Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Blaðsíða 20
V andalar í miðbænum Verslunareigend- ur og aðrir í miðbæ Reykja- víkur eru víst orðnir langþreyttir á þeim vandalisma sem löngum hefur þar viðgengist: stórar og smáar glugga- rúður eru iðulega og hvað eftir annað mask- aðar mélinu smærra - einhverjum til skemmt- unar. Heyrst hefur að útilokað sé fyrir búðar- eiganda á þessum slóð- um að fá glertryggingu - og sérstök viðlagasveit, sem lögreglan hefur samband við, þarf jafnan að vera í viðbragðsstöðu til að geta hlaupið til þegar einhver ölóður el- legar bara bandóður fer að bryðja gler. Maðurinn á myndinni settist í gluggann á Reykjavíkurapóteki, bað hund sinn að sitja kyrran og sló á þráðinn. Reyndar er maðurinn glerísetningarmaður eða glermeistari, og hundur hans eflaust sérþjálfaður glerhundur. Gler er steinefni - og hefur verið unnið til ýmiss konar brúks í langan tíma. Glerperlur, sem Egyptar skreyttu sig með og fundist hafa í rústum í Egyptalandi, eru frá því 2500 árum fyrir Krist. Og trúlega er enn lengra frá því maðurinn fór að skreyta sig með gleri og reyna að gera sér muni úr þessu efni. En almenni- leg glerslípunar- og glerblásturskúnst spratt ekki upp fyrr en seinna, en þróaðist með ýmsu móti eftir heimnshlut- um. Það er þannig fróðlegt að bera saman glermuni sem arabar hafa gert og svo Ev- rópubúar, Þjóðverjar eða ítalir. Stíllinn vitnar um upprunann, sögu og viðhorf. Enda er maður- inn aðeins stíll; eða svo segja Fransmenn. Og þeir ættu að vita það - stílistar á flestum svið- um. Annars byrjuðu menn í Mynd: Gunnar V. Andrésson Englandi að búa til gluggarúður á síðmið- öldum. Þessar rúður voru aðeins notaðar í kirkjuglugga. Það er ekki fyrr en kemur fram á sextándu og sautjándu öld að glergerð fer að þróast í Englandi - og streyma þá til Englend- inga áhrif frá Þýska- landi og Ítalíu. A þessum tíma fengust glergerðar- menn helst við að forma drykkjarglös og skraut- muni úr gleri og beittu í aðalatriðum aðferðum sem glergerðarmenn beita enn þann dag í dag. Nútíma glergerð - og þá er átt við rúður eins og þær sem reykvískir óspektarmenn skemmta sér við að sprengja um nætur - hófst ekki fyrr en upp úr miðri síðustu öld og er enn að þróast. Glugginn á Reykjavík- urapóteki, sem Gunnar Andrésson ljósmyndari myndaði, hefur víst nokkrum sinnum verið kíttaður gleri. En trú- lega hafa rúðurnar í efri hluta gluggans fengið að vera lengur í friði en stóra útstillingarrúðan. Það sést oft á gleri í gluggum verslana og íbúðarhúsa í Reykjavík hvort rúðan hefur fengið að vera á sínum stað eða hvort menn hafa skipt um gler. Gamalt rúðu- gler er ójafnt og ljós- brotið ögn skakkt og hægt að skoða hluti í spéspegli gegnum þessar gömlu rúður. Það er eins og dregist hafi til í þeim og að glerið sé misþykkt. Fengi þannig rúða að vera í rammanum í 2500 ár þá myndi hún smám saman síga öll niður í karniinn og breytast í glerhaug. En í seinni tíð hafa menn betrumbætt gleriðnaðinn. Nú eru gluggarúður rennislétt- ar og jafnar og hertar þannig að ekki dregst til í þeim. Sérfræðingurinn á myndinni er eflaust að velta þessu öllu fyrir sér. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.