Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Blaðsíða 6
50 DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986. Vísnaþáttur Vísnaþáttur Vísnaþáttur Vísnaþáttur Dropar þessa dánumanns ... 10. Heilir og sælir, lesendur góðir. Þegar Jón Ólafsson skáld og rit- stjóri gaf út ljóð Páls Ólafssonar bróður síns kvað Páll: Heyjum birgur er ég af illa, því er miður, það hirtist valla hálíþurrkað sem hér var slegið niður. Ljótur var nú líkaminn og lítið á a<5 græða en aftur sálar andstyggðin afbragðs djöflafæða. Um heimilislífið hjá séra Halld- óri mági sínum kvað Páll (en hann dvaldi þar nokkur ár): Heldur þunglyndislega finnst mér Ásgeir P. Hraundal hafa kveð- ið er hann gerði eftirfarandi vísu: Þá var mikill þjóðarkurr, þjóðskáld varð að flóni, þegar Páll var prentaður á pappírinn frá Jóni. Hér er rifíst hvíldarlaust svo hófí engu nemur, vetur, sumar, vor og-haust og verst ef einhver kemur. Er mín gleði ekki nein, öll fer gæfa í parta, því nú er slitin ein og ein æð frá mínu hjarta. Ekki veit ég hvort allir eru sam- mála eftirfarandi vísu Sveinbjarn- ar Beinteinssonar allsherjargoða á Draghálsi en góð er hún: Veldur grandi glæpastrikið, grimmur vandi hefst á ný. Okkar land er selt og svikið, sólgnir fjandar ráða því. Næsta vísa Sveinbjarnar er vafalaust ort á harðinda- og hey- leysisvori. ásjár nokkurrar en Stefán brugðist illa við og Sigurður þá kveðið þessa vísu. Persónulega finnst mér vísan minna talsvert á kveðskap Sigurð- ar og eitt er víst að vísur hans flugu um land allt. Maður nokkur að nafni Guð- mundur var grunaður um kynvillu. Eitt sinn var hann fánaberi fyrir skrúðgöngu góðtemplara og þá var kveðið: Um Ágúst Jónsson smáskamm- talækni á Ljótsstöðum í Vopnafirði kvað Páll: Ágúst fer til andskotans, yfír þessu hlakka má. Dropar þessa djöfuls manns drepa hvern sem smakkar þá. Ágústi barst vísan til eyma og nokkru síðar hitti hann Pál í kaup- staðarferð á Vopnafirði. Vék Ágúst með hægð að þóknuninni sem hann hefði fengið fyrir meðulin. Páll spurði hvað hann hefði út á vísuna að setja og fór með hana þannig: Ágúst fer til englaranns, yfír þessu fagna má. Dropar þessa dánumanns duga þeim sem bragða þá. Heyfeng sínum eitthvert haustið lýsir Páll á þessa leið: Um Gísla Wíum kvað Páll: Frá honum heimskan flýgur mörg, fleiri en spörð í kvíum. Illa fór að Ingihjörg átti hann Gísla Wíum. Til Bjarna bónda á Kollaleiru kvað Páll þessa lítt fögru vísu: Gakk þú, Bjarni, lagða leið lífs og dauður góðs á mis. Andskotinn þér skelli á skeið og skili þér til helvítis. Þegar Jón rauði drukknaði orti Páll: Jakob Aþanasíusson átti heima í Tungumúla á Barðaströnd. Þá bjó í Haga á Barðaströnd Jón Guð- mundsson en um konu hans, Valgerði, kvað Jakob: Henni lag er ekkert á, öll til baga snúin, alla daga geltir grá guðlaus Haga frúin. Magnús Vigfússon kvað eftir- farandi náttúrulífs- og náttúrulýs- ingar: Upp við vorsins væra hljóm vakna blóm á túnum, fuglar sínum sæta róm syngja á fjalla brúnum. Rauði Jón I saltan sjó sagður er nú dottinn. Þarna fékk þó fjarídinn nóg I fyrsta sinn I pottinn. Blómin anga, brosir hlíð, blær um vanga strýkur sólin dranga signir blíð, sær um tanga rýkur. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnan/ands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt i gangi á markaöstorginu. en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þúhringir...27022 Við birtum... Þaö berárangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga. 18.00—22.00 Frjálst,óháö dagblaö ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Mikið gat ég aflað ei, eign ég glata minni, nú á latur lítið hey, löngum sat ég inni. Gvendur undan Gútta-her gekk og bar sinn klafa af því hann á eftir sér enginn vildi hafa. Næstu þrjár vísur eru einnig eft- ir Sveinbjörn: Gekk ég þar um grænan völl, góður var sá fundur. Nú er farin ástin öll, eins og barinn hundur. Ekki veit ég hver orti næstu vísu en hún mun vera frá þeim tímum er breska hernámsliðið var hér: Áður var ég engum háð, æskurjóð og fögur, en nú er ég orðin Breta bráð, barnshafandi og mögur. Er í hverfullt syndasukkið sóttur skerfur táls, þar senn erfí út er drukkið alls þess gerviprjáls. Ærið grett með illsku-raus út eru sett til breka full af prettum prýðislaus, Páll og slettireka. Hildur Benediktsdóttir í Mý- vatnssveit skrifaði mér og segir að vísan: Það er dauði og djöfuls nauð að dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð þá aðra brauðið vantar. sé eftir Davíð Jónsson (Nála- Davíð) og vitnar máli sínu til stuðnings í grein í 5. tölublaði Heima er best 1963 eftir Sigurð Björnsson á Kvískerjum og er vís- an þar talin ort 1804. Þær upplýsingar, sem ég hafði, eru „Vísnatíningur eftir Jón Thor- oddsen, Landsbókasafn (2093, 8vo). Þar er hún sögð eftir Ólaf Briem á Grund, en í „Eg skal kveða við þig vel“, Landsbókasafninu, eftir upp- haflegu handriti Brynjólfs stúdents Bogasonar í Flatey, er vísan sögð eftir Sigurð Breiðfjörð og ort um Stefán Eiríksson, bróður Sigurðar. Hafði Sigurður beðið bróður sinn Sá orðrómur gekk á hernámsár- unum að hermennirnir renndu ekki bara hýru auga til kvenna heldur lifðu þeir líka ástalífi með kúnum ef þeir sæju sér færi. Um þetta kvað Þorsteinn Jónsson frá Gil- haga: Stórum hafa stofninn bætt strákar af bresku kyni, kálfar og börn af aðalsætt eru hálfsystkini. Eftir hverja fýluferð fötin þarf að viðra, hún er alveg undraverð Englaveiðin syðra. Eftir að búið var að stofna lýð- veldi 1944 og Kaninn tekinn við af Bretum kvað Jónas Jóhannsson bóndi í Öxney: íslands meyjar eignast jóð undan svörtum Könum. Síðan við urðum sjálfstæð þjóð sinna þær ekki Dönum. Jónas Jónasson frá Torfumýri kvað þessa góðu hringhendu: Sólin þaggar þoku grát, þerrar saggans úða, fjólan vaggar kolli kát, klædd úr daggar skrúða. Verið þið sæl að sinni. Stefán Jó- hannesson, Kleifum. Tónlistarkennari - organisti Tónlistaraskóla Ólafsvíkur og Ólafsvíkurkirkju vantar tónlistarkennara og organista til starfa á komandi vetri, æskilegt er aö umsækjandi geti kennt á fleira en eitt hljóðfæri. Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofu Ólafsvíkur í síma 93-6153. Bæjarstjóri. Mjólkurframleiðendur • Nýir og uppgerðir mjólkurtankar í öllum stærðum. • Mjaltavélakerfi • Rafdrifnir/handsnúnir smjörstrokkar • Rafdrifnar/handsnúnar skilvindur • Örugg þjónusta, leitið upplýsinga Ágúst Schram, heildverslun Tryggvagötu 17 (Hafnarhúsinu) S. 622850. Kvöld/helgar s. 40947

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.