Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986.
13
Verða laun háskóla-
manna leiðrétt?
Samtök háskólamenntaðra ríkis-
starísmanna, BHMR, hafa háð
sérstæða kjarabaráttu. Lög banna
BHMR hvers kyns vinnustöðvanir
og ríkið neitar hvers kyns yfirborg-
unum. Laun háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna sjást því í töxtum
og kjarasamningum gagnstætt því
sem gerist hjá flestum öðrum. Ef rík-
ið vill ekki hækka umsamin laun
þeirra í kjölfar uppsagnar samninga
fer deilan til kjaradóms sem úr-
skurðar endanlega um kjör félags-
manna BHMR.
Kjaradómur að störfum
Einmitt um þessar mundir sitja
dómendur kjaradóms yfir því verk-
efni að leiðrétta laun háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna. Lög mæla svo
fyrir að þeir skuli dæma háskóla-
menntuðum starfsmönnum ríkisins
KjaUaiinn
Stefán B. Sigurðsson
dósent við
Háskóla íslands
„Lög mæla svo fyrir að þeir skuli dæma
háskólamenntuðum starfsmönnum ríkis-
ins sambærileg laun og háskólamenn hafa
á almennum markaði.“
sambærileg laun og háskólamenn
hafa á almennum markaði. Öllum
er ljóst að þetta er mikið vandaverk,
bæði vegna almennrar leyndar um
launakjör í einkageira og svo vegna
hins að ríkið telur sig ekki aflögu-
fært. Þessar ástæður hafa verið
notaður áður og kjaradómur á þeim
forsendum frestað ákvarðanatöku
þar til hann fengi betri upplýsingar.
En kjaradómur hefur nú fengið
gögn til að vinna úr. Nefhd á vegum
BHMR og fjármálaráðherra hefur
aflað gagna um dagvinnulaun og
önnur kjaraatriði háskólamanna á
almennum markaði og fyrir dómnum
liggja skýrar upplýsingar um dag-
vinnulaun háskólamenntaðra ríki-
starfsmanna. Hin sameiginlega
nefhd hefur gætt þess að gagnsöfh-
unin og svo úrvinnslan fari eftir
öllum bestu vísindalegu aðferðum
sem þekktar eru í þessum efnum.
Þetta hefur gert baráttu BHMR sér-
stæða. Þrátt fyrir almenna launa-
leynd hefur tekist með dyggri aðstoð
Hagstofu íslands að afla eftir vís-
indalegum leiðum haldbærra gagna.
Þessi staðreynd hefur gert mig bjart-
sýnan um að kjaradómur mirni nú
leiðrétta kjör háskólamanna í þjón-
ustu ríkisins.
Kröfur þjóðfélagsins
Ég er sannfærður um að allur al-
menningur áttar sig ekki á því hvaða
kjör bíða háskólamanna í þjónustu
ríkisins, ef til vill eftir langt fram-
haldsnám. Sérhæft háskólamenntað
hjúkrunarfólk með mikla ábyrgð á
spítölum nær varla Bolungarvíkui'-
samningum nema með mikilli yfir-
vinnu. Sama gegnir um ýmsa aðra
hópa. Lektor við Háskóla Islands fær
í byrjunarlaun 32.072, og það yfir-
leitt eftir 6 til 10 ára háskólanám.
Það er staðreynd að þjóðin gerir í
dag kröfur um betur menntaða há-
skólamenn en áður hefúr þekkst,
bæði til almennra starfa og til að
stunda kennslu og hvers kyns vís-
indarannsóknir til að búa í haginn
fyrir framtíðina. Lág laun háskóla-
manna hjá ríki í samanburði við
kjör háskólamanna á almennum
markaði og í samanburði við kjör
háskólamanna erlendis hafa gert
háskólamenntaða ríkisstarfsmenn á
íslandi að láglaunastétt.
Ef kjaradómur bregst nú er hætt
við að þetta sé í síðasta skipti sem
launabarátta verði rekin með skyn-
samlegum hætti. Sennilega myndu
þær raddir fá byr undir báða vængi
sem vilja að samtökin grípi til verk-
fallsvopnsins og væri það miður.
Stefán B. Sigurðsson
Niðuriægingartímabilið
Flestir viðurkenna að núverandi
ríkisstjóm hefur verið harðvíðtugri
og illskeyttari gagnvart launafólki
en nokkur ríkisstjóm sem við þekkj-
um frá lýðveldisstofnun. Stjómin hóf
feril sinn með því að afnema samn-
ingsrétt verkalýðshreyfingar,
afhema verðtryggingu á launin o.s.
frv. Afleiðingamar urðu m.a. þær
að á örskömmum tíma rýmuðu laun
fólksins um tugi prósenta. Þessari
kjaraskerðingu mætti launafólkið
aftur með meiri vinnuþrælkun og
aðrar félagslegar afleiðingar kjara-
skerðingarinnar á líf fólksins í
landinu vom geigvænlegar.
Það þriggja ára skeið sem liðið er,
mun lifa í endurminningunni sem
eitt mesta niðurlægingartímabil is-
lensks launafólks. Þar er ekki
einungis grimmd ríkisstjómarinnar
um að kenna, heldur ekki síður full-
kominni uppgjöf verkalýðsforyst-
unnar og pólitískri eymd stjómar-
andstöðunnar á alþingi. Og saman'
hafa þær haldist í hendur út stjóm-
artímabilið uppgjöfin og eymdin -
og aldrei jafhömurlegar í nekt sinni
og einmitt nú.
f stórum dráttum hefur verkalýðs-
forystan ekki gert annað í kjara-
samningum sem gerðir hafa verið á
tímabilinu en að ffamlengja kjara-
skerðinguna. Allir samningar frá því
1983 hafa gert ráð fyrir óbreyttum
kaupmætti taxtakaups eftir kjara-
skerðinguna miklu. Þannig hefur
verkalýðsforystan kysst á vöndinn
ár eftir ár. 1 rökréttu framhaldi og
táknrænu tók hún upp á að gefa
ráðherrum í ríkisstjóminni blóm.
Ásmundur Stefánsson, Guðmund-
ur J. Guðmundsson og Þröstur
Ólafsson þrístimið sem stjómað hef-
ur þessari „herför“ niðurlægingar-
innar - er því miður bendlað við
stjómmálaflokk sem hefði sam-
kvæmt lögmálinu átt að standa fyrir
því að fella ríkisstjómina, a.m.k.
vera heill i stjómarandstöðu. En
þetta þrístimi hefur, eins og flestum
er nú að verða ljóst, stjómað Al-
þýðubandalaginu í reynd á síðustu
misserum. Þeim er að þakka þögnin
á ögurstundum, þeim er að þakka
sá klofningur sem verið hefur á milli
fólks sem vill að Alþýðubandalagið
móti sjálft sína stefhu í kjaramálum
og þeirra sem sett hafa flokksforyst-
una í pólitíska gíslingu.
Ástæða er til að óttast - eða vona
- að með tímanum fækki þeim prins-
um sem hafa geð í sér til að leysa
forystuna úr þeirri prísund sem hún
hefur kallað yfir sig. En það má leita
áfram á galleríi eymdarinnar - ef
ekki við Áusturvöll þá í Flórída.
Ríkisstjórn í sigtinu
Ekki höfðu þeir örfáu sem mættu
á fundi verkalýðsfélaga til að stað-
festa síðustu kjarasamninga lengi
notið lágra tolla af bílum þegar þeim
var gert ljóst að í rauninni hefðu
þeir ekki verið að samþykkja kjara-
samninga. Verkalýðsforystan taldi
nefnilega samningana ómarktæka
og árangurslausa nema þeim fylgdi
ný ríkisstjóm. Viðreisnarsjóm með
tilbrigði, þ.e. ríkisstjóm Sjálfstæðis-
flokksins, Alþýðuflokksins og
Alþýðubandalagsins. Trúlega hefðu
fleiri mætt á fimdina í verkalýðs-
félögunum hefðu þeir rennt grun í
að þar gæfi einstætt tækifæri til að
greiða atkvæði um ríkisstjómar-
munstur.
í sjálfú sér er hér um pólitík að
rseða sem er samkvæm sjálfri sér.
Þeir sem sitja að völdum í verkalýðs-
forystunni em þar fyrir eina alls-
herjar pólitíska samtryggingu. Þar
er auðvitað enginn munur gerður á
Sjálfstæðisflokknum, Alþýðubanda-
laginu og Alþýðuflokknum. Þar reka
menn bara eina stefhu, að sitja og
treysta völdin. Fyrir tveimur áratug-
um gerðu allra flokka menn með sér
samkomulag um að bjóða ekki fram
í stéttarfélögum gegn þeim stjómum
sem fyrir væm. Það þurfti ekki tvo
áratugi til að þurrka út þann mun
sem var á flokkunum í verkalýðs-
forystunni. Hvaða munur er á Karli
Steinari og Guðmundi J. Guðmunds-
syni, Ásmundi Stefánssyni og Bimi
KjaUariim
Óskar Guðmundsson
blaðamaður
Þórhallssyni? Bjöm er aðeins skiln-
ingsríkari í tali á kjör launafólks en
Ásmundur, en í raun kennir lítils
sem einskis áherslumunar.
Þessir karlar hafa unað sér saman
um það að sitja í valdastólnum og
kvitta undir samninga - en viðræður
fara fram í leynum. Þeir þekkja ekki
annað vinnulag - og láta sér ekki
detta í hug að fara eftir samþykktum
ASÍ-þinga um hvemig standa skuli
að málum. Og þessir karlar finna
ekki þörfina á mannsæmandi laun-
um brenna á sjálfum sér því þeir
skammta sér sjálfir laun sem em
ekkert í samræmi við launataxta
sem þeir ætla öðrum að lifa eftir.
Fyrir utan hlunnindi.
Að standa í fæturna
Auðvitað þarf fólk úr öllum flokk-
um að vinna saman í verkalýðs-
heryfingunni eins og annars staðar
í okkar litla þjóðfélagi. En til að
geta gert það þurfa flokkar og menn
að geta staðið í fætuma. Þeir þurfa
að hafa eigin stefriu að berjast fyrir
- og síðan gætu þeir gert málamiðl-
anir um hvað sem er - og það fyrir
opnum tjöldum.
En það er ekki raunin í íslenskri
verkalýðshreyfingu. Enda er árang-
urinn í samræmi við það. íslenska
atvinnurekendavaldið hlær að eym-
ingjadómnum, enda fært um að
greiða margfalt hærri laun en það
lætur verkalýðsforystuna skrifa upp
á. Og nú er svo komið að launakerf-
ið almennt í landinu er hrunið.
Nokkur þúsund manna þurfa að lifa
af taxtalaunum en þorri launafólks
hefur aðrar aðferðir að fara eftir.
Með vesaldómnum hefur atvinnu-
rekendum verið falið aukið þjóð-
félagslegt vald.
En hvað er verkalýðshreyfing sem
ekki semur um laun?
Það er sjálfeagt að líta á málið
útfrá markaðshliðinni - og segja sem
svo að verkalýðsfélag hafi vinnuafl
til sölu. Árangur verkalýðsforystu
er svo mældur í samræmi við það
verð sem henni tekst að semja um á
vinnuafli fólksins sem er í félögun-
um. Verðskrár (launataxtar) verka-
lýðsforystunnar eru auðvitað ekki
lengur í gildi. Atvinnurekendur hafa
tekið sér valdið af því stefna verka-
lýðsforystunnar bauð uppá það.
Verkalýðshreyfing sem ekki semur
lengur um launin og gefur ekki út
marktæka verðskrá er ekki mikils
virði. Verkalýðsforysta slíkrar
hreyfingar á ekki mikið annað eftir
en leggja upp laupana. í samræmi
við tregðulögmálið mun hún hins
vegar freista þess að hasla sér völl
í pólitíkinni til að treysta það vald
sem hún hefur í þjóðfélaginu - og
reyna þannig að vinna upp getuleys-
ið á faglega sviðinu. Þess vegna vilja
þeir líka ráða ríkisstjóm og komast
fleiri inná þing.
Verkalýðsforystan hefur keyrt ís-
lenska verkalýðshreyfingu, baráttu
launafólks niðrí ótrúlega lágkúru
Enda gefa nýjustu tíðindi tilefrd til
að stinga uppá að í stað hagfræðing-
anna verði ráðnir hlunnindarráðu-
nautar inná suma kontóra
verkalýðsfélaganna í Reykjavík.
Oskar Guðmundsson
„Enda gefa nýjustu tíðindi tileftii til að
stinga uppá að í stað hagfr æðinganna
verði ráðnir hlunnindaráðunautar inná
suma kontóra..