Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Síða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986. 5 Upphað 5«nki-Hb |>j ÝmiiUflt Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir - segir Sigurður Kárason, sem nú rekur Tívoluð í Hveragerði „Það stóð aldrei tO að skipta ávís- uninni, það vissum við Hermann báðir. Hvaða banki heíði svo sem skipt 182 milljón króna ávísun frá einstaklingi? Þetta var bara skuld- arviðurkenning," sagði Sigurður Kárason í samtali við DV í Tívolí í Hveragerði í gær. Sigurður Kárason er einn af 35 einstaklingum sem Hermann Björg- vinsson er ákærður fyrir að hafa okrað á. Við húsleit hjá Hermanni fannst meðal annars ávisun að upp- hæð kr. 181.950.000.- undirrituð af Sigurði Kárasyni. Lítil þúfa „Þetta er ólánsmál og hér sannast hið fomkveðna að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Hins vegar hef ég aldr- ei vitað til þess að það væri bannað að fá peninga að láni á íslandi. Ef ég skulda Hermanni Björgvinssyni einhverja peninga þá reyni ég svo sannarlega að greiða honum þá. I þessu okurmáli verða menn að reyna að komast að samkomulagi þannig að allir fái sitt. Það er eina skynsam- lega lausnin," sagði Sigurður Kárason sem er þrítugur að aldri, menntaður húsamálari og eigandi Hótel Borgar ásamt félaga sínum, Pálmari Magnússyni. Þá eiga þeir félagar leiktækjasalinn í Einholti og Tívolí í Hveragerði sem Sigurður rekur. Vextir og aftur vextir - En hvemig fara menn að því að koma sér í 182 milljón króna skuld? „Ég skulda Hermanni ekki 182 milljónir. Eins og ég sagði áðan þá var aldrei gert ráð fyrir að þessari frægu ávísun yrði skipt. Þetta eru ekki alvöru peningar sem liggja þama að baki heldur vextir og aftur vextir á lægri skuld.“ - Hvað skuldar þú Hermanni Björgvinssyni þá mikið í raun og vem? „Aðeins brot af þeirri upphæð sem skráð er á tékkann. í raun og vem veit engin hversu mikið fé ég skulda Hermanni. Sjálfur telur hann það vera um 30 milljónir króna.“ Sigurður Kárason segist hafa átt löng og oft á tíðum góð viðskipti við Hermann Björgvinsson. í hraða við- skiptalífsins hafi ekki alltaf verið tími til að bíða eftir bankastjórum og þar sem menn vissu að hjá Her- manni lágu peningar lá beinast við að leita þangað. „Þetta er eins og þegar ungt fólk hringir í mömmu sína til að fó lánað- an þúsundkall tímabundið. Mig vantaði fé og ég fór til Hermanns." Húsamálari og hótelhaldari Sigurður Kárason hefur ekki unn- ið við iðn sína, húsamálun, undan- farin ár. Ævintýrið byrjaði í leiktækjasalnum í Einholti og öllum að óvörum keyptu þeir Sigurður og Pálmar Magnússon allt í einu Hótel Borg fyrir þremur árum: „Það var stundum afgangur í leik- tækjasalnum og okkur langaði til að glíma við eitthvað stærra. Hótel Borg var ekki dýr. Kostaði 50 millj- ónir, útborgunin var aðeins 5 prósent og afgangurinn á löngum lánum. Það voru ekki þessi kaup sem ráku mig til Hermanns. Við lentum í verðbólgubáli og öll okkar mál urðu þung í vöfum. Hótel Borg er hins vegar ekki til sölu. Við tókum þann kostinn að leigja Ólafi Laufdai hótelið, þar er maður sem kann dan- sleikjahald og honum virðist ganga bærilega. Ég gafst aftur á móti upp á að reyna að selja fólki máltíðir á Borginni. Þama situr fólk kannski í 2-3 tíma og borðar fyrir 1000 krón- ur. Það er voniaust mál að láta það dæmi ganga upp, allt fer í laun til mannskapsins sem er að þjóna og matreiða.“ „Öll fæðumst við nakin“ Þrátt fyrir þunga skuld er ekkert uppgjafahljóð í Sigurði Kárasyni. Hann segist ekki vera að safna auði, peningar skipti sig engu máli: „Það þarf meira til að raska ró minni. A meðan ég held fullri heilsu og útlimimir dansa eftir höfðinu er allt í lagi. Vinnan er allt mitt líf. Ég hef unnið fyrir mér svo lengi sem ég man, aldrei tekið sumarfrí og ég ætla að halda áfram að vinna svo lengi sem ég get. Okurmálið á eftir að ganga yfir eins og annað og ég ætla ekki að eyða lífinu í að hugsa um það. Tími okkar hér á jörð er ekki svo langur að það taki því að elta ólar við óhapp eins og þetta. Öll fæðumst við nakin í þennan heim og yfirgefúm hann eins og við kom- um. Það skiptir mig ekki máli hvað stendur í veðmálsbókum fógeta. Ég ætla að lifa og vinna á meðan ég get,“ sagði Sigurður Kárason. Dómur I sjónmáli Réttarhöld i okurmálinu fara nú fram hjá Bæjarfógetaembættinu í Kópavogi og er dóms að vænta í næsta mánuði. Ljóst er að mál Sig- urðar Kárasonar er þar viðamest auk máls Gissm-ar Eggertssonar bóksala en það var hann sem kærði Hermann Björgvinsson upphaflega fvrir okur. Stóri tékkinn er i vörslu ðlafar Pétursdóttur héraðsdómara og honum verður aldrei skipt. Enda stóð það aldrei til ef trúa skal Sig- urði Kárasyni. -EIR Sigurður Kárason á kappaksturbrautinni í Tívolí í Hveragerði: - Hraðinn i viðskiptunum var stundum mikill og þá var farið til Hermanns Björgvinssonar þar sem fé var falt. DV-mynd S. Tékkinn frægi undirritaður af Sigurði Kárasyni; 181 milljón og 950 þúsund krónur. 3iÍE35^Daaiíiia.E353R 33ÍL&Í3ÍD3 « HLAUPAReiKNINGOR Arnisinoaútisu 0336331 jffl. ‘V'TÞ GREIÐID GCGN TÉKKA PESSUM . KRÓNUR 0336331+ 10< 031426> REITUA rn« TÖLVUEKEIFT - Htt HVOHKI SKAiFA NÉ STIMPLA Skrifadi ávísun að upphæð 181.950.000 krónur og afhenti Hermanni Bjorgvinssyni: Eins og að fa lánaðan þúsundkall hjá mömmu COSTA DEL SOL - BENIDORM sítt. rsu»ss?ís MALLORCA - COSTA BRAVA Eftirsóttar Gerið og hótel - verðsamanburð Beint leiguflug í sólina Fjölskyldutilboð 26. júní og 17. júlí íslenskir fararstjórax - Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir FLUGFERÐIR SOLRRFLUG Vesturgötu 17 símar 10661, 15331, 22100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.