Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986.
55
Súluungar, allstálpaðir en ófleygir. Þeir verða yrjóttir þegar þeir fella
hvita ungadúninn.
Brandugglan - sem heyrir fugla best.
tjaldinu, reistu ofan á álsúlum
upp með kletti - og þarna var fjöl-
skyldan að gæða sér á rjúpu.
Ungarnir voru blóðugir um gogg-
inn. Fálkinn hefur það þannig að
karlfuglinn veiðir en það er kven-
fuglinn sem matar ungana.
Karlfuglinn kemur ekki í hreiðr-
ið, hann leggur bráðina frá sér
álengdar. Og þannig var það í
þetta skipti. Karlfuglinn kom með
nýja rjúpu, gaf frá sér kallmerki
og kvenfuglinn og ungarnir litu
upp. Ég smellti af.“
Það er rétt að taka það fram að
hafórn, fálka, haftyrðil og snæ-
uglu er bannað að mynda hér á
landi án sérstaks leyfis ffá
menntamálaráðuneytinu. Og
Hjálmar R. Bárðarson hefur haft
slíkt leyfi til að mynda í bók sína.
Fuglar Islands er ekki bara ljós-
myndabók. Hún skiptist í íjórtán
meginkafla og er tileinkuð dr.
Finni heitnum Guðmundssyni
fuglafræðingi. í upphafi stóð til
að þeir ffændur, Hjálmar og
Finnur, ynnu saman að bókinni
- og höfðu hafið vissan undir-
búning þegar Finnur veiktist. En
hann hvatti Hjálmar til verksins
og veitti honum frjálsan aðgang
að sínum rituðu heimildum um
fugla. Þannig hefur Hjálmar
stuðst við texta dr. Finns - og
tileinkar honum verkið.
I bókinni eru um 500 ljósmynd-
ir, teikningar og kort, þar af 392
litmyndir. Auk megintexta eru
myndirnar og viðamikill mynda-
texti, sem þeim fylgir. mjög
fræðandi fyrir alla þá sem áhuga
hafa á að kynnast íslenskum fugl-
um. atferli þeirra og umhveríí.
Bókin er komin út á ensku. auk
íslensku - og er væntanleg á
dönsku, þvsku og frönsku.
-GG