Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Blaðsíða 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986.
Frjálst.óháÖ dagbiað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Gleðibanki og spár
Landsmenn muna vafalaust eftir því, að veðbanka-
menn í Bretlandi spáðu því, að Gleðibankinn yrði
neðarlega, svona í 11.-13. sæti í Eurovision-söngva-
keppninni á dögunum. Þetta kom flatt upp á flesta
Islendinga, sem líklega héldu, að þetta lag yrði hátt
skrifað 1 keppninni. Veðbankamenn vissu, hvað þeir
sungu. Gleðibankinn lenti í 16. sæti. í veðbönkunum
höfðu fjölmargir lagt fé undir að spá rétt um úrslit í
söngvakeppninni, veðjað á vinningslagið. Þessir menn
komust að meðaltali, yfir línuna, nálægt hinu rétta.
DV hefur nú farið yfír spár um 1500 þátttakenda í kosn-
ingagetraun sinni og reiknað, hverju þessi fjöldi spáir
að meðaltali um úrslit væntanlegra borgarstjórnarkosn-
inga. Niðurstöður þess hafa verið birtar í blaðinu.
Vinningar eru glæsilegir og eftirsóttir. Þessi hópur fólks
á mikið undir því að spá rétt. Að því leyti er margt líkt
með þessu og veðbönkunum í Bretlandi.
DV hefur gert vandaða skoðanakönnun um afstöðu
fólks í borgarstjórnarkosningunum, með 1200 manna
úrtaki. Þar reyndust margir óákveðnir. Könnunin er
tvímælalaust marktæk, en sitthvað getur breytzt í af-
stöðu fólks síðustu vikuna fyrir kosningar. Þegar menn
hugsa til kosninganna á morgun, skyldu þeir líta á nið-
urstöður skoðanakönnunarinnar og niðurstöður
skoðunarinnar á svörum fólks í getrauninni. Hvernig
er þá staðan i Reykjavík samkvæmt þessu?
Meðaltalið í getrauninni var, að Sjálfstæðisflokkur-
inn fengi 8 borgarfulltrúa, Alþýðubandalagið 3, Al-
þýðuflokkur 2, Framsókn 1 og Kvennalistinn 1 en
Flokkur mannsins engan. En vel að merkja munaði
litlu, að Sjálfstæðisflokkurinn væri með 9 borgarfull-
trúa en Alþýðuflokkurinn aðeins 1 samkvæmt þessari
getraunarspá. Baráttan stendur samkvæmt spánni milli
9. manns Sjálfstæðisflokks og 2. manns Alþýðuflokks.
Þessi 1500 manna hópur spáir því að meðaltali, að Sjálf-
stæðisflokkurinn haldi meirihluta sínum í borgarstjórn,
en spurningn sé, hvort hann fái 8 menn eða 9.
Lesa má út úr skoðanakönnun DV, að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé líklegur til að halda meirihluta í borginni.
Ef borgarfulltrúum er skipt milli lista í hlutföllum
við fylgið í könnuninni, fengi Sjálfstæðisflokkurinn 10,
Alþýðubandalagið 3 og Alþýðuflokkur og Kvennalist-
inn sinn fulltrúann hvor. En könnunin segir okkur
einnig, hvar baráttan stendur. Efsti maður á lista Fram-
sóknarflokksins er nálægt því að komast inn, og það
gildir einnig, að annar maður á lista Alþýðuflokksins
er ekki langt frá því að ná kjöri. Annar maður á Kvenna-
listanum er einnig nálægt kjöri.
En mikið þyrfti til að koma, til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn færi niður úr svo sem 8-9 borgarfulltrúum
samkvæmt þessari skoðanakönnun.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins var samkvæmt þessari
könnun um 58 af hundraði af þeim, sem afstöðu tóku.
Fylgi flokksins var 52,5 af hundraði í síðustu borgar-
stjórnarkosningum. Þó ber að athuga, að líklegt er, að
ýmsir hafi verið óákveðnir, vegna þess að þeir gátu
ekki gert upp við sig, hvern af minnihlutaflokkunum
þeir skyldu kjósa. Minnihlutaflokkar hafa tilhneigingu
til að virðast líkir, þegar þeir skamma meirihlutann í
kór. Búast má við, að Sjálfstæðisflokkurinn fái minna
fylgi en skoðanakönnunin gefur til kynna.
Haukur Helgason.
Sovétstjórnin sendi „hinum kæra félaga Ghaddafi" orðsendingu.
Hryðjuverk
Hvað ætli margir íslendingar séu
sammála þvi að þeir sem fremja
hryðjuverk hafi rétt til þess? Það
væri gaman að frétta af skoðana-
könnun um það efni. Ég get varla
ímyndað mér að það séu margir ís-
lendingar sem mæla með því að
alsaklaust fólk sé malað niður með
vélbyssum á flugvöllum eða komið
fyrir kattamef með sprengjum. Er
hugsanlegt að nokkur mæli bót
morðumjijsraelskum íþróttamönn-
um á Ólýmpíuleikunum í Miinchen?
Eða sprengingum í samkunduhúsum
gyðinga á nokkrum stöðum í Ev-
rópu? Eða hertöku skipsins Achille
Lauro?
Ef við erum sammála um að þess-
um hryðjuverkum sé ekki bót
mælandi hljótum við að leiða hug-
ann að því hvemig á að koma í veg
fyrir þau.
Skærustríð
En þá vandast málið.
Hryðjuverk þessi em í raun styrj-
öld andstæðinga ísraelsríkis á
hendur Israel og stuðmngsríkjum
þess. Árásaraðilinn velur vígvöll að
eigin vild og bardagaaðferð. Þetta
er skæmhemaður. Ekki sér fyrir
endann á honum fyrr en hatursríki
fsraels í hópi araba fallast á tilvem-
rétt þess ríkis. En þar stendur
hnífurinn í kúnni.
Sýrlendingur, sem ég hitti að máli
fyrir mörgum árum, lét þess getið
að Sýrlendingar myndu ekki unna
sér hvíldar fyrr en síðasti fsraels-
gyðingurinn héngi í snömnni. Sú
afstaða er ekki beint friðsamleg.
Palestínumenn
Palestínuarabar bjuggu í fríði í
landi sínu um 20 aldir. I þeirra aug-
um em ísraelsmenn innrásarlið, sem
hemam land þeirra. I hartnær fjóra
áratugi hafa þeir þreyð þorrann í
flóttamannabúðum. Nágrannaríkin
hafa neitað þeim um borgararétt.
Ef þau gerðu það hyrfi ástæðan fyr-
ir þeirri kröfu að ísrael yrði afináð.
En Palestínumenn eiga rétt til
Arnór
Hannibalsson
dósent i heimspeki
við Háskóla íslands
sjálfsvirðingar eins og aðrir menn.
Einungis einn leiðtogi nágranna-
ríkis fsraels hefúr rétt fram hönd til
sátta: Anvar Sadat. En það dugir
skammt.
Sýrland er í nánum tengslum við
Sovétríkin og fær þaðan vopn; Sov-
étríkin viðurkenna ekki fsrael.
Sovétríkin láta þann áróður dynja
yfir heimsbyggðina (þótt lítt hafi
honum verið útvarpað hér) að þau
eigi við að 'etja samsæri auðvalds
og síonista undir forystu Banda-
ríkjaforseta. (Því em gyðingar í
Sovétríkjunum, einkum ef þeir hafa
samúð með ísrael, taldir flugumenn
erlendis óvinaveldis.) Meðan Sovét-
ríkin viðurkenna ekki ísrael og
styðja með ráðum og dáð alla óvini
þess, er lítil von fríðar fyrir Miðjarð-
arhafsbotnum. Og það em fleiri
óvinir ísraels en Sýrland sem fá vopn
og pólitískan og siðferðilegan stuðn-
ing frá Sovétríkjunum. Meðal þeirra
er Líbýa.
Líbýumenn muna þá tíð er Ítalía
taldi landið nýlendu sína (frá 1912).
Þeir muna einnig eftir baráttu Þjóð-
verja og Bandamanna um olíuna í
seinni heimsstyrjökl og eftir or-
ustunni við Tobruk. Þeim finnst þeir
eigi Vesturveldunum engar þakkir
að gjalda. Innanríkis- og utanríki-
spólitík þessa ríkis (eða annarra)
skýrist ekki með geðferi leiðtogans.
En framhjá því verður ekki horft að
hann fjármagnar hryðjuverk víða
uni Vestur-Evrópu. Það hlálega er
að vestræn olíufélög starfa í olíuiðn-
aði Líbýu. Líbýa leggur hluta af
olíugróðanum í evrópsk fyrirtæki.
Ríkisbanki Líbýu á t.d. 15% af hlut-
afé Fíat-verksmiðjanna.
Á ísrael að lifa?
Hvað ætli margir íslendingar sam-
þykki þá skoðun að Ísraelsríki skuli
eytt? (Fróðlegt væri að sjá skoðana-
könnun um það.) Enn hef ég engan
íslending fyrirhitt sem ljær þeirri
skoðun lið. En ef ísraelsríki á að
vera þar sem það er um alla framtíð,
þá er einungis ein leið til fríðar fyrir
Miðjarðarhafsbotnum: að arabarík-
in sætti sig við tilvist ísraels. Og
meðan Sovétríkin viðúrkenna ekki
ísrael, verður að gera andstæðingum
ísraels það ljóst að hagsmunum
þeirra er illa þjónað með óyfirlýstu
skærustríði á hendur ríkjum Vest-
ur-Evrópu. Þetta hefur ekki tekist á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna og
sýnir vanmátt þeirra. Meðan mál svo
standa verður ekki séð fyrir endann
á hörmungum Líbanonsmanna og
lítil von er til að Palestínumenn finni
land þar sem þeir geti búið í friði,
t.d. hluta af hinu foma heimalandi
þeirra á vesturbakka Jórdan-ár.
Hvaða aðferð dugir þá til að
skakka leikinn og koma á friði í
löndunum fyrir botni Miðjarðar-
hafs? Þá spumingu ættu þeir að
íhuga sem finna til samúðar með
hryðjuverkamiðstöðinni Líbýu.
En þess má að lokum geta að þann
15. apríl sl. sendi Sovétstjórnin „hin-
um kæra félaga Ghaddafi" orðsend-
ingu, þar sem segir að hún hafi
„þann fasta ásetning að standa við
skuldbindingar um að efla enn frek-
ar varnarmátt Líbýu“. Hvað skyldi
sá „fasti ásetningur" kosta Ghaddafi!
margar olíutunnur og marga Ev-
rópumenn lífið, ef ekkert er að gert?
Amór Hannibalsson
„Hryðjuverk þessi eru í raun styrjöld and-
stæðinga Ísraelsríkis á hendur Israel og
stuðningsríkja þess.“