Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1986, Qupperneq 32
FRETTASKOTIÐ Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnieyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚN-Í 1986. Hermann tók tuttugu milljónir í okurvexti „Ég á eftir að fara yfir þetta en ég reikna með að þetta sé rétt,“ sagði Hermann Björgvinsson er Ólöf Pét- ursdóttir, héraðsdómari í Kópavogi, spurði hann hvort hann kannaðist við ákæru í okurmálinu svonefnda er honum var birt klukkan 9.30 í morgun. Hermanni Björgvinssyni er gefið að sök að hafa tekið sér rúmlega 20 milljónir og 700 þúsund krónur um- fram lögleyfða vexti af lánum er hann veitti £5 einstaklingum árin 1984- 85. Með réttu hefði Hermann Björgvinsson mátt taka um 6 millj- ónir í vexti af lánum þessum en hann tók rúmlega 26 milljónir. mtm + m «* Fjonr a slysadeild Bílvelta varð við Laxámes í Kjós í gærkvöldi um níuleytið. Ökumaður og þrír farþegar bifreiðarinnar voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. -FRI Fréttaskot DV: 62-25-25 Símanúmeri fréttaskots DV, símans sem aldrei sefur, hefúr verið breytt. Það er nú 62-25-25, Þeir lesendur DV, sem óska eftir að koma ábendingu um frétt á framfæri við blaðið, hringja því í síma 62-25-25. 'DV tekur á móti fréttaskotum allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Greiddar eru 1000 krónur fyrir hvert fréttaskot sem birtist í blaðinu og 3000 krónur fyrir besta fréttaskot vikunn- ar. Þið munið nýja símann: 62-25-25. JSS rjiii/no/1""' LOKI Fógeti i gær, okrari i dag, hvað á morgun? I ákæm ríkissaksóknara er krafist refsingar, endurgreiðslu á okurvöxt- um og greiðslu málskostnaðar. Hermann Björgvinsson mætti fyrir rétti, íklæddur leðuijakka, í fylgd með eiginkonu sinni og réttargæslu- manni, Grétari Haraldssyni. Hann hlýddi rólegur á upplestur Ólafar Pétursdóttur er hún las upp nöfh þeirra einstaklinga er þegið höfðu lán hjá honum og tilgreindi í hverju dæmi hversu háa vexti Hermann hafði tekið af viðskiptavinum sínum. Engin svipbrigði sáust á andliti hins ákærða nema hvað hann dæsti af og til. Til nokkurra átaka kom fyrir utan dómsalinn í húsakynnum bæjarfó- getans í Kópavogi er héraðsdómar- inn hafði lokið upplestri sínum. Er Hermann Björgvinsson gekk úr salnum og varð ljóst að fjósmyndari DV var til staðar henti hann frá sér málskjölunum og réðst að ljósmynd- aranum. Krafðist Hermann þess að filma ljósmyndarans yrði gerð upp- tæk á staðnum en þeirri kröfú vár ekki sinnt. Á meðan á þessu gekk voru sjónvarpsmenn að stilla upp tækjum sínum utan við húsið. DV er ekki kunnugt um hvemig Her- mann Björgvinsson brást við þeim ráðagerðum. -EIR Hermann Björgvinsson á leið úr úr dómsalnum í morgun. DV-mynd GVA. Veðrið á morgun: Skúrir suð- vestan- lands Á morgun verður suðvestlæg átt á landinu og fremur kalt víðast hvar. Skúrir verða um sunnan- og vestan- vert landið en þurrt að kalla norðan- lands. Hiti á landinu verður á bilinu 5-9 stig. Fjáriagahallinn: „Byrjum áað skera niðuryfir vinnuna kk „Það var áætlað að halli á fjárlögum þessa árs yrði 1,5-1,6 milljarðar. Hann verður eitthvað meiri, ekki mikið. Við erum með í undirbúningi ýmsar að- gerðir til þess að draga úr þessari þróun á seinni hluta árins. Meðal ann- ars verður skorin niður yfirvinna. Það getur munað hundruðum milljóna," sagði Steingríínur Hermannsson for- sætisráðherra í morgun. „Ríkisstjómin hefúr lýst því yfir að draga verði markvisst úr fjárlagahall- anum. Við það ætlum við að standa. Það er ofætlun að gera þetta á einu ári og við höfum rætt um að deila þessu á þrjú ár. Fjárlagafrumvarp fyr- ir næsta ár verður ekki með eins miklum halla og fjárlögin í ár, það er alveg víst.“ Er þá hægt að skera endalaust nið- ur? „Nei, þáð er að vísu hægt að einhveiju marki ennþá. En ég bendi á skýrsluna um skattsvikin. Ef til vill má bæta innheimtuna. Annars er það mín persónulega skoðun að ef við ætl- um að halda uppi sama þjónustustigi og undanfarið komumst við ekki hjá því að auka tekjur ríkissjóðs með ein- hveijum hætti. Áttu þá við skattahækkanir? „Það er venjulega um þær að ræða, já, ásamt öðm. En þetta hefúr ekki verið rætt í stjómarflokkunum núna. Ég sé bara ekki að hjá því verði komist ef við ætlum að halda uppi þessari þjón- ustu sem fólkið vilL“ Hvenær ætlarðu að láta kjósa? „Það liggur ekkert á að kjósa. Aldrei þessu vant er ég sammála leiðara D V, leiðar- anum um að ríkisstjómin eigi að standa við gerða samninga á vinnu- markaðnum og loforð um lága verð- bólgu. Þessu verki er ekki lokið og ég tel að við eigum að skila því af okkur áður en kosið verður," sagði forsætis- ráðherra. -HERB Hvrt borg ínótt Snjókoma var í Reykjavík klukkan þijú í nótt og hiti þú við frostmark, samkvæmt upplýsingum Veðurstofú. Jörð var hvít á höfuðborgarsvæðinu fram til klukkan sex í morgun. Á öllu landinu nema Suður- og Suð- austurlandi hefur orðið vart snjókomu síðasta sólarhring. Á norðanverðu landinu var slydda um miðjan dag í gær' Sjúkrabíll á leið milli Isafjarðar og Suðureyrar lenti í byl á Botnsheiði í nótt. „Það var svo hvítt að það rann allt saman,“ sagði Guðmundur Fylkis- son, bílstjóri sjúkrabílsins, sem flutti bam í asmakasti frá Suðureyri. Vel búinn sjúkrabíllinn tafðist lítið en háar heiðar Vestfjarða voru í morgun taldar ófærar fólksbílum. Veðurstofan spáir áfram skúraveðri suðvestanlands og svipuðum hita en bjartara og hlýnandi veðri noiðaust- anlands. -KMU í 4 i 4 5 4 4 4 4 0 4 5 5 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.