Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986. Þrotabú Flugfisks hf. heldur fábrotíð: Eftir er ónýtt vélsmiðjuhús og fáein verkfæri Málefni Flugfisks hf., Flateyri, verða brátt endanlega til lykta leidd. Eins og kom fram í DV 24. júní hélt sýslumaðurinn á ísafirði uppboð á þrotabúi fyrirtækisins á dögunum. Um tvær fasteignir var að ræða, vélsmiðju að Hafiiarbakka 27b og lýsistank sem stendur við Sólbakka. Tankurinn var sleginn einum af þrem stærstu kröfuhöfúm í þrota- búið, Iðnlánasjóði, á 500 þúsund. Ekkert tilboð kom í vélsmiðjuna. „Það dettur engum manrd í hug að kaupa þetta hús. Það er ónýtt og algerlega verðlaust," sagði íbúi á Flateyri í samtali við DV. „Tankur- inn er í þokkalegu ásigkomulagi. Með dálitlum lagfæringum er hann vel nýtanlegur sem iðnaðarhúsnæði. En hann er vitaskuld algerlega verð- laus ef enginn ætlar sér að nota hann.“ „Við sitjum uppi með þennan tank,“ sagði Bragi Hannesson, fram- kvæmdastjóri Iðnlánasjóðs. „Hann verður náttúrlega seldur. Það hafa víst einhveijir heimamenn áhuga á honum.“ Allir með sárt ennið Það sem eftir er af þrotabúi Flug- fisks hf. er áðumefhd vélsmiðja og ýmsar vélar og verkfæri í eigu fyrir- tækisins. Reynt verður að bjóða húsnæði vélsmiðjunnar aftur upp í Lýsistankurinn að Sólbakka, sleginn Iðnlánasjóði fyrir 500 þúsund. Vélsmiðja Flugfisks hf„ Hafnarbakka 27b á Flateyri. „Þetta hús er ónýtt og algerlega verðlaust." haust og verið er að leita eftir til- boðum í tækin. „Það eru ýmsir að spá í tækin, bæði í byggðarlaginu og utan þess,“ sagði Skarphéðinn Þórisson, hæsta- réttardómari og bústjóri þrotabús- ins. „Ég veit ekkert um ástand þeirra. Það er erfitt að áætla hvað fæst fyrir þetta. Ef ekkert tilboð berst fljótlega verða þessar vélar boðnar upp ásamt vélsmiðjunni í haust. Hvað henni viðvíkur þá er líklegast að hreppurinn kaupi hana fyrir slikk til niðurrifs. Það eru viðræður í gangi um það núna,“ sagði Skarp- héðinn. Þar með lýkur uppgjöri í þrotabúi Flugfisks hf. Þegar hafa fengist 500 þúsund upp i tæplega 15 milljóna króna skuldir. Sú upphæð á ekki eftir að hækka verulega að mati kunnugra. Byggðasjóður, Iðnlána- sjóður og sparisjóðurinn á Þingeyri, sem áttu kröfúr upp á rúmlega 10 milljónir, sitja eftir með sárt ennið. Og íbúar Flateyrar líka. „Þessu lýkur á leiðinlegan hátt,“ sagði frammámaður á staðnum í samtali við DV. „Þetta hlýtur að bitna á sveitarfélaginu þótt sjóðimir sýni okkur engan fjandskap. Sjóð- imir vom leiddir á villigötur. Þeir fylgdust einfaldlega ekki nægilega vel með því sem var að gerast.“ -ÞJV DV-myndir baj Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafhvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,6% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mán- uð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygg- ing auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 14% nafnvöxtum og 14,49% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði S, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 12,4%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtrvg^ðs reíknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tek- ið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán- uði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% árs- ávöxtun. Sparisjóðimir í Keflavík, Hafnar- firði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs Islands em seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau em: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma em ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hveiju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini em til fímm ára. Þau em bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og firönskuin franVnV Vu:dir 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf em til sölu hjá verðbréfasölum. Þau em almennt tryggð með veði undir 60% af bmnabótamati fasteign- anna. Bréfin em ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau em seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 2. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 826 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 1.052 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.233 þúsundum. Lánin em til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 2. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 413 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 207 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 526 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 263 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 617 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 309 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin em verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lifeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir em í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán em á bilinu 150-1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin em verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir em vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% yextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir em frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júlí 1986 er 1463 stig en var 1448 stig í maí og 1432 stig í maí. Mið- að er við gmnninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 3. ársfjórðungi 1986 er 270 stig á gmnninum 100 frá 1983 en 3998 stig á gmnni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um lO^^jiæst þar áður, frá 01.01.86. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. Hlutabréfamarkaðurinn Eimskipafélag íslands Kaupverð m.v. 100 kr. nafnverðs 370 Kaupverð að lokinni jöfnun 185 Söluverð m.v. 100 kr. nafnverðs 400 Söluverð að lokinni jöfnun 200 Flugleiðir 39Ó 130 421 140 Iðnaðarbankinn 125 91 135 98 V erslunarbankinn 124 90 134 97 VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 1.-10.07 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÚRUM ,, 5 SJA sérlista 11 i! 11 11 11 li 1111 tui innlAn överðtryggð SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8,5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 10,0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán.uppsögn 12.5 12,9 12.5 9.5 11.0 10.0 10,0 12.5 10.0 12 mán.uppsögn 14.0 14,9 14.0 11.0 12.6 12.0 SPARNADUR- LÁNSRÉTTURSparaA3-5mán. 13,0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp. 6mán. ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6,0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4,0 3.0 2.5 3,0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1,0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán. uppsögn 3,5 3.0 2.5 2.5 3,5 2.5 3.0 3.0 3.0 innlAn gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7,0 7.0 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6.0 Sterlingspund 11,5 10.5 9.5 9.0 9.0 10.5 9.0 10.5 9.0 Vestur-þýsk mörk 4,0 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3,5 Danskar krónur 7.5 7.5 7.0 7.0 6.0 7.5 7.0 7.0 7.0 ÚTLAN úverðtryggð ALNIENNIRVlXLAR (forvextir) 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15,25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAVlXLAR 3) (forvextir) kge 19,5 kge 19.5 kge kge kge kge ALNIENN SKULDABRÉF 2) 15,5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15,5 15,5 15,5 VIDSKIPTASKULDABRÉF 3) kye 20,0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7 0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERDTRYGGÐ SKUL0ABRÉF Aö 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 útlAntilfranileiðslu sjAneðanmAlsi) 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2)Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3)Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannis er merkt við, einnie hiá flestum stærstu sparisjóðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.