Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986. 25 Sandkom þjónustu bænda sem blaða- fulltrúi. Hann verðurþví að flytja sig nær Bændahöllinni þar sem hann á að hafa aðset- ur. Og þannig vill til að Signý er einmitt eiginkona Ólafs og mun sjálfsagt fylgja með suður yfirheiðar. Ef þetta reynist rétt verður bæði sjónvarp og útvarp að fara að skygnast eftir nýjum fréttamönnum. Veiðisaga - Þú varst að veiða í gær, ekki satt? - Jú. - Beit nokkur á hjá þér? - Ég held nú það. Ég fékk einn á öngulinn, sem var svo stór að mér var hréint ómögulegt að koma honum upp í bátinn. - Þú segir ekki? - Og áður en ég vissi af kippti hann svo harkalega í að ég féll útbyrðis. - Þú blotnaðir auðvitað? - Nei, ég féll á bakið á laxin- um. Únnurfiski- saga Það fór betur fyrir kaup- manni einum á ísafirði er hann renndi fyrir lax í Laug- ardalsá fyrir nokkru. Vest- firska fréttablaðið skýrir frá því að hann hafi sett í stóran fisk. Sá var ekki á því að láta hremma sig og sleit sig lausan. Kaupmaðurinn lét ekki deigan síga og hélt ótrauður áfram. Ekki leið á föngu þar til annar beit á. Eftir tilheyr- andi viðureign við laxinn tókst honum að koma honum á þurrt land. Þegar hann fór að líta á gripinn sá hann hvar gimisspotti lafði út úr laxin- um. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þama var kom- inn vinur hann frá fyrri viðureigninni. Og sagan segir að laxinn hafi vegið 20 pund. Ásmundarsatur. Arkitektar í slæmu máli Eins og kunnugt er festi Arkitektafélag íslands kaup á Ásmundarsal fyrir nokkrum árum og em nú höfuðbæki- stöðvar félagsins þar. Húsið er nú í mikilli niðumíðslu og lítur vægast sagt ekki vel út að utan. f fyrra óskuðu borg- aryfirvöld eftir því að arki- tektarinir gerðu bragarbót á þessu og líklegt þykir að þessi áminning verði endurtekin nú á afmælisárinu. Það þykir skjóta skökku við að arkitekt- ar geti ekki haldið hús svo vel fari. Eðlilegt sé að þeir sýni gott fordæmi í þessum málum. Nú hafa þeir hins vegar komist að því að gera þurfi eitthvað í þessu máli. Sett hef- ur verið í gang fjársöfnun meðal félaganna og stefnt er að því að hressa upp á Ás- mundarsal svo um munar. Umsjón: Arnar Páll Hauksson Sigfús Jónsson Bæjarstjórará hlaupum Um þessar mundir er verið að ráða nýja bæjar- og sveitar- Bjarni Stefánsson. stjóra víða um land. Ekki verður betur séð en starfi þessi sé nokkuð eftirsóttur. Á Akureyri var t.d. Sigfús Jónsson ráðinn bæjarstjóri og á Eskifirði Bjami Stefánsson. Þessir tveir eiga það sameig- inlegt að hafa verið fræknir hlauparar. Sigfús var einn af ff emstu langhlaupurum okkar og Bjarni hljóp skemmri vega- lengdir. Bjami þótti á sínum tíma mjög efnilegur. Hann náði góðum árangri í 400 metra hlaupi á ólympíuleik- unum í Múnchen 1972. Hann komst í milliriðil og hljóp á 46,76, sem var þá fslandsmet. Ekki vitum við hvemig þessi fótfimi nýtist þessum stjómm en án efa er gott fyrir þá að vera snara í snúningum. Affréttamönn- um á Akureyri Við skýrðum nýlega frá því að Signý Pálsdóttir, fyrrver- andi leikhússtjóri á Akureyri, hefði verið ráðin sem frétta- maður útvarps þar í bæ. Nú höfum við fregnað að líklega verði ekkert úr þessum ráða- hag. Höfuðástæðan fyrir því er sú að Ólafur Torfason, fréttamaður sjónvarps, hefur verið ráðinn til upplýsinga- Ólafur Torfason. dv_________________Merming Skálholtstónleikar Sumartónleikar i Skálholtskirkju 5. júli. Flytjendur: Manuela Wiesler og Einar Grétar Sveinbjörnsson. Fyrri tónleikar Wilhelm Friedemann Bach: Dúó i F-dúr; Johann Sebastian Bach: Par- títa i a-moll fyrír einleiksflautu; Carl Philip Emanuel Bach: Dúó i G-dúr. Seinni tónleikar: Wilhelm Friedemann Bach: Dúó i e-moll og Dúó í f-moll; Johann Sebastian Bach: Partita i g-moll fyrír ein- leiksfiölu; Carí Philip Emanuel Bach: Sónata í a-moll fyrir einleiksflautu. Sumartónleikar í Skálholti eru nú haldnir ellefta árið í röð. Á hátíðar- árinu í fyrra helguðust þeir tilefrium þeim sem árið gaf og upprunahljóð- færin fengu að njóta sín í öllu sínu veldi. Á fyrstu tónleikum þessa árs var líkt og haldið væri til baka. Ekki í neikvæðum skilningi, nei þvert á móti. Manuela var komin aftur. Nú, eins og í fyrra, voru leikn- ir tvennir tónleikar á laugardeginum og þeir síðari endurteknir á sunnu- degi. Misvægi Leikinn hófu þau Manuela og Ein- ar Grétar á Dúói eftir Wilhelm Friedemann Bach, en á dagskrá voru eingöngu verk eftir þá feðgana, Jo- hann Sebastian, Carl Philip Emanuel og Wilhelm Friedemann Bach. Það skyggði töluvert á annars góðan leik að flautan hljómaði mun sterkar en fiðlan. Það var líkt og Einar héldi aftur af sér og leikur hans verkaði bitminni en gera mátti ráð fyrir. Ég get mér til að þama hafi heyrð Skálholtsdómsins átt ein- hvem hlut að máli - að hjá flytjend- unum hafi það hljómað í meira jafhvægi, en þó skýrir það ekki allt, því þetta átti eftir að breytast. Loks kom það Síðan lék Manuela einleikspartít- una í a-moll eftir Johann Sebastian Bach. Það var hreinn snilldarleikur. Tónlist Eyjólfur Melsted Fyrri tónleikunum lauk svo með Dúói í G-dúr eftir Carl Philip Emanuel og var það með sömu um- merkjum og fyrsta verkið. Manuela Wiesler. Síðari tónleikamir hófust með Dúói í e-moll eftir Wilhelm Friede- mann. Enn var fiðlan um of í bakgmnni og dró það úr ánægjunni yfir leik sem annars bauð upp á svo margt fallegt og skemmtilegt. En svo kom að Partítu Johanns Sebastians fyrir einleiksfiðlu og þá tók Einar Grétar heldur betur við sér. Nú strauk hann þétt og lét sinn fagra tón fylla það stórkostlega hljómhús sem Skálholtsdómur er. Aftur lék svo Manuela ein og brilleraði í þetta sinn á Sónötu í a-moll eftir Carl Philip Emanuel. Sifelld framfðr Tónleikunum lauk með Dúói í f-moll eftir Wilhelm Friedemann og nú kom allt það sem upp á hafði vantað framan af. Loksins hljómuðu bæði hljóðfærin í jafrivægi og þá skerptist heldur betur bitið í leikn- um. Betra seint en aldrei, en hefði gjaman mátt koma fyrr þar eð svo frábærir listamenn áttu í hlut. En svona getur eitt atriði skemmt mikið fyrir. Þeim mun meiri var líka án- ægjan þegar allt komst í lag, en allra best þótti mér þó að fá enn eitt tæki- færi til að hlusta á Manuelu, sem alltaf hefúr eitthvað nýtt og ferskt fram að færa í leik sínum, svo að manni finnst hún alltaf betri en síð- ast, svo fúrðulegt sem það kann að þykja. Því miður sé ég fram á að komast ekki á fleiri Skálholtstónleika þetta sumarið. En af dagskrá að ráða þyk- ir . mér sem óhætt muni að lofa tónlistarhátíð ekki síðri en verið hefur um áratugar skeið. EM. Frá smáauglýsingadeild DV Vegna mikils álags á símakerfi okkar milli kl. 21 og 22 biðjum við auglýsendur vinsamlega um að hringja fyrr á kvöldin ef mögulegt er. Hringið í síma 27022. HESTAÞING SLEIPNIS 0G SMÁRA 1986 verður haldið á Murneyri 19. og 20. júlí. Keppt verður í A og B flokki gæðinga, unglingaflokki 13-15 ára og 12 ára og yngri 150 metra skeið 350 metra stökk 250 metra skeið 800 metra stökk 250 metra stökk 300 metra brokk Jafnframt verður 150 metra skeið og 250 metra stökk sem eingöngu er ætlað félagsmönnum Sleipnis og Smára sem taka ekki þátt í öðrum hlaupagreinum mótsins. Tek- ið verður á móti skráningu í símum 99-5749 og 99-2138. Skráningu lýkur sunnudaginn 13. júlí kl. 14. Nefndin. RANGE ROVER Range Rover árg. 1982, 3ja dyra, grár, beinskiptur, 4ra gíra, ekinn 43 þús. km. Mjög fallegur. Verð 850 þús. TÖGGURHR UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT Bíldshöfða 16, símar 681530 og 83104. fi HAPPDRÆTTI SJÁLFSBJARGAR Pi DREGIÐ 4. JÚLl 1986 Volvo bifreið 745 71128 Bifreið að eigin vali á 500 þús. 20198 48477 101654 108802 Sólarlandaferðir á 30 þús. 3537 37138 49725 79101 90757 9912 37691 52622 80305 91989 14868 42232 55787 81901 99728 20452 43079 59263 82352 105135 26113 47636 67881 83734 116374 36961 49102 73869 87493 116639 3136 Vöruúttekt á 20 þús. 29895 49341 71871 95382 3387 31020 52488 73179 99507 4114 35584 53290 73433 100038 5880 37143 54752 75129 100527 10745 37631 55646 75163 104930 13007 40774 55996 76142 109625 16498 41082 57712 76194 109949 19157 42664 58982 77665 110272 20670 44325 61809 81027 110566 21211 45291 68029 84528 112007 21849 46824 68526 84955 113445 22051 47761 69343 91335 116878 25737 47857 70859 93571 119849

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.