Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Page 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986. 13 Brengluð siðferðiskennd Miklar umræður hafa farið af stað um siðferðið í samskiptum manna. Þessu veldur svokallað Hafskipsmál. Það er kannski vonum seinna að slíkar umræður færu af stað í fullri alvöru. Fram til þess hefur tekist að svæfa þær. En nú eru þessi mál orð- in svo fyrirferðarmikil að þeim verður ekki lengur leynt. Okurmálið svonefhda og svo nú Hafskipsmálið eru þau mál sem komist hafa til sak- sóknara en margt sem þeim tengist bendir til þess að víða sé pottur brot- inn. Eins og komið hefúr í ljós þá tengjast málum þessum menn sem gegna æðstu embættum meðal þjóð- arinnar. Nú er hins vegar að sjá hvort siðferðiskennd almennings er svo sterk að mál af þessu tagi verði upplýst og þess jafnframt krafist að þeir sem við slíkt eru riðnir, viljandi eða óviljandi, segi af sér trúnaðar- störfúm. Rannsóknarnefnd Alþingis Við þekkjum fjölda dæma um hvemig á slíkum málum er tekið í þjóðlöndum í kringum okkur. Þar teljast menn ábyrgir gerða sinna og eru líka taldir ábyrgir fyrir verkum þeirra stofhana er þeir veita for- stöðu. Þessu hefur hins vegar ekki verið þannig farið á Islandi. Það er því mjög fróðlegt að vita hvemig fer með starfsmenn Útvegsbankans þegar öll kurl verða til grafar komin í Hafskipsmálinu. Verða bankastjór- amir og bankaráðsmennimir látnir sitja áfram komi það í ljós að bank- inn hafi farið langt út fynr sinn ramma í lánveitingum? Það er ljóst að bankaráðsmennimir bera þar mikla ábyrgð því þeir hafa eftirlits- skyldu. Hafi þeir ekki vitað um þessi lánamál hafa þeir brugðist skyldu sinni sem kjömir fulltrúar og em því brotlegir. Þeirri yfirlýsingu fyrr- Kjallarinn Kári Arnórsson skólastjóri verandi formanns bankaráðs Út> vegsbankans að hann hafi ekkert vitað um þessi lán verður því vart trúað. Öðm hverju hefúr komið upp hugmyndin um að starfandi væri rannsóknamefnd á vegum Alþingis. Vilmundur heitinn Gylfason hreyfði þessu máli oft. Það fékk ekki hljóm- gmnn hjá þingmönnum. Borin var fram tillaga um að Alþingi kysi sér- staka rannsóknamefnd varðandi samskipti Útvegsbankans og Haf- skips. Því var hafnað. Augljóst er af þessum dæmum að enn hafa menn ekki verið tilbúnir til þeirra verka. En skyldu menn ekki nú skilja nauð- syn þess að slíkt aðhald þurfi að vera? Alltof oft hefúr verið litið á slíka athugun í ljósi þess að póli- tískir andstæðingar ættu í hlut. Menn verða einhvem tíma að losna út úr því. Að bera ábyrgð Þegar menn gegna opinberum störfum, hvort heldur er fyrir ríki, bæjarfélög eða önnur félög, þá er það ekki lengur þeirra einkamál hvemig þeir haga afskiptum sínum. Þeir verða að gæta þess að athafnir þeirra verða gjaman settar í samband við stöðu þeirra. I því flókna viðskipta- samfélagi sem við lifum í em gildr- umar margar. Ekki er það síst þar sem siðferðisbrenglun í viðskiptum er á háu stigi eins og hér á landi. Enn hefur krafa almennings ekki risið nógu hátt í þá vem að menn sem verða uppvísir að misferli eða alvarlegum mistökum í embættis- ferli verði tafarlaust látnir víkja og strax og grunur verður um slíkt, meðan mál er í rannsókn. Nú hefur það verið upplýst að Al- bert Guðmundsson hefúr þegið háa flámpphæð að gjöf frá Hafskip. Haf- skipi hefur að sjálfeögðu verið í sjálfevald sett hverjum það gaf gjaf- ir. Það sem er áfellisvert i þessu tilviki er að fjármálaráðherra lands- ins þiggur háa fjárhæð án þess að hennar sé getið í skattframtali. Fjár- málaráðherra, æðsti yfirmaður skattamála í landinu, dregur þetta undan skatti hvort sem það er gert af gáleysi eður ei. Á sama tíma er hann að tjá sig um það í fjölmiðlum að herða þurfi eftirlit með skatt- heimtunni og koma í veg fyrir skattsvik. Ég fúllyrði að undir öllum kringumstæðum hefði slík gerð kost- að mann ráðherrastól i löndum þar sem menn hafa sæmilega siðferðis- kennd. En hér situr ráðherrann sem fastast. Það hefur einnig komið í ljós að fyrir tilverknað sama ráðherra hafa tvö skipafélög veitt formanni stærsta viðsemjEuida síns á vinnumarkaði umtalsverðan styrk. Sá maður, Guð- mundur J. Guðmundsson, er auk þess formaður Verkamannasam- bandsins og alþingismaður. Honum virðist hafa verið ókunnugt um þessa gjörð en engu að síður tekið við þessu fé. Hann sýnir þó þann manndóm umfram ráðherrann að láta af þeim embættum sem hann gegnir meðan rannsókn þessa máls fer fram. Það setur óhug að fólki þegar slík mál koma upp. Menn fyllast vor- kunnsemi í garð þeirra sem óviljandi lenda í þessu. Vorkunnsemi dregur hins vegar ekki fjöður yfir það að ábyrgð fylgir þvi að takast á hendur trúnaðarstörf. Þá ábyrgð verða menn að axla og taka afleiðingum af óvarkámi sinni. Pólitísku mold- viðri er þarflaust að þyrla upp kringum slík mál. Auðvitað koma þau sér illa fyrir þá flokka sem þess- ir menn eru fulltrúar fyrir og þar hljóta þeir að gera grein fyrir sínum málum. Ummæli flokksandstæðinga um slefandi hýenur eru því afekap- lega ómekkleg. Kári Arnórsson. „Þegar menn gegna opinberum störfum hvort heldur er fyrir ríki,bæjarfélög eða önnur félög, þá er það ekki lengur þeirra einkamál hvernig þeir haga afskiptum sín- um. Pólitískt aparteit í landinu? Allir þekkja söguna af miskunn- sama Samverjanum, en maður nokkur ferðaðist frá Jerúsalem til Jeríkó og féll í ræningjahendur er flettu hann klæðum og börðu hann og létu hann eftir hálfdauðan. En af hendingu fór prestur nokkur nið- ur veg þennan, er hann sá ferða- manninn gekk hann framhjá. Sömuleiðis kom og Levíti þar að og sá hann og gekk einnig framhjá. En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann, kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans og batt um sár hans og hellti í þau olíu og víni, og hann setti hann upp á eigin eyk og flutti hann til gistihúss og bar umhyggju fyrir honum. Og daginn eftir tók hann upp tvo denara og fékk gest- gjafanum og mælti: A1 þú önn fyrir honum, og það sem þú kostar meiru til, skal ég borga þér, þegar ég kem aftur. Kristur spyr lögvitringinn hver hafi hafi reynst náungi mannsins, sem féll í hendur ræningjunum og fékk það svar að það hefði sá verið sem gjörði miskunnarverkið á hon- um. Og Jesús sagði við hann: Far þú og gjör slíkt hið sama. Ferðamaðurinn Kristur notar prest, Levíta og Samveija í ákveðnum tilgangi. Sam- kvæmt lögmáli Gyðinga máttu hvorki prestar eða Levítar snerta lík eða dauðvona mann, - þá urðu þeir óhreinir. Samverjar voru á hinn hóg- inn grautartrúarmenn í augum réttrúaðra Gyðinga, - jafnvel hreinir heiðingjar, m.a. vegna þess að þeir viðurkenndu ekki Jerúsalem, en það er sagt frá því í Lúkasarguðspjalli að Samverjar hafi neitað að veita Jesú viðtöku á einu ferðalaga hans af því að hann var á leið til Jerúsal- em. (Lúk. 9:52). Þegar því prestur og Levíti ganga fram hjá ferðamanninum er það beinlínis vegna þess að trú þeirra bannaði þeim að hjálpa honum. Og þeir lögðu svo mikla áherslu á trú sína að hjálpsemin varð að víkja. Nú ætla ég ekki að halda því fram að svo hafi verið ástatt fyrir Guð- mundi J. og ferðamanninum. Hins vegar held ég því fram að öll þau rök, sem sett hafa verið saman fyrir Kjallarinn Haraldur Blöndal lögfræðingur því að ósæmilegt hafi verið að hálfu Eimskipafélagsins og Hafskips að leggja hönd á plóg til þess að leið- togi verkamanna í Reykjavík héldi heilsu sinni, eru hin sömu og prest- urinn og Levítinn þuldu meðan þeir skunduðu fram hjá ferðamanninum. Á hinn bóginn er Guðmundur í svipaðri aðstöðu og ferðamaðurinn gagnvart Samverjanum. Hinir rétt- trúuðu gátu ekki hugsað sér að njóta liðsinnis Samverja. Sá maður varð óhreinn. Skoði menn stöðu Guð- mundar í þessu ljósi þá sjá menn að hinir rétttrúuðu, faríseamir, hafa enn mikið um sig - þeir eru víða - ekki síst meðal blaðamanna og Al- þýðubandalagsfólks. Ekki persónuleg þakkarskuld Kjaminn í dæmisögunni af misk- unnsama Samverjanum er að ferða- maðurinn er engrar ættar, stjómmálaskoðunar, hömndslitar eða stéttar. Hann er aðeins bág- staddur maður. Og þegar menn líta bágstaddan mann eiga þeir ekki að minnast stjómmálaskoðana sinna, stéttar, hörundslitar eða ættar - þeirra skylda er að vera þeim bág- stadda náungi. Og rétt eins og það er kristnum manni skylt að veita hjálpina getur enginn orðið óhreinn af því að þiggja hana. Áð sönnu hafði Guðmundur enga möguleika á að vita hvaðan hjálpin kom - en skipti það máli? Þeir sem réttu fram höndina töldu ekki ástæðu til að kynna sig - þeir ætl- uðust ekki til þess að neinn stæði í þakkarskuld við þá persónulega. Og menn mega ekki gleyma því að það er verið að gera svona hluti á hveijum einasta degi hér á ís- landi. Hver og einn einasti Islend- ingur, sem komist hefur á kosningaaldur, hefur tekið þátt í að rétta vini sínum og kunningja og þeim, sem hann hefur aðeins spurnir af, hjálparhönd, og það er aldrei spurt eins og Ólafur Ragnar Gríms- son, Ellert B. Schram, presturinn og Levítinn gerðu: Verð ég óhreinn af þessu? Menn rétta einfaldlega hönd- ina eins og Samverjinn. Förumunkur Ólafur Ragnar segist beijast fyrir friði og kærleika milli manna í heimi hér. Sjálfur vill hann koma upp pól- itískri apartheitstefnu hér á landi og nýtur til þess stuðnings Ellerts B. Schram. Þessir menn telja að pólitík eigi ýmist að setja vinskap manna eða hjálpsemi skorður. Svo er kristni í landinu fyrir að þakka að skoðanabræður þessara manna eru fáir. Þó eiga þeir sér fylgi meðal blaða- manna. Því miður virðast nokkrir íslenskir blaðamenn hafa tekið að sér hlutverk hinna fáfróðu og of- stækisfullu flökkumunka er fóru milli þorpa á miðöldum og ólu á hjá- trú og hindurvitnum og nærðust á bálköstunum. Helgarpósturinn hefði verið ágætt tímarit þessara manna og fréttastofa sjónvarps þjónustað þá vel enda um myndrænt efni að ræða. Nefria má lítið dæmi: Halldór Sigfússon, fyrrv. skatt- stjóri, upplýsti í lítilli athugasemd í Mbl. að frá árinu 1922 a.m.k. hefði aldrei verið gerð krafa um að menn teldu fram styrki vegna læknishjálp- ar eða slíkir styrkir skattlagðir. Þessar upplýsingar var auðvelt að nálgast fyrir hvern einasta blaða- mann (gátu hringt á skattstofuna eða í ríkisskattstjóra). Þrátt fyrir það er Guðmundur J. lagður í einelti af blaðamönnum og krafinn svara hvort hann hafi talið margumrædda fjárhæð fram til skatts. Hér eru blaðamenn einfaldlega að ljúga sök- um upp á mann eins og þegar förumunkamir lugu því að þeir hefðu séð konur hafa samfarir við djöfúlinn. Og menn hljóta að spyrja sjálfa sig: Eru þessir blaðamenn aldrei ábyrgir? Geta þeir alltaf sagt sorrí Stína? Sótt stífar Hvað eftir annað hafa þessir blaðamenn hlaupið upp með frá- sagnir af meintum sakamálum og það er ráðist að þeim sem grunaðir eru og þeir krafðir sagna. Og sönn- unarbyrðinni er ævinlega snúið við. Það er alltaf spurt: Hvað segir þú við þessum ásökunum? Sannaðu sakleysi þitt. Og svo vísa menn í hugtakið „áreiðanlegar heimildir" máli sínu til stuðnings. En er hægt að taka trúanlega frá- sagnir um sakamál frá mönnum sem vita ekki hvaða lög gilda í landinu - vita ekki um dómstólaskipunina - vita ekki um muninn á grunuðum, kærðum og ákærðum mönnum og rugla því alltaf saman - vita ekki mun á skýrslu, kæru og ákæru - úrskurði og dómi, áfrýjun og kæru til æðra dóms, gæsluvarðhaldi, varð- haldi eða fangelsisdómi - þekkja ekki einu sinni refsirammann? „Þú ert hið eina, sem aldrei getur hrapað, allt hefur verið þitt skuldbundið hjú. Með systur þinni hræðslunni, hefur þú skapað hundanna spágól og margs konar trú.“ segir Hannes Hafetein í Lofkvæði til heimskunnar. Guði sé lof að yfir- gnæfandi meirihluti íslenskra blaðamanna er yfir svona blaða- mennsku hafinn. Þess vegna er leiðinlegt að stéttin fái með þessum hætti óorð á sig. En það er blaða- mannanna sjálfra að halda skildi stéttarinnar hreinum. Haraldur Blöndal. „Að sönnu hafði Guðmundur enga mögu- leika á að vita hvaðan hjálpin kom - en skipti það máli?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.