Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Qupperneq 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986. Utlönd Utlönd Útlönd Útlönd Danskir jafnaðarmenn vilja Hungurvofan ógnar Haiti Á fjögurra mánaða tímabili óróa hefur efhahagsástandi á Haiti hrak- að frá því að vera slæmt og í það að vera afleitt og horfur á að ástand- ið batni í þessu fátækasta ríki á vesturhveli jarðar eru ekki taldar miklar. Að sögn Henry Namphy, forseta landsins, hafa 12.000 manns misst atvinnu sína á þeim umbrotatímum sem verið hafa síðan Jean Claude Duvalier var steypt af stóli þann 7. febrúar síðastliðinn. Flest þessara starfa voru í verk- smiðjum, sem framleiddu vörur til útflutnings og notfærðu sér ódýrt vinnuafl, en lágmarkslaun á Haiti eru nú um 120 krónur á dag. í þess- um verksmiðjum var innfluttum hráefhum breytt í. fullunnar vörur og þær síðan fluttar út, mest til Bandaríkjanna. Fyrirtæki taka saman föggur sínar „Bandarísk fyrirtæki hafa dregið mjög úr umsvifum sínum og mörg þeirra lokað verksmiðjum sínum,“ segir bandarískur hagfræðingur. „Hver er tilbúinn að fjárfesta þar sem óöryggi ríkir? Það hafa verið svo margar vinnustöðvanir síðan í febrúar að menn gátu með engu móti vitað hvort starfsmenn þeirra myndu mæta til vinnu daginn eftir.“ Þar sem hver einasti Haitibúi, sem er í vinnu, sér fyrir að minnsta kosti fimm atvinnulausum er greinilegt að þegar 12.000 störf tapast fjölgar þeim sem eru við hungurmörkin um 60.000 manns, eða 1% af heildar- §ölda íbúa. „Atvinnuleysi er alvarlegt vanda- mál,“ sagði Namphy í sjónvarpsá- varpi þar sem hann hvatti þjóð sína til að hætta mótmælum og verkföll- um. „Það er vinnan sem bætir hungrið og eymdina. Þið, Haitibúar, verðið að skilja að það er ógerlegt að leysa vandamál okkar nema friður og stöðugleiki ríki hér.“ Óleysanleg vandamál? Margir sérfæðingar eru á þeirri skoðun að vandamál Haiti séu það mikil að jafhvel þótt takist að koma á friði og stöðugleika séu þau óleys- anleg og þá skipti ekki máli hverjir sitji við völd. Hagfræðilegar upplýsingar styðja um margt þessa svartsýni. Þjóðar- tekjur eru um 15.000 krónur á mann árlega en um 85% þjóðarinnar hefur aðeins um 5.000 krónur í laun á ári eða minna. Þetta þýðir að mikill meirihluti þjóðarinnar býr við sömu kjör og íbúar á þurrkasvæðum Afr- íku. Nú er jafnvel hætta á að matar- birgðir þverri og hafa hjálparstofh- anir lýst yfir miklum áhyggjum sínum vegna þess. Áður en Duvalier fór frá völdum brauðfseddu hjálparstofhanir um 700 þúsund böm í landinu. Nú eru það aðeins um 400 þúsund böm sem njóta þeirrar aðstoðar. Ófrjósamt land Sérfræðingar segja að vandamál Haiti séu aðallega tvenns konar. Það sé of margt fólk og of lítið land. í landinu búa sex milljónir manna á 28 þúsund ferkílómetra svæði sem aðaílega er fjöllótt og illa ræktan- legt. Til samanburðar má nefria það að Dóminíska lýðveldið, sem einnig er á eyjunni Hispaniola, hefur jafn marga íbúa en tvöfalt meira land og niikið af því mjög frjósamt. Umsjón: Ólafur Arnarson Atlantshat' Kyrrahaf Svend Auken, varaformaður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, er einn helsti talsmaður nýrrar stefnu i varnarmálum sem nefnist „varfærin varnar- stefna". í henni felst að stefnu NATO er með öllu hafnað. Þótt Haiti sé í nágrenni við Bandaríkin, sem margir nefna forðabúr heims- ins, er þar fjöllótt og erfitt um vik með ræktun. Er talið að ekki verði bót á hag landsmanna um langa framtíð. Ef litið er á þjóðartekjur á mann kemur í ljós að þær eru um 15.000 krónur á Haiti, en um 52.000 krónur í Dóminíska lýðveldinu. Embættismenn segja að hjálpar- stofhanir hafi ekki brugðist nógu skjótt við og komið til hjálpar en fulltrúar hjálparstofhana segja að stjómvöld á Haiti hafi ekki enn komið með skýrar beiðnir um að- stoð. Aukin aðstoð ekki nóg Núna í júní lofaði bandaríkja- stjóm að auka árlega aðstoð sína við landið úr 53 milljónum dollara upp í 70 milljónir dollara á þessu ári. Haiti fær samtals 200 milljónir á ári frá Bandaríkjunum, Kanada, Vestur-Þýskalandi og Frakklandi. Sérfræðingar í Kanada segja að ef vel ætti að vera þyrfti aðstoðin að nema 5 milljörðum dollara á ári. Það myndi duga til að fólk hefði aðgang að drykkjarvatni, rafmagn, læknisaðstoð og nægileg matvæli til að halda hungurvofunni frá. Fyrir utan þann óróa, sem ríkt hefur í landinu frá því að Duvalier var steypt af stóli, hafa bæst við náttúruhamfarir. í byijun júní urðu flóð í suðvesturhluta landsins sem sviptu 250 þúsund manns heimilum sínum, drápu húsdýr og eyðilögðu uppskeru. Karabiska hafið gerbreytta Tveir stærstu stjómarandstöðu- flokkar Danmerkur funda nú sín á milli um nýja stefiiu í vamarmálum, sem Hans Engell vamarmálaráð- herra segir að gæti þýtt alvarlega árekstra við NATO ef þessir flokkar komast einhvem tíma til valda. Jafhaðarmenn og hinn vinstri sinnaði Þjóðarflokkur ræða nú sam- an um það sem þeir kalla „varfærin vamarstefna". Markmiðið er, að sögn talsmanna þessara flokka, að tryggja vamir Danmerkur án þess að ógna öryggi annarra. „Sú stefha NATO að gera árásir langt innan við framlínu óvinarins hefur valdi óöiyggi og ótta,“ segir Svend Auken, varaformaður Jafhað- armannaflokksins, í viðtali við Politiken. Viljum eitthvað annað „Við jafnaðarmenn viljum ásamt jafnaðarmönnum í öðrum löndum vinna að breytingum í átt að ein- hveiju sem ekki er eins ógnvænlegt og sem getur stuðlað að afvopnun og komið í veg fyrir ótta og grun- serndir." í stuttu máli er stefhan sú að koma á hemaðarkerfi sem eingöngu er til vamar, en myndi valda hverjum þeim sem reyndi að gera árás á Dan- mörku miklu tjóni. Jafnaðarmenn hafa samið frum- drög að viðræðugrundvelli. Þótt ekki hafi hann verið gerður opinber enn hafa ýmis efnisatriði lekið út. Sagt er að hin nýja stefna muni meðal annars fela í sér að breytt verði úr framsæknum vömum yfir í að veija strendur landsins. Kaf- bátum og stórum herskipum verði lagt og eldflaugum verði einungis komið fyrir á landi. Horfið verði frá notkun orrnstu- flugvéla og megináhersla lögð á loftvamir með loftvamareldflaug- um. Meiri blöndun eigi sér stað innan herafla landsins og hersveitir gerðar hreyfanlegri. Skriðdrekum verði lagt og fækkað í liði því sem á að verja Schleswig- Holstein-svæðið í samvinnu við Þjóðveija. Danmörk gífurlega mikilvæg Ef stríð biytist út í Evrópu væri staðsetning Danmerkur við mynni Eystrasalts mjög mikilvæg. Þar væri hægt að koma í veg fyrir að skip Varsjárbandalagsins næðu að kom- ast út á Atlantshaf og til Noregs. Samkvæmt þeim áætlunum, sem nú em í gildi, myndu Bretar og Bandaríkjamenn senda Dönum her- sveitir og aðstoð úr lofti og danski herinn myndi beijast við hlið banda- rískra og breskra hersveita. Engell vamarmálaráðherra segir að „varfærin vamarstefna" væri í hróplegu ósamræmi við vamaráætl- anir NATO og myndi rýra stórkost- lega möguleika Dana til að veija land sitt. „Myndi aukaliðið, sem NATO áætlar að senda hingað á hættu- stund, vera í samræmi við hina nýju vamarstefnu?" spyr hann. Óhugsandi ef Danir ætla að vera í NATO „Samvinna á hemaðarsviðinu og sameiginlegar vamir með banda- mönnum okkar hefur það í för með sér að einhliða breyting Dana yfir í „varfæma vamarstefnu" er óhugs- andi meðan Danir em í NATO,“ bætti hann við. „Varfærin vamarstefna" hefur i för með sér að miklu meira mann- fall verður meðal óbreyttra borgara í Danmörku en ella. Um leið tryggj- um við óvini okkar að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að við gerum árásir innan hans eigin landamæra. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þjóð hans komist í kynni við hörmungar stríðs," segir Engell. vamarstefnu Vestur-Þjóðveijinn, sem hefur yfirumsjón með þvi liði sem sér um vamir Jótlands og Schleswig-Hol- stein, Henning von Ondarza hers- höfðingi, hefiir varað við öllum áætlunum um að draga danska her- menn úr liði hans. Engin leið að stöðva Varsjárbandalagið Það yrði ómögulegt að stoppa heri Varsjárbandalagsins frá því að koma vestur yfir og koma í veg fyrir að breskir og bandarískir hermenn gætu komið til styrktar, sagði hann í samtali við Berlingske Tidende. En Knud Damgaard, talsmaður jafhaðarmanna í vamarmálum, seg- ir: „Auðvitað yrði ekkert gagn í „varfæmu vamarkerfi“ nema það yrði tekið upp um leið bæði vestan tjalds og austan. En ef einhver byij- ar þá hljóta menn að líta á það sem svo að það byggi upp sjálfstraust manna. Danskir stjómmálaskýrendur hafa orðið varir við andstöðu innan hins hófsama Jafhaðarmannaflokks varðandi samvinnu við hinn vinstri sinnaða Þjóðarflokk, sem hefur það á stefrmskrá sinni að Danir hætti þátttöku í kjamorkuáætlun NATO. Leið til að komast til valda En eftir íjögur ár í stjómarand- stöðu líta margir jafnaðarmenn til þess með hým auga að geta velgt minnihlutastjóm Paul Schlúters undir uggum og ræða nú um hugs- anlegt bandalag „verkamanna- flokka" við Þjóðarflokkinn til að fella stjómina, þótt þingkosningar séu ekki í Danmörku fyrr en í jan- úar 1988. Ef samkomulag næst milli flokk- anna um „varfæma vamarstefhu" áður en næsta þriggja ára vamar- áætlun verður lögð fram á næsta ári gæti það reynst jafnaðarmönnum stórt skref á leiðinni til valda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.