Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1986, Qupperneq 28
28
Sviðsljós
Ólyginn
sagði..
Bill Cosby,
bandaríski grínleikarinn, er víst sú
sjónvarpsstjarna sem flestar konur
telja ímynd hins eina og sanna
fyrirmyndareiginmanns. Þetta
kom fram í könnun meðal banda-
rískra sjónvarpsáhorfenda þar
sem spurt var um allt milli himins
og jarðar. i öðru sæti sem fyrir-
myndareiginmaður kom John
Forsythe (Blake Carrington).
Sarah Ferguson
virðist, að sögn kunnugra, ráða
mun betur við átroðning press-
unnar en Diana prinsessa hér á
árum áður. Hún skrapp um dag-
inn í vikufrí ásamt vinkonu sinni,
Florence Belmondo, til Antigua.
Þegar þær vinkonurnar skruppu
inn á krá, í þeim tilgangi að fá sér
eitthvað í svanginn, var húsið yfir-
fullt af fréttamönnum sem voru
að fylgjast með henni. Sarah
sendi þeim blóm á hvert borð en
sagðist því miður ekki hafa efni á
kampavíninu líka. Blaðamennirnir
slógu þá saman og sendu henni
flösku af dýrasta kampavíni húss-
ins og síðan var skálað fyrir
prinsessunni.
Grace Jones
er víst þekkt fyrir flest annað en
feimni. Hún leikur nú í nýrri kvik-
mynd, Vamp, þar sem hún er í
hlutverki nektardansvampíru.
Hún á þó að hafa fleira utan á sér
en höggtennurnar engöngu þó
ekki sé það mikið. Við töku á erf-
iðu atriði klæðist Grace aðeins 3
fatabútum og þrátt fyrir þessa
fatafæð trufluðu fötin á einhvern
hátt upptökurnar. Eftir 5 klukku-
stunda tilgangslausa vinnu kallaði
framleiðandinn Donald Borchers
í gríni: „Grace, farðu bara úr föt-
unum það þýðir greinilega ekki
að hafa þig í þeim." Honum þrá
vist heldur í brún því leikkonan
svipti sig klæðum án þess að hika.
Því næst gekk hún að Borchers
og sagðist kímin gera allt fyrir
framleiðandann.
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986.
Aldarafmæli
Landsbanka íslands
Þann 1. júlí síðastliðinn var liðin
ein öld síðan fyrsti banki á íslandi
tók til starfa. í þó daga voru íslend-
ingar orðnir langeygir eftir banka,
því þótt hér væru sparisjóðir þá
vantaði banka sem bætt gæti úr
skorti landsmanna ó gjaldmiðli og
lánsfé. Danski þjóðbankinn hafði
þvertekið fyrir að hér mætti reka
útibú á arðbæran máta. Að lokum
fundu menn bankanum form og
hann tók til starfa. 1 fyrstu var
hann til húsa við Bakkastíg, í húsi
Sigurðar Kristjánssonar bóksala,
og var opinn tvisvar í viku, þriðju-
daga og föstudaga, tvo tíma í senn.
Starfsmenn á þessu frumstigi voru
þrír: bókari, gjaldkeri og banka-
stjóri. Unnu þeir störf sín í hjá-
verkum með annarri vinnu og þótti
þetta ágæt aukavinna. í dag eru
starfsmennimir hins vegar orðnir
um 1200. Fyrstu 25 árin sem bank-
inn starfaði unnu þar eingöngu
karlmenn, en árið 1912 tók fyrsta
konan til starfa, Sigríður Boga-
dóttir. í dag eru hins vegar
kvenmenn meirihlutinn af starfs-
fólkinu og hefur svo verið um
alllangt skeið.
Margir komu í afmælisveisl-
una
Afinælisveisla Landsbankans
stóð í heilan dag og má segja að
afmælisbamið hafi svo sannarlega
staðist tímans tönn, var hið hress-
asta. Öllum er vildu var boðið að
koma og þiggja góðgerðir og þáðu
Margs konar persónur komu i bankann í ýmsum erindagjöröum og
skemmtu allir sér hið besta.
margir. Eingöngu í aðalbankann
er talið að um 10.000 manns hafi
komið, en á venjulegum „fyrsta í
mánuði“ koma um 3000 manns.
Inni í bönkunum úði og grúði af
margs konar persónum í ýmsum
erindagjörðum. Sumir komu til að
skipta við bankann, aðrir komu til
að skipta við bankann og fá sér í
svanginn og enn aðrir komu ein-
göngu til að fá sér í svanginn. í
bankanum voru veisluborð hlaðin
kræsingum og um sali gengu stúlk-
ur til beina og buðu gestum upp ó
forláta feitmeti sem kallast kon-
fekt.
Allir í eins fötum!
„Sjóðu það eru allir í eins
fötum,“hrópaði lítið barn uppyfir
sig er það leit yfir afgreiðsluborðið.
Og mikið rétt, starfsmenn bankans
höfðu verið færðir í einkennis-
búning. Karlmennirnir í grátt og
hvítt, en kvenfólkið fékk skarlats-
rauðan búning og hvíta blússu. Var
hér um skemmtilegt og þarft fram-
tak að ræða og þarf nú enginn að
óttast að þekkja ekki starfsmenn-
ina frá viðskiptavinum.
Margt fleira var sér til gamans
gert, lúðrasveit lék fyrir utan
bankann, farið var i skrúðgöngu
með merki bankans í fararbroddi
og tveir starfemenn klæddust um
aldargömlum fötum. Dagurinn
tókst hið besta og hótíðarhöldin
settu mikinn svip á bæjarlífið
Skrúðgangan þrammar áfram með merki bankans í fararbroddi.
Herrey’s fjölskyldan
gliðnar í sundur
Skilnaðurinn skekur Svíþjóð
íslenskir aðdáendur Evróvision
söngvakeppninnar muna sjálfsagt
ílestir eftir hinum súkkulaðisætu
Herrey’s bræðrum. Þeir bræður sigr-
uðu í keppninni 1984 fyrir hönd Svía
með laginu Diggiló Diggilei. Strók-
amir hafa verið mjög vinsælir í
Svíþjóð og reyndar hefur öll fjöl-
skyldan verið í sviðsljósinu. Hefur
samheldni verið eitt af aðalsmerkjum
hennar og hafa sænskir fjölmiðlar
oft kallað hana, „fyrirmyndarfjöl-
skylduna". En nú virðist sem fyrir-
myndarljóminn sé tekinn að fölna
og kemur það Svíum alveg í opna
skjöldu. Hinn 65 ára gamli Willie
Herrey, höfuð fjölskyldunnar, hefur
lýst því opinberlega yfir að hann
ætli að skilja við konu sína, Gerd
Herrey, 52 ára. Þau hafa verið gift í
34 ár og eiga sjö börn saman.
Hefur verið einmana í langan
tíma
Willie Herrey er orðinn þreyttur á
leiðinda sögusögnum og segir sér
nauðugur einn kostur að leiðrétta
þær og segja sannleikann. „Orðróm-
Bræðurnir geysivinsælu, láta skilnaðinn ekkert á sig fá.
Herry’s fjölskyldan meðan allt lék í lyndi.
ur er um að ég hafi verið ótrúr en
ég vil í eitt skipti fyrir öll lýsa því
yfir að slíkt er ósvífin þvæla og
þvættingur," segir Willie Herrey.
Hann segir síðasta hálfa árið hafa
verið eins og martröð. „Ég átti í per-
sónulegum vandamálum auk þess
sem við Gerd höfum búið aðskilin
hvort frá öðm í töluverðan tíma. Ég
í Svíþjóð og Danmörku en hún í Los
Angeles," heldur faðirinn áfram.
Hann segist hafa verið mjög einmana
og því leitað eftir félagsskap. „Ég ó
marga kunningja, bæði karlmenn og
konur, en það hefur ekki haft fram-
hjáhald í för með sér,“ segir Willie.
Skilnaðurinn óþægilegur
vegna trúmála
Skilnaðurinn er óþægilegri fyrir
Herrey’s fjölskylduna heldur en hinn
venjulega Svía af trúarástæðum. Þau
era mormónatrúar og þar er heilag-
leiki hjónabandsins í hávegum
hafður. Samt sem áður ætlar fjöl-
skyldufaðirinn að taka af skarið en
segist gera það dapur í bragði. Hann
segir að það komi oft fyrir að mann-
eskjur fjarlægist hver aðra og það
hafi gerst í þeirra tilfelli. Hann vonar
einungis innilega að skilnaðurinn
komi ekki til með að bitna á bömun-
um.
Hættir sem framkvæmdastjóri
tríósins
Willie Herrey mun nú láta af störf-
um sem framkvæmdastjóri Herrey’s
bræðratríósins. „Ég vona að þetta
komi ekki til með að skemma neitt
fyrir strákunum en ég hef í langan
tíma efast um að rétt sé að faðir
þeirra sé um leið umboðsmaður,"
segir hann að lokum.
Ólíklegt er þó að þeir bræður lóti
skilnaðinn neitt á sig fó. Þó þeir
hafi ekki ráðið nýjan framkvæmda-
stjóra era þeir enn á uppleið í
Svíþjóð. Þeir vonast eftir að geta
gert það enn betra í framtíðinni og
segjast alltaf vera að vaxa sem tón-
listarmenn.