Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986. Iþróttir Margir þýsku leikmannanna of gamlir fyrir EM 1988? mikið í húfi hjá Þjóðveijum |m keppnin fer fram í Þýskalandi Eins og hefur komið fram áður voru V-Þjóðveijar mjög ánægðir með ffammistöðu sinna manna í heims- meistarakeppninni. Annað sætið í keppninni var meira en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Nú er hins vegar líklegt að verulegar breytingar verði á landsliðshóp Þjóðveija. Margir af þeim leikmönnum, sem voru i eldl- ínunni í Mexíkó, eru of gamlir til að geta verið inni í myndinni hjá Franz Beckenbauer fyrir næstu stórátök. Það verður svo sannarlega mikið í húfi fyrir Þjóðveija á Evrópumótinu 1988 - mótið fer nefriilega fram í Þýskalandi og öll v-þýska þjóðin mun án efa krefjast þess að heimamenn sigri. Margur Þjóðverjinn er orðinn langeygur eftir verðlaunum en síðasti stórsigur Þjóðveija var í Evrópu- keppninni á Ítalíu 1980 - að vera sífellt í öðru sæti er ekki nóg fyrir þessa metnaðarfullu þjóð. Nýtt lið hjá Beckenbauer Annað sætið í Mexíkó var ekki síst mikilvægt fyrir Beckenbauer en með því keypti hann sér fi-est sem mun sjálfsagt endast honum fram yfir næstu keppni. En þó að hann hafi mikið úrval leikmanna steðja ýmis vandamál að honum. Hann hefur sjálf- ur talað um mikla lægð í þýskri knattspymu eftir 1974 eða ffá því að hann hætti að leika þar! Nú mun Beckenbauer þurfa að glíma við sama vandamál og margir þjálfarar á undan honum. Margir landsliðs- mannanna leika erlendis og getur orðið erfitt að samræma það áætlun- um landsliðsþjálfarans. Þetta er að vísu vandamál sem margir landsliðs- þjálfarar hafa þurft að glíma við og gengið ágætlega að leysa samanber árangur Pionteks með danska lands- liðið en flestir leikmenn þess leika utan Danmerkur Eftir leikinn við Argentínumenn til- kynntu þeir Hans-Peter Briegel, Felix Magath, Ditmar Jakobs og Dieter Höness að þeir hefðu leikið sinn síð- asta leik. Beckenbauer hefur tvö ár til að prófa og finna nýja leikmenn í staðinn fyrir þá. Hann hefúr þegar tilkynnt að þeir Littbarski, Karl-Heinz Föster, Lothar Matthaeus og Rudi Völler verði kjam- inn í ffamtíðarliði Þjóðverja. „Þeir em iiú á hátindi ferils síns og verða aðal- mennimir í nýju liði Þjóðverja," sagði Beckenbauer. Hann bætti því við að hann vonaðist til þess að Rummenigge yrði áffam með í liðinu en eins og kunnugt er hefúr hann tilkynnt að hann sé hættur með landsliðinu. Bec- kenbauer vonast þó til að geta talið honum hughvarf. Þá sagðist Beckenbauer treysta á að Toni Schumacher verði með liðinu áffam en hann sýndi í Mexíkó að hann er einn besti markvörður heims og ætti að eiga mörg ár eftir enn með landsliðinu. Annan leikmann, sem Beckenbauer vill án efa hafa í lands- liðinu, er hins vegar ekki hægt að treysta á. Það er vandræðabamið Bemd Schuster. Þrátt fyrir óumdeil- anlega hæfileika hefur hann lítið sem ekkert leikið með landsliðinu síðan hann sló í gegn í Evrópumeistara- keppninni 1980. Er þar um að kenna furðulegu skaplyndi Schusters. Er því líklegt að Beckenbauer verði að leita annað eftir leikstjómanda á miðjuna. -SMJ • Franz Beckenbauer verður að leiða þýska liðið til sigurs á Evrópumeistara- mótinu í Þýskalandi 1988. ■ • Morten Olsen. | Olsen til j FC Kölnar ■ Hinn ffábæri fyrirliði danska landsliðsins, I Morten Olsen, hefur nú undirritað eins árs “ samning við þýska liðið Köln. Samningur- I inn gildir til eins árs en Olsen er nú orðinn - 37 ára og á ekki langt eftir i atvinnu- I mennskunni. Hann lék að vísu fiábærlega ■ í Mexíkó og gaf ekkert eftir þeim sem yngri I vom. Hann hafði frjálsa sölu ffá Anderlecht ■ og fær því alla söluupphæðina sjálfur. Ný- | lega hafði Olsen tilkynnt að hann væri að | hugsa um að hætta knattspymunni og snúa I til sinna fymi starfa en hann er menntaður I lyfjafræðingur. En nú mun hann ætla að ■ reyna eitt ár enn fyrir sér í atvinnumenns- I kunni. -SMJ Góðurtími hjáAgli I Egill Eiðsson, hlauparinn ■ kunni í UlA, kcppti sl. fóstudag I í 400 m hlaupi á frjálsíþróttamóti ■ í Bonn.Hannhljópvegalengdina ■ á 48,44 sek. en á best 48,15 sek. I frá 1984. Besti árangur í ár á * vegalengdinni er þessi. I 1. Oddur Sigurðsson, KR,.46,66 ■ 2. Aðalst. Bemharðsson, KR, | ........................48,20 | 3. Egill Eiðsson, UÍA....48,44 I 4. ErUngur Jóhannss.,UMSK, I ........................48,50 ÓU/hsím I Fjórir keppa { á HM í Aþenu Heimsmeistarakeppni ungl- I inga í fijálsum íþróttum verður _ háð í Aþenu í Grikklandi 16.-19. I júlí. Hefst sem sagt á miðvikudag ■ í næstu viku. Fjórir íslendingar I verða meðal keppenda á mótinu. I Guðrún Amardóttir, UBK, Guð- ■ björg Svansdóttir, tR, Jóhann I Omarsson, ÍR, og Steinn Jó- ^Jiannsson, KR. HSKoglR hlutu flesta íslandsmeistaratitla - á 60. meistaramótinu í ftjálsíþróttum Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK, og íþróttafélag Reykjvíkur,ÍR, hlutu flesta íslandsmeistara á 60. meistaramótinu í ffjálsum íþróttum, eða sjö hvort félag. Mótinu lauk í blíð- skaparveðri á mánudagskvöld, allt annað og betra en um helgina. Þá var keppt í fimm greinum. Jón Diðriksson, FH, varð íslands- meistari í 3.000 m hindrunarhlaupi á 9:27,47 mín. og var því langt frá ís- landsmeti sínu, 8:49,58 mín. Hörku- keppni var um annað sætið. Bragi Sigurðsson, Armanni, varð annar á 9:49,0 mín. en Ágúst Þorsteinsson, UMSB, sekúndubroti á eftir, 9:49,1 mín. Þórarinn Hannesson, HSK, varð ís- landsmeistari í fimmtarþraut. Hlaut 3107 stig. Félagi hans, Auðunn Guð- jónsson, varð annar með 3003 stig. Martha Emstdóttir, Armanni, hafði mikla yfirburði í 3.000 m hlaupi kvenna. Varð meistari á 9:53,6 mín. Steinunn Jónsdóttir, Á, önnur á 11:03, 1 mín. Keppendur fimm. Keppnin í 4x400 m boðhlaupi karla var mjög spennandi og timi sigursveit- arinnar, UMSK, sá besti sem ísl. félagssveit hefur náð í 30 ár. Það var mjög óvænt á lokasprettinum að Guð- mundur Sigurðsson, UMSK, fór ffam úr Aðalsteini Bemharðssyni, KR. Sveit UMSK hljóp á 3:24,4 mín. en auk Guðmundar vom í sveitinni þeir Sig- uijón Valmundsson, Einar Gunnars- son og Hannes Hraihkelsson. Sveit KR varð önnur á 3:25,2 mín. Sveit ÍR þriðja á 3:27,6 sek. og þar vakti góður lokasprettur Jóns Leó Ríkharðssonar mikla athygli. Sveit Ármanns varð fjórða á 3:41,5 mín. og B-sveit ÍR fimmta á 3:42,0 mín. Sveit HSK varð íslandsmeistari í 4x400 m boðhlaupi kvenna. Hljóp á 4:03,0 mín. í sveitinni hlupu Linda Larsen, Þórdís Gísladóttir, Birgitta Guðjónsdóttir og Ingibjörg fvarsdóttir. Sveit ÍR varð önnur á 4:05,4 mín. og þar hljóp Oddný Ámadóttir loka- sprettinn á 54,6 sek. Sveit Ármanns varð þriðja á 4:12,7 mín. Smolarektil Frankfurt Pólski landsliðsmaðurinn Wlodzimiorz Smolarek hefúr gengið til liðs við v-þýska liðið Eintracht Frankfurt. Forráðamaður Frankfúrt, sem tilkynnti þetta, vildi ekki gefa upp hve mikið þeir hefðu borgað fyrir Smolarek. Samningurinn er til tveggja ára og samkvæmt pólska blaðinu Przeglad Sportowy mun kaupverðið vera tæpar 18 miljónir kr. og rennur það til Widzew Ixxfz sem Smolarek hefúr leikið með fram að þessu. Smolarek er skæður sóknarmaður og skoraði eina mark Pólveija á HM þegar þeir sigmðu Portúgali, 1-0. -SMJ Enskir urðu ekki ríkir - á HM í Mexíko „Ég hefði getað stokkið enn hærra“ -sagði Sergei Bubka sem setti heimsmet í stangarstökki, 6,01 m „Ég hefði getað stokkið hærra í dag en það var engin þörf á því,“ sagði Sovétmaðurinn Sergei Bubka í gær- kvöldi eftir að hann hafði sett nýtt heimsmet í stangarstökki á Friðarleik- unum í Moskvu. Bubka stökk 6,01 metra en hann átti sjálfúr eldra metið sem var 6 metrar sléttir. Þar með tókst Bubka að efna lof- orðið sem hann hafði gefið í síðustu viku en þá lofaði hann að bæta heims- metið á Friðarleikunum sem hann setti í París í júlí í fyrra. Sergei Bubka vann mjög ömggan sigur í stangarstökkinu. Næsti maður var landi hans, Rodion Gataullin, en hann vippaði sér yfir 5,80 metra en komst ekki hærra. Bubka var hinn ömggasti þegar ljóst varð að hann hafði möguleika á að setja heimsmetið og stökk yfir 6,01 metra í fyrstu til- raun. í þriðja sæti í stangarstökkinu varð Earl Bell frá Bandaríkjunum en hann komst yfir 5,75 metra. Tvöfaldur sovéskur sigur Sovétmenn unnu tvöfaldan sigur í 1500 metra hlaupi karla. Pavel Yakov- lev sigraði á góðum tíma, 3:39,% mín. en Igor Lotorev varð annar á 3:40,18 mín. Þriðji varð Steven Scott, Banda- ríkjunum, á 3:40,31 mín. • Sovétmenn halda enn forystu sinni í keppninni um flest verðlaun á leik-' unum. Þeir hafa hlotið 27 gull, 34 silfur og 25 brons. Bandaríkjamenn koma næstir með 25 gull, 21 silfur og 27 brons. Þessar tvær þjóðir em í alger- um sérflokki á leikunum. Rúmenar em í þriðja sæti með 6 gull, 2 silfúr og 3 brons. _gg Ensku leikmennimir, sem vom í enska landsliðshópnum í heimsmeistarakeppninni I í Mexíkó, urðu ekki ríkir á HM. Fengu þó I gott kaup fyrir þá tæpu tvo mánuði, sem fór I í undirbúning og keppni eða tæp 10 þúsimd I sterlingspund hver. í hópnum vom 22 leik- menn og allir fengu það sama, um 600 | þúsund krónur íslenskar. Ef þeir hefðu orðið heimsmeistarar heföi ' hlutur hvers orðið 20 þúsund sterlingspund, I ein milljón og 260 þúsund krónur. England ^ féll út í átta liða úrslitum á HM fyrir Arg- entínu á hinu fræga, ólöglega marki Maradona. Sigur í þeim leik hefði fært ensku ieikmönnunum 11 þúsund sterlings- pund í hlut á HM og fyrir sigur í undanúi-- slitum hefði hver fengið 14 þúsund sterlingspund. -hsím , 54,26 hjá Helga Þór I Húnvetningurinn Helgi Þór Helgason, | USAH, náði sínum þesta árangri í kringlu- | kasti í ár nýlega á móti á Blönduósi. Kastaði I 54,26 m. Hann átti ógilt kast um 55 og hálf- I anmetra.í fyrra átti Helgi Þórbest 54,40 m. ■ -ÖU Bm wmm mma ■ nau wmm mmm wmmm wwm mm wmm mi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.