Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Page 27
I DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986. 27 r Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Börnin skemmtu sér vel ekki siður en hinir fullorðnu. 17. júní var hinn skemmtilegasti í Finnlandi. Mikill fögnuður var í Kai saniemi Ólyginn sagði. Þjóðhátíðardagurinn er einn sá allra skemmtilegasti fyrir Islendinga bú- setta erlendis. Þann dag hittast ílestir íslendingar sem búa í viðkomandi landi og gera sér glaðan dag. Landar okkar í Finnlandi létu sitt heldur ekki eftir liggja og héldu hina íjörugustu hátíð á veitingastaðnum Kai saniemi í Helsingfors. Ungir jafnt sem aldnir tóku þátt í gleðinni og ekki spillti það fyrir að daginn áður hafði heill farmur af Islendingum komið flugleiðis til Finnlands og tók að sjálfsögðu þátt í gleðinni. Veður var hið ákjósanlegasta og eftir mat færðu flestir sig út í garð og héldu gleðinni áfram. Grace Jones kom með Andy Warhol undir arminn til brúðkaups þeirra Mariu Kennedy Shriver og Arnolds Scwarzenegger. Hún var með blíðlegra mótinu og handlék gamla snillinginn með mestu varúð. Vestra von- ast vinirnir til þess að kvensan fari að róast en fjölmiðlafólkið er hins vegar í sjöunda himni yfir hverju nýju æðiskasti stjörnunnar. I I I Dekkers í hópi samstarfsmanna sinna. ■ ■ Oll módelin voru íslensk Nýlega var á ferðinni hér á landi hollenski listhönnuðurinn Martie Dekkers. Hann gefur út vinsælt tískublað sem sérhæfir sig í bama- fatnaði. Blaðið heitir Fashion Magazine og svo vill til að í nýjasta tölublaði tímaritsins eru öll módel blaðsins íslensk börn. Var Dekkers hér í vor ásamt ljósmyndurum og öðrum aðstoðarmönnum og myndaði börnin í hinum ýmsu fötum. Hann kom þó aftur til lands í síðustu viku og sýndi börnunum afrakstur erfiðis síns bæði á myndbandi og myndum. Mæltist þetta vel fyrir meðal ham- anna sem fjölmenntu til fundar við. Hollendinginn. Voru krakkarnir á- nægðir með útkomuna og gátu vel hugsað sér að sitja aftur fyrir ein- hvern tíma seinna. Prince hin konunglega ótukt eins og margir vilja kalla rokksöngvarann, er ekki allur þar sem hann er séður. Nýlega gaf hann um 25 milljónir kr. til stofn- unnar í Chicago þar sem bandarískir kennarar eru æfðir í að meðhöndla. vandræðabörn og hvernig reyna megi að vekja áhuga þessara bama á náminu. E.t.v. hefur Prince ekki gleymt sinni eigin skólagöngu en hann var víst langt í frá að vera fyrir- mvndarnemandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.