Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Page 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986. 31 Utvarp Siónvarp í síöasta þætti missti Corrado lögregluforingi dóttur sina, vin og samstarfsmann, öll dauðsföllin af mafíunnar völdum. Nú stendur Corrado einn uppi og hyggur ð .. Sjónvarpið kl. 21.45: Corrado hyggur á hefndir - spennan eykst í Kolkrabbanum Annar þáttur í seinni þáttaröðinni um Kolkrabbann er á dagskránni í kvöld og segir þar frá lögregluforingj- anum Corrado Cattani sem á í baráttu við mafíuna á Sikiley. I síðasta þætti var Corrado í hálf- gerðri uppgjöf og ætlaði alfarið að draga sig út úr deilum við mafíuna, enda búinn að fá að kenna illilega á henni; missti ástkonu sína af mafíunn- ar völdum og dóttir hans á taugahæli eftir að henni hafði verið rænt af ma- fíósum til að ógna honum. Og ekki gerði mafían endasleppt með grimmdarverkin, enn er mannslífum fómað. Vinur hans og samstarfsmaður voru drepnir eftir að hafa komist að mikilvægum upplýsingum um starf- semi mafíunnar. Dóttir Corrados, Paola, bíður líka bana. Þá er Corrado nóg boðið. Hann stendur einn eftir uppi og engu er að tapa. I kvöld sjáum við hann á ný taka upp hanskann gegn mafíunni, hann hyggur á hefíidir. -BTH íslenska listakonan Guóný Magnús- dóttir er myndefnið i finnsku kvik- myndinni sem sjónvarpiö sýnir i kvöld. Sjónvarpið kl. 22.50: Leiiiistar- maður - af listakonunni Guðnýju Þetta er finnsk kvikmynd um ís- lensku leirlistarkonuna Guðnýju Magnúsdóttur, sem lengi hefur lifað og starfað í Finnlandi þar sem hún hefur vakið athygli fyrir list sína og haldið íjölda sýninga. Guðný lærði upphaflega keramik hér á landi hjá Gesti og Rúnu en hef- ur nú alfarið snúið sér að leirlistinni. Síðast sýndi hún verk sín hér á landi á Listahátíð kvenna síðasta sumar. Meðal verka heruiar þar vom geysi- stórir skúlptúrar sem vöktu mikla athygli. Nú starfar Guðný í Sveaborg, norr- æna listasetrinu við Helsinki. Skafti Guðmundsson sá um kvik- myndatökuna. -BTH Veðrið I dag verður sunnan- og suðvestan- átt á landinu, víðast hvar kaldi, skúrir eða slydduél verða sunnan- og vestan- lands en skýjað og þurrt að kalla norðan- og austanlands. Á Vestfjörð- um má búast við norðaustanátt og slyddu öðru hverju. Hiti verður 3-6 stig norðantil á landinu en 5-9 stig sunnantil. ísland kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 4 Galtarviti skýjað 3 Hjarðarnes skýjað 7 KeflavíkurflugvöUur rigning 3 Kirkjubæjarklaustur skýjað 5 Raufarhöfn skýjað 4 Reykjavík rign/súld 2 Sauðárkrákur rigning 2 Vestmannaeyjar skúr 6 Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen þokumóða 10 Helsinki léttskýjað 13 Ka upmannahöfn léttskýjað 14 Osló þokumóða 14 Stokkhólmur hálfskýjað 14 Þórshöfn léttskýjað 8 Útlönd kl. 18 í gær: Algarve skýjað 23 Amsterdam léttskýjað 18 Barcelona heiðskírt 20 (Costa Brava) Berlín heiðskírt 20 Chicagó léttskýjað 22 Feneyjar léttskýjað 23 (Riinini/Lignano) Frankfurt léttskýjað 22 Glasgow léttskýjað 10 London alskýjað 18 LosAngeles mistur 24 Lúxemborg léttskýjað 20 Madrid léttskýjað 30 Malaga skýjað 22 (Costa DelSol) Mallorca léttskýjað 22 (Ibiza) Montreal heiðskírt 21 New York léttskýjað 26 Nuuk þoka 2 París léttskýjað 25 Vín léttskýjað 20 Winnipeg alskýjað 24 Valencía skýjað 21 (Benidorm) Gengið Gengisskráning 1986 kl. 09.15 nr. 106 - 10. júni Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 41.240 41.360 41.380 Pund 61.914 62.094 62.134 Kan. dollar 29.659 29.746 29.991 Dönsk kr. 4.9902 5.0047 4.9196 Norsk kr. 5,4210 5.4367 5.3863 Sænsk kr. 5.7282 5.7448 5,7111 Fi. mark 7.9552 7,9784 7.9022 Fra. franki 5,8013 5.8182 5,7133 Belg. franki 0.9050 0.9076 0.8912 Sviss. franki 22.4009 22,4661 22,0083 Holl. gyllini 16.4074 16.4551 16.1735 v-þýskt mark 18.4684 18,5222 18.1930 it. lira 0,02692 0,02699 0.02655 Austurr. sch. 2.6272 2.6348 2.5887 Port. escudo 0.2731 0.2739 0.2731 Spá. peseti 0.2886 0.2895 0.2861 Japanskt yen 0.24563 0.24635 0.24522 Írskt pund 56.011 56.175 55.321 SDB (sérstök dráttar- réttindi) 47,8981 47,0376 47.7133 Simsvati vegna gengisskráningar 22190 MINNISBLAÐ Muna eftir aÓ fá mér eintak af r Útvarpið, rás 1, á morgun kl. 9.05: Kötturinn Markús Árelíus -nýsaga í Morgunstund bamanna Sagan i Morgunstundinni segir frá kettinum Markúsi Áreliusi sem er þelm hæfileika gæddur að skilja mannamál. Ný saga er nú hafin í Morgun- stund bamanna og heitir hún Markús Árelíus og er eftir Helga Guðmundsson sem les söguna. Markús Árelíus er heimiliskött- ur á besta aldri. Hann lítur á sjálfan sig sem hluta af fjölskyl- dunni sem hann býr hjá en hún samanstendur af Ólafi og Hildi og dóttur þeirra, Beggu. Markús Ár- elíus segir sjálfur frá því sem á daga hans hefur drifið, fyrst því sem honum finnst ástæða til að riíja upp frá æsku en síðan segir hann frá nýliðnum atburðum. Hann er góðviljaður en heldur seinheppinn og ekki leikinn veiði- köttur, þrátt fyrir að löngunin grípi hann stundum og leiði hann í ógöngur. Að einu leyti er Markús fremri öðrum köttum. Hann skilur mannamál og getur rætt við sína nánustu. Þessi hæfileiki veitir honum óneitanlega forskot fram yfir flesta ferfætlinga og gefur hon- um færi á að láta í ljós skoðanir sínar á ýmsu því sem hann sér og heyrir hjá mönnunum. Vinafár er hann meðal manna þrátt fyrir góð- vildina. Ástæðan er sú að honum hættir til að misskilja gestrisni fólks, einkum ef hann sér opinn glugga á nóttunni. Meðal katta er Pétur mikli, bróðir hans, besti vin- urinn en harðsnúni villikötturinn, sá Guli, hættulegasti óvinurinn. Sagan er 11 lestrar og lýkur henni 23.júní. -BTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.