Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986. Spumingin Lesendur Hefurðu farið til útlanda í sumar? Birgir Svan verkamaður. Nei, ég hef ekki farið, það eru tíu ár síðan ég fór síðast. Annars hefði ég ekkert á móti styrk frá Albert Guðmundssyni. Rúnar Bragason verkamaður. Nei, ég hef ekki farið og ég er ekki að hugsa um að fara. Stefán Arngrímsson kennari. Nei, ég hef ekki gert það, ég ætla ekki í sumar því ég fór í fyrrasumar til Bandaríkjanna. Hjördís Björnsdóttir bankastarfs- maður. Nei, ég hef ekki farið og ætla ekki að fara. Ólafur Jakobsson nemi. Nei, ég hef ekki farið en ég fer til Ítalíu í september. Helgi Kristjánsson afgreiðslumaður. Nei, ég hef ekki farið og ætla ekki að fara bví és fór í fvrra til Englands. „íslenski hesturinn er í raun ekkert sérstakur." íslenskir hestar SH skrifar: Er þetta hestatal síðustu daga ekki komið út í öfgar. Hestamenn landsins eru íyrir löngu búnir að sprengja sig á að dásama íslenska hestinn og monta sig af því að nú sé hann kominn á einhveija merkissýningu. Islenski hesturinn er í raim ekkert sérstakur, það væri nær lagi að líkja honum við pony hest. Satt að segja lýsir þessi dásömun íslenskra hesta- manna á íslenskum hestum þjóðinni vel, hvað lítið sem við höfum fram að færa þá er grobbað af því. Væri ekki nær að gera sér grein fyrir því að grobb getur farið í taugamar á fólki, íslend- ingar þurfa að temja sér hógværð og sér í lagi að hætta þessu hestatali. Fjárfrekur Faraldur Óánægðir vinnufélagar á Reyðarfirði. skrifa: Hljómsveitin Faraldur fer nú yfir landið og kemur víða við í samkomu- húsum landsmanna. Austfirðingar og Héraðsbúar urðu heldur betur varir við Faraldinn í buddunum sínum, þeir sem á annað borð lögðu leið sína í Valaskjálf laug- ardagskvöldið 28. júní. Er raunhæft að borga 900 kr. fyrir 4 tíma dansleik og takmörkuð skemmtiatriði sem sko- tið var inn á milli laga? Húsið var opnað kl. 10 og dansleikurinn átti að hefjast kl. 11 og standa til þrjú. Hljóm- sveitin byrjaði ekki að spila fyrr en klukkan var langt gengin í 12 og síðan voru teknar góðar pásur þar fyrir ut- an. Þetta erum við, vinnufélagamir á Reyðarfirði, óánægðir með. Utlendingar í óbyggðum Reykvikingur skrifar Hvemig er það, er enginn sem varar útlendinga við hættum þeim sem gætu orðið á vegi þeirra í óbýggðum lands- ins? Hvað eftir annað sé ég greinar í blöðunum þess eðlis að útlendingar hafi komist í hann krappan í óbyggð- um landsins. Þetta em oft og einatt Fransmenn í ævintýraleit og þeir hafa ekki hundsvit á út í hvað þeir em að fara. Ég kem með þá hugmynd að prent- aður verði bæklingur sem varar útlendinga við hættum óbyggðanna. Þennan bækling ætti svo að afhenda þeim strax og þeir stíga út úr flugvél- inni í Keflavík. Gefið okkur grið Halldóra hringdi: Alveg verð ég vitlaus þegar sin- fóníutónleikar og fleira í þeim dúr er flutt í ríkisútarpinu. Ég og fleiri erum á milli tveggja elda. Mér persónulega finnst ekkert gaman að rás tvö. Þar em alltaf spiluð sömu lögin aftur og aftur. Mér finnst sem þeir hugsi lítið sem ekk- ert um fólk á aldrinum 3(140 ára. Svo em aðrar öfgar á rás 1. Þar virðist ekkert vera spilað annað en nútímatónlist og sígildar sin- fóníur. Ég persónulega hef ekkert gaman af slíku og bið útvarpið vinsamlegast að gefa okkur grið sem ekki höfúm gaman af sinfó- níum. Af hveiju er ekki hægt að spila bara eitthvað af tónlist með Ragnari Bjamasyni og Hauki Morthens? Þessir tónlistarmenn vom upp á sitt besta þegar ég og maðurinn minn vorum að slá okk- ur upp og þetta er tónlist sem kemur öllum í létt og gott skap. Og er það ekki einmitt það sem við þurfúm í önnum dagsins? Bréfritari þakkar hlýlegt viðmót vagnstjóra. Leið 2 Verkakona í Reykjavik skrifar Ég vil þakka vagnstjórum leiðar 2 fyrir sérstaka kurteisi og varkár- an akstur. Ég hef ferðast með leið 2 í og úr vinnu í u.þ.b. 5 ár og það hefur ekki komið sá dagur sem mér hefur verið sýnd ókurteisi. Það er svo mikilvægt þegar maður notar vagnana mikið að manni sé sýnt hlýtt viðmót. Ég vinn erfiða vinnu, fer að heiman í bítið á morgnana og kem heim seint á kvöldin og því svo mikilvægt að dagurinn byiji og endi vel. Ég ít- reka, vagnstjórar leiðar 2, þið eigið heiður skilinn. Gatan er enginn leik- völlur Ágúst hringdi: Mig langar að biðja foreldra að brýna fyrir bömum sínum að vera ekki að leika sér á götunni. Það hafa ófá slys orðið þegar böm hlaupa á eflir boltum eða öðrum leikföngum og í veg fyrir bfla. Það er til nóg af leikvöllum í öllum hverfúm og þar ættu krakk- amir að geta verið. Strákamir ættu svo endilega að nota spar- kvelli fyrir fótboltann. Þar em mörk en aftur á móti engin slík á umferðargötum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.