Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986. 3 Fréttir Nýju lánareglumar: Erfttt fýrir námsmenn að afla sér lánsréttar Hinar nýju lánareglur Húsnæðis- stoíhunar gera ráð fyrir að lántakend- ur hafi greitt í einn eða fleiri lífeyris- sjóði samfleytt undanfarin tvö ár. Þetta ákvæði gæti reynst námsmönn- um erfiður ljár í þúíu þó svo að þeir hafi greitt í söfnunarsjóð Kfeyrisrétt- inda. Námsmenn, sem taka lán hjá Lána- sjóði námsmanna, geta óskað eftir því að greiða í söfnunarsjóðinn og sam- kvæmt upplýsingum frá lánasjóðnum nýtir nú meirihluti námsmanna sér þetta. Hjá söfnunarsjóðnum eru þessar greiðslur skráðar þannig að þær hafi farið fram þegar lán var veitt, frá des- ember til maí. Þeir sem koma því ekki við að vinna yfir sumartímann öðlast því ekki lánsrétt hjá Húsnæðisstofnun þrátt fyrir greiðslumar í söfiiunarsjóð- inn. Hraíh Sigurðsson, framkvæmda- stjóri LÍN, sagði í samtali að sér þætti furðulegt að ekki væri ijallað sérstak- lega um námsmenn í reglugerð um nýju lánaúthlutunina. Hann sagði að hugsanlega yrði að breyta reglunum um söfriunarsjóðinn og þegar hefur verið ákveðinn fundur um þetta efni. Námsmenn, sem ekki þiggja náms- lán á námstímanum frá lánasjóðnum, geta hins vegar ekki greitt í söfnunar- sjóðinn. Þessir námsmenn hafa því ekki öðlast lánsrétt á meðan námið stóð yfir og verða að afla sér hans á næstu tveimur árum að námi loknu. Við núverandi ástand er því hvetjandi fyrir alla námsmenn að sækja um lán til að öðlast lífeyrisréttindi á námstí- manum svo fremi sem reglum þar verði breytt og litið á greiðslur þangað sem samfelldar. „Það hafa margir náms- menn leitað til okkar og spurst fyrir um þetta. Ég tel ekki óeðlilegt að reynt verði að liðka til hvað snertir þennan hluta námsmanna, en til þess þyrfti lagabreytingu. Hugsanlegt væri að námsmenn fengju að afla sér þessara tveggja ára réttinda á lengri tíma, t.d. þremur árum,“ sagði Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða, í viðtali við DV. Einnig hefur verið rætt um að tekið verði tillit til lífeyrissjóðsgreiðslna námsmanna sem unnið hafa með námi á Norðurlöndunum. -APH Byggðastofnun til Akureyrar? Stjómin tekur ákvörðun í dag í dag mun stjóm Byggðastofnun- ar taka ákvörðun um hvort stofn- unin verður flutt til Akureyrar eða ekki. Fundur stjómarinnar er á ísafirði og stendur yfir í dag og á morgun. Heimildir DV telja líklegt að meirihluti stjómarinnar verði mótfallinn flutningum. Allt frá þvi að breytingar vom gerðar á Framkvæmdastofnun og Byggðastofiiun sett. á laggimar hafa verið raddir uppi um að flytja hana norður til Akurevrar. Á Al- þingi fluttu þingmennimir Halldór Blöndal og Geir Gunnarsson til- lögur um þetta mál. Þeir eiga báðir sæti í stjóm Byggðastofnunar. Á 'Alþingi var ekki tekið af skarið og niðurstaðan varð sú að stjóm- inni var falið að taka endanlega ákvörðun um hvort úr þessum flutningum yrði. í stjóminni sitja sjö menn. Frá Framsóknarflokki þeir ólafur Þ. Þórðarson og Stefán Guðmunds- son, sem jafnframt er fomiaður, Sjálfstæðisflokki Eggert Haukdal, Ólafúr G. Einarsson og Halldór Blöndal, Alþýðubandalagi Geir Gunnarsson og Alþýðuflokki Sig- fús Jónsson, sem nú er orðinn bæjarstjóri á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum DV em þeir Eggert Haukdal og Ólafur Þ. Þórðarson á móti flutningi stofh- unarinnar. Halldór Blöndal og Geir Gunnarsson em hins vegar með flutningi. Ekki er ljóst hver afstða Stefáns og Ólafar G. er í þessu máli, en frekar er búist við því að þeir greiði atkvæði á móti. Sigfús Jónsson hefur fram að þessu ekki verið alfarið hlynntur því að Byggðastofnun verði flutt til Ak- ureyrar. Hann er sjálfsagt undir þrýstingi vegna stöðu sinnar og jafnvel búist við að hann láti vara- mann sinn greiða atkvæði í þessu máli. Hjá Byggðastofhun starfa nú um 24 menn. Meðal þeirra er mikil • andstaða við flutning til Akur- eyrar og ólíklegt að þeir eigi eftir að fylgja stofnuninni norður ef það verður ofan á. Þeir vilja hins vegar að tekin verði ákvörðun í þessu máli og létt af þeirri óvissu sem ríkt hefur um þetta. -APH Ljóst er að ýmsir hópar í þjóðfélaginu munu ekki hafa lánsrétt hjá Hús- næðisstofnun þegar nýju lögin taka gildi. DV-mynd GVA Fangar tapa láns- rétti Þeir sem verða fyrir því að hafhi fyrir innan rimlana tímabundið hafi ekki lánsrétt hjá Húsnæðisstofriur, vegna þess að þeir, eins og gefur að skilja, ekki greitt samfleytt í lífeyris- sjóði í tvö ár eins og reglumar gera ráð fyrir. Það em fleiri en fangar og náms- menn sem geta glata réttinum til láns. Þeir sem taka sér frá frá störfum í einhvem tíma eða fara til annara landa til starfa tímabundið missa þennan rétt. Reyndar er tekið tillit til þeirra sem stunda árstíða bundna at> vinnu og þeirra sem em frá vinnu vegna veikinda. Þá er annar hópur, þeir sem ekki greiða til lífeyrissjóðs, sem hefur ekki lánsréttindi. Hann getur reyndar sjálf- um sér um kennt því landslög gera ráð fyrir að allir þeir er stundi atvinnu greiði í lífe}TÍssjóði. Eitthvað er um það að menn komi sér undan þessari kvöð og er í flestum tilvikum um sjálf- stæða atvinnurekendur að ræða. LAN DSBAN KASÝNING I00ÁRA AFMÆLI LANDSBANKA ÍSLANDS OG (SLENSKRAR SEÐLALJTGÁFU 28.JÚNÍ—20.JÚLÍ í SEÐLABANKAHÚSINU Itilefni 100 ára afmælis Landsbankans og íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sett upp vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg. Þarerm.a. rakin saga gjaldmiðils á íslandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgreiðsla bankans endurbyggð, skyggnst inn í framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar vélar og fylgst með hvernig peningaseðill verður til. sýningunni verða seldir sérstakir minnispeningar og frímerki, þar er vegleg verðlaunagetraun og léttur útibúaieikur og daglega eru sýndar kvikmyndir um Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og myntútgáfu. Þá eru einnig sýndsaman opinberlega í fyrsta sinn málverk í eigu bankans eftir marga bestu listmálara þjóðarinnar. Veitingasala erá sýningunni og leiksvæði fyrir börn. ynmgm er opm virKa aaga rra kl. 16.00-22.00 ogfrá 14.00-22.00 umhelgar. Við hvetjum alla til þess að sjá þessa stórskemmtilegu sýningu. Aðgangur er ókeypis. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna f 100 ár -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.