Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Síða 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986.
Peningamarkaóur
Fréttir Fréttir Fréttir
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn-
stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74
ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri
með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningamir eru
verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán-
uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á
óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13%
nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið-
réttingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og
15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt-
um. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á
hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk
1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út
tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess
að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06.
og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða
ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtryggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25%
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8,
50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6
mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir
18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6
mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún
um hávaxtareikninginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða
verðtryggðs reiknings með 1% natnvöxtum
sé hún betri. Samanburður er gerður mánað-
arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út
af reikningnum gilda almennir sparisjóðs-
vextir, 8%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparitjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávóxtun
annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á
ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf
lausir til útborgunar.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með
13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist
tromnvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun
bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður
innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega.
12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél-
stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði,
óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir
eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er
því einnig 15,5%.
18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri
sparisjóðanna eru með innstæðu bundna
óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn-
vöxtum og 15,2% ársávöxtun.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í.
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem,
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða
óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum.
Þau eru seld með afíollum og ársávöxtun er
almennt 12 16% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til
einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna;
fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 391 þúsund krónur til einstakl-
ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna
fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu
kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns-
tími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað-
ir í einu Jagi yfír þann tíma. Séu vextir.
reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári
verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður
þá hærri en nafnvextimir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma-
bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því
10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu
dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún,
getur jafnvel orðið neikvæð.
Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á
10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft-,
ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur
og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni
6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan
því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á.
mánuði eða 27% á ári.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig
en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl.
Miðað er við grunninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986
er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924
stig á grunni 100 frá 1975.
Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04.
en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi I
vísitaJa mælir aðeins hækkun húsaleigu þar '
sem við hana er miðað sérstaklega í samning- \
um leigusala og leigjenda.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%)
11.-20.06 1986
iniftlLÁN MEÐ SÉRKJÚRUM
SJA sírlista !Í if #1 II 11 11 II 11 tiu
innlán úverotryggð
SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstæða 9.0 9.0 8,0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 10,0 10.25 10,0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0
6 mán.uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10,0 10,0 12.5 10.0
12 mán.uppsögn 14.0 14.9 14.0 11.0 12.6 12,0
SPARNAÐUR - LANSRÉTTUR SparaÖ 3-5 mán. 13,0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0
Sp. 6rnán. ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10,0 10.0
TÉKKAREIKNINGAR Avísanareikningar 6.0 6.0 2,5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3,0
Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
ÍNNIÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán.uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0
6 mán.uppsögn 3.5 3.0 2,5 2.5 3,5 2.5 3.0 3.0 3.0
iNNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6.25
Sterlingspund 11.5 10,5 9.5 9.0 9.0 10.5 9.5 11.5 9.5
Vestur-þýsk mörfc 4.0 4.0 3,5 3.5 3.5 3.5 3,5 3.5 3.5
Danskar krónur 7.5 7.5 7,0 7.0 6.0 7.5 7.0 7.0 7.0
ÚTLAN överotryggð ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 15,25 15.25 15.25 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25
VIÐSKIPTAVlXLAR 3| (forvextir) kge 19.5 k8« 19.5 kge kge kge kge
ALMENN SKULDABREf 2) 15.5 15.5 15,5 15,5 15,5 15.5 15,5 15.5 15.5
VIOSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20,0 kge 20,0 kge kge kge kge
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 9.0 9,0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 2 1/2 ári 4.0 4.0 4,0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengrien21/2ár 5,0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL FRAMLEIDSLU sjAneðanmAisd
1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- j
ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur-
þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er
2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og
viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá
þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. !
Beint frá Olafs-
vík til Portúgals
Flestir íslendingar telja svo sjálfeagt
að mesta þéttbýli landsins sé í kringum
Reykjavik að öðruvísi geti það ekki
verið. En Reykjavík var, hvað sem
fyrsta landnámsmanninum líður, ekki
nema sveitabær langt fram eftir öld-
um. Fyrsta þéttbýlismyndun á íslandi
var hins vegar í kringum Jökul, hring-
inn í kringum vestasta odda Snæfells-
ness. Og þar hófst sjósókn Islendinga
fyrst að marki.
Enn þann dag í dag má sjá merki
um upphafið. Rákir í hraun eftir kili
báta sem dregnir voru á land vertíð
eftir vertíð og ár eftir ár sjást enn á
þessum slóðum.
Ef vel er að gáð má finna leifar stein-
kofa fyrstu íslensku sjómannanna.
Elstu leifar um íslenskan sjávarútveg
á þessum slóðum eru frá 12. eða 13. öld.
Á velmektardögunum undir Jökli
sigldu farskip beint frá Ólafsvík til
Portúgals og Danmerkur með skreið
og fiskmeti. Þéttbýlismjmdun var mest
í kringum Rif og Hellissand en mikil
vorver risu í Dritvík og á Búðum. Það
er ef til vill harmleikur íslenskrar sögu
að bændur gátu að mestu kæft þétt-
býlismyndun þama sem annars staðar
í fæðingu langt fram eftir öldum. Ótt-
inn við vinnuaflsskort í sveitum var
svo mikill að vistarbandið slitnaði
seint.
Sennilega sjá flestir ekkert nema
hafnleysu í kringum Jökul, með und-
antekningum þó, en þar kemur líka
skýring á hnignun sjávarútvegs á
þessum slóðum. Báta má setja á sjó
nánast hvar sem er og þvi var eðlilegt
að róið væri frá odda nessins, þaðan
sem styst var á miðin. Er þilskip og
vélbátar komu til sögunnar þyngdist
róðurinn. Bátar urðu líka lííseigari
undir Jökli en viðast hvar annars
staðar.
Vagga íslensks sjávarútvegs. Enn veiða trillur nánast uppi í landsteinum á
þessum stað fyrir neðan Gufuskála. Þar má finna leifar um sjávarútveg frá
tímum þjóðveldisins.
Á Hellissandi hefur verið komið fyr-
ir sjóminjasafni í Þorvaldarbúð, við
vöggu sjávarútvegs á íslandi.
Það er ekki tilviljun heldur vitnis-
burður um staðreyndir að stærsti
þéttbýlisstaðurinn á odda Snæfells-
ness, Ólatsvik, á sér hundrað árum
lengri sögu en Reykjavík sem kaup-
staður.
ás
Haffjarðará
Síðasti hópur veiddi 27 laxa
Áfram heldur veiðin og sumir fá
hann en aðrir fá ekkert, svona er veið-
in og veiðiskapurinn.
Veiðihópur sem var að koma úr
Hafíjarðará var með 27 laxa og voru
tveir þeirra 18 punda. Töluvert hefur
gengið af fiski í ána og veiðist hann
víða í henni, allt frá neðsta veiðistað
og upp að fjalli.
Best veiðist á fransis flugur og túpur
í öllum litum, colly dog er skæð líka.
Vatn er mjög gott í ánni og vel yfir
meðallagi. Veiðst hafa 73 laxar og í
Haffjarðará, einni veiðiáa, er aðeins
veitt á flugu. Veitt er á 6 stangir.
Veiðivon
Gunnar Bender
Veiði er hafin í Fáskrúð og veiddi
fyrsti hópurinn 6 laxa.
í Vatnsdalsá hafa veiðst 71 lax og
er hann 22 punda, sá stærsti, tveir 21
punda eru líka komnir á land.
íslendingar eru við veiðar í ánni.
Hópurinn sem var við veiðar i ánni
hafði fengið, eftir einn og hálfan dag,
44 laxa.
G.Bender
...
Veiðin getur verið góð í Haffjarðará og á myndunum glímir erlendur veiðimaður við fisk og hefur betur. Haffjarðará er
eina laxveiðiáin þar sem eingöngu er veitt á flugu. DV-mynd Eiríkur Jónsson