Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Side 10
54 ~>V. LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1986. DV. LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1986. 55 hvort sem ásakanirnar á hend- ur honum munu reynast sannar eður eigi. Nýlega krafðist New York Times þess að öll leynileg skjöl og aðrar heimildir, sem til eru um Waldheim, yrðu gerð opin- ber og víða hafa heyrst háværar raddir um að málið verði rann- sakað ítarlega, svo sem í bæði breska og bandaríska þinginu. Hvað svo sem síðar kann að koma í ljós er það óumdeilan- legt að áskanirnar eru ekki sprottnar af engu og tæpast af illgirni einni saman. Alheimssamband gyðinga hef- ur ákært Waldheim fyrir að hafa átt drjúgan þátt í hand- tökum og brottflutningi á rúmlega 40.000 gyðingum í borginni Saloniki í Grikklandi, og að hafa stjórnað hemaðar- aðgerðum gegn andspyrnu- hreyfingu Króata í Júgóslavíu, en þær aðgerðir bitnuðu að verulegu leyti á almennum borgurum. Svör Waldheims hafa einkennst af fyrirslætti og undanbrögðum; „ég man þetta ekki svo vel“, „það er kannski hugsanlega mögulegt" og „það er svo langt um liðið“. Þegar hann var beðinn um að svara ásökunum þess efnis að hann hafi verið í SA Reiter- sturm, þ.e. einskonar riddara- liði nasista, svaraði hann að hugsanlega væri um mistök í skriffinnsku að ræða og ske kynni að SA Reitersturm hefði innlimað allt hestamannafélag- ið sem hann var skráður í. Afstaða austurríska kanslar- ans Fred Sinowatz er kannski táknræn fyrir það hvemig margir Austurríkismenn kjósa afbrot marklaus með öllu. Að öðrum kosti geta smákrimmar s.s. innbrotsþjófar kennt um skrúfjárninu. Bréf frá S-Afríku Þó að grunsemdir varðandi vafasama fortíð Waldheims hafi ekki vakið verulega athygli fyrr en nú skömmu fyrir kosning- arnar eru þær ekki alveg nýtil- komnar. Segja má að þær eigi rætur sínar að rekja til nafn- lauss bréfs sem barst ritstjórn- arskrifstofum bæði New York Times og þýska vikuritsins Stem og voru bæði bréfin póst- lögð í Suður-Afríku. Efni þeirra var í stórum dráttum á þessa leið: „Varið ykkur á því að Waldheim var nasisti. Árið 1945 var hann í Triest, og þaðan flúði hann með skrá yfir riddaralið kósakka til að láta líta út sem nasistar hefðu gengið í lið með þeim í Rússlandi. í Fríulíhéraði (á Ítalíu) framdi hann ýmis ill- virki.“ Bandaríkjamenn höfðu alla tíð nánar gætur á Waldheim (á sama hátt og þeir hafa senni- lega líka haft gætur á De Cuellar). Það var vitað að Nix- on var ósáttur við hann sem aðalritara SÞ eftir að hann hafði fordæmt sprengjuárásir á Norður-Víetnam 1972. Einnig var gyðingum í nöp við hann þar sem þeir töldu hann ábyrg- an fyrir heimsókn Arafats á allsherjarþingið 1974 og Israels- menn kunnu honum litlar þakkir fyrir að hafa ekki verið meðmæltur árás þeirra á Entebbe-flugvöll í Uganda. orðið sýnu neikvæðari. Annað- hvort er sagan að endurtaka sig eða gyðingar að verða para- noid, nema hvort tveggja sé. Málið rannsakað nánar Raunar er vitað til þess að áður höfðu verið gerðar ein- hverjar minniháttar eftir- grennslanir um fortíð Waldheims. 1980 bað t.d. banda- ríski þingmaðurinn Stephen Solarz CIA-leyniþjónustuna um að rannsaka fyrir sig fortíð Waldheims. Starfsmenn þessar- ar alræmdu leyniþjónustu hafa þó varla gert meira heldur en að labba sig út í næstu bókabúð því niðurstaða þeirra var sú sama og fram kemur í ævisögu aðalritarans fyrrverandi: „Waldheim gegndi hermennsku með riddaraliðsdeild á austur- vígstöðvunum, þar sem hann særðist 1941, og upp úr því sneri hann til Vínarborgar þar sem hann hélt áfram að nema lög- fræði.“ Sem áður segir er þetta það sama og fram kemur í ævi- sögunni sem kom út í fyrra og bar titilinn í miðju fellibylsins. Hins vegar ákvað New York Times, eftir að hafa fengið bréf- ið frá Suður-Afríku, að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvað Waldheim hefði verið að að- hafast á árunum 1941 til 1945, enda hefur Waldheim sjálfur alltaf reynt að forðast að ræða um það tímabil. NYT réð aust- urríska sagnfræðinginn dr. George Didl til verksins og bað hann um að komast yfir öll þau skjöl og heimildir sem vörðuðu Waldheim á þessu tímabili. Didl glæpi og dæmdur í Júgóslavíu 1946. Heiðursmerki frá nasistum Þegar hér er komið í sögu við- urkennir Waldheim að hafa verið í Saloniki en segir jafn- framt að sér hafi verið ókunn- ugt um brottflutning gyðinga. Og nú var kominn skriður á málið og æ fleiri gögn fundust. í Júgóslavíu er uppgötvað að nafn Waldheims hafi verið á skrá yfir stríðsglæpamenn allt til 1947. Alheimssamband gyð- inga birti fleiri gögn og í dag þykir sannað að eftir að hann særðist hafi hann verið sendur til Berlínar á námskeið til stjómar í skipulagningu njósnaaðgerða handan sovésku víglínunnar og að í Króatíu var hann einn meðlima 3ju deildar- innar sem framkvæmdi áætlun sem kölluð var Kozara-bardag- inn, en í kjölfar hennar voru a.m.k. 2000 meðlimir and- spymuhreyfingarinnar drepnir og sömu leið fór 431 óbreyttur borgari. Skömmu síðar sæmdi ríkis- stjóm Ante Pavelic (leppar nasista) Waldheim heiðurs- merki Zvonimir-krúnunnar og átanlega er þess hvergi getið í idngri upptalningu heiðurs- merkja og viðurkenninga sem finna má í ævisögu Waldheims. Spurningar.. .og fá svör Það er margt sem ennþá þarfnast skýringa. Hvernig tókst Waldheim að fela fortíð sína og láta hana falla í gleymsku? Og hvernig tókst honum að komast hjá réttar- skjöld sem gerði honum kleift að seilast til pólitískra áhrifa, . og að þeir hafi seinna meir not- fært sér aðstöðu sína til að hafa áhrif á störf Waldheims hjá SÞ. Þetta mundi e.t.v. skýra afstöðu hans í ýmsum málum hjá SÞ, og sömuleiðis það að þegar Waldheim var innsti koppur í búri innan utanríkisráðuneyt- isins sendi hann skýr fyrirmæli til austuríska sendiráðsins í Prag þegar Sovétmenn réðust inní landið 1968: Veitið engum tékkneskum ríkisborgurum pólitískt hæli í sendiráðinu, - og þessi fyrirmæli hans gengu í berhögg við fyrri viðbrögð Austurríkis í svipuðum tilfell- um. Því er spurt hvort hugsanlegt geti verið að Sovétmenn hafi átt þátt í því að koma undan öllum persónuskjölum sem vörðuðu Kurt Waldheim og séð um að koma nafni hans út af listum yfir stríðsglæpamenn í Austur-Evrópu. Þeir voru í að- stöðu til þess. Heinrich Durnmaier, kom- múnisti sem skipaður var yfirmaður ríkislögreglunnar 1945 og hafði mikið með mál á hendur stríðsglæpamönnum að gera, minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma fengið mál Wald- heims til umfjöllunar. Ýmsir hafa orðið til þess að halda uppi vörnum fyrir Wald- heim og þeirra á meðal er hinn valdamikli leiðtogi sósíalista, Rudolf Kirch Schláger, og enn aðrir, s.s. Bruno Kreisky fv. kanslari, hikuðu lengi vel áður en þeir létu opinberlega í ljós nokkrar efasemdir. Waldheimhneykslið: Það er ekki langt síðan sjá mátti í Vínarborg stór auglýsingaskilti með myndum af Kurt Waldheim, fyrrum aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og undirskrift þeirra var t.d. á þá leið að nú skyldu Austurríkismenn haga sér skynsamlega og kjósa öflugan forseta sem gjörvöll heimsbyggð- in treysti. Eins og flestum er sjálfsagt enn í fersku minni þá náði Walheim ekki að vinna hreinan meirihluta í kosningunum sem fram fóru þann 4. maí sl„ þann- ig að fram verða að fara aðrar, kosningar í júní (reyndar á morgun) og þá mun valið standa á milli Waldheims og frambjóð- anda sósíalista, Kurt Steyrer, en hann kom Waldheim næstur að atkvæðum í fyrri kosningun- um. Steyrer gegndi áður embætti heilbrigðismálaráð- herra. Furðuleg viðbrögð kjósenda íhaldssömum flokksbræðrum Waldheims mun hafa þótt það fysilegur kostur að tefla Wald- heim fram til forsetakosninga, enda óhætt að fullyrða að hann sé sá austurrískra stjórnmála- manna sem þekktastur er á alþjóðavettvangi, eftir að hafa starfað sem aðalritari SÞ í tvö kjörtímabil (1972-1982), við til- tölulega góðan orðstír. Þegar svo fram komu alvarlegar ásak- anir um meinta stríðsglæpi Waldheims á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar þótti mörgum sem pólitísk framtíð hans væri orðin mjög tvísýn, enda voru þessar ásakanir studdar skjalfestum gögnum sem kollvörpuðu því sem Wald- heim hafði áður haldið fram um fortíð sína. Það sem aftur á móti gerðist í kjölfar þessara ásakana var að skoðanakannanir sýndu aukið fylgi hans meðal kjós- enda og slagorðin breyttust í samræmi við það: „Waldheim, nú fremur en nokkru sinni áð- ur“. Austurríkismenn hafa orð á sér fyrir að vera nokkuð sér- sinna þjóð og þessi viðbrögð þeirra verða ekki túlkuð á ann- an veg en þann að þeir frábiðji sér afskipti erlendra aðila af innanlandsmálum sínum - og samkvæmt þessu virðist litlu máli skipta á hvaða forsendum þau afskipti grundvallast. Þess ber þó að gæta að öll umræða um meinta aðild Waldheims að stríðsglæpastarfsemi var stutt á veg komin fyrir kosningamar 4. maí og því e.t.v. hæpið að draga eindregnar ályktanir af niðurstöðum þeirra kosninga. Spurningin nú er fyrst og fremst sú hvort hugsanlegt sé næsti forseti fæðingarlands Adolfs Hitlers verði fyrrverandi nasisti. Fyrirsláttur og undanbrögð Það má Ijóst vera að stór hluti umheimsins er þegar búinn að dæma Waldheim og honum mun aldrei takast að endurvinna sitt fyrra traust og álit hvernig svo sem kosningunum lyktar og að líta á málið, en hann segir m.a.: „Ég lít þannig á að Wald- heim hafi ekki verið meðlimur í SA Reitersturm-sveitunum, heldur hafi hesturinn hans ver- ið það.“ Sú tvíhyggja, sem þarna kemur fram, hlýtur að fela í sér að ekki sé tekin af- staða til þess verknaðar sem menn kunna að hafa framið og þar með verður öll umræða um Að auki hefur það magnað óvild gyðinga í garð Waldheims að þeir telja hann hafa stuðlað að því að PLO-samtökin skuli hafa öðlast þá viðurkenningu innan SÞ sem samtökin njóta í dag. Eftir að Waldheim-heyksl- ið komst í hámæli segja tals- menn samtaka gyðinga í Austurríki að staða þeirra hafi versnað og viðhorf í þeirra garð tók til starfa og langur tími leið án þess að nokkur skapaður hlutur kæmi í ljós. Það var ekki fyrr en allt stríðsskjalasafnið var tölvufært að upplýsingar um feril Waldheims komu fram: fyrst gegndi hann herþjónustu í Grikklandi og því næst í Júgó- slavíu, samkvæmt skipan herforingjans Alexander Löhr, en sá var ákærður fyrir stríðs- höldum gegn fyrrverandi nas- istum og að verða sérlegur ritari þáverandi utanríkisráð- herra, Karls Gruber? Sú staða var trampólín sem þeytti honum af stað upp metorðastigann og markar upphaf hins stórkost- lega diplómatíska og pólitíska ferils sem Waldheim á að baki; úr æðstu stöðu innan utanríkis- ráðuneytisins bauð hann sig fram til forseta 1971 (hann tap- aði þá, en hlaut þó engu að síður 47,2% atkvæða), og því næst var hann kjörinn aðalritari SÞ 1972. Það er trú margra að Sovét- menn, sem voru einráðir í Vín í nokkurn tíma eftir lok stríðs- ins, hafi verið með puttana í máli Waldheims og hagað mál- um svo að hann hefði hreinan Hvað gerist? Það hlýtur að hafa komið Kurt Waldheim skemmtilega á óvart að fylgi hans skuli hafa þróast á þann veg sem raun ber vitni eftir að ásakanirnar á hann komu fram. Hingað til hefur hann virst vera í góðu jafhvægi og tekið gagnrýni á þann hátt að þetta hafi nú allt verið svo saklaust að það borgi sig ekki að vera að rifja þetta upp. Að gefnum þeim staðreyndum, sem fram hafa komið, verður fróðlegt að fylgjast með vali austurrískra kjósenda á morg- un. Þangað til mun Kurt Wald- heim halda áfram að brosa upp um veggi í Austurríki. Þýtt og endursagt, GÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.