Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1986, Side 16
60
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
Sérstæð sakamál
Sérstæð sakamál
Sérstæð sakamál
Sheila Nixon.
Brian Patterson.
Laurence Brain.
Hvernlg
dó
Sheila
Nixon?
Að morgni 16. september 1980 fannst ung kona, Sheila Nixon,
látin að heimili sínu í Carlisle í Englandi. Talið var að áverki á
höfði hefði orðið henni að bana. Kvöldið áður hafði lögreglu-
þjónn verið gestur í íbúð hennar og viðurkenndi hann að hafa yfirgefið
hana undir áhrifum áfengis og særða á fæti. Málið vakti athygli vegna
undarlegra atvika en loks fékkst niðurstaða.
Vann hjá RAF
Sheila Nixon vann í flugstöð
breska flughersins, RAF, nærri Carl-
is!e og hafði orð á sér fyrir stundvísi.
Það vakti því athygli að hún var
ekki komin til vinnu sundarfjórðung
yfir níu að morgni 16 september.
Einkum vakti það áhyggjur yfir-
manns hennar, Ronalds Ashley, því
að Sheila hafði trúað honum fyrir
því nokkru áður að hún ætti við
mikla erfiðleika að stríða í einkalíf-
inu.
Er klukkan var orðin tíu og Sheila
var enn ekki komin til vinnu fékk
Ashley konu að nafni Brady til að
fara heim til hennar. Frú Brady
hringdi svo skömmu síðar til Ashley
og sagði honum að enginn svaraði
dyrabjöllunni. Fór hann þá á vett-
vang með starfsfélaga Sheilu, Shirley
Heaton.
Ljót aðkoma
Er Ashley og Heaton höfðu gert
nokkrar árangurslausar tilraunir til
þess að hringja dyrabjöllunni gengu
þau að stofuglugganum. Sáu þau þá
að glerborð í stofunni var brotið og
glerbrot um allt gólf. Tók þá Ashley
upp aukalykil sem Sheila hafði feng-
ið honum og opnað dyrnar á íbúð-
inni; lykilinn hafði hún látið hann
fá ef vera kynni að hann þyrfti ein-
hver tíma að koma henni til aðstoð-
ar.
Blóðblettir voru víðsvegar um
íbúðina og það vakti athygli að sím-
tólið lá á gólfinu. Á efri hæðinni rétt
við stigann lá svo lík Sheilu Nixon.
Voru fótleggimir mjög blóðugir.
Lögreglan kom þegar á vettvang
og leiddi frumskoðun í ljós að látna
konan hafði fengið ljótt sár á hægra
fótlegg.
Fædd 1948
Sheila Nixon var fædd í Shropshire
árið 1948. Nokkru eftir fæðingu
'hennar fluttust foreldramir til Staf-
ford þar sem faðir hennar fór til
starfa hjá RAF. Sextán ára hafði hún
kynnst Laurence Brain bifvélavirkja
og urðu þau góðir vinir. Hélst vin-
átta þeirra þótt Brain kvæntist.
Síðar kynntist hún svo Don Duggan
en við hann hafði hún haft náið sam-
band um allangt skeið. Var hann þó
kvæntur maður. Duggan hafði hún
kynnst 1976 er hann vann í birgða-
deild flughersins í Albrighton. 1979
var Sheila orðin mjög vansæl vegna
sambands síns við Duggan sem hafði
þá eignast tvö börn með konu sinni.
Bað hún því um að verða flutt til
Charlisleflugstöðvarinnar. Var það
gert.
Vel liðin
í Charlisle kynntist Sheila vel
hjónum sem hún leigði fyrst hjá, Hal
og Peggy Answorth. Létu þau mjög
vel af henni og sögðu hana hafa ver-
ið mjög glaðlynda að eðlisfari. Gerði
Sheila Peggy að trúnaðarmanni sín-
um og sagði henni frá sambandi sínu
og Dons Duggan. Kvaðst hún vonast
til þess að hann myndi skilja við
konu sína og kvænast sér.
Sheila kom sér einnig vel á vinnu-
stað og líkaði vel að búa í Charlisle.
Hún ákvað því að kaupa íbúð og það
gerði hún 1980. Þá festi hún kaup á
hluta húss við Leathamstræti. Ná-
grannar hennar veittu því athygli
að fátt var um gesti hjá henni en þó
kom einn maður alltaf í heimsókn
til hennar á nokkmm fresti. Var það
venjulega um helgar. Það var Don
Duggan.
Ferðin sem ekkert varð úr
í byrjun september fór Sheila í
rúmlega viku leyfi og hélt þá til Skot-
lands með Duggan. Þá hét hann því
að taka Sheilu með sér í helgarferð
til Edinborgar viku síðar. Hún var
mjög glöð eftir ferðalagið og sagði
starfsfélögum sínum að hún væri nú
sannfærð um að Duggan ætlaði að
skilja við konu sína og kvænast sér.
Nokkru áður en leggja átti upp í
Edinborgarferðina hringdi Duggan
hins vegar ti! Sheilu og sagði henni
að hann ætti von á tveimur vinum
sínum frá írlandi og gæti því ekkert
orðið úr ferðinni. Hún féll nær saman
enda trúði hún ekki sögunni um
írsku vinina. Taldi hún þetta merki
um að Duggan hefði ákveðið að
binda enda á sambandið við hana.
Dularfullt símtal
Um klukkan hálftvö aðfaranótt 10.
september var svo hringt til lög-
reglustöðvarinnar í Charlisle.
Einhver maður, sem sagðist vera í
Stafford, skýrði þá frá því að Sheila
Nixon, sem ætti heima í húsinu núm-
er 12 við Leathamstræti, hefði tekið
of stóran skammt af svefnlyfjum og
væri í lífshættu. Aldrei tókst að
ganga úr skugga um hver þessi mað-
ur var.
Brian Patterson, sem var á vakt
þessa nótt, sendi strax bíl heim til
Sheilu. Kom hún til dyra en þeir fóru
með hana á sjúkrahús. Fékk hún að
fara heim daginn eftir en kom þá
ekki til vinnu. Er hún kom loks til
starfa degi síðar tók Ronald Ashley
eftir því að hún var óstöðug á fótum.
Gaf hún þá skýringu að hún hefði
tekið tvenns konar lyf sem hefðu
verkað illa saman.
Edinborgarferð
Sheila vann nú fram á föstudag en
hringdi þá um kvöldið til Laurence
Brain. Sagðist hún þá ætla til Edin-
borgar til þess að hitta Duggan sem
myndi þá vera þar með konu sinni.
Ætlaði hún að leggja spilin á borðið.
Brain latti hana fararinnar en hún
hélt fast við sitt. Fundur hennar og
hjónanna stóð aðeins í nokkrar mín-
útur og hafði slæm áhrif á Sheilu sem
var mjög döpur og vonsvikin er hún
kom aftur til Carlisle.