Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Page 4
48 DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986. r Ekki mildll Islendingur í mér Hún var aðeins tvítug þegar hún yfirgaf öryggið hér heima og hélt af stað út í heim. Nánar tiltekið til Parísar til þess að læra förðun í heimsborginni. Fyrstu vikuna sína í París hafði hún stuðning af Kristínu Jó- hannesdóttur leikstjóra. En síðan fór Kristín heim til íslands og Elín Sveinsdóttir, eins og viðmælandi okkar heitir fullu nafni, þurfti að bjarga sér á eigin spýtur og það algjörlega ótal- andi á frönsku. Og hún bjargaði sér og það gott betur. Þegar hún kom heim þremur árum seinna hafði hún getið sér gott orð í franska tískuheiminum og meðal annars unnið með mörgum frægustu tískuhönnuðunum í París. Hermdi eftir dönsku blöðunum Elín var fyrst spurð að því hvernig henni hefði dottið í hug að fara að læra förðun. „Þetta er búið að vera í mér alveg frá því að ég man eftir mér. Allar mínar skólabækur voru útkrotaðar í alls kyns listaverkum og dóti, ekki beint teikningum heldur einhverju kroti. Og ég man eftir mér tólf þrettán ára með dönsku blöðin uppi í rúmi. Þá var ég að prófa að mála mig og reyndi að herma eftir því sem ég sá í blöðunum. Síðan þreif ég allt af og prófaði aftur, svona fiktaði ég mig áfram. Ég veit ekkert af hverju en ég hef alltaf haft æðislegan áhuga á að mála andlit. Ég var alltaf að mála mömmu eða vinkonur mínar. Þegar ég svo sá og fann að það vantaði fólk í förðun hér, í bæði kvikmyndabransann og leikhúsin, þá ákvað ég að kynna mér skóla í þessu. Nú ég gerði það og fann þenn- an franska skóla sem mér leist mjög vel á og skellti mér út.“ Ógurlegt snobb „Þetta er einkaskóli og það er óg- urlegt snobb þarna. Það var mikið mál fyrir mig að komast þarna inn þar til Kristín Jóhannesdóttir, sem hjálpaði mér til að komast inn, benti þeim á að sendiráðið myndi þá bara hafa samband við þá. Og um leið og farið var að tala um einhverja dipló- mata þá varð viðmótið allt annað. Þetta er mjög stífur skóli, bæði á vinnu nemenda og mætingu. A morgnana var sýnikennsla. Síðan eftir hádegi þá unnum við saman á hvert öðru. Það var alveg regla að ef þú varst búin að vinna á einhverj- um þá varðst þú að vera módel fyrir hann í staðinn. Skólinn var til fimm. En tvisvar í viku frá fimm til sjö í eftirmiðdaginn var teiknikennsla. Bara til þess að fá tilfinninguna fyrir formunum og litunum, sem er aðalmálið í þessu. Kunni ekki orð í frönsku „Þegar ég kom út kunni ég ekki stakt orð í frönsku. Ég hafði tekið þýsku í skóla, en enga frönsku. Þetta var hræðilega erfitt. Ég bjó til að byrja með í íbúð Kristínar Jóhannes- dóttur og Sigurðar Pálssonar. Krist- ín var samferða mér út, þurfti eitthvað að erinda. Og hún var í viku og reddaði mér yfir erfiðasta hjall- SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem norðan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, -þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auðvitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seðlum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa pau. Þú hringlr.. f 2 TO 22 ViÖ birtum... Það ber árangur! ER SMÁAUGLÝSINGABLACHD Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjálst.óháö dagblað Elín Sveinsdóttir: Skil ekki núna hvernig ég lagði út í þetta ævintýri. DV-mynd PK ann, að koma út málllaus. En svo einhvern veginn komst maður i gegnum þetta. Eg kom út í júlí en skólinn byijaði ekki fyrr en í byrjun október. Þannig að ég hafði rúma tvo mánuði til þess að læra undirstöðuna og venja eyrað við málið. Ég var alltaf með útvarpið eða sjónvarpið og lá yfir öllum bókum, sem ég komst yfir. Ég var ein allan tímann, ekki með neinum íslendingum. Þannig að þetta kom smám saman. Um jólin var ég farin að bjarga mér, skildi flest- allt og gat talað þónokkuð. Þannig að þetta reddaðist allt.“ Vantaði einhvern til að æfa sig á „Það olli mér reyndar dálitlum erf- iðleikum fyrst að ég þekkti engan í París til þess að æfa mig á að mála. Og þetta var ekki bara vandamál hjá mér, heldur flestum útlendingunum þama. Við vorum tuttugu útlending- amir þama, af tvö hundruð manna hópi. Til þess að geta gert góða hluti, gott make-up, verður maður að hafa topp módel. Þannig að það háði manni stundum að þekkja engan. En í lokin var ég farin að leita til módel- skrifstofanna. Þá er maður kominn inn á svokölluð „test“. Þá vinna sam- an ljósmyndari, fyrirsæta og farðar- inn, enginn fær borgað en allir fá mynd. Það þurfa allir að safna sér í myndabækur, til þess að geta sýnt hvers þeir em megnugir. Það þýðir ekkert að koma og sækja um vinnu og segjast geta farðað, ef þú hefur ekkert í höndunum til að sýna hvað þú getur.“ Kvikmyndaförðunin skemmti- legust „Þetta er níu mánaða skóli og nám- ið skiptist í þrjá hluta. Fyrstu þrjá mánuðina er kennt það sem er kallað tískuförðun. Síðan koma þrír mán- uðir í kvikmyndaförðun. Þá var farið inn á til dæmis að búa til sár, of- næmi, hálsskurð, brotinn fingur og svoleiðis. Það fannst mér lang- skemmtilegast. Þrír síðustu mánuðirnir fóru í leik: húsförðun. Þá eru tekin fyrir ákveðin tímabil og kynnt hvemig förðun var háttað á hverjum tíma. Einnig er farið í gegnum fræg leik- verk og balletta og farðaðar þekktar leikpersónur. Auðvitað er þetta allt förðun, og í raun ekki mikill munur á kvik- mynda-, leikhús eða tískuförðun. En að visu þarf vinnan að vera miklu nákvæmari fyrir kvikmyndavélina heldur en til dæmis venjulega dag- eða kvöldmálningu. Munurinn ligg- ur kannski helst í því að kvikmynda- förðunin krefst helmingi meiri nákvæmni. Ég held að ég sé fyrsti íslendingur- inn sem lærir þetta í skóla. Það höfðu einhverjar tekið námskeið í þessu. En það komu tvær strax árið á eftir mér og ég frétti af stelpu í þessu í skóla í London. Þannig að okkur fer fjölgandi." Vann með þeim frægu „Ég var svo heppin að á meðan ég var í skólanum fékk ég að vera að- stoðarmanneskja hjá Jóhönnu Doucet, sem er íslensk, en hún hefur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.