Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Síða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986. 17 Iþróttir lþrottir lþróttir „Vona að þú haf- ir rétt fyrir þér “ hann reykir þrjá pakka af Prince vindlingum á degi hverjum en er þó að reyna að hætta. „En við eigum Elkjær“ Dönsku blöðin eru stútfull af fréttum af landsliði sínu í knattspymu þessa dagana og þar fær Elkjær einna mest pláss. Eitt dönsku blaðanna sagði í gær að ítalir ættu páfann, Bandaríkja- menn Ronald Reagan en „við eigum Preben Elkjær “. Slíkur dýrlingur er hann í augum Dana og reyndar fleiri. Elkjær er nú markahæsti leikmaður HM og ef svo heldur fram sem horfir verður hann markakóngur keppninn- ar. Hann er að sjálfsögðu í sjöunda himni yfir velgengni danska liðsins: „Við komum hingað til að leika skemmtilega knattspymu og stefndum að þvi að komast í 16-liða úrslitin. Það hefur tekist og vonandi fáum við að leika okkar knattspymu í næstu leikj- um,“ sagði Elkjær eftir leikinn gegn Uruguay og var ekki ánægður með margar mddalegar tæklingar Ur- uguaymanna. „Danskt dýnamit“ Eins og áður sagði eiga dönsku blöð- in ekki lýsingarorð til að Iýsa leik danska liðsins og Prebens Elkjær gegn Umguay. Danmörk er á hvolfi þessa dagana og knattspymuunnendur í Danmörku og reyndar Danir allir og fleiri eiga sér nú þann draum heitastan að danska liðið verði heimsmeistari. En eiga Danir möguleika á að verða heimsmeistarar? Preben Elkjær: „Það er ómögulegt að segja. Okkur hefur gengið framar vonum og mér er óhætt að segja að danska liðið hafi þegar * náð betri árangri en búist var við fyr- ir HM í Mexíkó. Og auðvitað erum við nokkuð ánægðir með okkur þessa dagana og þykjumst hafa ástæðu til. Allt gott sem við gerum í næstu leikj- um er einungis viðbót við góðan árangur okkar og við erum allir stað- ráðnir í að komast eins og langt í úrslitunum og kostur er,“ segir marka- skorarinn Preben Elkjær Larsen. -SK - Danir hógværir eftir sigurinn gegn Uruguay á Preben dag Elkjær hefur skorað „Ég reikna ekki með að verða markakóngur HM-keppninnar. Það er mikilvægast að liðinu gangi vel í leikj- um sínum. Við erum 22 vinir í lands- liðshópnum og leikum hver fyrir annan,“ segir Preben Elkjær Larsen. þjóðhetja Dana um þessar mundir, eft- ir frábæra leiki með danska landslið- inu á HM í Mexíkó. Preben Elkjær er alveg dæmalaus knattspymumaður. Hann lék sinn 58. landsleik gegn Uruguay og i leikjun- um hefur hann skorað 36 mörk. Þessi 36 mörk hefur hann skorað í 27 leikj- um og danska liðið hefur sigrað í þeim öllum að einum undanskildum. Og það sem kannski er merkilegast við þenn- an frábæra knattspymumann er að Mál-kjær kk reykir þrjá pakka Danir hafa sigrað í 26 af 27 leikjum þegar v * j „Danir verða {heimsmeistarar“ - segir þjátfari Uruguay „Ég er ekki í nokkrum vafa með dönskum fótbolta og vissi um að Danir verða heims- meistarar," sagði Omar Borras, þjálfari Uruguay, eftir tapið stóra gegn Dönum. „Fyrir leikinn bárum við mikla virðingu íyrir danskri knattspyrnu. Ég hef fylgst vel að þeir ættu landslið i heims- klassa. Danir eru með besta liðið í riðlunum og lið sem hef- ur leikmenn eins og Elkjær, Laudrup, Olsen og Lerby verð- ur heimsmeistari,“ sagði Borras. -SK iisælasti og besti knattspyrnumaður heims i dag. Þrátt fyrir að hann á degi ;ttum hefur hann náö frábærum árangri í iþrótt sinni. Hversu góður yrði hann inn skora ef hann reykti ekki? , Símamynd/Reuter n Kanadamönnum i gærkvöldi en unnu samt ?ru úr leik. Á þessari mynd er Sovétmaðurinn Kanada náði að bjarga með góðri markvörslu. ;Ennmethjá Ragnheiði i i -í Kanada _ Sundkonan góðkunna frá Akra- | nesi, Ragnheiður Runólfsdóttii', Isetti emi Islandsmet í sundi á móti i Kanada í gær. Það var í 200 inetra Ibríngusundi og hún tvíbætti metið. í úrslitum synti hún á 2:42,90 mín. | og sigraði í greininni. j Tveir leikir ! á HM í dag | Tveir leikir fara fram á HM í ■ Mexikó í dag, báðir i a-riðli. Heimsmeistarar Ítalíu leika gegn I Suður-Kóreu og Argentina mætir I Búlgaríu. Argcntína er efst i riðlin- I um með 3 stig en Ítalía og Búlgaría j hafa hlotið 2 stig og eru með sömu Imarkatölu, 2-2. Suður-Kóreumenn eru aðeins með eitt stig og eru nær | örugglega úr leik. -SK I Erlendir fréttamenn, sem komu i herbúðir danska landsliðsins i gær, daginn eftii' stórsigur danska liðsins gegn Uruguay, gátu ekki greint að dönsku leikmennirnir hefðu kvöldið áður unnið einn mesta og óvæntasta sigur HM-keppninnar. Leikmenn danska liðsins voru mjög rólegir og hógværir í viðtölum sínum við blaðamenn. „Ég held að Brasilíu- menn og Frakkar muni koma til með að leika til úrslita í þessari heims- meistarakeppni," sagði markaskorar- inn Preben Elkjær Larsen og bætti við: „Okkur mun ekki takast að kom- ast alla leið í úrslitaleikinn." „Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér“ Klaus Berggreen sagði: „Við lékum betur þegar við unnum Sovétríkin 4-2 í Kaupmannahöíh en gegn Uruguay hér í Mexíkó." Vestur-Þjóðverjinn, Sepp Piontek, landsliðsþjálfari Dana, var kátur og greinilega ánægður með sína menn. Þegar blaðamaður spurði hann hvort • Sepp Piontek, þjálfari Dana. Hann hefur þegar gert kraftaverk með danska liðið i Mexíkó. líkja mætti danska landsliðinu nú við landslið Hollands árið 1974 sagði hann: „Það er mér mikil ánægja að heyra þig segja þetta. Ég vona bara að þú hafir rétt fyrir þér. Ég veit að við erum með gott lið. Ég held að við getum sigrað Vestur-Þýskaland þrátt fyrir að þeir séu með eitt besta liðið hér í Mexíkó." Sivebæk í stað Bertelsens Piontek sagði að líklega myndi Jens Jöm Bertelsen ekki leika meira með Dönum i keppninni. Og mjög líklegt væri að Jolin Sivebæk, Manchester United, tæki stöðu hans á miðjunni. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði Per Frimann tekið stöðu hans en hann væri farinn heim til Dan- merkur og myndi þar gangast undir uppskurð. Piontek sagði einnig að þeir Frank Amesen og Michael Laudrup hefðu orðið fyrir meiðslum í leiknum gegn Umguay en hann reikn- aði með að þeir yrðu báðir með gegn Vestur-Þýskalandi, úrslitaleiknum í „riðli dauðans". -SK Tveir í heimsklassanum Dönsku landsliðsmennimir fengu ekki slorlegar einkunnir eftir leikinn gegn Uruguay hjá einu dönsku blað- anna. Preben Elkjær og Michael Laudmp fengu 8, hæstu einkunn og heims- klassa. Morten Olsen, Jens Jöm Bertelsen og Frank Amesen fengu 7, framúrskarandi, Klaus Berggreen, Sören Lerby, Henrik Andersen og Ivan Nielsen fengu 6, stórleikur, Sören Busk fékk 5, yfir meðallagi. Mark- vörður danska liðsins, Troels Ras- mussen var með lægstu einkunnina, 4 sem þýðir í meðallagi góður. Danska blaðinu fannst hann ekki hafa sýnt öryggi í úthlaupum og einnig hafi hann verið áberandi taugaóstyrkur undir ýmsum kringumstæðum. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.