Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Side 10
54 DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986. Skógarþröstur - færir ungum sínum ánamaðk i hreiðrið. Maríuerla. Hún er farfugl. í lok ágúst og fram í miðjan september fer hún áleiðis til vetrarstöðvanna sem eru einkanlega á strönd Vestur- Afríku. Fuglaskoðun í fimmtán ár - Þú hlýtur að vera ákaflega þolinmóður maður, Hjálmar? „Nei. Tíminn líður hratt við þessa iðju. Maður hefur nóg að starfa, þótt maður haldi kyrru fyrir. Það gerist svo margt í náttúrunni. Stundum má maður jafnvel ekki vera að því að narta í nestið sem maður hefur með sér.“ Þolinmæði? - Hjálmar hlýtur að vera þolinmóður, það eru allir sannir atvinnumenn sem fylgjast með náttúrunni - og bíða færis að ná góðri mynd. Það tók Hjálm- ar tíu ár að ná góðri mynd af keldusvíni. „Keldusvínið er líka orðið svo sjaldgæft. Það er ekki víst að það verpi hér lengur. Það flýgur ógjarna, þannig að maður sér það ekki á lofti. Það smýgur í skurð- nm og holum. Þjóðtrúin segir að það hafi músareðli, hverfi ofan í jörðina. Framræsla mýra og mýrlendis hefur sjálfsagt fækkað keldusvín- inu. Og svo minkurinn. Minkur- inn smýgur eins og keldusvín og er felugjam. Þegar keldusvínið felur sig í gjótu og telur sig ör- uggt, þá er minkurinn ekki seinn að grípa það.“ - Áttu þér uppáhaldsfugl? „Það held ég ekki. En ég held Hjálmar R. Bárðarson hefurvariðein- um fimmtán árum í Ijósmyndun og aðra vinnu vegna undir- búnings og útgáfu bókar sinnar, „Fuglar íslands". Hann hefur Ijósmyndað farfugla og staðfugla og flækinga, setið tímunum saman í tjaldi sínu, sér- hönnuðu og smíðuðu til Ijósmyndunar, og beðið færis að mynda einn fugl. „Stundum sat ég í tjaldinu frá því klukk- an um fjögur að morgni og fram á kvöld." upp á keldusvínið - vissulega.“ og þá sem gáfu á sér færi. Fimmt- „Ég hef auðvitað tekið eftir Og raunar greinilegt að Hjálmari án ár við fuglaljósmyndun - ertu ýmsu í fari fugla, skárra væri það þykir vænt um alla fugla - jafnt ekki orðinn fuglafræðingur fyrir - meðal annars því, að einstakl- þá sem erfitt var að festa á filmu löngu? ingar innan tegundar geta verið Hjálmar R. Bárðarson. - „Fuglar eru misjafnlega greindir og misjafnlega skapi farnir...“ Fálkahreiður. Ungarnir og móðir þeirn mjög ólíkir. Maður getur t.d. ver- ið óheppinn með fugl eða fuglapar til að mynda. Ég man eftir him- brimapari sem gekk erfiðlega með - en svo hitti ég á annað par sem gaf á sér færi, var sýnilega geð- betra eða spakara. Fuglar eru greinilega misgreindir líka.“ Hjálmar kom sér jafiian fyrir skammt undan varpstöðum eða þeim stöðum þar sem fuglinn var. Setti upp ljósmyndunartjaldið, ferkantað tjald standandi á ál- uppistöðum og stagað fast. Síðan færði hann tjaldið nær eftir því sem fiiglinn vandist tjaldinu. „Branduglan, sem heyrir mjög vel, hún flaug upp þegar fyrst heyrðist smellur frá myndavél- inni. Næst lyfti hún höfði og skimaði. í þriðja sinn truflaði smellurinn hana lítið - og eftir það virtist hún ekki taka eftir hljóði frá myndavélinni. Hún var búin að gera sér grein fyrir að henni stafaði ekki hætta af þessu hljóði.“ Á forsíðu fuglabókar Hjálmars R. Bárðarsonar er mynd af fálka og þremur fálkaungum í hreiðri. Hvemig fer maður að því að ná svona mynd? „Ég var búinn að vera lengi í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.