Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986.
róttir
Iþróttir
Iþrottir
Iþróttir
Iþróttir
Boston vann aftur
- Boston hefur forystu, 2-0, eftir 117-95 sigur gegn Houston
í nótt
Körfuboltasnillingurinn Larry Bird
fór á kostum í nótt þegar Boston
Celtics vann annan leikinn í úrslita-
keppninni um heimsmeistaratitil
félagsliða í körfuknattleik gegn Hous-
ton Rockets. Leikið var á heimavelli
Boston, í Boston Garden, og urðu loka-
tölur þær að Boston skoraði 117 stig
en Houston 95.
Larry Bird, sem fyrir skömmu var
valinn besti leikmaðurinn í
NBA-deildinni, sýndi snilldartakta í
nótt. Bird skoraði 31 stig, náði átta
fráköstum og stal knettinum fjórum
sinnum. Auk þessa gaf hann sjö send-
ingar á félaga sína sem gáfu körfur.
Bird var yfirburðamaður á vellinum
en auk hans átti Kevin McHale stór-
leik hjá Boston en hann skoraði 25
stig. Dennis Johnson skoraði 18 stig.
„Leikurinn gegn írum og þá sérstak-
lega fyrri hálfleikurinn var mun betri
en þessi leikur," sagði atvinnumaður-
inn Lárus Guðmundsson i spjalli við
DV eftir leikinn gegn Tékkum á Laug-
ardalsvelli í gærkvöldi.
„Það vantaði meiri hreyfingu í leik
íslenska liðsins og tengingu á milli
vamar og sóknar. Það sáust einstaka
sprettir en of fáir. Aðstæður vom erf-
iðar og það kann að hafa haft sitt að
segja. Annars sýnist mér þetta allt
vera jákvætt og ég er bjartsýnn á
framtíðina," sagði Lárus Guðmunds-
son.
Atli Eðvaldsson
„Þessir tveir leikir, gegn Irum og
Tékkum, hafa verið þokkalegir að
mínu mati. Það vantar að vera kald-
Sampson saumaður saman
Það gekk mikið á í Boston Garden
og rúmlega tuttugu þúsund áhorfend-
ur skemmtu sér konunglega. Nokkur
harka var í leiknum og í annarri lotu
leiksins þurfti stærsti maður vallarins,
Ralph Sampson (2,25 metrar), að yfir-
gefa völlinn eftir að hafa fengið
slæman skurð undir auga. Saumuð
vom fimm spor í kappann og hann
kom aftur inn á eftir fimm mínútur.
Sigur Boston var aldrei í hættu í
nótt. I leikhléi munaði tíu stigum en
fyrir síðustu lotuna (leikið er í 4x12
mínútur) hafði Boston 25 stiga for-
skot. Hinir ungu og reynslulitlu
leikmenn Houston Rockets gerðu mik-
ari við að skora og ef tekst að skora
mörk þá getur gengið vel. Ég er bjart-
sýnn á framhaldið undir stjóm Sig-
frieds Held og þetta lítur vel út,“ sagði
Atli Eðvaldsson.
Ómar Torfason
„Síðari hálfleikurinn var betri hjá
okkur og þá var nokkur stígandi í leik
okkar. Þrátt fyrir þetta tap er ég alls
ekki svartsýnn á framhaldið. Við erum
að breyta um leikaðferð og þetta er
ekki þetta enska leikskipulag sem ver-
ið hefur einkenni landsliðsins að
undanfömu. Við fengum marktæki-
færi í þessum leik og hefðum mátt
nýta þau betur. Þá var annað mark
Tékkanna nokkuð ódýrt og við vorum
óheppnir að fá það á okkur,“ sagði
Ómar Torfason.
ið af mistökum og hittu ekki í körfuna
úr upplögðum færum. Akeem Olajuw-
on skoraði mest fyrir Houston eða 21
stig en Ralph Sampson skoraði 18 stig.
Næstu þrír leikir i Houston
Fyrsta leik liðanna lauk sem kunn-
ugt er með ömggum sigri Boston,
112-100, en þá var einnig leikið í Bost-
on Garden. Næstu þrír leikir fara fram
á heimavelli Houston í Texas en það
lið sigrar sem fyrr vinnur fjóra leiki.
Allt bendir til þess að Boston verði
fyrirhafnarlítið meistari í 16. skipti í
sögu félagsins. Að vísu verða leikimir
á útivelli liðinu erfiðir en leikreynsla
leikmanna liðsins og snilli á örugglega
eftir að tryggja þeim titilinn. Næsti
leikur liðanna fer fram á sunnudaginn.
-SK
Sigurður Jónsson
„Mér fannst strákarnir eyða of mikl-
um tíma í að dútla með boltann á
okkar vallarhelmingi. Þeir spiluðu of
mikið saman í stað þess að koma bolt-
anum fram. Þannig skorum við mörk
en ekki með dútli á okkar eigin vallar-
helmingi. Það er verið að breyta
leikskipan landsliðsins og verið að
reyna að leika 3-5-2. Ef þessi aðferð
á að heppnast verður að æfa hana
mjög vel." sagði Sigurður Jónsson og
bætti því við að hann kynni vel við
fótbolta eins og leikinn væri á Eng-
landi. Hann gat ekki leikið með í gær
vegna meiðsla og var hálfslæmur fyrir
leikinn gegn írum og var því ekki í
sem bestu formi.
-SK.
„Vantaði meiri hreyfingu“
- sagði Lárus Guðmundsson
'ott í þessu
liði landsliðsins, eftir 1-2 tapið gegn Tékkum
á Laugardalsvelli. Ragnar og félag-
Gauti.
eftir fyrirgjöf. íslendingar gáfust ekki
upp við mótlætið og Sigurður Grétars-
son komst einn inn fyrir á 15. mínútu
eftir góða sendingu frá Ómari Torfa-
syni. Sigurður var þó í erfiðri aðstöðu
við endalínu er hann skaut að tékk-
neska markinu og knötturinn fór
skammt fram hjá.
Aðeins mínútu síðar skoruðu Tékk-
amir aftur og eftir þetta mai’k dofnaði
um tíma yfir leik íslenska liðsins. Einn
Tékkinn skaut langskoti utan víta-
teigs og knötturinn fór af íslenskum
varnarmanni og í netið án þess að
Friðrik Friðriksson kæmi vömum við.
Varamaðurinn skoraði
Sigfried Held landsliðsþjálfari tók
nú það til bragðs að skipta nokkrum
leikmönnum inn á og einn þeirra vai'
Guðmundur Steinsson. Hann hafði
ekki leikið lengi er hann minnkaði
muninn í 1-2 með fallegu marki. Sig-
urður Grétarsson gaf fyrir markið
nokkuð langa sendingu sem hafnaði
hjá Amóri Guðjohnsen í utanverðum
vítateignum hinum megin. Hann gaf
aftur fyrir markið hnitmiðaða send-
ingu á Guðmund Steinsson sem skall-
aði knöttinn laglega í netið. Nær
komust strákamir ekki og Tékkar
voru nær því að skora fleiri mörk en
við að jafna.
Betur má ef duga skal
Þrátt fyrir þetta tap sáust skemmti-
legir samleikskaflar til íslenska liðsins
en þvi miður of lítið af slíku. Liðið lék
allt of aftarlega á vellinum og það
verður að bæta og verður örugglega
bætt. Þeir Ágúst Már Jónsson, Sigurð-
ur Grétarsson og Ómar Torfason voru
einna frískastir í íslenska liðinu og
einnig var Friðrik Friðriksson ömgg-
ur í markinu þrátt fyrir að hann hefði
mátt vera sneggri til í síðara marki
Tékkanna.
íslenska liðið, sem lék í gærkvöldi,
Mjög einkennilegt atvik átti sér stað
í landsleik íslendinga og Tékka í gær-
kvöldi. Knötturinn var þá á leið út fyrir
endamörk á vallarhelmingi Tékka og
allir bjuggust við markspymu frá
marki Tékka. En skömmu áður en
knötturinn fór út af spyrnti einn varn-
var þannig skipað: Friðrik Friðriks-
son, Gunnar Gíslason, Loftiu Ólafsson
(Guðni Bergsson), Ágúst Már Jónsson.
Pétur Ormslev(Guðmundur Steins-
son), Arnór Guðjohnsen, Guðmundm'
Þorbjömsson(Ólafur Þórðarson).
Ragnar Margeii-sson, Pétur Pétursson
fyrirliði, Ómar Torfason og Sigurðm'
Grétarsson.
Englendingurinn Worron dæmdi
leikinn en línuverðir vom þeir Eyjólf-
ur Ólafsson og Kjartan Ólafsson.
Áhorfendur sem greiddu aðgangseyri
vom 1441. _SK.
armanna Tékka sem var að hita upp
við endalínuna knettinum til mark-
varðarins tékkneska og hann sparkaði
síðan knettinum frá marki eins og
ekkert hefði í skorist enda dæmdi dóm-
arinn ekki markspymu.
-SK
• Joao Havelange áfram forseti
FIFA
Havelange
áfram for-
seti FIFA
„Ég get fullvissað ykkur um að við
munum leggja sérstaka áherslu á að
útrýma óeirðum og ólátum á knatt-
spymuleikjum og fylgjast sérstaklega
vel með öryggismálum," sagði Brasil-
íumaðurinn Joao Havelange i ræðu á
þingi FIFA, alþjóða knattspyrnusam-
bandsins, en á þinginu var Havelange
endurkosinn forseti sambandsins til
næstu fjögurra ára.
Hann hefur verið forseti FIFA síðan
1974 og verið umdeildur eins og vera
ber en flestir em þó á þeirri skoðun
að hami hafi unnið knattspyrnunni
mikið gagn. Havelange er sjötugur að
aldri. -SK
Tólfti Tékkinn
skarst í leikinn
• Seve Ballesteros.
Ballesteros
enn sá besti
Spánverjinn, Severiano Ballesteros,
heldur cnn efsta sætinu á lista vfir
bestu kylfmga heims. Staðan á toppn-
um hefur litið breyst undanfarið en
bilið minnkar þó stöðugt á milli þeirra
Ballesteros og Bernhards Langer í
tveimur efstu sætunum og þeirra kylf-
inga sem næstir koma. ^
Tíu efstu mcnn em:
1. Seve Ballesteros, Spáni.994 stig
2. Barnhard Langer, V-Þvskal.983 -
3. Greg Norman, Ástralíu.....833 -
4. Sandy Lylc, Bretlandi.....720 -
5. Tom Watson, USA...........674 -
6. Mai'k ÓMeara, USA .......673 -
7. Tommv Nakajima, Japan.....639 -
8. Calvin Peete, USA..633-
9. Curtis Strange, USA.....: 626
10. Andy Bean, USA...........601
• Athygli vekur sem áður að Banda-
ríkin eiga ekki mann i fjórum efstu
sætunum. r
• Bandaríkjamaðurinn Andy Bean
er búinn að sanka að sér mestum aur-
um það sem af er keppnistimabili
atvinnumanna i ár og nemur upp-
hæðin tæpum sextán milljónum
ki'óna. _SK
Ól bam í
Mexíkó
Lilia Acosta, kvenmaður frá Kolomb-
íu, er einn hhma mörgu knattspymu-
unnenda sem komnir eru til Mexíkó
til að fvlgjast með HM-keppnhmi p
knattspvrnu.
Acosta lét sig ekki muna um að
mæta ólétt á staðiim og í gær gerði
hún sér litið fyrir og ól meybarn á
hótelherbergi sínu í Mexikóborg. Enda
kannski vissara að iosa sig við þau
óþægindi sem fylgja þvi að flækjast
ólétt á fótboltaleiki og það i heims-
meistarakeppni. Stúlkubarnið fæddist
um mánuði fyrir timann en rciknað
var með því i heiminn í lok júni. Mæðg-
unum heilsast vel en hætt er við að
móðirin verði að láta sér nægja sjón-
varpsútsendingar frá fótboltaleikjun-
um þegar þar að kemur. Þess má geta
að hótelið sem bamið fæddist á í gær
hefur boðið mieðgunum frítt uppihald
næst þegar þær heimsækja Mexíkó. _
-Slf
Gefa 65
miiyónir
Þjóðirnar, sem leika í úrslitakeppni
HM í knattspymu í Mcxikó, hafa
ákveðið að gefa tæpar 65 milljónir
króna til fómarlamba jai-ðskjálftans
mikla sem varð i Mexíkóborg í sept->
ember í fyrra. Um tiu þúsund manns
létu lifið og þúsundir til viðbótar
misstu heimili sin.
Þátttökuþjóðimar taka þessar 65
milljónir af innkomu á lcilgum heims-
meistarakeppnhmar sem hefst á
morgun. -SK.