Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986. 11 _________________________________Neytendur Hollráð í baiáttunni við aukakílóin: Sleppið aldrei morgunverðinum Laufey Vilhjálmsdóttir næringarfræðingur vill gjaman hjálpa samlöndum sinum í baráttunni við aukakilóin ogleiðbeina hjartasjúklingum og öðrum með mataræði. DV-mynd PK „Undanfarin átta ár hef ég unnið við næringarráðgjöf í Bandaríkjun- um. Ég hef starfað við læknamið- stöð, til mín koma sjúklingar samkvæmt tilvísun frá læknum og einnig beint af götunni. Nú er ég stödd hér heima og mig langar til þess að starfa héma í sumar og hef fengið leyfi til þess hjá landlækni,“ sagði Laufey Vilhjálmsdóttir nær- ingarfræðingur í samtali við DV. Laufey er búsétt í Morristown, New Jersey, þar sem hún starfar sem næringarráðgjafi. Slík ráðgjöf er í því fólgin að kenna fólki að borða réttar fæðutegundir. Til hennar leita sjúklingar sem haldnir em ýmsum sjúkdómum eins og t.d. hjartasjiik- dómum, háþrýstingi, maga- og meltingarsjúkdómum, böm sem þroskast ekki eðlilega, fólk sem haldið er fæðuofnæmi, offitusjúkl- ingar og þeir sem haldnir em sjúkdómi er nefriist anorexia, sem er algjör andstæða við offitu. „Offita og þar með talin of há blóð- fita er mjög mikið vandamál i Bandaríkjunum, raunar eitt stærsta heilsuvandamál þar í landi. Er stundum kallað „The American dise- ase“ (ameríski sjúkdómurinn). Þetta gífurlega feita fólk er búið að vera á megrunarkúr í mörg ár og hálf- sveltir sig og borðar kannski ekki nema 1000 hitaeiningar á dag á með- an aðrir, sem em grannir, geta borðað 2000-2500 hitaeiningar. En þetta fólk er búið að raska efna- skiptajafnvægi líkamans þannig að öll líkamsstarfsemin er orðin miklu hægari en eðlilegt getur talist. Þetta fólk hreyfir sig ósjálfrátt miklu hæg- ar, sefúr meira og reynir almennt minna á sig. En þeir sem em haldnir anorexiu eða sjúklegu lystarleysi em einnig margir, aðallega ungar stúlkur á aldrinum 12-20 ára. Sjúkdómurinn er oft afleiðing stífrar megrunar en á sér einnig sálræmar orsakir. Um 25% þeirra sem sjúkdóminn fá látast af hans völdum. Stundum vilja sjúkl- ingamir ekki þroskast. Þetta getur verið vegna þrýstings frá þjóðfélag- inu, allir eiga að vera grannir. Meðal sjúklinga minna em einnig þeir sem nota vítamín í óhófi. Fyrir vestan er svo mikill þrýstingur frá alls kyns náttúmlækningabúðum og framleiðendum vítamína og seljend- um að fólk er ofurselt oftrú á vítamín. Þessi efni em tekin í hættu- lega stórum skömmtum og af því hafa hlotist bæði slys og dauðsfóll. En í sumum tilfellum þarf að venja fólk af vítamíntökunni smám saman. Ef maður er t.d. búinn að taka of stóran skammt af C-vítamíni í lang- an tíma gætu komið fram einkenni skyrbjúgs ef hætt væri snögglega. Ef vanfærar konur taka stóra skammta af C-vítamíni um með- göngutímann getur komið fram skyrbjúgur hjá nýfæddum bömum þeirra. Þess em dæmi að nýfædd böm hafi látist af þeim sökum,“ sagði Laufey. - Er offita arfgeng? „Nýlega var könnuð arfgengi of- fitu fósturbama í Danmörku og þau borin saman við sína upprunalegu foreldra. Kom í ljós að móðurarfur- inn virtist sterkari en föður. Þessi körrnun hefur verið töluvert gagn- rýnd af sérfræðingum og má segja að málið sé enn óleyst. Hins vegar, með þau böm sem alin em upp í föðurhúsum, hefur komið fram að ef annað foreldrið þjáist af offitu em 40% líkur til þess að af- kvæmið geri það einnig og ef báðir foreldramir em of feitir aukast lík- umar í 80%. Nauðsynlegt er að spyma gegn offitu bama heilsu þeirra vegna. Hins vegar það mjög mikið að segja hvernig samsetning fæðunnar er og hvenær hennar er neytt. Alls konar skyndifæði sem fólk borðar í tíma og ótíma er mjög óhollt, er fyrst og fremst alltof fituríkt. En fólk þarf að læra hvað er rétt fæði fyrir hvem og einn og það gerir það hjá næring- arfræðingum." - Hvað um megrunarkúra í blöð- unum? „Ég hef ekki trú á þeim. Það verð- ur hver og einn að fá sína einkameð- ferð, því við erum öll einstaklingar og þarfir okkar em mismunandi," sagði Laufey. - Hvað um offitusjúklinga hér á landi? „Mér sýnist að þeir séu fleiri nú heldur en t.d. árið 1982. Ég held að það sé ekki síst vegna þess að nú em hér mun fleiri skyndifæðustaðir og fólk er að borða í tíma og ótíma. Bílaeign hér er líka mjög almenn og fólk veigrar sér við að ganga. Ég held líka að fæða íslendinga innihaldi fullmikið af eggjahvítueffi- um og sykri en ekki nóg af fjörefnum úr grænmeti svo sem folinsým. Grænmeti er hér alltof dýrt. Það er ekki nóg að fá tómata og agúrkur þótt það sé ágætis grænmeti. Það sem okkur vantar hér er græna grænmetið. Ef ekki er hægt að hafa það á viðráðanlegu verði með eðli- leguym hætti verða stjómvöld hreinlega að greiða það niður. Þeir greiða niður lambakjötið sem við þurfum ekki á að halda,“ sagði Lauf- ey- - Eitt gott ráð til þeirra sem em of feitir í dag? „Borðið staðgóðan morgunverð. Margir halda að það sé liður í megr- un að sleppa morgunmatnum en það er reginmisskilningur. Sleppið hon- um aldrei. Fáið ykkur góða máltíð, t.d. brauð, egg, síld, ávexti og mjólk. Hvað þið gerið svo skiptir ekki meg- inmáli," sagði Laufey. Hún verður til viðtals fyrir sjúkl- inga í heilsugæslunni, Álftamýri 5. Síminn er 688550 og tímapantanir kl. 8-6 daglega. Laufey mun verða til viðtals mánudaga og miðviku- daga. -A.BJ. Framtíðarhorfur Náttúrulækningafélagsins: Augunum beint að fórvamarstarfi Nú fyrir skömmu var haldinn fundur á vegum Náttúmlækningafélags ís- lands þar sem ræddar vom framtíðar- horfur félagsins. Fyrir dyrum stendur að móta eða endurskoða Náttúm- lækningafélagið og stefnu þess varð- andi útfærslu á heilbrigðisþjónustu á þeim heilsuhælum sem félagið rekur. Þá er um að ræða nýjungar i heilsu- meðferð og heilsulækningum á dvalar- heimilunum sem hingað til hafa verið stíluð fyrir eldra fólk. Ennfremur vom ræddar hugmyndir um að höfða til yngra fólks sem í sífellt meiri mæli þyrfti á einhvers konar meðferð að halda því eins og kunnugt er em streita, hreyfingarleysi og aðrir lifnað- arhættir famir að segja ískyggilega mikið til sín í þjóðfélagi eins og okkar þar sem ætíð er verið að keppa við tímann. Á þetta ekki síst við yngri kynslóðina en hingað til hefúr ekki verið möguleiki á neins konar afslöpp- unar- eða endurhæfingarstöð fyrir þennan hóp. Áhugi er fyrir að setja á fót stofnun með aðstöðu sem yrði ein- hvers staðar á milli heilsuhælis og hótels. Á fúndi Náttúmlækningafélagsins kom einnig fram að beina þyrfti aug- unum að forvamarstarfi ýmiss konar. Víða um heim hafa viðhorf til þessara mála breyst mjög mikið og er sífellt meiri áhersla lögð á forvamarstarf sem talið er miklu nauðsynlegra nú en nokkum tíma áður. Náttúrulækn- ingafélagið hefur þó alltaf byggt starf sitt á þessari línu en hyggst, eins og áður segir, gera enn meira átak í þess- um efiium. -RóG. Fjölmennt var á fundi Náttúrulækningafélagsins þar sem ræddar vom framtiðarhorfur féiagsins. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.