Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Síða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Stríðsglæpamaður í forsetastól? Waldheim segir gagnrýnisöldur lægja að lokinni kosningabaráttu „Hérrar minir og frúr, nú er nóg komið af fortiðinni. Stöndum saman, við þurfum að kljást við mikilvægari verk- efni.“ Kurt Waldheim á kosningafundi skömmu fyrir kjördag. Austurríkismaðurinn Kurt Wald- heim, íyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur verið mikið í sviðs- Ijósinu að undaníomu. Á heimaslóðum í Austurríki hefur hann háð harða en árangursríka kosningabaráttu er lagði grunninn að stórsigri hans í austurrísku for- setakosningunum á sunnudag. Á erlendum vettvangi hafa hins vegar blásið kaldir vindar um Kurt Waldheim. Alheimssamtök gyðinga hafa þar skorið upp herör gegn forsetanum tilvonandi og saka hann um aðild að stríðsglæpum Þjóðveija í síðari heimsstyrjöld. Forsvarsmenn gyðinga um heim allan vom fljótir að fordæma kosn- ingu Waldheims í forsetakosningun- um á sunnudag og hétu því að leggja ekki upp laupana fyrr en þeim hefði tekist að leggja fram ömggar sann- anir íyrir stríðsglæpum aðalritarans fyrrverandi. Virtur ráðherra ísraelsmanna lét meira að segja hafa það eftir sér eft- ir að úrslit lágu fyrir að kosning Waldheims væri sem „martröð fyrir sérhvem gyðing". Sóðalegasta kosningabarátt- an Fréttaskýrendur velta því nú fyrir sér hvaða afleiðingar glæsileg kosn- ing Waldheims á sunnudag kunni að hafa á stöðu og ímynd Austurrík- is á meðal þjóða heims í nánustu framtíð. „Þetta var sóðalegasta kosninga- barátta er háð hefúr verið í Austur- ríki eftir stríð,“ var haft eftir Waldheim á kjörstað í Vínarborg á sunnudag. Fréttaskýrendur em sammála um að hin langa og harða kosningabar- átta í Austurríki, þar sem ásakanir á hendur Waldheim um stríðsglæpi vom í öndvegi á meðan ágreiningur um stefnu í ýmsum innanlandsmál- um gleymdist, kunni að hafa varan- leg áhrif á ímynd Austurríkis í augum alheimsins. Hin hefðbundna ímynd um frið- sæld og hlutleysi frá stórveldaátök- um í skjóli náttúrufegurðar og snævi þakinna fjallstinda hefur nú orðið að víkja fyrir beiskum raunvemleika gyðingahaturs og stríðsglæpa nas- ista í síðari heimsstyijöld. Kurt Steyrer, mótframbjóðandi Waldheims, úr röðum sósíalista, lagði í kosningabaráttu sinni mikla áherslu á óskerta ímynd Austurríkis í augum umheimsins. „Góð og já- kvæð ímynd erlendis getur verið ómetanleg,“ sagði Steyrer í kosn- ingabaráttu sinni og fullyrti að ímynd Austurríkis sem friðsæll fúnd- arstaður austurs og vesturs og griðastaður ferðamanna mætti ekki við frekari skakkafollum á erlendum vettvangi. Reyndi frambjóðandinn þar að beina athyglinni að því áfalli er Austurríki yrði fyrir á alþjóða- vettvangi ef í ljós kæmi að þjóðkjör- inn forseti landsins yrði síðar afhjúpaður fyrir alþjóð sem forhert- ur stríðsglæpamaður nasista. Röð hneykslismála Austurríkismenn hafa á örfáum árum orðið vitni að hveiju hneyksl- ismálinu á fætur öðru, hneykslismál er sett hafa svartan blett á landið á alþjóðavettvangi. Hver man ekki eftir eitruðu aust- um'sku vínunum, fúllum af ban- vænum frostlegi, er sýktu hundruð manna á síðasta ári og lögðu austur- rískan víniðnað sem næst í rúst? Annað hneyksli varð einnig opin- bert á síðasta ári, um óráðsíu og endalaust tap í rekstri Voest-Alpine fyrirtækisins, ríkisrekins risastálfyr- irtækis er átti að verða stolt austur- rísks þungaiðnaðar. Að auki hefur á undanfömum mánuðum orðið uppvíst um fjölda- mörg fjárglæframál er tengjast misferli háttsettra embættis- og stjómmálamanna i Austurríki er síðar hafa orðið að segja af sér og bíða þess nú að dómur falli. Þeirra á meðal em háttsettir starfsmenn í flokki austurrískra sós- íalista og fyrrum nánir samstarfs- menn æðstu valdhafa. Enn öll þessi hneykslismál hafa algerlega fallið í skuggann eftir að ásakanir um aðild forsetaframbjóð- andans Waldheims að stríðsglæpum nasista urðu háværari. Samviska þjóðarinnar Ásakanir alheimssamtaka gyðinga hafa ekki aðeins varpað ljósi á vafa- sama fortíð aðalritarans fyrrverandi heldur hefur sviðsljósinu verið beint að samvisku austurrísku þjóðarinn- ar, aðild hennar að uppgangi Þriðja ríkis Hitlers á stríðsámnum og leyndu gyðingahatri á meðal austur- rísks almennings. Stíflan brast í mars síðastliðnum eftir að austum'ska blaðið Profil og bandaríska stórblaðið New York Times fullyrtu að Waldheim hefði á árum síðari heimsstyijaldar gegnt herþjónustu á Balkanskaga og tekið þátt í grimmilegri herferð þýska hemámsliðsins gegn föðurlandsvin- um í Júgóslavíu á árunum 1942 til 1945. Waldheim hafði áður fullyrt að herþjónustu hans hefði lokið árið 1941 eftir að hafa særst á austurvíg- stöðvunum. Waldheim vísaði þegar á bug að- dróttunum þess efnis að hafa vísvít- andi reynt að hylma yfir þann tíma er hann gegndi herþjónustu á Balk- anskaga og sagðist ekkert hafa fjallað um þann tíma í æviminning- um sínum af þeirri einföldu ástæðu að hann hefði ekki talið það tímabil nógu merkilegt í sögu sinni. Waldheim hefur einnig staðfast- lega neitað að hafa á nokkum hátt verið viðriðinn brottflutning gyð- inga frá Balkanskaga í útrýmingar- búðir og segist ekki hafa vitað af slíkum nauðungarflutningum. Þessu hafa gyðingar harðlega mót- mælt og telja ómögulegt annað en aðalritarinn fyrrverandi hafi vitað af brottflutningi gyðinga í nauðung- arbúðir. Stolt Austurríkis Gífurleg umfjöllun umheimsins á máli Waldheims og forsetakosning- unum í Austurríki, þar sem forsetinn tilvonandi hefur mátt þola harða gagnrýni, hefur vakið mikla undmn Austurríkismanna. Þeir virðast alls ekki hafa búist við slíkri umfjöllun í erlendum fjölmiðlum og sh'kri al- heimsgagnrýni á mann er á sínum tíma var sem goð í hugum þeirra, stolt Austurríkis, sjállúr aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fyrrum utan- ríkisráðherra, sendiherra og virtur stjómarerindreki. Fréttaskýrendur telja að á vissan hátt megi skýra ömggan sigur W ald- heims í forsetakosningunum með „samúð og vorkunnsemi" austur- rískra kjósenda með gamalli fyrir- mynd sinni er hafi mátt þola ómælda gagnrýni erlendis frá. Auk þess virð- ist sem austurrískum kjósendum sé ,af eðlilegum ástæðum kannski, ekk- ert of vel við áð láta einhverja útlendinga segja fyrir um hver verði valinn næsti forseti þeirra eigin heimalands. Gagnrýni á alþjóðavettvangi virð- ist því á endanum hafa hjálpað Waldheim í glæsilegum kosninga- sigri hans á sunnudag. Austurríkismenn virðast að auki ekki vera eins viðkvæmir fyrir eðli ásakana á hendur Waldheim og margir þeir er gagnrýnt hafa hann. Þeir er upplifðu hörmungar stríðs- ins, og yngri kynslóðir að auki, sætta sig almennt við þann grundvöll er finna má í málflutningi þeirra er varið hafa Waldheim fyrir ásökun- um erlendis frá um að hann og fleiri hafi aðeins verið að gera skyldu sína og tekið við skipunum frá yfirboð- urum. „Öll flækt í stríðsaðgerðir" „Hér vita það allir að við vorum öll á einhvem hátt flækt í stríðsað- gerðir nasista í stríðinu, það var einfaldlega ekki um neitt annað að ræða,“ er haft eftir kosningastjóra Waldheims, Gerold Christian, skömmu fyrir kosningar. Gagmýni é hendur Waldheim á erlendum vettvangi hefur verið óvæginn. Virt dagblöð hafa opinberlega ásakað hann um lygar, háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum hafa beitt sér fyrir því að honum verði ekki veitt vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og opinberri rann- sókn hefur nú verið hleypt af stað í ísrael og í Bretlandi er miðar að því að leiða í ljós sannleiksgildi ásakana á hendur Waldheim. Waldheim segir sjálfúr að nú, eftir að kosningabaráttan er yfirstaðin, muni ófriðaröldur lægja og þær raddir þagna er hvað háværast hafa fordæmt hann á undanfömum mán- uðum. Kurt Waldheim tekur formlega við embætti forseta Austurríkis af frá- farandi forseta, Rudolf Kirchslaeger, þann 8. júlí næstkomandi. Kosningaspjald með mynd af Waldheim. Á spjaldið hefur einhver andstæð- ingur málað orðið nasisti til að ófrægja frambjóðandann. Spumingin um nasistafortíð forsetans nýkjöma og meinta aðild hans að stríðsglæpum setti svip sinn á austurrísku þingkosningamar. Umsjón: Ólafur Arnarson og Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.