Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986. 7 Atvinnumál L5WKM alla vikuna „Þá væri ég helst til horaður..." - Ámi Oddsteinsson í Vík „Það gengur nú fremur illa að reka leigubíl héma og raunar er ég bíllaus eins og er,“ sagði Ámi Oddsteinsson, leigubílstjóri í Vík í Mýrdal. Ámi er eini leigubílstjórinn enda myndu flest- ir telja það bjartsýni að reka leigubíl í Vík þar sem aðeins em um 360 íbúar. „Ég byrjaði að keyra leigubíl 1973 og það var þokkalegt að gera fyrstu árin. Núna er það helst ef bílar bila og fólk þarf að komast til Hafnar eða Reykjavíkur og svo sjúkraflutningar sem ég tek að mér. En ég held að ég væri helst til horaður ef ég lií'ði ein- göngu á leiguakstrinum." Ámi er því með mörg jám í eldinum, á fyrirtækið Hrafriatind sem framleiðir rafinagnsofria, keyrir út póstinn í hreppinn og rekur 3 hópferðabíla í samvinnu við tvo félaga sína. „Ég vinn einn í Hrafriatindi, enda hefur mark- aðurinn fyrir raímagnsofha minnkað stöðugt eftir að hitaveitumar komu til. En póstinn keyri ég út þrisvar í viku og ef ég er ekki viðlátinn þá hleypur konan mín í skarðið. Við erum þrír sem eigum þrjá hópferðabíla og það gengur þokkalega." Ámi er fæddur í Skaftártungu en flutti til Víkur 1970. Hann segir að það sé gott að búa í Vík en talar um að atvinnuástandið sé ekki nógu gott. „Ég ætla að reyna að halda þessu eitt- hvað áfram, en ég verð að viðurkenna að ég er ekki bjartsýnn á framtíð leigu- bílsins." -S.Konn. Ámi Oddsteinsson hefur mörg jám í eldinum; ekur leigubil, póstbíl, framleiðir rafmagnsofna og rekur hópferðabíla. Mynd KAE Skreið skipað út í Selmar Enterprise á Fáskrúðsfirði. DV-mynd Ægir Kristinsson, Fáskrúðsfirði Þorskhausum skipað út til Nígeríu Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfiiði: Nýverið lestaði Selmar Enterprise, 6100 t skip frá Indlandi, 55 t af hertum þorskhausum sem fara til Nígeríu. Að sögn Hallgríms Bergssonar, skrif- stofustjóra Pólarsíldar, vom 15 t af skreið send með flutningabíl til Reykjavíkur nýverið og þar í skip. Pólarsíld á nú um 150 t af skreið í geymslum sem væntanlega fara á Ní- geríumarkað á næstunni. ALDREI MEIRA URVAL Mikið úrval af sumarbolum, verð frá kr. 270,- Háskólabolir, með og án mynda, verð frá kr. 550,- Mikið úrval af dömujogginggöllum, verð frá kr. 1.190,- Gallabuxur frá kr. 990,- Peysur, skyrtur, sokkar, nærföt og fleira og fleira. SANNKALLAÐ FATALAND Opið virka daga 10-18 töstudaga 10-19 laugardaga 10-16 1>RÚN« SMIF Fatalagennn REYKJANES&RAl/T Smiðjuvegi 4, sími 79494, Laugavegi 28, sími 628838 ísafirði, Akureyri, Húsavík, Neskaupstað Laxinn tyir á ferðinni: Góðar heimtur hjá hafbeitar- stöðvunum Það sem af er hafa heimtur hjá hafbeitarstöðvunum verið nokkuð góðar miðað við fyrri ár. Hér á landi em nú fjórar hafbeitarstöðvar. Þessa stundina er verið að vinna að því að finna markað erlendis fyrir aflann. Hjá Laxeldisstöðinni í Kollafirði fengust þær upplýsingar að komnir væm 2600 laxar. Björtustu vonir gera ráð fyrir að allt að 15 þúsund laxar eigi eftir að skila sér áður en yfir lýkur. Meðalþyngd laxanna hef- ur verið á bilinu 6 til 8 pund. í fyrra var sleppt um 180 þúsund seiðum og yrðu þá heimtur um 10 prósent. í fyrra vom þær um 7 prósent. Hjá Vogalaxi í Vogum hafa heimt- ur það sem af er verið helmingi betri en í fyrra. í stöðina em komnir 285 laxar. Ef heimtur verða 10 prósent ættu um 2500 laxar að koma í stöð- ina. Þar er gert ráð fyrir að allur aflinn verði seldur til Bandaríkj- 1 laxeldisstöðina Pólarlax við Straumsvík em nú komnir 1165 lax- ar. Á sama tíma í fyrra vom komnir 200. Ef heimtur verða 10 prósent ættu 10 þúsund laxar að skila sér. Ekki tókst að fá upplýsingar frá Laxeldisstöðinni Lárósi við Grund- arfjörð en hún er fjórða hafbeitar- stöðin hér á landi. Búist er við að laxinn haldi áfram að skila sér fram í september. -APH Amarflug: Loka- sprettur- inn fyrir vinnu- stöðvun Ekki náðist samkomulag á fundi flugvirkja og forráða- manna Amarflugs sem haldinn var hjá sáttasemjara ríkisins í gær. Fundurinn var stuttur og var samninganefnd flugvirkja ekki fullmönnuð vegna of skamms fyrirboða. í dag klukkan 13 hefst annar fundur. Þar ætti að fást úr því skorið hvort samingar takast. Ef ekki hefst verkfall flugvirkj- anna á fimmtudag. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.