirtaldar vélar: • J.C.B. • Hymac • Priestman • M.F. • Perkins o.fl. Örugg þjónusta - leitið upplýsinga. Ágúst Schram, heildverslun Tryggvagötu 17 (Hafnarhúsinu) S. 622850. Kvöld/helgar s. 40947 IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS HEFUR ÞÚ: X Nýlokið námi i menntaskóla eða byrjað i háskóla en ekki enn ákveðið um framhald? X Áhuga á efnafræði? X Áhuga á að kynnast efnisfræði? X Hug á að vinna fjölbreytt og lifandi starf á skemmti- legum vinnustað? Ef svo er, hafðu þá samband við okkur, því hér vant- ar starfsmann á rannsóknarstofu Nýiðnaðarrannsókna Iðntæknistofnunar Islands. Starfið er veitt til eins árs. Umsóknareyðublöðin færðu í afgreiðslu ITÍ að Keldnaholti og umsóknarfresturinn er til 15. júní nk. Hlutverk Iðntæknistofnunar er að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í íslenskum iðnaði með því að veita einstökum greinum hans og iðnfyrirtækjum sérhæfða þjónustu á sviði tækni- og stjórn- unarmála og stuðla að hagkvæmri nýtingu islenskra auðlinda til iðnaðar. Mikið úrval ' i ''' i í f kr. 4.059,- kr. 3.575,- Barnagæsla á 2. hæð Opið \ i laugard. 10-16. Opið til kl. 16 í dag í öllum deildum kr. 1.585,- 1 metri kr. 1.859,- 1.30 m kr. 2.213,- Nýkomnir kastarar Litur: hvítur : ' ' ■ 'T ENNFREMUR VEGG- OG LOFT- BAÐLJÓS Litir: hvítt, brúnt og beige. Kr. 1.628,- m/tengli. Kr. 1.346,- m/rofa Nýjar vörur í öllum deildum Sími 10600 Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð - Húsgagnadeild 2. og 3. hæð - Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð - Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grillið Sérverslanir í JL-portinu Ný sending /af loft-ogi/ veggljósum Jli KORT "Uli Jón Loftsson hf. Hringbraut 121

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.