Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Page 28
28 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986. Flosi Jónsson lést 19. júní sl. Hann fæddist í Snóksdal 10. ágúst 1898. Foreldrar hans voru Jón Bergsson og Sigurflóð Ikaboðsdóttir. Flosi var ungur tekinn í fóstur af hjónunum á Hörðubóli, Guðmundi Jónssyni og Sigurrósu Hjálmtýsdóttur. Flosi kvæntist Ingibjörgu Hannesdóttur og bjuggu þau á Hörðubóli til ársins 1952 er þau fluttu til Reykjavíkur. Eftir að Flosi hætti búskap gerðist hann kennari og kenndi á ýmsum stöðum um árabil. Þau hjónin eign- uðust tvo syni. Ingibjörg lést á síðastliðnum vetri. Utför Flosa verð- ur gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Auðbjörg M. Guðlaugsdóttir frá Ártúnum, Rangárvöllum, Boðahlein 18, Garðabæ, lést í Landakotsspítala 23. júní. Kjartan Eide, Grevestrand, Kaup- mannahöfn, lést 22. júní. Sigurður Rósmundsson lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, mánudaginn 23. júní. Þórarinn Jónsson, Kleppsvegi 56, Reykjavík, andaðist í Borgarspítal- anum 16. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Arndís Helgadóttir, Seljavegi 9, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 26. júní kl. 13.30. Guðfinna Vigfúsdóttir, Öldugötu 12, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni föstudaginn 27. júní kl. 10.30. Guðmundur Þórðarson skipstjóri er látinn. Hann fæddist 3. janúar 1903 í Sperðlahlíð í Geirþjófsfirði, sonur hjónanna Ragnheiðar Ólafs- dóttur og Þórðar Þorsteinssonar. Ævistarf Guðmundar var sjó- mennska og var hann stýrimaður og síðar skipstjóri í mörg ár. Guðmund- ur var tvígiftur. Fyrri kona hans var Guðrún Bjamadóttir og eignuðust þau tvö börn. Guðrún lést árið 1928. Seinni kona Guðmundar var Hrefna Einarsdóttir, hún lést árið 1955. Þeim varð ekki barna auðið. Síðustu árin bjó Guðmundur með Sólrúnu Sigur- steinsdóttur. Útför Guðmundar verður gerð frá Fríkirkjunni í dag kl. 13.30. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Stuðlaseli 11, þingl. eign Þorláks Hermannssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar Landsbankans og Baldurs Guðlaugssonar hrl. á eigninní sjálfri föstudaginn 27. júní 1986 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hagaseli 22, þingl. eign Þórs Sigurjónssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Veð- deildar Landsbankans, Búnaðarbanka íslands, Baldurs Guðlaugssonar hrl., Sigríðar Jósefsdóttur hdl. og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 27. júní 1986 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Tunguseli 7, þingl. eign Sigurðar V. Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 27. júní 1986 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Engjaseli 17, þingl. eign Halldóru Þ. Ólafsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík, Veðdeildar Landsbankans, Lands- banka íslands og Ólafs Axelssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 27. júní 1986 kl. 14.45. ________Borgarfógetaembættið i Reykjavik, Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Stífluseli 9, þingl. eign Maríu Guðrúnar Finns- dóttur, fer fram eftir kröfu Árna Guðjónssonar hrl., Veðdeildar Landsbankans, og Jóhannesar Johannessen hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 27. júní 1986 kl. 15.15. _____________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Tunguseli 4, þingl. eign Þorgeirs Hafsteinssonar og Guðbjargar Þorsteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 27. júní 1986 kl. 15.30. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hamrabergi 10, þingl. eign Haralds Björgvinssonar, fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl., Guðna Á. Haraldssonar hd!., Sigrið- ar Thorlacius hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Tryggva Agnarssonar hrl., Hjalta Steinþórssonar hdl., Skúla Bjarnasonar hdl., Jóhannesar Johannessen hdl., Steingríms Þormóðssonar hdl., Þorvalds Lúðvíkssonar hrl„ Jóns G. Briem hdl., Hauks Bjamasonar hdl., Sigurmars K. Albertssonar hdl., Jóns Þóroddssonar hdl., Guðjóns Steingrímssonar hrl„ Ævars Guðmundssonar hdl„ Valgeirs Kristinssonar hdl„ Brynjólfs Kjartanssonar hrl. og Málflutnings- skrifstofu Guðmundar Péturssonar og Axels Einarssonar á eigninni sjálfri föstudaginn 27. júní 1986 kl. 13.30. _________Borgarfógetaembættið í Reykjavik, Utvarp___________________Sjónvarp Jónína M. Guðnadóttir, ritstjóri 19. júní: íslenskar íþróttir fallnar í skuggann Mér finnst morgunvaktin í útvarp- inu vera skemmtileg og hlusta næstum alltaf á hana. Það var ansi góður þáttur fyrir börn á rás 2 í gærmorgun um tíuleytið þar sem voru spiluð bamalög. Ég var mjög ánægð með þennan stutta þátt, oft- ast finnst mér of lítið spilað af bamalögum. Yfirleitt fylgist ég minna með sjón- varpi þegar líður fram á sumar. Sjónvarpsdagskráin í gær fannst mér þó óvenju góð, fyrst kom þessi enski heimilidarþáttur með James Burke. Honum reyni ég að missa alls ekki af þ ví mér finnst hann alveg stórgóð- ur. íslenskt efhi reyni ég líka alltaf að sjá og þessi íslenska heimildar- mynd um Paraguay í gær var mjög fræðandi, enda vissi maður lítið um landið. Ég horfði þó aðallega á hann í fyrstu vegna þess að hann var ís- lenskur. Sjónvarpið ætti að kaupa meira af íslenskum heimildarþáttum. Kolkrabbaþættimir em spennandi, ég hef annars lítið fylgst með þeim undanfarið, en sá þó þáttinn í gær. Mér finnst öll þessi knattspyma frá HM ganga út í öfgar. Það er sjálf- sagt að sýna einstaka leiki frá heimsmeistaramótinu, en að leggja næstum alla dagskrána undir fót- boltann, finnst mér ekki ná nokkurri átt. Auk þess em íslenskar íþróttir hreinlega fallnar i skuggann, það snýst allt um heimsmeistaramótið. Svo finnst mér líka að sumir íslensk- ir íþróttaviðburðir séu dregnir út og hampað á meðan öðrum er hreinlega sleppt. Svo ég nefrii sem dæmi Reykjavíkurmótið í 2. flokki í kvennaknattspymu sem fór fram um helgina. Það er ekki búið að minnast á það einu orði á meðan öðrum mótum er gefin hver opnan á fætur annarri í blöðunum. Þama ætti að fara milliveg. Útvarpið finnst mér alveg ágætt og hlusta nokkuð jafnt á báðar rás- ir. Ég bind mig þó sjaldnast við sérstaka fr amhaldsþætti í útvarpinu, en finn yfirleitt alltaf eitthvað við mitt hæfi ef ég ætla að hlusta á það. Ég hef yftr engu að kvarta þar. -BTH Guðrún E. Jónsdóttir, Langholts- vegi 185, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. júní kl. 13.30. Sigríður Einarsdóttir, áður Barmahlíð 25, verður jarðsungin fró Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. júni kl. 15. Ragnhildur Jónsdóttir frá Núps- dalstungu, Leifsgötu 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 26. júní kl. 13.30. Guðjón Sigurðsson bakarameist- ari, Áðalgötu 5, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 26. júní kl. 14. Guðrún Hjörleifsdóttir, Huldu- landi 3, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 27. júní kl. 15. Ferðalög Útivistarferðir Helgarferðir 27.-29. júní. 1. Þórsmörk. Gist í Útivistarskálanum, Básum. Gönguferðir við allra hæfi, m.a. í Teigstungur sem hafa opnast með tilkomu göngubrúar á Hruná. Við minnum á sum- ardvöl í Básum. Hægt er að dvelja milli ferða. Ferðir bæði á sunnudögum og mið- vikudagsmorgnum. Næsta miðvikudags- ferð er 2. júli. Frábær gistiaðstaða. 2. Haukadalsskarð - Tröllakirkja - Gull- borgarhellar. Gist í húsum. Gengið um hina fornu þjóðleið úr Hrútafirði í Dali. 3. Fjölskylduferð i Viðey um helgina. Brottför á laugard. kl. 13.30 og tjaldað við nýja skálann. Ódýr ferð. Dagsferðir með leiðsögn verða á laugard. og sunnudag. Uppl. og farm. á skrifst., Grófmni 1, sím- ar: 14606 og 23732. Sjáumst. Tónleikar í Mývatnssveit Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari halda tónleika fimmtudaginn 26. júní kl. 21 í Skjólbrekku, Mývatnssveit, og laugardag- Dagsferðir og kvöldferðir Ferðafélagsins 1. Laugardag 28. júní kl. 8 Hekla (1491 m) - Ferðin tekur um 10 klst. Verð kr. 750. 2. Laugardag 28. júní kl. 13 - Viðeyjar- ferð - Siglt frá Sundahöfn, 6-7 mín. sigling. Veitingar í Viðeyjarnausti (ekki innifalið í verði). Verð kr. 200. 3. Sunnudag 29. júni kl. 8 - Dagsferð í Þórsmörk. Kr. 800. 4. Sunnudag 29. júní kl. 10 Fagradals- fjall Núpshlíðarháls - Vigdísarvellir. Verð kr. 500. 5. Sunnudag 29. júní kl. 13 - Krýsuvík - Hattur - Hetta - Vigdísarvellir. Verð kr. 500. Ekið til Krýsuvíkur, gengið yfir Sveifluháls að Vigdísarvöllum. Brottför í dagsferðimar frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bfl. Helgarferðir 27.-29. júli: Þórsmörk - gist í Skagfjörðsskála. Ný og bætt hreinlætisaðstaða, útigrill. Sum- arleyfi hjá Ferðafélaginu í Þórsmörk er tilbreyting sem vert er að upplifa. Helgarferð 4.-6. júli: Hagavatn - Jarlhettur. Gist v/Hagavatn og farnar gönguferðir þaðan. Hlöðuvellir - Brúarárskörð. Gist v/ Hagavatn 1 nótt, á laugardegi er gengið að Hlöðuvöllum og gist þar, sunnudag gengið um Brúarárskörð að Geysi. Tapað-Fundið Seðlaveski tapaðist Svart karlmannsseðlaveski með skilríkj- um tapaðist við Melaskóla sl. sunnudag.' Finnandi vinsamlegast hringi í síma 610983. Páfagaukur tapaðist Grænn páfagaukur með gulan blett á hnakkanum tapaðist á Álftanesi. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 54427. Fundar- laun. inn 28. júní kl. 17 í Borgarbíói. Á fjöl- breyttri og skemmtilegri efnisskrá er píanósónata op. 22 eftir Schumann og sön- glög eftir ýmsa höfunda, innlenda og erlenda. Ymislegt AA-samtökin. Skrifstofa opin frá kl. 13-17. Símavakt kl. 17-20 alla daga vikunnar í síma 16373. Listasafni Háskóla íslands hafa að undanförnu borist stórgjafir frá ýmsum velunnurum þess. í tilefni þess að Þorvaldur Skúlason listmálari hefði orðið áttræður þann 30.4. gáfu hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sverrir Sigurðsson safninu stórt olímálverk eftir hann frá árinu 1947, 140x155 sm að stærð. Einnig minntist Guðmunda Andrésdóttir list- málari þess dags með því að færa safninu að gjöf málverk eftir sig, frá árinu 1976, 95x85 sm. að stærð. Þá færði dóttir Þor- valds heitins, Kristín Skúlason, safninu að gjöf úr dánarbúi hans 6 olíumálverk og 203 vatnslitamyndir, álímingar, krítar- myndir og vinnuteikningar. Af öðrum nýlegum gjöfum er að nefna að Hafsteinn Austmann listmálari færði safninu mál- verk eftir sig frá árinu 1954, 50x79 sm að stærð, „til minningar um Þorvald Skúla- son“ og Ríkharður Valtingojer svartlista- maður gaf safninu 41 handþrykk eftir gömlum prentmótum íslenskra bóka- skreytinga frá árunum 1584-1820. Lista- safh Háskóla íslands þakkar þann hlýhug sem felst í gjöfum þessum, en með þeim, fyrri gjöfum og kaupum þess sjálfs á lista- verkum hefur það nú aukist úr 140 verkum við stofnun í nær 400 listaverk á þessu sumri. Svo sem í fyrrasumar, mun safnið vera opið í húsakynnum sínum í Odda (nýbyggingu Háskólans beint upp af Norr- æna húsinu) allan síðari hluta sumars, þótt það verði nú opnað nokkru síðar en ætlað var vegna frágangs á húslóðinni. Afmæli Sjötugur er í dag, 25. júní, Magnús Einarsson kennari, Hjaltabakka 12 Reykjavík. Hann verður að heiman í dag en ætlar að taka á móti gestum síðdegis á laugardaginn, 28. júní, í Fólkvangi á Kjalamesi milli kl. 15 og 18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.