Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Blaðsíða 26
42 DV. FÖSTUDAGUR 30. MAl 1986. [ Andlát Hjálmfríður Eyjólfsdóttir lést 24. maí sl. Hún fæddist að Firði í Múlasveit 1. r.óvember 1898. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Jóhannsson og Guð- munda Jónatansdóttir. Hjálmfríðui giftist Jóni Hókonarsyni en hanr lést árið 1952. Þeim hjónum varð Qögun-a bama auðið og eru þrjú á lífi. Útför Hjálmfríðar verður gerð fró Fossvogskirkju í dag kl. 15. lndíana G. Bjarnadóttir lést 21. maí si. Hún fæddist að Gerði, Innri Akraneshreppi, þann 29. ágúst 1909. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríð- ur Jónsdóttir og Bjarni Jónsson. Indíana giftist Guðna Eggertssyni en hann lést árið 1971. Þeitn hjónum varð tveggja barna auðið. Útför Indi- önu verður gerð frá Innri-Hólms- kirkju i dag kl. 14.30. Páll Þorláksson rafverktaki, Fífu- hvammsvegi 39, Kópavogi, varð bráðkvaddur aðfaranótt miðviku- dagsins 28. maí sl. .Friðþjófur Sigurðsson, Auðshaugi, V-Barðastrandarsýslu, verður jarð- settur frá Brjánslækjarkirkju ó Barðaströnd í dag, 30. maí, kl. 14. Hrafn Pálsson fró Vestmannaeyjum verður jarðsunginn í dag, 30. maí, kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Fundir 1 Árbæjarsókn Aðalfundur Árbæjarsóknar verður haldinn í safnaðarheimilinu fimmtu- daginn 5. júní nk. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar eftir fund. Tilkynningar Kvennaskólanum í Reykjavík slitið Kvennaskólanum í Reykjavík var slitið hinn 24. maí sl. 1 skólanum var eins og að undanförnu starfrækt uppeldissvið með þremur brautum, fósturbraut, íþróttabraut og mennta- braut. Á haustönn hóf 321 nemandi nám og um jól var útskrifaður 21 stúdent. Á vorönn voru nemendur 294 og útskrifaðir stúdentar 52. Verðlaun úr Minningarsjóði Þóru X Melsteð fyrir bestan heildarárangur R fékk Bára Elíasdóttir en hún fékk r einnig verðlaun úr Verðlaunasjóði j- Ragnheiðar Jónsdóttur. Verðlaun f Móðurmálssjóðs fékk Anna Margrét jt Halldórsdóttir og úr Verðlaunasjóði Guðrúnar J. Briem hlaut Þórunn * Óskarsdóttir verðlaun. Mörg önnur verðlaun voru veitt. Afmælisárgang- ar, 60 ára og 25 ára, færðu skólanum gjafir og fluttu kveðjur. Af hálfu nýstúdenta talaði Bjarni Ólafsson en . skólastjóri, Aðalsteinn Eiríksson, sleit 112. starfsári skóians. Utvarp__________________Sjónvarp skrifstofunni, Öldugötu 3. Dagsferðir sunnudag 1. júní. 1) kl. 10.30 Móskarðshnúkar - Trana - Kjós. Farastjóri: Magnús Hallgrímsson. Verð kr. 400. 2) kl. 13 Reynivallaháls - Reynivellir. Gengið upp Hálsenda og niður Kirkjustíg hjá Reynivöllum. Verð 400 kr. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. 13 15. júní verður helgarferð i Mýrdal Höfðabrekkuheiði og Kerl- ingardal. Gist í svefnpokaplássi. 18.-22. júní (5 dagar) Látrabjarg - Barðaströnd. í þessari ferð er gengið á Látrabjarg, ekið um Rauðasand, Barðaströnd og víðar. Gengið að Sjö- undá. Gist í svefnpokaplássi í Breiðuvík. Upplýsingar á skrifstof- unni, Öldugötu 3. Afmæli 75 ára verður nk. miðvikudag, 4. júní, Siguijón Sigmundsson múrari, frá Hamraendum í Breiðuvík, Lang- holtsvegi 53. Hann ætlar að taka á móti gestum í tilefni afmælisins á morgun, laugardaginn 31. maí, í Do- mus Medica við Egilsgötu milli kl. 15.30 og 18. 80 ára verður á sunnudaginn, 1. júní, Sigríður Jónsdóttir, Garði í Mý- vatnssveit, S-Þing. Eiginmaður hennar var Halldór Árnason bóndi, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Hún er Skagfirðingur að ætt og uppruna. Kvenfélag Óháða safnaðarins fer í kvöldferðalag mánudaginn 2. júní. Farið verður til Grindavíkur, Bláa lónið skoðað og drukkið þar kaffi. Lagt af stað frá Kirkjubæ ki. 20. Upplýsingar í síma 24846. Karlinn í tunglinu Um síðustu helgi var opnaður í Kópavogi nýr unglingaskemmtistað- ur. Skemmtistaðurinn heitir Karlinn í tunglinu og er að Skemmuvegi 34a, Kópavogi. Ætlunin er að vera með opið á föstudagskvöldum frá kl. 22- 03 fyrir unglinga á aldrinum 16-20. Auk þess verður húsið leigt út undir einkasamkvæmi. Samgöngur eru mjög góðar því staðurinn er ekki nema steinsnar frá Mjóddinni og þar með aðalsamgönguæðum höfuðborg- arsvæðisins. Auk þess ganga vagnar frá SVK í hverfið. Eftir dansleiki verða rútur sem aka unglingum heim í helstu hverfi Reykjavíkur og Kópa- vogs og einnig nágrannabyggðarlög ef þörf krefur, svo sem Garðabæ, Hafnarfjörð og Mosfellssveit. f vetur hefur enginn staður verið fyrir ungl- inga á aldrinum 16-20 og hafa þeir ekki átt í nein önnur hús að venda. Jón E. Guðmundsson myndmenntakennari: Ánægður með allt nema gagniýni Ég hlustaði töluvert á rás 1 i gær, byrjaði á kvöldfréttum og var þetta eitt af þeim fáu skiptum sem maður heyrir gleðifréttir þar þegar sagt var frá velgengni Stuðmanna í Kína. Það er alltaf ánægjulegt að fá svona fréttir inn á milli allra hörmungafréttanna, þær eru bara of sjaldgæfar. Daglegt mál er þáttur sem ég hlusta líka alltaf á og er alger nauðsyn enda er mjög fróðlegt að hlusta á hann og hafa eflaust marg- ir gott af því. Leikinn milli Tékka og íslendinga hlustaði ég líka á og þótti leitt að Tékkarnir skyldu vinna okkur eins og við má búast. Nú síðan kom þátturinn hans Sveins, Á ferð, alveg finnst mér þessir þættir stórgóðir og mjög sér- stakir, ég held að þetta hafi verið 20. þátturinn og hef ég hlustað á flesta þeirra. Þar sem ég hlustaði mikið á rás 1 í gær, gat ég því miður ekki hlust- að á rás 2 líka maður getur ekki gert allt í einu. Ég hef nefnilega stundum hlustað á þættina hennar Ragnheiðar, Gestaganginn, og haft gaman af. Rás 2 finnst mér annars alveg ágæt. Sjónvarpið er mjög gott yfirleitt, margt sem ég hef áhuga á á dag- skránni hjá þeim. Ég er þó hissa yfir fimmtudagsfríunum þeirra, þetta er eins og í gamla daga þá var fimmtudagur kallaður vinnu- konufrídagur því þá fóru allar vinnukonur í frí. Það má kannski líkja sjónvarpinu við vinnukonu? Raunar hef ég ekkert út á hvorki sjónvarp né útvarp að setja. Það er ekki hægt að gera öllum til hæfis, það ættu allir að vita, og ég hef ekki áhuga á að vera sífellt að gagnrýna allt og alla i kringum mig. Ætli að það megi ekki segja að ég sé bara ánægður með allt! -BTH •i U .X.v.-.-.,:. Ný snyrtistofa í Hafnarfirði Nýlega var opnuð snyrtistofa að Klausturhvammi 15, Hafnarfirði, undir nafninu Yrja. Stofan býður upp á alla almenna snyrtingu, fóta- aðgerðir, handsnyrtingu, vaxmeð- ferð, andlitsböð og litanir. Unnið er úr Clarins snyrtivörum. Seldar eru snyrtivörur frá Clarins, Milopa og Chigogo. Opið er alla virka daga frá kl. 13 18 og laugardaga kl. 10-13. Síminn er 651939. Eigandi Yrju er Hulda I. Benediktsdóttir snyrtifræð- ingur. Minningarsjóður samtaka um kvennaathvarf Samtök um kvennaathvarf hafa ný- lega látið gera minningarkort og mun það fé sem þannig kemur inn renna óskert til reksturs Kvennaat- hvarfsins. Nokkrar gjafir hafa þegar borist. Kortin eru afgreidd á tveim stöðum, Reykjavíkurapóteki og á skrifstofu samtakanna í Hlaðvarp- anum að Vesturgötu 3, 2. hæð, sem er opin alla virka daga árdegis kl. 10-12. Þeir sem þess óska geta hringt á skrifstofuna og fengið senda gíró- seðla fyrir greiðslunni. Síminn er 23720. Flensborgarskóla slitið Flensborgarskóla var slitið 23. maí sl. og voru þá brautskráðir 57 nem- endur með próf frá skólanum, 54 með stúdentspróf, en 3 með próf af öðrum námsbrautum. Bestum námsárangri náði Sigríður Skaftfell, félagsfræði- braut, sem fékk alls 41 sinni A í einkunn í áfanga, en 2 sinnum B. Aðrir sem voru með ágætiseinkunn voru Halldór Hauksson, tónlistar- braut, Jóhanna Jóhannsdóttir, viðskiþtabraut, og Eiríkur Gunn- laugsson, náttúrufræðibraut. Við skólaslitin flutti skólameistari, Kristján Bersi Ólafsson, ræðu og af- henti einkunnir og bækur í viður- kenningarskyni fyrir góðan námsárangur. Nemendur, sem luku gagnfræðaprófi frá skólanum fyrir réttum 40 árum, voru margir við- staddir skólaslitin og afhenti tals- maður þeirra, Bragi Björnsson, skólanum peningagjöf frá hópnum. Einnig færði fulltrúi 10 ára stúdenta, Halldór Árni Sveinsson, skólanum gjöf. Við skólaslitin talaði einnig fulltrúi nýstúdenta, Birgir Grétars- son, og Flensborgarskólakórinn söng undir stjórn Hrafnhildar Blomster- berg. Kynning á tilbúnum fiskréttum Tuttugu manns, þar á meðal fulltrú- ar fimmtán fyrirtækja í matvælaiðn- aði, eyddu sl. miðvikudegi hjá Iðntæknistofnun, við að smakka og kynna sér framleiðslu á 20 mismun- andi tilbúnum fiskréttum, sem eldaðir voru í tilraunaeldhúsi Efna- og matvælatæknideildar og fram- reiddir á staðnum. Fyrir eldamennskunni stóðu starfsmenn Gastronomisk Institut í Danmörku, Mette Espensen, sem matreiddi, og Hans Ole Espensen vöruþróunar- stjóri, sem kynnti réttina, útskýrði framleiðsluaðferðir og innihald og fjallaði um markað, m.a. hvar í heim- inum hver tegund hentaði og seldist. Þessi kynning var haldin sameigin- lega af Otflutningsmiðstöð iðnaðar- ins, efna- og matvælatæknideild ITÍ og Iðnlánasjóði, sem kostaði hana, og er í tengslum við átak, sem verið er að gera til útflutnings á tilbúnum matvælum og jafnframt við vöruþró- unarverkefni, sem nú er unnið með 8 fyrirtækjum í matvælaiðnaði og miðar að framleiðslu úr fiskmeti á gæðavöru í háum verðflokki. Auk Útflutningsmiðstöðvarinnar og Iðn- tæknistofnunar tekur Rannsókna- stofnun fískiðnaðarins þátt í því verkefni. Nicole Ross skemmtir í Kreml Nú um helgina gefst íslendingum i fyrsta sinn tækifæri til að sjá það sem á erlendri tungu nefnist Drag-show. Þessi listgrein er ævaforn og á rætur sínar að rekja til fornra austur- lenskra hefða þar sem konur máttu ekki koma fram né sækja leikhús og urðu því karlmenn að leika kven- hlutverkin líka. Nútímaútfærsla á þessu er þannig að á svið kemur ein- hver fræg söngpersóna sem syngur og dansar (Diana Ross, Tina Turner, Prince....) og í lok atriðis sviptir hún/hann af sér dulargervinu og eft- ir stendur karlmaðurinn Nicole Ross. Ross er mjög þekktur í Banda- ríkjunum og hefur m.a. skemmt með Little Richard. Ross kemur hingað á vegum skemmtistaðarins Kremlar og sýnir þar 30. og 31. maí og sunnudag- inn 1. júní. Átriði Ross er um 20 mínútur að lengd. Ferðalög Útivistarferðir Fimmtudagur- 29. maí kl. 20.30. Myndakvöld - Hornstrandakynning Síðasta myndakvöldið fyrir sumarið verður í kvöld kl. 20.30 í Fóstbræðra- heimilinu, Langholtsvegi 109. Komið og kynnist skemmtilegum ferða- möguleikum innanlands. Kaffiveit- ingar í hléi. Dagskrá: Ferðakynning með myndasýningum. 1. Hvitasunnu- ferðirnar. Sýndar myndir m.a. af frábærum ferðum Útivistar um hvítasunnu á Snæfellsjökul og Ör- æfajöku). 2. Breiðafiarðareyjar. Útivist mun taka úpp reglulegar helgarferðir þangað í sumar strax og aðstæður leyfa. 3. Sumardvöl í skál- um Útivistar Básum, Þórsmörk. 4. Trimmdagar ÍSl 20.-22.júní. Sagt frá þátttöku Otivistar í þeim með Reykj- arvíkurgöngu, göngu um Elliðaárdal og Viðeyjarferðum. 5. Sumarleyfis- ferðirá Hornstrandir. Útivist fer alls 6 ferðir á Hornstrandir í sumar. Far- ið verður 8. júlí, 16. júli, 18. júlí og 31. júlí. Aukaferð verður 6. ágúst. Þetta eru 8-10 daga ferðir. Allir ættu að geta fundið einhverja ferð við sitt hæfi. Ath. myndakvöldið er öllum opið. Sjáumst. Ferðafélag íslands Helgarferð í Þórsmörk 30. mai-1. júní. Gist í Skagíjörðsskála. Það er hvíld frá amstri hverdagsleikans að dvelja Ymislegt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.