Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Qupperneq 8
52
DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986.
Svipleiftuir frá Andalúsíu:
Spánverjar eru
alltaf með
stírurnar
í augunum
en samt þjód nýrra tíma
Andalúsía - þetta sólríka hérað á suðurströnd Spánar, þar sem appelsínurnar
vaxa og flamenco-dansinn er stiginn og ungir menn leika ástarljóð á gítar
undir lokuðum gluggum hjá döggeygum senjórítum - frá því í barnaskóla
hefur mig dreymt um að komast hingað. Og nú sit ég ásamt dóttur minni í
flugvél skýjum ofar á leið til Sevilla. Við ætlum að flakka um Andalúsíu í hálfan
mánuð, leigja okkur bíl og reyna að komast til Cadiz, Gíbraltar, Granada og jafnvel
til Cordoba, gömlu kalífaborgarinnar þar sem stærstu mosku heimsins er að finna og
spánska skáldið Garcia Lorca segir að fagurt sé að deyja.
blaðsölustöðum
um allt land.
Tímarit fvTÍT alla
> andlit
Lófalestur-.Merkúrlínan ::::::::::::::::::::::: »3 að handan
Sámirmasefurmeixalifix................ 13 BLS. II
Epli: Ekkibara góð ábragðiö. ......... n
Andlitaðhandan...................... . 21
Hugsuniorðum.. ....merkúrlínan
Trúirþúhonum?........... ....... 29 B1j».
Úrheimilæknavísindanna...... ...31 „.„biitD f
^mríflæðandihgn.^ —p ...............37 FASTUR I
Ótrúlegt en satt. Stulkan meo gum f 40 _ — fTrT T T
Úrvalsljóð..... 42 'PT.ÆÐANDI
Skyldaeiginmannsms...... X U*** BLS. 31
Samhljómun: 45
þegar karlinner
KONUÞURFl
Þegarkarlinnerkonuþurh.»LS.
Völundarhús............
í rúminu,
flugvéliimi,
bílnum,
kaffitímanum,
útilegunni,
ruggustólnum,
inni í stofu.
Áskriftar-
síminn er
27022
Við fljúgum með
Espana og sjáum
fljótt að spönsku flug-
freyjurnar hafa sinn
sérstaka stíl. Það er
þóttasvipur á löngum, skörpum and-
litum þeirra, eins og megi lesa úr
Jókkum augunum: „Eg er ekki fædd
i þennan heim til að flaðra upp um
túrista." Það rifjast upp fyrir okkur
sem sagt er, að allir Spánverjar séu
^sjgstoltir, meðvitaðir um sitt eigið gildi,
hvort sem þeir eru fátækir eða ríkir.
Við fáum mótvind yfir Biskaja-
flóanum, þurfum að millilenda í
Bilbaó, bíðum hálftíma í vélinni,
komumst ekki út að skoða Baska.
Áætlun seinkar en áhöfh vélarinnar
heldur stillingu sinni. Þegar tauga-
strekktir farþegarnir spyrja: „Kom-
umst við áfram til Ándalúsíu í
kvöld?“ svarar flugþjónn rólega:
„Sjáum hvað setur“ í þannig tón að
það hljómar eins og „Orlög ráða“. í
þrjú þúsund ára sögu Spánar skiptir
litlu þótt einni flugvél seinki í
klukkustund.
Er komið stríð?
Næsta morgun sitjum við á litlu
veitingahúsi fyrir framan útflúraða
dómkirkjuna í Sevilla og virðum fyr-
ir okkur borgarbraginn. Appelsínu-
trén eru á sínum stað og lítil
pálmatré og hvítkölkuð hús með
smíðajárnsgrindum fyrir gluggun-
um. En á götunum eru hvorki
dökkklæddar senjórítur né prestar,
heldur fullt af litlum bílum og vel
klæddu fólki sem þýtur um með
stresstöskur. Á flötum þökum hús-
anna er þéttur skógur sjónvarpsloft-
neta. Þrátt fyrir miklar sögulegar
minjar er Sevilla nýtísku borg með
fjörugu viðskiptalífi upp á vestrænan
máta og hrynjandi lífsins sú sama
og í París, New York og Reykjavík.
Það höldum við að minnsta kosti.
Það er föstudagur og klukkan ekki
nema eitt og við sjáum fram á
skemmtilegan dag; kíkja í búðir og
skoða dómkirkjuna.
En hvað er nú þetta? Allt í einu
eru göturnar auðar og enginn á ferli.
Búðmn lokað, hlerar settir fyrir alla
glugga. Hefur verið gefið merki um
yfirvofandi loftárás? Meira að segja
dómkirkjan er lokuð. Himinninn
þyngist og það fer að rigna. Fyrst
strjálir dropar, síðan er eins og flóð-
gáttir himinsins hafi opnast. Regnið
steypist niður og margar af appelsín-
unum á trjánum fylgja með og ljóma
niðri í forarpollunum. Við stjáklum
skjálfandi um göturnar eins og við
værum einar í heiminum og rétt
náum að kaupa svarta regnhlíf í túr-
istabúð sem ekki fylgir siðvenjum
þjóðarinnar.
Því ástæðan fyrir þessum fólks-
flótta var hvorki loftárás né rigning.
Spánverjamir voru einfaldlega allir
farnir heim að sofa. Hin fi-æga siesta
var runnin upp. í örvæntingu
hringdum við upp á í fallegu gömlu
húsi, þar sem stóð PENSION. Við
heyrðum gelt í hundi, syfjuleg kona
opnaði og hleypti okkur upp í her-
bergi á efri hæð með rósóttu vegg-
fóðri, smíðajárnsrúmum og flísa-
lögðu gólfi. Alls hugar fegnar að
vera komnar í húsaskjól skriðum við
undir rúmteppin, og dóttir mín fór
að lesa fyrir mig um Kólumbus og
Pétur grimma meðan regndropamir
lömdu stéttarnar og það fóm að
heyrast þrumur.
Óvinahausar í salti
Um fimmleytið fara borgarbúar
aftur á stjá. Búðir opna og nú förum
við í dómkirkjuna. Hún er upphaf-
lega moska, byggð af aröbum, sem
lengi réðu Suður-Spáni. Þegar
kristnir menn náðu Sevilla varhenni
breytt í kirkju, með ótal dýrlinga-
myndum. Þarna er kista Kólumbus-
ar, borin af fjórum brynvörðum
riddaralíkneskjum, og heljarmikil
kapella, flúmð gulli frá Ameríku.
Við hliðina á kirkjunni er höllin
Alcazar, byggð í arabískum stíl af
kristna kónginum Pétri grimma, á
14. öld að mig minnir. Pétur þessi
geymdi höfuð óvina sinna í kamfóm
og salti, væntanlega til þess að geta
dundað sér við að skoða þau þegar
hann var timbraður eða ásóttur af
þunglyndi. Það hlýtur að hafa verið
Qarska geðbætandi.
Franco hafði dálæti á þessari höll.
í einhverri álmunni innréttaði hann
sér einkaíbúð í viktóríönskum stíl.
Ég segi dóttur minni að hann hafi
innrætt Spánverjum hreinlæti og