Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Skipstjórinn á Sigurfara féll útbyrðis: Lifði af fjörutíu mín- útur í köldum sjónum Skipstjórinn á Sigurfara frá Vest- mannaeyjum vann það þrekvirki að lifa af 40 mínútna dvöl í 10 stiga heitum sjó er hann féll útbyrðis af skipinu þar sem það var statt á veið- um skammt vestur af eyjunum. Sigurfari er nýtt skip í flotanum, keypt 2ja ára gamalt frá Svíþjóð, og var það í sinni fyrstu veiðiferð. Skip- stjórinn, Benóný Friðrik Færseth var einn í brúnni en allir aðrir í aðgerð undir þiijum er atburður þessi átti sér stað. Skipstjórinn var að toga á skipinu, aðeins klæddur bol, skyrtu, buxum og inniskóm er honum varð gengið út á gálgann af brúnni. Þar skrikaði honum fótur og féll hann útbyrðis. Er hann horfði á eftir skipinu sigla frá sér taldi hann að sínar síðustu stundir væru upprunnar. Hann gafst þó ekki upp og barðist við að halda sér á floti. Skömmu eftir að hann féll útbyrðis söknuðu skipveijar hans og snéru skipinu við. Svo heppilega vildi til að þeir komu auga á hann í sjónum og tókst að bjarga honum um borð aftur. Hafði hann þá legið í sjónum, lítt kleeddur í 40 mínútur. Ekki mátti á tæpara standa að honum yrði bjargað um borð aftur því við komuna til Vestmannaeyja sagði hann að hann hefði stöðugt sigið dýpra í sjóinn eftir því sem leið á. Er skipið kom til Vestmannaeyja aftur var Benóný orðinn nokkuð hress eftir volkið en harrn var settur inn á sjúkrahúsið og dvelur þar nú. Sigurfari mun hinsvegar aftur farinn á miðin. -FRI DV í Hrásey: „Mest selda blað- iðá eynni“ Jón G. Haukssan, DV, Akureyrr Þær voru hressar, mæðgumar Haf- dís Júlíusdóttir og Sigurbjörg Guð- laugsdóttir, þegar blaðamaður DV hitti þær að máli úti í Hrísey á dögun- um. Þær voru þá að koma frá því að sækja væna bunka af DV í Hríseyjar- ferjuna „Sævar“. Astæðan var sú að Sigurbjörg er umboðsmaður blaðsins í Hrísey og leggur sinn skerf af mörk- um til að það komist fljótt og vel til lesenda sinna þar. „DV er vinsælt blað,“ sögðu þær mæðgur um leið og þær snöruðu bunkunum frá borði. „Raunar mest selda blaðið á eynni.“ Þær mæðgumar Hafdís Júlíusdóttir t.v. og Sigurbjörg Guðlaugsdóttir snara DV-bunkunum frá borði í Hrísey. DV-mynd JGH EskHjörður: Fimm sóttu um bæjar- stjór- ann Regína Thorarensen, DV, Eskifiiði; Fimm hafa sótt um stöðu bæjar- stjóra á Eskifirði. Verða umsókn- imar teknar til meðferðar í dag. Að sögn Hrafhkels Jónssonar skoraðist Jóhann Klausen, fráfar- andi bæjarstjóri, undan því að sitja iengur þegar ljóst var hveijir myndu mynda meirihluta bæjar- stjómar, en meirihlutasamstarf hefur tekist með óháða lista Hrafnkels Jónssonar ásamt Ai- þýðuflokki og Sjálfstæðisflokki. Eiga tveir síðamefndu sinn mann- inn hvor í bæjarstjóm en óháðir eiga tvo. Alls sitja sjö fulltrúar í bæjarstjóminni. Hrafhkell er forseti bæjarstjóm- ar og er hann sá eini af nýkjömum fulltrúum sem setið hefur í bæjar- stjóm áður. I dag mælir Dagfari________I dag mælir Dagfari________I dag mælir Dagfari Fallistar í lagadeild Ekki alls fyrir löngu var sagt frá því í blöðum að nær áttatíu prósent laganema hefðu fallið á prófi í al- mennri lögfræði. Þetta fall hefur sætt nokkurri undrun enda hefur það heyrt til undantekninga að menn falli á lagaprófum. Lögfræð- ingastéttin er barmafull af fúxum og tossum sem tóku lagapróf með láði. Nú eru menn að leita skýringa á þessum óvæntu tíðindum. Einfaldast er náttúrlega að ganga út frá því að laganemar séu upp til hópa illa gefti- ir og lítt til framhaldsnáms fallnir. En það er ekki einhlít skýring vegna þess að lögfræðingar, sem hafa út- skrifast fram að þessu, hafa aldrei verið taldir með háa greindarvísi- tölu, þannig að gáfhafar hefur ekki verið júristum til trafala. Af þessu tilefni var leitað til Sig- urðar Líndal prófessors sem sakaður hefur verið um að standa fyrir fall- inu. Nemendumir hafa nefiiilega fundið það út, eins og jafhan áður, að það sé ekki þeim að kenna heldur kennurunum þegar þeir fyrmefndu standast ekki próf. Og ekki stóð á svörunum hjá Sig- urði. Hann segir að menntakerfið bjóði þessu falli heim. í Háskólann flykkist fólk sem aldrei hefur lært að læra, veit ekkert og getur ekkert. Menntaskólar útskrifa unglinga með þriðju einkunn og virðast hafa það að markmiði að sleppa nemend- unum í gegnum skólana með sem minnstri fyrirhöfh. Það markmið hafa nemendumir líka. Sigurður tel- ur til lítils að útskrifa stúdenta með þriðju einkunn þegar akademiskt nám gerir þær kröfur til háskóla- stúdenta að þeir taki próf upp á fyrstu einkunn. Þá er sjálfgefið að þeir falla, segir Sigurður. Laganemar em ósáttir með þessar útskýringar prófessorsins. Þeir halda því fram að prófin séu of þung. Þau séu ekki útbúin fyrir nemendur til að ná þeim heldur til að nemend- ur falli á þeim. Þetta eiga margir erfitt með að skilja. Almenningur, sem aldrei hef- ur þreytt próf í lagadeildinni en hefur þó lokið skyldunni, man ekki betur en að próf séu létt þegar nem- andinn er lesinn en þung þegar hann er ekki lesinn. Þannig komust þeir í gegnum skólaskylduna með því að læra undir prófin. Kannske er þessu öðm vísi farið í lagadeildinni. Einn nemendanna staðhæfir í blaðagrein um daginn að prófað ’hafi verið í pensúmi sem ekki átti að lesa, sem er auðvitað ný aðferð og nokkuð sniðug til að fella menn á prófum. Ef það er markmið í lagadeildinni að fella sem flesta nemendur er ekk- ert við þessu að segja. En ef það er markmið hjá nemendunum að inn- rita sig í deildina til að ná prófum er hins vegar úr vöndu að ráða. Hvomtveggja gengur ekki upp. Gera verður þá kröfu til Háskólans að hann geri stúdentum grein fyrir því í upphafi að ekki sé meiningin að þeir standist prófin þannig að bless- að fólkið sé ekki að eyða tíma í að lesa námsbækur sem ekki er prófað í. Með því má fækka nemendum í Háskólanum, sem nú er orðinn sjö- tíu og fimm ára gamall og kvartar helst undan því að nemendafjöldinn sé búinn að sprengja af sér allt hús- næði. Skólinn er meira virði en nemendumir. En Sigurður Líndal finnur stúd- entum fleira til foráttu. Hann segir þá vilja gera allt í einu: giftast, eign- ast böm, bíl, byggja, fara í utan- landsferðir og komast yfir allt sem hugurinn gimist. Sigurður segir að stúdentar hafi gleypt þau lífeviðhorf að krefjast sem hæstra launa fyrir sem minnsta vinnu. Nú vilja þeir fá hæstu einkunnir fyrir sem minnst nám. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Ef að það er rétt að laganemar megi ekki eignast böm eða kaupa íbúð, ef þeir ætla sér að na prófi í almennri lögfræði, er ástæða fyrir laganema að taka tillit til þessara sjónarmiða. Þeir geta auðvitað ekki boðið prófessorum upp á þá ósvinnu að drita niður bömum eða vinna fyrir sér ef þeir vilja ná prófum í samræmi við lifhaðarhætti meinlæt- isins sem tíðkast í lagadeildinni. Lagadeildin krefst aga og skírlífis og gerir þá lágmarkskröfú að laga- nemar séu ekki að vinna fyrir sér. Það dregur hvem nemenda niður í einkunn ef hann verður uppvís að því að eiga kæmstu eða bíl svo ekki sé talað um ef hann er staðinn að því að sofa hjá. Prófessorar fylgjast nokk með því. Til þess em lagapró- fessorar. Af öllu þessu má sjá að skýringar Sigurðar Líndal um fallið í laga- deildinni eiga sér nokkra stoð. Fallið er og í þágu Háskólans sem ekki hefur pláss fyrir fleiri nemendur. Próf em til að falla í þeim. Ekki til að standast þau. Það eina sem an- grar mann er sú afleiðing að lög- fræðingastéttin geldur fyrir þessar skírlífiskröfur þegar lögfræðingar með þriðju einkunn fá ekki lengur að praktísera. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.