Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986. 17** Torfason heldur uppteknum hætti - Fram í 8-liða úrslit - Fram sigraði Fylki, 0-1, í mjólkurbikamum á malarvellinum í Árhæ „Auðvitað erum við fegnir að vera búnir að klára þennan leik og vinna sigur. Þessi leikur var í líkingu við það sem ég átti von á,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir að Fram hafði slegið Fylki út úr bikarkeppn- inni í knattspymu á Fylkisvelli í gærkvöldi. Leikur liðanna var í 16-liða úrslitunum og lokatölur 0-1 Fram í • Guðmundur Torfason sést hér spyrna knettinum i áttina að marki Fylkis eftir að markvörðurinn hafði misst hann frá sér. • ....og hér er knötturinn í þann veginn að fara inn fyrir marklínuna og sigur Fram var tryggður. DV-myndir Brynjar Gauti vil. Og að sjálfeögðu var það marka- maskínan Guðmundur Torfason sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Til að byrja með sóttu Framarar mun meira og flestir áttu eflaust von á því að topplið 1. deildar myndi kaf- færa andstæðinga sína strax í byrjun. En svo fór ekki og Fylkismenn sem eru í efeta sæti í öðrum riðli 3. deildar náðu að halda marki sínu hreinu í fyrri hálfleik og staðan 0-0. í síðari hálfleik sóttu Framarar mun meira en markið lét bíða eftir sér. Loks kom þó að því að þeir skoruðu. Steinn Guðjónsson gaf þá fasta send- ingu fyrir markið. Markvörður Fylkis hélt ekki knettinum sem hrökk fyrir fætur Guðmundar Torfasonar sem skoraði af öryggi úr þröngu færi. Framarar fengu mýmörg tækifæri til að bæta við mörkum en þau nýttust ekki í þetta skipti. Litlu munaði þó að Fylkismenn, undir stjóm Marteins Geirssonar, næðu að jafna metin rétt fyrir leikslok er Gunnar Orrason, fyrr- um Framari, skaut háum bolta að marki Fram. Friðrik Friðriksson markvörður átti misheppnað úthlaup og Þorsteini Þorsteinssyni tókst með miklum naumindum að bjarga á marklínunni. Torfason í feiknalegu formi Guðmundur Torfason er svo sannar- lega í formi þessa dagana. Hann skorar í hveijum einasta leik og nú er svo komið að það telst frétt ef hann skorar ekki. Virðist Guðmundur bera höfuð og herðar yfir aðra sóknarleik- menn hér á landi um þessar mundir. Það var greinilegt á leik Fram-liðs- ins í gærkvöldi að það hefur ekki leikið á malarvelli frá því að liðið lék í 2. deild fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir það brá fyrir skemmtilegum köfl- um í leik íiðsins og Framarar hefðu með góðri nýtingu marktækifæra átt að geta skorað átta tii níu mörk. Hetjuleg barátta Fylkismanna Þrátt fyrir að leikmenn Fylkis hafi átt við ofurefli að etja að þessu sinni á flestum sviðum knattspyrnunnar geta þeir vel við úrslitin unað. Þrátt fyrir að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leik liðanna eru þau góð fyrir lið í 3. deild. Leikmenn Fylkis gerðu sitt besta og komu á óvart. -SK OrmaiT frá í 8 ■ ■ VllíllV Ormarr Örlygsson, bakvörður { Fram, mun að öllum líkindum verða frá æfingum og keppni í knattspymu næstu vikur og jafiivel allt að tveim- ur mánuðum. Ormarr meiddist illa á ökla á æf- ingu með Fram á laugardag og hefúr verið í sérstökum umbúðum síðan. Þær verða teknar af fætinum í dag og þá kemur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru. Fjarvera Ormarrs get- ur veikt Framliðið nokkuð þar eð • Ormarr Örlygsson. hann er sterkasti hægri bakvörður- inn í herbúðum Framara í dag. JSKj Mikil bikarstemmn- ing á Siglufirði - þegar Víkingur vann KS, 1-2 Víkingar tryggðu sér áframhaldandi þátttökurétt í mjólkurbikarkeppni KSI í gærkvöldi er þeir unnu góðan sigur á KS á Siglufirði. Leik liðanna í 16-liða úrslitunum lauk með eins marks sigri Víkings, 1-2. Víkingar eru þar með komnir í 8-liða úrslitin. Mikil bikarstemmning var á Siglu- firði. Víkingar fengu óskabyrjun er Gunnar Öm Gunnarsson skoraði með langskoti strax á 4. mínútu. Heima- menn börðust af krafti og þegar fimm minútur voru eftir af fyrri hálfleik^ jafnaði Bjöm Ingimarsson úr víta- spymu fyrir KS. Gríðarleg barátta var hjá leikmönn- um beggja liða í síðari hálfleiknum en þegar fimmtán mínútur vom til leiks- loka tókst Víkingum að tryggja sig í 8-liða úrslitin. Bjöm Bjartmarz skor- aði þá með skalla eftir homspymu. -SK Lim 09 kitti fra SKÚLAGATA 30 MJÓLKURBIKARKEPPNI KR - ÞÓR Laugardalsvelli í kvöld kl. 20. adidas Stljum TÖLVUPAPPÍR ÍÍJlFORMPRENT Hvarfisgötu 78, límar 25960 ^ 25568. EsJGROHE v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.