Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986.
Úúönd
TVeir virtír bandariskir lögfræðingar:
Vilja ekki Waldheim
til Bandaríkjanna
Tveir virtir bandarískir lögfræö-
ingar segja í blaðagrein í dag að
bandarísk stjómvöld eigi hiklaust
að banna ferðir Kurt Waldheims,
sem í gær var settur í embætti for-
seta Austurríkis, til Bandaríkjanna.
Greinin, sem Arthur Goldberg,
fyrrverandi aðstoðardómari við
Hæstarétt Bandaríkjanna, og Eliza-
beth Holtzman, fyrrverandi þing-
maður í New York og núverandi
saksóknari í Brooklyn, skrifuðu í
sameiningu, birtist á ritstjómarsíð-
um New York Times.
Waldheim hefur, sem kunnugt er,
neitað öllum ósökunum um að hafa
verið nasisti eða átt einhvem þátt í
stríðsglæpum meðan hann var í
þýska hemum á Balkanskaga.
Tveir virtír bandarískir lögfræðingar
hafa skorað á Bandaríkjastjórn að
fordæma stríðsferil Kurt Waldheims
með því að lýsa hann óvelkominn
til Bandaríkjanna undir öllum kring-
umstæðum.
í greininni kom fram að tvenns
konar misskilningur væri ríkjandi
um það hvort hleypa ætti Waldheim
til Bandaríkjanna. í fyrsta lagi væri
að hann sem þjóðhöfðingi nyti sömu
réttinda og sendifulltrúar annarra
þjóða og væri þvi ekki hægt að vísa
honum úr landi samkvæmt lögum
og i öðm lagi að úr því að ekkert
hefði enn sannast ó hann um aðild
að stríðsglæpum gæti hann ferðast
til Bandaríkjanna sem venjulegur
ferðamaður.
Varðandi hið fyrra segir í grein-
inni: „Sú ókvörðun að samþykkja
eða hafna erlendum þjóðhöfðingja
eða sendifulltrúa eða að lýsa hann
brottrækan er alfarið í valdi forseta
eða utanríkisráðherra. Bandaríkin
eiga að notfæra sér þennan rétt til
að hafna herra-Waldheim á þeim
forsendum að athafnir hans, sem
skráðar em á Balkansskaga í stríð-
inu, em mjög andsnúnar bandarísku
þjóðinni."
Varðandi hið síðara sagði í grein-
inni að rök þeirra sem halda þvi fram
að Waldheim hafi ekki verið stríðs-
glæpamaður séu í meira lagi vafa-
söm.
„Samkvæmt bandarískum lögum
er það hins vegar svo að þessi rök
skipta ekki máli. Ein grein innflytj-
endalaganna kveður á um það, að
hver sá sem hafi fyrirskipað, hvatt
til, aðstoðað við eða á annan hátt
aðstoðað við athafhir nasista, sem
byggðust á kynþætti, trú, þjóðemi
eða stjómmálaskoðun skuli brott-
rækur frá Bandaríkjunum.
Greinilegt er, samkvæmt skjölum
Sameinuðu Þjóðanna, skjalasafhi
Bandaríkjastjómar og öðrum heim-
ildum, að herra Waldheim aðstoðaði,
meðan hann gegndi herþjónustu, við
grimmdarverk nasista, samkvæmt
lögum þessum. Þetta eitt er nægilegt
til að hann skuli brottrækur vera.“
Að auki segir í greininni að stjóm
Reagans ætti að lýsa yfir fordæm-
ingu sinni á stríðsferli Waldheims
með því að gefa yfirlýsingu um að
hann verði ekki velkominn til
Bandaríkjanna, hvorki sem forseti
Austurríkis né sem óbreyttur ríkis-
borgari.
REYKJAVÍKUR-LJÓSMYND
FYRIR
VIKUNA
Sendist VIKAN
Þverholti 11,
105 Reykjavík. Skilafrestur er til 18. júlí.
SMÁ AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN.
Smáauglýsingadeild
sími 27022.
Sendið inn Ijósmyndir í samkeppni
VIKUNNAR.
Besta Ijósmyndin verður á forsíðu
VIKUNNAR 14. ágúst nk. en þá kem-
ur sérstök REYKJAVÍKUR-VIKA,
tileinkuð 200 ára afmæli höfuðborg-
arinnar.
1. verðlaun:
KODAK AF 2 - ný myndavél frá KODAK.
Hans Petersen hf. veitir verðlaunin.
2. VERÐLAUN:
6 þús. kr.
3. VERÐLAUN:
4 þús. kr.
Sendið inn Ijósmyndir í samkeppni VIKUNNAR.
Myndefnið úr eða í Reykjavík.
Nú er talið að aðeins séu rúmlega 700 japanskir stríðsmunaðarleysingjar eftir
i Kína frá því á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Japanskir stríðs-
munaðarleys-
ingjar í Kína
Eyþór Eyióíssan, DV, Tdkýo:
Miðaldra kona brestur í grát fyrir
framan myndavélar blaðamanna.
Móðir hennar, roskin kona klædd
japönskum kímono, þerrar tár hennar.
Þær hafa ekki sést í yfir 40 ár.
Þegar ljóst var að Japanir mymdu
bíða ósigur í seinni heimsstyrjöldinni
flúðu margir þeirra sem voru búsettir
á hemumdum svæðum Japana í Kína
í ofboði til Japans. í allri ringulreið-
inni, sem fylgdi í kjölfarið, urðu mörg
böm viðskila við foreldra sína, öðrum
var komið í fóstur hjá kínverskum fjöl-
skyldum.
I mars 1981 hófet japanska heilbrigð-
isráðuneytið handa við að aðstoða
stríðsmunaðarleysingjana að finna
ættmenni sín hér ó landi.
Að sögn kínverskra og japanskra
yfirvalda munu 2135 stríðsmunaðar-
leysingjar vera á skrá, þar af höfðu í
mars sl. 1435 þeirra heimsótt Japan.
Af þeim hópi tókst 942 að hitta ættr
fólk sitt.
Gert er ráð fyrir að hinir 700 „Japan-
ir“, sem eftir em í Kína, komi hingað
í ár og á næsta ári.
í nýlegri skoðanakönnun Kyodo-
fréttastofúnnar kom fram að einungis
helmingur þeirra stríðsmunaðarleys-
ingja, sem tekist hefúr að hafa uppi á
fjölskyldum sínum, kjósi að setjast að
í Japan. Helstu ástæður fyrir trega
þeirra vom ótti við tungumálaerfið-
leika, takmarkaðir atvinnumöguleik-
ar og vandkvæði á að aðlagast hinu
tæknivædda, japanska þjóðfélagi. Auk
þess kváðust margir þurfa að annast
fósturforeldra sína.
í Saitama-héraði, skammt frá Tokýo,
hefur verið komið á fót sérstökum
skóla sem býr munaðarleysingjana og
fjölskyldur þeirra imdir lífið í hinum
nýju heimkynnum. Veitt em hraðn-
ámskeið í japönsku og japönskum
lífsvenjum. Námskeið þessi standa yfir
í fjóra mánuði og hafa nú þegar 472
manns frá 99 fjölskyldum „lokið
námi“.
Ýmsir hafa þó þurft að snúa aftur
til Kína með sárt ennið. Sökum hins
langa aðskilnaðar skortir marga ótví-
ræðar vísbendingar um uppruna sinn.
Foreldrar margra þeirra em látnir og
hafa tekið minninguna um gleymdu
bömin í Kína með sér í gröfina.
Frú Wang Shulin tókst í fyrsta sinn
í 40 ár að hitta aldraðan föður sinn.
En ekki gafet þeim mikill tími til fagn-
aðar. Fimm mínútum eftir endurfúndi
þeirra lést gamli maðurinn.