Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Síða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JONÍ 1986.
31
Utvarp Sjónvarp
Hálfdanska bælið kölluðu sannir íslendingar höfuðstaðinn i byrjun 19. aldar og höfðu andúð á honum. Frá þessu verður sagt í þætti úr sögu Reykjavíkur í kvöld.
ÚtvarpiðT rás 1, kl. 21.30:
Hálfdanska bælið, Reykjavík
Annar þátturinn úr sögu Reykjavík-
ur verður á dagskránni í kvöld og
fjallar hann um tímabilið 1786-1840.
Á þeim tíma réðu danskir kaupmenn
miklu, aðallega voru það þó hálf-
danskir faktorar þeirra sem réðu
lögum og lofum í bænum. Þá þótti líka
fínt að tala og sletta dönsku og heldur
ófínt að tala hreina íslensku í Reykja-
vík. Þó höfðu flestir landsmenn
skömm á höfuðstaðnum og mennta-
og embættismenn vildu ekki búa þar,
a.m.k. ekki þeir sem höfðu snefil af
þjóðemiskennd. í hugum flestra var
Reykjavík því hálfdanska bælið á
þessu tímabili.
En upp úr miðri 19. öldinni fór þetta
viðhorf smám saman að breytast,
tómthúsmönnum í Reykjavík fjölgaði
og sjávarútvegurinn varð aðalat-
vinnugreinin. Embættismenn fóru líka
að setjast að í bænum. Þess var ekki
langt að bíða að Reykjavík yrði „ís-
lenskuð" á ný enda tók við af þessu
tímabili öld sjálfstæðisbaráttunnar.
-BTH
The New Music Consort er sveit sem hefur sérhæft sig í tónlist 20. aldarinn-
ar. Það fá sjónvarpsáhorfendur að sjá og heyra i kvöld.
Sjónvarpið kl. 20.40:
The New Music
Consort
- tónleikar frá Listahátíð
The New Music Consort heitir sér-
stæð hljómsveit sem kom hingað til
lands á vegum Listahátíðar í byrjun
mánaðarins og hélt tónleika á Kjar-
valsstöðum.
Tónlistarmennimir í hljómsveitinni
hafa sérhæft sig í 20. aldar tónlist og
hefúr sveitin hlotið margvísloga viður-
kenningu fyrir flutning sinn á slíkum
verkum. Þetta er bandarísk sveit sem
hefur starfað í 11 ár. Hún hefur leikið
mjög víða og haldið uppi merki nútí-
matónlistar með glæsibrag. Hún hefur
starfað að útbreiðslu og kynningu á
nútímatónlist á vegum The Camegie
Corporation og hefur margsinnis hlo-
tið styrk úr „Þjóðarsjóði listanna", í
Bandaríkjunum, bæði til tónleika-
halds og plötuútgáfu.
Þegar sveitin er fullskipuð em í
henni 16 hljóðfæraleikarar en hingað
koma aðeins fjórir slagverksmenn.
Þeim til aðstoðar á tónleikunum em
Halldór Haraldsson og Gísli Magnús-
son, píanóleikarar.
-BTH
Útvarpið, rás 1, kl. 22.20:
HUóð úr homi
hlustenda
Þátturinn Hljóð-varp er í útvarpinu
f kvöld og er þetta annar í röðinni. í
þessum þáttum er reynt að skapa vett-
vang fyrir hlustendur að koma efni á
framfæri i beinni útsendingu.
Hlustendur geta líka sent þættinum
efni á snældum. Hugmyndin er sú að
þeir geti sent frá sér eins konar hljóð-
póst sem myndi flytja skoðanir þeirra
á ýmsum málum, en auk þess em
hlustendur hvattir til þess að senda
frásagnir, jafnvel stuttar sögur og ljóð.
Einnig er hægt að mæta á staðinn,
viðra skoðanir sínar eða jafnvel taka
lagið. Aðspurður sagði Ævar Kjart-
ansson, stjómandi þáttarins, að
viðtökur við fyrsta þættinum, sem var
í síðustu viku, hefðu verið góðar,
hlustendur tóku vel við sér og hringdu
eftir útsendingu. Hann kvaðst vonast
til að framhald yrði þar á, þannig ætti
þátturinn líka að byggjast upp.
Fastir símatímar em eftir útsend-
ingu þau kvöld sem þátturinn er á
dagskrá, einnig er símatími á mánu-
dögum frá kl. 16-18. -BTH
Ævar Kjartansson tekur viö hugmyndum og efni frá hiustendum og kemur þvi
á framfæri í þætti sínum Hljóð-varp.
í dag verður hægviðri eða suðvestan
gola á landinu, skýjað og lítils háttar
súld verður á Suður- og Vesturlandi
og 8-12 stiga hiti en á Norðaustur- og
Austurlandi léttskýjað og 12-17 stiga
hiti.
Veðrið
ísland kl. 6 í morgun:
Akureyri hálfskýjað 12
Egilsstaðir mistur 9
Galtarviti rign/súld 8
Hjarðames alskýjað 9
Keflavíkurflugvöllur alskýjað 7
Raufarhöfn hálfskýjað 12
Reykjavík alskýjað 8
Vestmannaeyjar jx>ka 9
Útlönd kl. 6 í morgun:
Bergen léttskýjað 17
Kaupmannahöfn léttskýjað 19
Osló heiðskírt 18
Stokkhólmur léttskýjað 16
Þórshöfn súld 10
Útlönd kl. 18 í gær: Algarve heiðskírt 22
Amsterdam léttskýjað 18
Aþena léttskýjað 27
Barcelona heiðskírt 24
(Costa Brava) Berlín léttskýjað 22
Chicagó skýjað 14
Feneyjar skýjað 25
(Rimini/Lignano) Frankfurt skýjað 21
Glasgow mistur 15
London skýjað 19
Los Angeles alskýjað 17
Lúxemborg hálfskýjað 18
Madrid léttskýjað 31
Malaga hálfskýjað 23
(Costa DelSol) Mallorca heiðskírt 26
(Ibiza) Montreal þrumuveð- 18
New York ur alskýjað 24
Nuuk skýjað 6
Paris skýjað 20
Róm skýjað 23
Vín skýjað 19
Winnipeg léttskýjað 20
Valencía léttskýjað 26
(Benidorm)
Gengið
Gengisskráning nr. 116 - 25. júní
1986 kl. 09.15
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 41.350 41.470 41.380
Pund 62.668 62.850 62.134
Kan. dollar 29.855 29,941 29.991
Dönsk kr. 5.0211 5.0357 4,9196
Norsk kr. 5.4613 5.4771 5.3863
Sænsk kr. 5.7595 5.7762 5.7111
Fi. mark 8.0159 8,0392 7.9022
Fra.franki 5.8414 5.8584 5.7133
Belg. franki 0.9118 0.9144 0.8912
Sviss. franki 22,7323 22.7982 22.0083
Holl. gyllini 16.5460 16,5940 16,1735
V-þýskt mark 18.6320 18.6861 18.1930
it. líra 0.02716 0.02724 0.02655
Austurr. sch. 2.6511 2,6588 2.5887
Port. escudo 0,2748 0.2755 0.2731
Spá. peseti 0.2915 0,2923 0.2861
Japansktyen 0.24902 0,24974 0.24522
irskt pund 56.315 56.478 55.321
SDR (sérstök
dráttar-
réttindi) 48.3317 48,4718 47,7133
Simsvari vegna gengisskráningar 22190.
MINNISBLAÐ
Muna eftir
að fá már
eintak af
r
Urval